Morgunblaðið - 08.05.1988, Side 44

Morgunblaðið - 08.05.1988, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988 -t44 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vélstjóri Vélstjóri með full atvinnuréttindi óskast. Nesskip hf., sími 625055. Mosfellsbær Heimilisþjónusta Starfsfólk vantar í heimilisþjónustu sem allra fyrst. Upplýsingar gefur félagsmálastjóri í síma 666218. Auglýsingastofa Óska eftir dugmiklu fólki í eftirfarandi störf: 1. Auglýsingateiknari. Hugmyndaríkur, áreiðanlegur og umfram allt vandvirkur. 2. Skrifstofutækni. Góð þekking á tölvu, bókhaldi og almenn- um skrifstofustörfum skilyrði. Mjög góð laun í boði fyrir rétt fólk. Viðkomandi þarf að geta hafið störf hið fyrsta. Umsókpir skilist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. maí nk. merktar: „A - 6681“. Fyllsta trúnaði heitið og öllum umsóknum svarað. Aðstoðarverkstjóri Fóðurblöndunarstöð Sambandsins óskar eft- ir að ráða ábyggilegan og traustan starfs- mann til frambúðarstarfa. Starfið felur í sér m.a. aðstoð við fermingu og affermingu af bílum, nótuútskrift, síma- vörslu og fleira. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af vöruafgreiðslu. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmanna- stjóra sem veitir nánari upplýsingar. SAMBAND ÍSL. SAMVINHUFÉLAGA STARFSMANHAHAIO Lindargötu 9a. Einkaritari (177) Stórfyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða ritara til starfa fyrir einn af framkvæmdastjórum þess. Starfssvið: Ritvinnsla, bréfaskriftir (ensk- ar/íslenskar), skýrslugerð, ýmis aðstoðar- verkefni fyrir framkvæmdastjóra, auk ann- arra skrifstofustarfa. Við leitum að ritara með ákveðna og trausta framkomu, sem hefur áhuga að vinna sjálf- stætt að krefjandi verkefnum. Lögð er mikil áhersla á góða enskukunnáttu og að fyllsta trúnaðar sé gætt í starfi. Starfið er laust í júní nk. Laun samkomulags- atriði. Mjög gott starfsumhverfi. Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfi. Hagvangurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Bókhaldsþjónusta Skrifstofustörf Við óskum eftir að ráða starfsmenn til eftir- talinna frambúðarstarfa sem fyrst: 1. Starf á skrifstofu, við afgreiðslu, innslátt á tölvu, símaafgreiðslu og fleira. 2. Gjaldkera til starfa hjá einni af aðaldeild- um okkar. 3. Ritara með góða íslensku- og vélritunar- kunnáttu. Við leitum að traustum starfsmönnum með reynslu í skrifstofustörfum. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs- mannastjóra er veitir nánari upplýsingar. SAMBAND ÍSL. SAMMNNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Óskum að ráða fræðslustjóra frá 1. júlí 1988. Æskileg menntun: Almenn hjúkrunarfræði með nám og/eða reynslu í hjúkrunarkennslu. Starfið gerir kröfur til samskipta- og skipulags- hæfileika. Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. Um er að ræða 100% starf, vinnutími frá kl. 08.00-16.00 virka daga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri kl. 13.00-14.00 alla virka daga. Óskum að ráða aðstoðarmann á meina- fræðideild í 40% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir yfirlæknir meinafræði- deildar. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100. Verslunarstörf Viljum ráða fólk til starfa á lager í Skeifunni 15 og við afgreiðslu í matvöruverslun okkar í Kringlunni. Um er að ræða framtíðarstörf ekki sumar- störf. Nánari Upplýsingar hjá starfsmannahaldi (ekki í síma) mánudag og þriðjudag frá kl. 16.00-18.00. Umsóknareyðublöð hjá starfsmannahaldi. HAGKAUP Skeifunni 15.— Starfsmannahald. Bæjarverkfræðingur - tæknifræðingur Sveitarfélag í nágreni Reykjavíkur vill ráða byggingaverkfræðing eða byggingatækni- fræðing til stjórnunarstarfa. Starfið er laust strax. Um er að ræða hefðbundin verkefni er heyra undir þessa stöðu. Æskilegt en ekki skilyrði er einhver almenn starfsreynsla. Laun samningsatriði. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. Farið verður með allar umsóknir sem trún- aðramál. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir 15. maí nk. QjðntIónsson RÁÐCJÖF&RÁÐNINCARMÓNU5TA TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322 REYKIALUNDUR Hjúkrunarfræðingar Viljum ráða hjúkrunarfræðinga til starfa á allar vaktir sem fyrst. Möguleikar á útvegun húsnæðis og barnagæslu. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, Gréta Aðalsteinsdóttir í síma 666200. Reykjaiundur — endurhæfingarmiðstöð Framtíðarstörf Óskum eftir að ráða sem fyrst gott fólk til margvíslegra framtíðarstarfa, þ.á m.: ★ Viðskiptafræðing af endurskoðunarsviði. ★ Fulltrúa við sérhæft tölvubókhald. ★ Móttökuritara til almennra skrifstofu- starfa. ★ Skrifstofumanneskju hálfan daginn. ★ Matráðskonu hjá góðu fyrirtæki, hálfan daginn f.h. ★ Sölumann í efnavörum, hálfan daginn. ★ Járniðnaðarmann vanan ryðfrírri smíði. Ef þú er í atvinnuleit og leitar að framtíðar- starfi, hafðu þá samband við okkur. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-15. sjmsuúmm w Bfynjolluf Jónsson . Noatun 17 105 Rvih . simi 62,3,5 • Alhliöa raóningaþjonusta • Fyrirtækjasala • Fjarmalaradgjof fyrir fyrirtæki Ert þú í atvinnuleit? Okkur vantar fólk á skrá til margvíslegra starfa. M.a. laust strax: ★ Afgreiðsla í sérverslunum. ★ Afgreiðsla í bakaríi. ★ Pressun. ★ Trésmíði. ★ Ráðskona á gistiheimili. ★ Stofustúlka í sendiráði. ★ Aðstoð í eldhúsi. Aðstoð við þrif Vantar þig aðstoð við þrif á heimili, stiga- gangi eða vinnustað? Við höfum starfskrafta á skrá til þessara starfa. Upplýsingar á skrifstofunni milli kl. 09.00-16.00. arVETTVANGUR STARFSM I Dl U N Skólavörðustíg 12, sími 623088. Deildarstjóri Fyrirtækið er þjónustufyrirtæki í miðborg Reykjavíkur. Starfið felst í umsjón með einni deild fyrir- tækisins. Viðkomandi hefur yfirumsjón með öllu bókhaldi ásamt eftirliti með tölvumálum deildarinnar. Hæfniskröfur: Æskileg viðskiptafræði- menntun og/eða góð tölvuþekking ásamt haldgóðri bókhaldsþekkingu. Umsóknarfrestur er til og með 16. maí. Ráðning verður frá og með 1. júní nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Atleysmga- og rádnmgaþjónusta jVSBi Liósauki hf. W Skólavórðustig 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.