Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Rafvirkjar - raffræðingar Við óskum að ráða duglegan og áhugasaman starfskraft til sölustarfa. Leitað er að aðila með góða almenna þekk- ingu á rafmagnsvörum, sem vill læra meira og fylgjast með nýjungum. Um er að ræða lifandi framtíðarstarf fyrir hugmyndaríkan og drífandi aðila. nfelLYr Skipholti 35. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarheimilið Garðvang í Garði bráð- vantar hjúkrunarfræðinga til starfa strax. Við bjóðum: Stöðu deildarstjóra (100% stáða). Sveigjanlegan vinnutíma fyrir almennan hjúkrunarfræðing. Einbýlishús. Góða vinnuaðstöðu. Tækjakostur er góður. Góðan starfsanda. Þeir ykkar, sem áhuga hafa, vinsamlegast hafið samband sem fyrst. Nánari upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri í síma 92-27151 og framkvæmdastjóri í síma 92-27351. Verslunarstjórn Kaupfélag A-Skaftfellinga óskar að ráða verslunarstjóra í vefnaðardeild og bóka- og búsáhaldadeild félagsins á Höfn. Menntun á verslunar- eða viðskiptasviði æskileg, auk starfsreynslu úr atvinnulífinu. Umsóknir sendist til Einars H. Björnssonar eða Eiríks Sigurðssonar fyrir 20. maí nk. sem veita nánari upplýsingar í síma 97-81200. Kaupféiag Austur-Skaftfellinga, Höfn, Hornafiröi.
Verslunarstörf Gjafavöruverslun í miðbænum óskar að ráða starfskraft til starfa. Vinnutími frá kl. 1 -6. Upplýsingar um aldur og fyrri störf óskast sendar til auglýsingadeild Mbl. fyrir 17. maí merktar: „Verslunarstörf - 2759“.
Sumarstarf óskast Ung og hress kona óskar eftir sumarstarfi. Stundar nám við fjármálabraut Ritaraskól- ans. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 46894 fyrir hádegi. Fiskiðnaðarmaður óskar eftir matsstarfi á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Upplýsingar í síma 79190 á daginn.
)
- Á liðnum árum hefur HONDA CIVIC tekið
breytingum og sífellt orðin betri og glæsilegri.
- Enn á ný hefur HONDA tekið forustuna í
hönnun bíls hvað varðar tækni og útlit, sann-
kölluð fyrirmynd annarra.
- í CIVIC er lagt til grundvallar að fá sem
mest rými og þægindi fyrir ökumann og far-
þega. Því er náð með hinni nýju tvíbeinsfjöðrun
(Double wishbone) að framan og aftan og um
leið frábærum aksturseiginleikum, er gefa
stóru bílunum ekkert eftir.
- Nú eru allir CIVIC bílarnir með 16-ventla
vélum og þú hefur valkost um 1,3L 75 hest-
öfl, 1,4L 90 hestöfl, 1,6Li 116 hestöfl eða 1,6i
DOHC 130 hestöfl.
Kynntu þér Honda Civic, valkost vandlátra.
HONDA/WILLIAK
heimsmeistari
í Formúlu 1 ..
\ '86 og '87 (j
A ISLANDI, VATNAGORÐUM 24
Háteigskirkja
Kaffisala
Kvenfélags
Hateigskirkju
Kvenfélag Háteigssóknar stend-
ur fyrir kaffísölu í Domus Medica
sunnudaginn 15. maí og hefst hún
kl. 15.00. Allur ágóði rennur til
kaupa á altaristöflu í kirkjuna.
Nú stendur yfir lokaátak kvenfé-
lagsins vegna kaupa á altaristöfl-
unni. Mikið hefur safnast, en
herslumuninn vantar til þess að
kvenfélagið geti staðið við allar
skuldbindingar sínar, en það kostar
kaup, gerð og uppsetningu myndar-
innar, sem er eftir Benedikt Gunn-
arsson, listmálara. Öll gögn eru nú
komin til Þýskalands og mun lista-
maðurinn fara bráðlega út þangað
til að velja eftii í myndina í sam-
ráði við mósaikgerðarmenn í
Munchen, sem setja munu myndina
upp hér í október, ef allt fer eftir
sem ætlað er.
Þetta er líklega stærsta verkefti-
ið, sem kvenfélagið hefur ráðist í.
Margt hafa konumar vel gert og
staðið stórmannlega að öllu, sem
þær hafa komið nálægt. Eru þeim
færðar hugheilar þakkir fyrir allt
þeirra starf, sem þær hafa unnið á
þeim þijátíu og fímm árum, sem
félagið hefur verið við lýði, ekki
síst fyrir það sem hvergi sést en
yljar hjörtum og gleður. Til ham-
ingju og haldið ótrauðar áfram.
I þetta skipti sem öll önnur leggja
konumar sig allar fram við að búa
út og bjóða fjölbreytt og gimilegt
veislukaffi. Hvet ég því Háteigs-
söftiuð og velunnara Háteigskirkju
að fjölmenna í Domus Medica á
sunnudaginn með gesti sína og
njóta veislunnar og samfélagsins
og stuðla að því, að altaristafla
prýði Háteigskirlqu á þessu ári.
Tómas Sveinsson
sóknarprestur.