Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 „ Grdtnu lýsrvxr jpínctr tnx aftar- |tomrwur úi um allt! gar&)nam minum'." Ast er . . . Lif-\j f-io sem ánægjuleg ökuferð. TM R®0 U.s. Pat Off,—afl hghu raaarvwJ • 1987 Los Angatas Tanas Syndicata Hver er réttur bíleigenda? Til Velvakanda. Ég fór með bílinn minn á verk- stæði hér í Hafnarfírði fyrir nokkuð mörgum mánuðum. Síðan hefur mig oft langað til að skrifa í Velvakanda og spyija þeirrar spumingar sem er yfírskrift þessa bréfs og nú læt'ég verða af því. Bilunin í bíl mínum var sú að það heyrðust högg í framhjóli, þó ekki alltaf. En þegar þau heyrðust þá voru þau alltaf í takt við þann snún- ingshraða sem á hjólinu var í það skiptið. Nú, ég fór sem fyrr segir með bílinn á verkstæði og fékk gert við. Borgaði á fímmta þúsund fyrir viðgerðina og fór heim, og bíllinn þagði. En því miður ekki nema í fímm eða sex daga. Þá fóru skellim- ir að heyrast á ný og þá leist mér ekki á blikuna og fór ég með bílinn á verkstæðið aftur. En nú gátu þeir ekki heyrt neina skelli, spurðu bara hvort ég héldi ekki að þetta hefði verið tjakkurinn — honum hafði ekki verið nógu vel fest. En ég hélt ekki að það gæti verið tjakkurinn. Ég fór með bílinn við svo búið en nú átti ég að borga 500 krónur. Ekki vissi ég fyrir hvað, en þegar ég varð víst hálf fúl fékk ég þá skýringu að þetta hefði tekið þá tíma (líklega að kom- ast að því að þeir gætu ekkert vitað hvað væri að). Ég er ekki svo mikið fyrir að rífast að ég borgaði þessar 500 krónur og renndi bílnum út en var varla komin út er ég heyrði skel- lina í hjólinu á ný. Ég bauð því verk- stjóranum að koma og hlusta. Jú, nú heyrði hann skellina en gat ekki ímyndað sér hvað þetta gæti verið. Þrátt fyrir það gat hann sagt mér að þetta væri áreiðanlega ekkert alvarlegt og nú skyldi ég bara sjá til hvort þetta lagaðist ekki. Aldrei hef ég vitað til að bílum batni bara svona án þess að neitt sé að gert. Að öðrum kosti, sagði verkstjórinn, ef þetta ágerðist skyldi ég bara koma með bílinn aftur. Ég bara þakkaði fyrir og fór, al- veg undrandi á að honum skyldi geta dottið í hug að ég kæmi í þriðja skipti með bflinn eftir þessa útreið. Engan langar til að borga pening fyrir ekki neitt. Um kvöldið skrifaði ég í heimilisbókhaldið: „500 krónur fyrir að fá ekki gert við bíl.“ Nú, framhaldið var að ég fór á annað verkstæði. Þar fékk ég fljóta og góða viðgerð og einnig þær upp- lýsingar að þetta hefði verið illa gert á hinu verkstæðinu í upphafí. Til Velvakanda. Þörf og góð umræða hefur á undanfomum vikum birst í dálkum þínum og snýst hún mikið um bjór- frumvarpið sem skiljanlegt er og hef ég tekið eftir því að mjög oft birtast bréf, aðallega eftir þijá aldna heiðursmenn þ.e. Halldór frá Kirlcjubóli, Áma í Hólminum og Þorleif K. Þessir menn eiga heiður skilinn fyrir skrif sín og einnig að hafa aldrei smakkað áfenga drykki, mættu aðrir taka þá sér til fyrir- myndar. Það er slæmt að slíkir menn skuli ekki sitja á hinu háa Alþingi og geta það staðið í fremstu víglínu sem gegn þessum óþverra (bjómum), með mönnum eins og Og nú gat ég skrifað í bókhaldið: „500 krónur fyrir viðgerð á bfl.“ Það vill þannig til að maðurinn minn dundar sér stundum við að gera við og laga reiðtygi fyrir menn og meðal hans ágætu viðskipta- manna er einmitt nefndur verk- stjóri. Og stundum síðan þetta gerð- ist hefur mér flogið í hug hvað hon- um yrði að orði ef maðurinn minn velti nú einhvem tíma fyrir sér reið- tygjunum hans drykklanga stund og segði svo: „Því miður, ég get ekki gert við þetta. Þetta verða 500 krón- ur.“ Von að honum þætti það hart, en ég spjir bara: Hver er réttur bfleigenda? t.d. Stefáni Valgeirssyni og Sverri Hermannssyni svo að einhveijir séu nefndir. Ég skora á ykkur sem les- ið Velvakanda, aldnir og ófæddir að taka höndum saman gegn þess- um mikla vágesti og ekki nóg með það, láta ekki staðar numið fyrr en við höfum fengið það í gegn að loka öllum áfengisútsölum ríkisins, af- nema leyfí til farmanna, fískimanna og flugmanna til þess að flyija þennan óþverra til landsins. Þegar það hefur fengist í gegn verður stutt í það að SÁÁ leggist niður og Vogi verður lokað. Vemm edrú í hugsun og lofum hinu góða að komast að. Á.N. G.K. ÞÖRF UMRÆÐA Víkveiji jónusta olíufélaganna virðist vera misjöfn eftir landshlutum ef marka má reynslu kunningja Víkveija sem nýlega brá sér austur á Kirkjubæjarklaustur yfír helgi við annan mann. Þeir félagar voru seint að kvöldlagi á heimleið og töldu sig hafa nægt bensín til fararinnar. Þegar komið var til Selfoss upp- götvuðu þeir hins vegar að bensínið myndi vart duga alla leið. Urðu þeir allskelkaðir við þessa upp- götvun en hugguðu sig þó við að líklega væru bensínsjálfsalar á Sel- fossi. Enginn slíkur fannst þar og vandaðist því málið. í von um að olúfélögunum væri ekki alls vamað ákváðu þeir að eyða síðustu dropun- um í akstur til Hveragerðis og leita þar uppi sjálfsala. Allt kom fyrir ekki og enginn sjálfsali fannst á þeim þremur bensínstöðvum sem þar eru starfræktar. í neyð sinni börðu félagamir dyra á Hótel Örk og var nú þrautalendingin að leita til lögreglu á Selfossi ef það mætti verða til hjálpar. Fengu þeir fúslega leyfi til að hringja á hótelinu. Lög- reglumaðurinn sem rætt var við sýndi málinu skilning en taldi af og frá að unnt væri að útvega 2-3 lítra af bensíni. Þar með var ekki annað að gera fyrir þá félaga en að leita aðstoðar í Reykjavík sem varð endanleg niðurstaða. Það hlýtur að sæta nokkurri furðu að engir bensínsjálfsalar skuli vera á jafnfjölfarinni leið sem Suð- urlandsvegurinn er. Reykvíkingar hafa undanfarin ár vanist því að geta keypt bensín á hvaða tíma sólarhringsins sem er í öllum hlut- um bæjarins. íbúar og ferðafólk á Suðurlandi þurfa hins vegar að sýna meiri forsjálni og hafa ávallt nóg bensín á bflnum. Þó olíufélögin seg- ist keppa í þjónustu er greinilegt að sjálfsafgreiðsla á bensíni er ekki skrífar með í samkeppninni hvað dreifbýlið varðar. Hlýtur það að teljast brýnt verkefni fyrir olíufélögin að koma upp bensínsjálfsölum á Suðurlandi þannig að allir landshlutar sitji við sama borð í þessu efni. Ymsir hafa orðið til þess að undanfömu, m.a. hér í Morg- unblaðinu, að lýsa áhyggjum sínum yfír því hversu þættir með ensku tali em orðnir ríkjandi í íslensku sjónvarpsstöðvunum og velt fyrir sér afleiðingum þess á málþroska og málkennd ungra íslendinga að hafa enskuna látlaust fyrir eyrum með þessum hætti. Það er staðreynd að bandarískt og breskt sjónvarpsefni er fyrirferð- amikið í íslensku sjónvarpsdag- skránum tveimur. Samt verður að segja báðum stöðvunum það til hróss að þær hafa gert verulegt átak í því að talsetja sjónvarps- þætti fyrir yngstu áhorfenduma og forsvarsmenn beggja stöðvanna geta líklega borið vitni um að það hefur verið þakklátt framtak. Flestum mun aftur á móti þykja það fremur óaðlaðandi kostur að bregðast við enskuáhrifum frá sjón- varpsþáttum á þann hátt að þrýsta á íslensku sjónvarpsstöðvamar um að fara að talsetja erlent sjónvarps- efni fyrir fullorðina, eins og gert er víða í Evrópu. íslendingar eru orðnir vanir textun slíks efni og setja það ekki fyrir sig. Það hefur aftur í för með sér að enska mun áfram verða fyrirferðamikii í íslensku sjónvarpi og síast á þann hátt inn í íslenska ungviðið. Ekki þarf það þó að vera ein- göngu af hinu illa. Útlendingar sem til íslands koma furða sig iðulega á því hversu almenn enskukunnátta er hér á landi, og færa má rök fyr- ir því að þáttur sjónvarpsefnte á ensku þar í sé umtalsverður. Út- lendinga telja einatt að þessi tungu- málakunnátta Islendinga sé til vitn- is um hátt menntunarstig hér á landi og vissulega verður að telja það mikilsvert í heimi sem stöðugt er að skreppa saman og samskipti manna af ólíku þjóðemi verða æ algengari, að hafa g’oð tök á jafn alþjóðlegu tungumáli og enskan er orðin, einkanlega fyrir fámenna þjóð sem ekki liggur beinlínis í þjóð- braut menningarstrauma. Á hinn bóginn hljóta menn að velta fyrir sér raunhæfum leiðum til að vinna gegn neikvæðum áhrif- um þessarar stöðugu návistar ens- kunnar á íslenska tungu. Þar hlýtur lausnin fyrst og fremst að vera sú að stórefla móðurmálskennslu og virðingu fyrir íslenskri tungu innan menntakerfísins, og í annan stað að gera íslensku sjónvarpsstöðvun- um kleift með einhveijum hætti að auka vemlega framboð á vönduðu íslensku sjónvarpsefni. XXX Víkveiji hefur oftast leitt hjá sér utanríkismál en hann getur samt ekki stillt sig um að láta þessa sögu fylgja en hana mátti lesa í erlendu blaði á dögunum: Veron Walters, hershöfðingi og fastafulltrúi Bandaríkjanna, var á , ferð í Brasilíu nýverið. Heimamönn- um brá heldur enn ekki í brún og þótti hershöfðinginn kominn á hál- an ís, þegar hann hóf eina ræðu sína á þessum orðum: - Kúba er á ýmsan hátt alþjóðlegast allra rílq'a í heiminum. En þeim létti þegar hann bætti við: - Kúbumenn em nefnilega með stjómkerfí sitt í Havana, ríkis- stjómin situr í Moskvu, herinn er í Angóla og íbúamir flestir á Miami.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.