Morgunblaðið - 08.05.1988, Side 55

Morgunblaðið - 08.05.1988, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988 55 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Kenny Easterday, sem Ieikur sjálfan sig í kvikmyndinni Kenny sem sýnd er i Laugarásbíói. KEMPAN KENNY Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson KENNY Leikstjóri og handrit Claude Gagnon. Tónlist Francois Dom- pierre. Kvikmyndatökustjórn Yudai Kato. Aðalleikendur Kenny Easterday, Jesse East- erday Jr., Liane Curtis, Caitlin Clarke, Zach Grenier, Tom Reddy, Alain St.-Alix. Kanada 1987. Myndin hefst á að við sjáum Kenny, greindarlegan og geðþekk- an ungling að leik, neðri helmingur líkama hans er bak við rörastæðu. Skyndilega hefur hann sig uppá staflann, þá kemur í ljós að Kenny er ógnarlega bæklaður. Þann helm- inginn vantar sem maður áleit í hvarfi. Hér er um engar Hollywood- brellur að ræða, engir spílbergar á ferð. Vegna fæðingargalla varð að aflima fætur Kennys fljótlega eftir fæðingu. Síðan hefur hann orðið að bjarga sér á höndunum einum saman — og hjólabrettinu sínu. Aður en lengra er haldið er rétt að taka fram að Kenny er fyrst og fremst e.k. heimildarmynd um ein- stakan afreksmann, sem tekur ör- lögum sínum af kjarki sem fáum er gefinn. Hér er ekki um að ræða mynd sem á nokkuð skylt við þær sem gert hafa bæklun að féþúfu. Og það var ekki fyrr en að Gagnon hafði fullvissað forstjóra Laugar- ásbíós um að Easterday-fjölskyldan fengi sinn ágóðahlut af hverri sölu að afráðin voru kaup á myndinni. Kenny er mikið til mynd innan myndar. Við fylgjumst með Kenny og fjölskyldu hans er franskir sjón- varpsmenn koma heim til hans í Pittsburg til að gera heimildarmynd um einstakan dugnað og æðruleysi piltsins yfir örlögum sínum. Á þenn- an hátt hefur að ýmsu leyti tekist með ágætum að festa á filmu sögu þessarar hversdagshetju. Við kynn- umst því dável hver afstaða ann- arra fjölskyldumeðlima er til „litla bróður" sem og eigin skoðana á bækluninni. Það er einkennandi fyrir þennan geðþekka pilt að það eina sem hann sættir sig ekki við eru gerfifætur, hann vill fá að vera hann sjálfur. Hann finnur nefnilega enga lausn hvað sjálfan hann snert- ir að spenna á sig þunga og stirða gerfilimi til þess eins að vera minna áberandi í fjöldanum. Ætli það sé ekki þessi afstaða sem hefur gert honum kleift að lifa með og sætta sig við hlutskipti sitt? Það kemur ekki á óvart að Kenny hefur unnið til verðlauna. Svo merkileg er þessi mynd og fróðleg bækluðum sem óbækluðum. Vissu- lega er hún hrá, heldur slælega leik- in — aðrar persónur en Kenny og bróðir hans, Eddy, eru leiknar — og gerð af knöppum efnum. En líf Kennys og fjölskyldu hans hefur heldur ekki verið neinn dans á rós- um, því er ramminn raunsannur og gefur þessum einstaka óð til hinna óþekktu landamæra hugrekkisins aukið gildi. BY66IN6AMENN VERKTAKAR EINSTAKT VERÐ TAKMARKAÐ MAGN m Þrefaldir álstigar sem breyta má í tröppur Minnsta lengd Lengd Tvöföldun Mesta lengd Þrepa- fjöldi Verð 1,84 m 3,00 m 4,15 m 3 x 6 kr. 7.770 2,40 m 4,1 Om 5,80 m u X 00 kr. 10.580 2,96 m 4,90 m 7,05 m 3x10 kr. 12.081 3,52 m 6,05 m 8,60 m 3x 12 kr. 14.930 4,08 m 7,15 m 10,25 m 3x14 kr. 17.460 Tvöfaldir álstigar sem breyta má í tröppur Minnsta lengd Lengd Tvöföldun Þrepa- fjöldi Verð 1,84 m 3,00 m 2 x 6 kr. 7.640 4,08 m 7,20 m 2 x 14 kr. 11.970 Einfaldir, tvöfaldir og þrefaldir álstigar Minnsta lengd Lengd Tvöföldun Þrepa- fjöldi Verð 4,08 m 7,20 m 2x14 kr. 11.050 4,64 m 8,40 m 2x16 kr. 11.320 4,92 m 9,00 m 2x17 kr. 12.170 5,20 m 9,50 m 2x 18 kr. 13.175 5,76 m 10,60m 2x20 kr. 15.110 6,60 m 12,10 m 2x23 kr. 18.990 Einfaldir stigar Lengd Þrepa- fjöldi Verð 1,84 m 6 kr. 2.725 4,08 m 14 kr. 4.830 5,00 m 17 kr. 4.960 VIIIUEFTIRIII RlllSIIS Léttar tröppur til minni verka Mjög stöðugar og sterkar Wx V Lengd Þrepa- fjöldi Verð 1,28 m rf X CNI kr. 3.320 1,84 m (£> X CM kr. 4.685 2,40 m CO X CM kr.5.515 2,96 m 2x 10 kr. 6.070 3,52 m 2x 12 kr. 6.630 D 1500 <8> GEPWOFT SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR KRÓKHÁLSI 7 SÍMI 8 20 33 Konica U-BIX UÓSRITUNARVÉLAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.