Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988
47
Minning:
Steinn Egilsson
frá Þinghóli
Fæddur 19. nóvember 1905
Dáinn 29. aprd 1988
Svo að iifa, ég sofna hægt,
svo að deyja, að kvöl sé bægt,
svo að greftrast sem guðs barn hér
gefðu, sætasti Jesú, mér.
(Hallgrímur Pétursson
í dag er til moldar borinn vinur
minn og frændi, Steinn Egilsson,
Hátúni 8. Hann lést á Landakots-
spítala 29. apríl eftir langvarandi
veikindi, sem hann tók með jafnaðar-
geði. Samheldni fjölskyldunnar í
þessum veikindum hefur verið mikil,
þó að mest hafi mætt á Jónínu sem
hjúkrað hefur manni sínum af slíkri
alúð og umhyggju að ekki er annað
hægt en að dáðst að.
Minningar sem leita á hugann á
svona stundum eru margar, allar
góðar og undrar engan, sem vissi
þvílíkur mannkostamaður Steinn var.
Traustur vinur vina sinna, maður
sem vildi öllum vel, og gott var að
leita til. Ég vona að menn taki vilj-
ann fram yfir verkið, en mig langar
að minnast frænda í nokkrum línum,
sem þyrftu að vera miklu fleiri ef
gera ætti lífi og starfí hans góð skil.
Ég man heimsóknir frænda heim
að Stokkalæk og hvemig við systkin-
in hændumst að honum. Hann hafði
alltaf nógan tíma til að rabba við
okkur og oftar en ekki hafði hann
eitthvert sælgæti meðferðis, sem var
vel þegið, enda ekki eins algengt þá
og nú.
Og ekki voru síðri viðtökur þeirra
hjóna er maður heimsótti þau í háhý-
sið við Laugaveg.
Alltaf svignuðu borðin hjá Jónínu
af góðgæti og ég held að þeim hafi
aldrei fundist að maður gerði veiting-
unum nógu góð skil.
-Þá var spurt frétta austan úr sveit-
um, þar sem hugurinn virtist oft
Aldraðir
Reykvíkmgar
heimsækja
Snæfellsnes
Stykkihólmi.
HÓPUR eldri borgara úr
Reylgavik fer í kynnis- og
skemmtiferð um Snæfellsnes um
þessa helgi. Gert er ráð fyrir að
halda af stað frá Reykjavík á
laugardagsmorgun kl. 8.30 og
aka um Hvalfjörð en þar verður
morgunverður snæddur. Þá
verður komið við stutta stund í
Borgarnesi. Á Vegamótum munu
kunnir menn mæta hópnum og
leiðbeina um Nesið með viðkomu
á stöðunum þar. Alls munu verða
í þessari för um og yfir 100
manns sem er fjölmennasti hópur
aldraðra sem tekið hefir þátt í
slíkri ferð.
Gist verður bæði í Ólafsvík og
Stykkishólmi sunnudagsnóttina en
á laugardag verður hópurinn allur
í Stykkishólmi, þar sem sameigin-
legt borðhald verður á Hótel Stykk-
ishólmi, en um kvöldið verður sam-
koma í félagsheimilinu, kvöldvaka
og dans með hljómsveit. Félag eldri
borgara í Stykkishólmi fagnar
komumönnum. Til baka verður svo
haldið á sunnudag.
Þá er væntanlegur á föstudags-
kvöld karlakórinn Jökull frá Höfn
í Homafirði og heldur hann tónleika
í félagsheimilinu hér um kvöldið,
en karlakórinn hefir starfað lengi á
Höfn og jafnvel farið í söngför á
erlendan vettvang.
Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar
er með i för og leikur fyrir dansi
um kvöldið.
Svo það er nóg að gera kringum
hótelið í Hólminum þessa daga og
vor í lofti hjá þeim sem þar ráða
ríkjum.
— Ámi
vera enda bæði bomir og bamfædd-
ir Rangæingar og búsett þar nær
sextíu ár. Inn í stofu hjá þeim héngu
uppi tvær myndir, önnur af bemsku-
heimilinu á Stokkalæk, en hin af
Þinghóli þar sem þau bjuggu um
tíma, og spurði ég frænda hvor stað-
urinn væri honum kærari?
Erfitt sagðist hann eiga með að
svara því, svo margar góðar minn-
ingar átti hann frá þessum bæjum,
en eftir að árin færðust yfír þá yrði
bemskuheimilið honum kærara.
Þegar sonur minn þurfti að fara
á sjúkrahús um tíma, átta mánaða
gamall, þá var gott að eiga gestrisni
þeirra hjóna að þá daga sem það
stóð yfir og vildu þau allt fyrir okkur
gera. Slíkt er seint fullþakkað.
Steinn Egilsson var fæddur á
Stokkalæk á Rangárvöllum 19. nóv-
ember 1905, elstur af fjórum sonum
hjónanna Þuríðar Steinsdóttur og
Egils Jónssonar. Hinir eru Jón bóndi
á Selalæk á Rangárvöllum, Guð-
mundur sem dó ungur, Sigurður
bóndi á Stokkalæk á Rangárvöllum,
d. 5. des. 1983.
Eftirlifandi eiginkona Steins er
Jónína Jóhannsdóttir frá Miðkrika í
Hvolhreppi, synir þeirra eru Jóhann
deildarstjóri hjá SÍS, búsettur í Kópa-
vogi, og Eyþór raivirki, búsettur í
Reykjavík. Þau bjuggu 24 ár að
Þinghóli í Hvolhreppi, en fluttu til
Reykjavíkur 1963 og hafa búið þar
síðan. Eiginkonu, sonum og Qöl-
skyldum þeirra votta ég og fjölskylda
mín okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Egill Sigurðsson
.Steinn Egilsson var fæddur 19.
nóvember 1905 á Stokkalæk á Rang-
árvöllum. Foreldrar hans voru Þuríð-
ur Steinsdóttir frá Minna-Hofi og
Egill Jónsson s'em var fæddur og
uppalinn á Stokkalæk. Foreldrar
Steins tóku við búi árið 1906 og
bjuggu á Stokkalæk til ársins 1955.
Þuríður lést árið 1957 og Egill tæpu
ári síðar. Þau hjón eignuðust 4 syni
og var Steinn elstur þeirra, næstur
var Jón, bóndi og fyrrum hreppstjóri
á Selalæk, Guðmundur er dó ungur
og yngstur var Sigurður sem tók við
búi af foreldrum sínum árið 1955
og bjó á Stokkalæk til dauðadags,
en hann fórst af slysförum árið 1983.
Jón lifir nú einn bræðranna frá
Stokkalæk.
Steinn vann heimilinu á Stokka-
læk ásamt því að hann fór á vertíðir
í Vestmannaeyjar um árabil eins og
þá var titt um fjölmarga unga menn
á þeim tímum. Þar kom strax í ljós
að hann var góður verkmaður og
vann allar sínar vertíðir hjá sama
atvinnurekandanum í Vestmannaeyj-
um. Á þessum árum kynntist hann
eftirlifandi eiginkonu sinni, Jónínu
Jóhannsdóttur frá Miðkrika í Hvol-
hreppi. Þau gengu í hjónaband 18.
júní 1939 og hófu búskap sama ár
að Þinghóli í Hvolhreppi þar sem þau
bjuggu til ársins 1963 en þá brugðu
þau búi og fluttu til Reykjavíkur þar
sem þau hafa búið síðan. I Reykjavík
vann Steinn fyrst hjá Ullarverksmiðj-
unni Framtíðinni en flest árin vann
hann hjá Eimskipafélagi íslands eða
til ársins 1975 er hann lét af störfum
vegna aldurs. Á vinnustað var Steinn
vinnufús og traustur starfsmaður,
vel liðinn af samstarfsmönnum og
vinnuveitendum. Síðustu árin átti
Steinn við mikla vanheilsu að stríða
og lést hann á Landakotsspitalanum
29. apríl síðastliðinn.
Þegar litið er til baka yfir langa
ævi er ljóst að bestu árunum var
eytt að Þinghóli og þar eignuðust
þau Jónína og Steinn synina sína
tvo, en þeir eru Jóhann Birkir, giftur
Hildi Magnúsdóttur, og eiga þau 3
syni og hinn sonurinn er Eyþór og
sambýliskona hans er Sigrún Ingi-
bergsdóttir. Að Þinghóli var snoturt
bú sem þau unnu að samhent og af
dugnaði og útsjónarsemi ásamt son-
um sínum. Þar var meðal annars
eftir tekið hversu sýnt þeim var um
garðrækt og gróður og voru það
ekki síst áhugamál Jónfnu. Steinn
var jákvæður þátttakandi í félags-
málum bænda og sveitarinnar og
lagði þar gott til mála sem og ann-
ars staðar. Árin að Þinghóli voru því
kvödd með söknuði þegar þaðan var
flutt og farið í nýtt umhverfi og
nýjan starfsvettvang. Reykjavíkurár-
in urðu þeim Steini og Jónínu ham-
ingjurík og voru þau ávallt þakklát
forsjóninni fyrir að hafa tekið þessa
ákvörðun. Oft var samt hugur Steins
við árin í Rangárþingi og þá reikaði
hugurinn ekki síst um Rangárvellina.
Þar átti hann sínar bemskuminning-
ar og frændgarð, en Steinn var vin-
fastur, tryggur, frændrækinn og
sérstaklega bamgóður.
Eftir að flust var til Reykjavíkur
gafst meiri tími til ferðalaga um
landið, en það áhugamál áttu þau
hjónin sameiginlegt. Margar ferðim-
ar vom famar um Rangárþing og
komið við hjá frændum á Stokkalæk,
Selalæk og víðar.
Lífshlaup Steins einkenndist af
trúmennsku, trygglyndi og heiðar-
leika og umhyggju fyrir sínum nán-
ustu. Engum skyldi skuldað og var
fyrirhyggjan mikil um alla hluti. Það
var mikils virði og mannbætandi að
fá að kynnast þessum eiginleikum
ásamt þvi að verða vitni að sam-
heldni og ástríkri umönnun og virð-
ingu þeirra hjóna hvors fyrir öðm. í
erfiðum veikindum Steins kom best
í ljós sú mikla umhyggja og ást sem
eiginkona hans veitti honum til
hinstu stundar. Aldrei leið sá dagur
að ekki væri farið að minnsta kosti
einu sinni í heimsókn á sjúkrahúsið
þegar Steinn dvaldi þar. Ekki var
umönnunin minni heima f Hátúni þar
sem Jónfna hjúkraði honum svo lengi
sem kostur var.
Oft er erfitt að kveðja og oftar
en hitt sitja orðin einhvers staðar
föst, enda vega þau lítið ein og sér.
En að leiðarlokum skal þökkuð um-
hyggja hans fyrir fjölskyldunni, sem
hann lét sér svo annt um. Söknuður-
inn er mikill en minningamar lifa,
Ijúfar og bjartar um góðan eigin-
mann, föður, tengdaföður og afa.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Steinn verður kvaddur frá Stór-
ólfshvolskirkju í dag, laugardaginn
14. maf, og jarðsettur þar, sem
næst túnfætinum f Þinghóli.
Tengdadætur
NY HAGSTÆÐ KJOR
á nokkrum 1. flokks notuðum bílum:
4 dyra, 1,5, órg. 1982, ok. 40 þús..
Ijosbló.
órg. 1986, 3 dyra, ek. 30 þús.,
hvítur.
Aðeins 25% útborgun —• Eftirstöðvar geta náð yfir
30 mánuði.
AFSLÁTTURER ALLT AÐ
___________60 ÞÚSUND KRÓNUM!!________________________
Eftirfarandi bílar fást á þessum kjörum:
PEUQEOT 300
órg. 1987.
MAZDA 323
3 dyra, ógr. 1987, ok. 19 þús.
MAZDA 020
4 dyra, sjálfsk. GLX 2000, órg. 1 986.
MAZDA 020
5 dyra, sjólfak. GLX 2000, órg. 1 987.
VOLVO 3AO
4 dyra, beinsk., órg. 1986,
silfurgrór.
MAZDA 323
órg. 1984, 4 gíra, 6 dyra, ek. 66
þús., vínrauður.
M. COLT
órg. 1986, 3 dyre, 1,5 GLX, ek. 30
þús., hvítur.
MAZDA 020 STATION
órg. 1984, steingrór, ek. 65 þús.
MAZDA 323 QTI 1,0
^Arg. 1987, ek. 12 þús., blór, 4 dyra.
Fjöldi annara bíla á staðnum.
Opið laugardaga frá kl. 1-5
LANCIA Y-IO
órg.1986, ek. 21 þús., steingró.
BILABORG HF.
FOSSHÁLSI 1, S 68 12 99.