Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 62
62
Á NÆSTU SHELLSTÖÐ
Blue Coral Super Wax er
sannkallað ofurbón.
Bónið er boriö á og slðan
þurrkað yfir með hreinum klút.
Ekkert nudd, ekkert puð, tekur
enga stund.
Samt er árangurinn jafnvel
betri en með venjulegu puöbóni.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988
7 i /
KNATTSPYRNA / MEISTARAKEPPNI KSI
Góð uppskrfft fyrir áhorfendur
Tíu Valsmenn höfðu beturgegn Frömurum í skemmtilegum leik
-Jón Gunnar Bergs og Pétur Ormslev gerðu þrjú mörk hvor
Morgunblaöiö/Júlíus
Ánægður fyrirliði
Valsmenn hafa sigrað þrisvar í meistarakeppni KSÍ, sem hefur farið fram 20 sinnum. Hér heldur Þorgrímur Þráins-
son, fyrirliði Vals, á bikarnum, sem knattspymudeild KR gaf til minningar um Sigurð Halldórsson.
ÚRVALS
ÁBURÐUR
í hentugum neytendapakkningum
KÁLKORN TRJÁKORN GRASKORN SKELJAKALK
Tilbúinn áburður fyrir
matjurtagarða. Bætir upp
það næringargildi sem á
vantar. Einnig tilvalinn
fyrir sumarblóm.
Fáanlegur í 5 og 10 kg.
pokum.
Tilbúinn áburður
sérstaklega hentugur fyrir
tré og runna. Stuðlar að
góðum vexti og bætir útlit.
Fáanlegur í 5 kg. pokum.
Sérstaklega blandaður
áburður fyrir grasflatir.
Heldur jarðveginum
næringarríkum.
Fáanlegur í 5 og 10 kg.
pokum.
Áburður fyrir allan
garðinn. Sérlega kalkríkur
og hentar vel íslenskum
jarðvegi. Fáanlegur í 5 kg.
pokum.
a
AíKjMiw^f nknMuiA nKiSWS
(©>
AMOnMtVUVCJMifUA MJKC1N3
>' MwnnAnvöwsMtaiA(Ukisins ;
ÁBURÐARVERKSMIÐJA
Mg RÍKISINS S: 673200
VALSMENN unnu Fram 4:3
eftirframlengdan leik í meist-
arakeppni KSÍ á fimmtudaginn.
Viðureignin var skemmtileg á
að horfa, alltaf eitthvað að ger-
ast, mikiíl hraði. Leikmenn voru
fastir fyrir, en stundum of gróf-
ir, góðu spili brá fyrir og það
ánægjulegasta var að yngstu
strákarnir skiluðu sínu vel,
einkum Einar Páll Tómasson
hjáVal.
Ahorfendur vilja sjá mörk og
þeim varð heldur betur að ósk
sinni. Sjö sinnum lá boltinn í net-
inu, þrisvar eftir vítaspymur, eitt
■PIM skallamark sá dags-
Steinþór ins ljós og þijú mörk
Guöbjartsson komu eftir sending-
skrifar ar jnn fy^jj. vamim-
ar.
Sveiflumar vom miklar. Jafnræði
var með liðunum fyrsta hálftímann
og fátt um færi, en er Framarar
virtust vera að ná undirtökunum,
skoraði Jón Gunnar Bergs með
skalla eftir homspymu á 36.
mínútu. Markið skrifast alfarið á
Birki Kristinsson markvörð, sem
hafði alla möguleika á að verja, en
svo sýndist sem hann gerði sér
ekki grein fyrir hvort boltinn væri
að koma eða fara.
Pétur Ormslev jafnaði úr vítaspymu
tveimur mínútum síðar. Hilmar Sig-
hvatsson kom Val aftur yfír á 62.
mínútu, er hann skoraði úr víta-
spymu. Honum var vikið af velli
skömmu síðar og enn jafnaði Pétur
úr vítaspymu. Fjórum mínútum
fyrir leikslok blasti sigurinn við
Fram eftir að Pétur hafði gert
glæsilegasta mark leiksins, en 10
Valsmenn vom ekki á því að gefast
upp og Jón Gunnar jafnaði á síðustu
mínútu með góðu marki. Hann inn-
siglaði síðan sigur íslandsmeistar-
anna á 13. mínútu framlengingar-
innar og þrátt fyrir þunga Fram-
sókn til loka, tókst bikarmeisturun-
um ekki að jafna.
Hraðinn var mikill á báða bóga, en
oft meiri en leikmenn réðu við og
er gervigrasinu þar helst um að
kenna. Krafturinn sýndi hins vegar
að liðin koma vel undirbúin til ís-
landsmóts og er það af hinu góða.
Björtu hliðamar iljuðu fjölmörgum
áhorfendum og þeir áttu því auð-
veldara með að líta framhjá mistök-
unum. Mikið var um ónákvæmar
sendingar, vamarleikurinn var oft
óákveðinn og óöruggur, einkum hjá
Valsmönnum, og menn hreinlega
sofandi. Hvimleitt nöldur sumra
leikmanna heyrðist upp í stúku og
Guðmundur Haraldsson, sem er
okkar besti dómari, lét leikmenn
komast upp með of mikið. Víta-
spymumar orkuðu tvímælis úr
stúkunni séð, en Guðmundur var
reyndar vel staðsettur — mun betur
en stúkugestir. Brottrekstur Hilm-
ars var harður fyrst Pétur Ormslev
fékk að halda áfram, því hann átti
upptökin, hafði fengið áminningu
og skömmu áður mótmælt hann
dómi með því að kasta boltanum í
Guðmund.
Lið Vals: Guðmundur Baldursson, Einar Páll
Tómasson, Þorgrlmur Þráinsson, Magni
Blöndal Pétursson, Bergþór Magnússon, Ing-
var Guðmundsson, Hilmar Sighvatsson (vikið
af velli á 67. mfn.), Valur Valsson (Jón Grétar
Jónsson vm. á 71. mfn.), Steinar Adolfsson
(Gunnlaugur EinarsBon vm. á 104. mfn.), Sig-
upón Kristjánsson og Jón Gunnar Bergs.
Lið Fram: Birkir Kristinsson, Ormarr örlygs-
son, Þorsteinn Þorsteinsson, Jón Sveinsson,
Viðar Þorkelsson, Pétur Amþórsson, Pétur
Ormslev, Steinn Guðjónsson, Helgi Björgvins-
son (Helgi Bjamason vm. á 103. mfn.), Amljót-
ur Davfðsson og Guðmundur Steinsson.