Morgunblaðið - 08.05.1988, Page 42

Morgunblaðið - 08.05.1988, Page 42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988 42 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Kranaumsjón Maður óskast til að hafa umsjón með bygg- ingakrönum Hagvirkis. Æskileg menntun: Rafvélavirki eða vélvirki og veruleg reynsla af byggingakrönum. Óskum einnig að ráða vana kranamenn. Nánari upplýsingar gefur Ólafur Pálsson, sími 673855. I I HAGVIBKI HF | SlMI 53999 Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa sem fyrst að sjúkrastöðinni Vogi. Akstur til og frá vinnu. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í sima 84443 eða 681615. Starfsmaður Karl eða kona óskast í hálft starf frá kl. 13-18. Starfið felst í tölvuinnslætti og ann- arri almennri skrifstofuvinnu. Góð laun. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. maí merktar: „ S - 4968“. Fjármálastjóri Hagvirki hf., Skútuhrauni 2, Hafnarf. vill ráða fjármálastjóra til starfa. Skilyrði að viðkomandi sé viðskiptafræðing- ur með minnst tveggja ára starfsreynslu. Lertað er að drífandi og vel skipulögðum að- ila, sem er fylginn sér og ákveðinn, lipur í mannlegum samskiptum og tilbúinn að takast á við krefjandi starf í hörðum heimi viðskipta- lífsins. Launakjör samningsatriði. Allar nánari upplýsingar eingöngu veittar á skrifstofu okkar í fullum trúnaði. GUDNI iÓNSSQN RAÐCJÓF & RAÐNl NGARÞJON USTA TÚNGÖTU 5, 10! RHYKJAVtK - PÓSTHÓLF 693 SlMI 621322 Bifreiðaumboð Rekstraraðili Fyrirtækið er bifreiðaumboð í Reykjavík og rekur stóra varahlutaverslun. Ársvelta vara- hlutaverslunar 90-100 millj. Til leigu! Við leitum að aðila, einum eða fleiri, til að taka á leigu rekstur varahlutaverslunar okkar. Hugmyndin er að selja leigutaka núverandi lager og leigja honum húsnæðið, sem er vel staðsett með tilliti til bifreiðaumboðsins. Hugmynd: Gæti verið æskilegt að tveir ein- staklingar tækju reksturinn á leigu, t.d. ann- ar með tækniþekkingu og hinn með við- skiptaþekkingu. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Farið verður með allar fyrirspurnir sem trún- aðarmál. Hagvangurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Bókhaldsþjónusta Trésmiðir Byggingadeild Hagvirkis óskar að ráða tré- smiði til starfa. Mikil vinna. Góður aðbúnaður. Uppmæling. Nánari upplýsingar veita Ólafur Pálsson í síma 673855 og Birgir Reynisson í síma 675119. § § HAGVIBKI HF | §§ SlMI 53999 Skipa- og vélaþjónusta Viljum ráða fagmenn og aðstoðarmenn vana viðhaldsvinnu við skip og vélar. Vélsmiðja Hafnarfjarðarhf., sími50145. Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa um mánaðamótin maí-júní nk. í skólann verða teknir unglingar fæddir 1973 og 1974 og voru nemendur í 7. og 8. bekk grunnskóla Reykjavíkur skólaárið 1987-1988. Umsóknareyðublöð fást í Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, sími 622648 og skal umsóknum skilað þangað fyrir 20. maí nk. Þeir, sem eiga nafnskírteini eða önnur skilríki, vinsamlegast hafi þau með. Vinnuskóli Reykjavikur. Lagermaður Húsgagnaverslun óskar að ráða starfsmann á lager, í útkeyrslu, afgreiðslu o.fl. Framtíðarstarf. Æskilegur aldur 20-30 ára. Upplýsingar í síma 623223. Starfsfólk Okkur vantar bráðduglegt starfsfólk til fisk- vinnslustarfa. Nú fer sá tími í hönd er mikið berst að af hráefni og góðir tekjumöguleikar fyrir duglegt fólk. Við bjóðum uppá mötu- neyti og frítt húsnæði. Leitið frekari upplýsinga hjá Sturlu í síma 93-86687 milli kl. 8.00 og 17.00. Hraðfrystihús Grundarfjarðar. Bókari Fyrirtækið er innflutningsfyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið er m.a.: Tölvufært 'fjárhagsbók- hald, verðútreikningar,. vinnsla tollskjala, út- skrift reikninga auk innheimtu. Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi reynslu af ofangreindu, enskukunnátta er skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 16. maí nk. Viðkomandi verða að geta hafið störf sem allra fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Alleysmga- og ráðnmgaþjónusta Lidsauki hf. Skoldvordustig la - 707 Reykjavik - Sinv 621355 Afgreiðslufólk Óska eftir fólki til afgreiðslustarfa. Lágmarksaldur 19 ár. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Upplýsingar í versluninni, Laugavegi 44, milli kl. 5 og 6, mánudag og þriðjudag. Laghentur maður Laghentur maður óskast til að sinna viðgerð- um og öðrum tilfallandi störfum í Kringlunni. Nánari upplýsingar veitir Zophanías Sigurðs- son, í síma 689200. Skriflegar umsóknir sendist til Húsfélags Kringlunnar, pósthólf 3310, 123 Reykjavík. Forritari Við leitum að manni sem getur forritað fyrir einkatölvur. Reynsla í forritun í dBASE og C æskileg. Fyrirtæki okkar er tölvufyrirtæki sem þjónar heilbrigðisgeiranum. Við höfum einnig söluumboð fyrir IBM einvalatölvur. Hluti af starfinu felst í uppsetningu og þjón- ustu tölvukerfa fyrir einvalatölvur. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf sé skilað á skrifstofu okkar. Einungis tekið á móti skriflegum umsóknum. Hjarni hf., Brekkugötu 2, 220 Hafnarfirði. Sölumaður óskast Þurfum að bæta við sölumanni. Við leitum að ungum, áreiðanlegum aðila, sem hefur einhverja starfsreynslu. Umsóknir, er tilgreini aldur, fyrri störf og annað sem máli skiptir, sendist í pósthólf 1422 - R-121, fyrir nk. miðvikudagskvöld. Davíð S. Jónsson & Co. hf., - heildverslun, Þingholtsstræti 18. Rekstrarstjóri - bifreiðaumboð Fyrirtækið, sem er þekkt bifreiðaumboð í Reykjavík, óskar að ráða rekstrarstjóra vara- hlutaverslunar. Starfssvið: Rekstrarstjórn, starfsmanna- hald, gerð sölu- og innkaupaáætlana, erlend og innlend innkaup. Við leitum að manni, sem hefur reynslu af störfum við innkaup og sölu varahluta og/eða bifreiða. Reynsla af verslunarstjórn æskileg. Viðkomandi þarf að vera hugmyndaríkur og drífandi og geta tekist á við krefjandi verkefni. í boði eru góð starfsskilyrði fyrir réttan mann. Traust fyrirtæki. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar, merktar: „Rekstrarstjóri 258“ fyrir 18. maí nk. Hagvangurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Bókhaidsþjónusta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.