Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988
47
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Matreiðsla
Viljum ráða matreiðslumann eða mann með
reynslu í matreiðslu til starfa í verslun okkar
í Kringlunni.
Nánari upplýsingar hjá starfsmannahaldi
(ekki í síma) mánudag og þriðjudag frá kl.
16.00-18.00.
Umsóknareyðublöð hjá starfsmannahaldi.
HAGKAUP
Skeifunni 15,— Starfsmannahald.
Skólastjóri
Tómstundaskólans
Staða skólastjóra Tómstundaskólans er laus
til umsóknar. Ráðningartími er frá 1. ágúst
1988. Starfið er fólgið í alhliða stjórnun og
rekstri skólans.
Skólinn starfar allt árið og býður fjölþætt
námskeið sem tengjast bæði frístundum og
vinnu fólks.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma
91-621488.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri
störf sendist skrifstofu MFA, Grensásvegi
16, 108 Reykjavík fyrir 25. maí nk.
Menningar- og fræðslusamband alþýðu.
Athafnamenn
Leitað er eftir aðilum, sem áhuga hafa á að
kaupa sig inn í vaxandi fyrirtæki á sviði iðnað-
ar- og verslunar.
Nauðsynlegt er að aðilar hafi þekkingu og
geti starfað við fjármálalega hlið fyrirtækja.
Góðir tekjumöguleikar.
Höfum einnig til sölu eina af virtustu gjafa-
vöruverslunum í Reykjavík.
Upplýsingar veittar á skrifstofunni frá kl.
15.00-17r00 mánudaginn 9. maí nk.
LÖGMANNASTOFAN SF.
Gísli Gíslason hdl
GunnarJóh.Birgisson hdl.f
Sigurður A.Þóroddsson hdl.'
Skipholli 50 B
sÍG G I'05 Rcykjavik
c i«) .Símar: 688622-689944
T!'o'
Járniðnaðarmenn
- rafiðnaðarmenn
Okkur vantar nú eða fljótlega menn til afleys-
inga í sumarfríum eða til lengri tíma. Starfið
er einkum fólgið í járniðnaði, rafiðnaði og
skildum greinum. Langur vinnutími, fæði í
mötuneyti.
Upplýsingar gefur Ágúst Karlsson í síma
681100.
Olíufélagið hf.,
Suðurlandsbraut 18,
sími 681100.
Viltu veita ferða-
skrifstof u forstöðu?
Erum að leita að góðum starfskrafti karli eða
konu til að veita lítilli ferðaskrifstofu í
Reykjavík forstöðu. Alhliða starfsreynsla í
ferðamálum nauðsynleg og góð kunnátta í
útgáfu farseðla.
Umsókn um starfið ásamt upplýsingum um
fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl.
merkt: „Ferðamál - 4858“ fyrir 15. maí nk.
REYKJMJÍKURBORG
JíauAar Sfödun
fjArmAlarAðuneytið
RÍKISBÓKH ALD
Heimilishjálp
Starfsfólk vantar til starfa í hús Öryrkja-
bandalags íslands í Hátúni.
Vinnutími 2-4 klst. eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar í síma 18800.
Tollvörugeymslan
óskar að ráða næturvörð. Þarf að geta byrj-
að 20. maí.
Upplýsingar um starfið veitir verkstjóri á
staðnum mánudaginn 9. maí milli kl. 17.00
og 19.00.
Upplýsingar ekki veittar í síma.
TOLLVÖRU
GEYMSLAN
Atvinnurekendur
Verðandi Samvinnuskólastúdent óskar eftir
starfi til lengri eða skemmri tíma. Margt
kemur til greina. Getur byrjað strax.
Upplýsingar í síma 685748 eftir kl. 12.00,
Kristján.
\ IndVeM
' )jAW\j
Aðstoðarhúsvörður
Óskum eftir að ráða laghentan mann sem
aðstoðarhúsvörð. Um er að ræða framtíð-
arstarf.
Umsóknir er greini aldur og fyrri störf sendist
starfsmannastjóra fyrir 13. maí.
HótelSaga
v/Hagatorg,
simi29900.
Tölvunarfræðingur
Kaupfélag Eyfirðinga óskar að ráða tölvunar-
fræðing til starfa. Vélabúnaður fyrirtækisins
er HP - 3000/950 tölva, ásamt PDP 11/44
og IBM S/34, en verið er að vinna að því
að flytja hugbúnað og gögn af PDP og IBM
tölvunum yfir á HP tölvuna. Hugbúnaður fyr-
irtækisins erfrá Þróun hf. og tölvudeild KEA.
Æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu á
stýrikerfinu MPE, forritunarmálunum
FORTRAN - 77 og RPG - II, sé samvinnuþýð-
ur og geti unnið sjálfstætt.
Nánari upplýsingar veitir Gunnlaug Ottesen
í síma 96-21400.
Kaupfélag Eyfirðinga,
Akureyri.
H jú kru narf ræðingar
Heilsugæslustöð Eskifjarðar og Reyðarfjarð-
ar óska eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til
sumarafleysinga.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í
síma 97-61252 milli kl. 9.00-17.00.
Hjá ríkisbókhaldi eru eftirfarandi störf laus
til umsóknar:
1. Staða skrifstofumanns við afgreiðslu,
símavörslu, vélritun og ýmis skrifstofu-
störf.
2. Staða fulltrúa til ýmissa verkefna í
tekjúbókhaldsdeild stofnunarinnar, að-
allega til úrvinnslu gagna úr innheimtu-
bókhaldinu. Æskilegt er að umsækj-
endur hafi stúdents-, Samvinnuskóla-
eða Verslunarskólamenntun ásamt
reynslu af vinnu við tölvuskjái.
Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem
fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningum
BSRB og ríkisins.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist ríkisbókara, c/o Ríkis-
bókhald, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, fyrir
16. maí nk.
Sumarstarfskraftur
Starfskraftur óskasttil heimilisstarfa á gesta-
heimili úti á landi mánuðina júní, júlí og
ágúst. Góð laun og aðstaða.
Æskilegur aldur 20-30 ára.
Tilboð merkt: „Sumar - 2371“ óskast send
auglýsingadeild Mbl. fyrir 18. maí nk.
T résmiðir - tækifæri
Getum bætt við okkur góðum smiðum í verk-
efni okkar á Reykjavíkursvæðinu. Hörku
mælingaverk framundan. Mikil framtíðar-
vinna. Góður aðbúnaður.
Upplýsingingar í síma 652221.
S.H. VERKTAKAR HF.
STAPAHRAUN 4 - 220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI 652221
Skemmtanastjóri
Fyrirtækið er þekktur veitinga- og skemmti-
staður með fjölbreytta starfsemi.
Starfið felst í m.a.:
★ Tillögum að skemmtidagskrá.
★ Eftirlit með uppfærslu skemmtidag-
skrár.
★ Útvegun skemmtikrafta.
Krafist er m.a:
★ Reynslu í uppfærslu skemmtana/sýn-
inga.
★ Þekkingar á tónlist.
★ Reynslu í stjórnun.
★ Hressrar framkomu.
★ Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Starfið er mjög krefjandi og vinnutími óreglu-
legur.
Markaðs-
og sölustjóri
Starfið felst í m.a:
★ Gerð markaðsáætlana.
★ Markaðssetning.
★ Sala og bókun salarkynna.
★ Auglýsingamál.
Krafist er m.a:
★ Viðskiptafræðimenntunar.
★ Hressrar framkomu.
★ Reynslu í markaðs- og sölumálum.
★ Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
í boði eru spennandi störf og góð laun fyrir
réttar manneskjur.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 12.
maí nk. merktar: „X - 3733“.