Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B OG LESBOK
108. tbl. 76. árg.
Punjab:
Ráðist
inní
Gullna
hofið
Nýju Delhl, Reuter.
INDVERSK herlögregla og menn
úr sérsveitum Indlandshers réðust
í gær inn i GuIIna hofið i Amrits-
ar, en herskáir sikkar bjuggu þar
um sig eftir að i brýnu sló milli
þeirra og lögreglu siðastliðinn
mánudag. Að sögn fréttastofunn-
ar PTI náðu yfirvöld tveimur
byggingum i hofinu á sitt vald i
þessari atlögu, en hofið er mikið
völundarhús samtengdra bygg-
inga. Hafði fréttastofan það eftir
opinberum heimildum að ekkert
mannfall hefði orðið, en ekki
reyndist unnt að fá fregnir þessar
staðfestar.
PTI sagði að herlögreglusveitir
og menn úr „svartkattadeild" hers-
ins, en svo nefnast sérsveitir hans,
hefðu náð eldhúsi hofsins og Manji
Sahib-byggingunni á sitt vald. Hins
vegar var ekki skýrt frá því hvort
sveitimar hefðu brotið sér leið inn
að miðju hofsins, en þar átti blóð-
baðið árið 1984 sér stað þegar ind-
yerskar hersveitir gerðu árás á hof-
ið, sem er helgasta vé síkka. Þá
voru um 1.000 síkkar myrtir og olli
það reiði síkka um heim allan og
var árásin eflaust kveikja morðsins
á Indim Gandhi, þáverandi forsætis-
ráðherra Indlands.
Skæmr þessar við hofið sigla í
kjölfar blóðugustu bardaga í Punjab
frá því að síkkar hófu sjálfstæðis-
baráttu sína í upphafi þessa áratug-
ar. Vilja þeir stofna eigið ríki, sem
þeir nefna Khalistan — Land hinna
hreinlyndu. Meira en 900 manns
hafa fallið í Punjab það sem af er
þessu ári. í fyrra féllu alls 1.230 og
árið þar á undan 640.
Búist til
brottfarar
frá Afganistan
Hermaður úr innrásarher Sov-
étmanna í Afganistan með
Kalashnikov-vélbyssu í hendi
snarast niður af skríðdreka
sínum í miðborg Kabúl í gær,
en Iiðsmenn Rauða hersins eru
í óða önn að undirbúa brottför
sína frá landinu, sem hefst á
morgun eftir níu ára linnu-
lausan hemað. Miklar ráðstaf-
anir hafa veríð gerðar til þess
að brottförin gangi sem greið-
legast fyrir sig, en Sovétmenn
hafa greinilega nokkrar
áhyggjur af þvi að frelsissveit-
ir Afgana muni gera þeim
skráveifu á heimleiðinni.
LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Uppræting meðaldrægra kjarnorkuvopna:
Ekkert til fyrirstöðu stað-
festíngar samkomulagsins
— segir George Shultz á utanríkisráðherrafundi NATO-ríkjanna
Brussel, frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
GEORGE Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, segir að
ekkert sé nú þvi til fyrirstöðu
að Washington-sáttmáli risa-
veldanna um upprætingu
skamm- og meðaldrægra kjam-
Reuter
orkuflauga verði staðfestur.
Kom þetta fram á blaðamanna-
fundi, sem Shultz hélt að lokn-
um utanríkisráðherrafundi Atl-
antshafsbandalagsins í Brussel
í gær. Þar gerði Shultz starfs-
bræðrum sínum grein fyrir við-
ræðum sínum i Genf við Eduard
Shevardnadze, utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna, dagana og
nóttina . á undan. Steingrímur
Hermannsson sat utanríkisráð-
herrafundinn fyrir íslands
hönd.
Pundur Shultz og Shevardnadz-,
es í Genf, sá fjórði síðan í febrú-
ár, snerist annars vegar um undir-
biining leiðtogafundarins í
Moskvu, sem fram fer í lok mánað-
arins, og hins vegar um það hvem-
ig unnt væri að slétta úr þeim
hnökrum, sem Öldungadeild
Bandaríkjanna gerði að tilefni til
þess að fresta afgreiðslu málsins
síðastliðinn miðvikudag.
Að loknum ráðherrafundinum
sagði Shultz ekkert standa í vegi
staðfestingar sáttmálans. Jafn-
framt sagði hann starfsbræður
sína og bandamenn hafa lýst þvi
yfír að æskilegt væri að af stað-
festingunni yrði fyrir leiðtogafund-
inn. Hann kvaðst að vísu ekki geta
sagt Öldungadeildinni fyrir verk-
um, en sér virtist sem búið væri
að greiða úr þeim atriðum, sem
þingmennimir hefðu gert athuga-
semdir við.
Þau atriði snerust aðallega um
eftirlit með framkvæmd sáttmál-
ans og meðal annars um hvemig
tryggja mætti að framleiðslu til-
tekinna eldflaugategunda yrði
hætt. Þá mun öldungadeildarþing-
mönnum hafa virst sem ekki væri
sami skilningur á samkomulaginu
austan hafs og vestan.
Endanlegt samkomulag náðist
um þessi atriði á fundi þeirra
Shultz og Shevardnadzes, sem stóð
fram á föstudagsmorgun vegna
ágreinings um orðalag. Shultz
sagði að Sovétmenn væru mjög
harðir samningamenn og hugsan-
legt væri að þeir væm að þreifa
fyrir sér um staðfestu Bandaríkja-
manna við samningaborðið.
Sjá ennfremur fréttir af
Genfarfundi ráðherranna og
utanríkisráðherrafundi Var-
sjárbandalagsins á síðu 31.