Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 35 Húsmæðraskólinn á Laugarvatni: Arshátíð nemenda- og kennarafélagsins NEMENDA- og kennarafélag Húsmæðraskólans á Laugarvatni heldur árshátið á Hótel Selfossi laug-ardaginn 28. mai nk. Þar ætla fyrrum nemendur að skemmta sér ásamt mökum sinum eina kvöldstund. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að tvær af nemendum skólans þær Hjördís og Úlfhildur Geirs- dætur skemmti ásamt hljómsveit og félögum, nefnist dagskráin „Manstu vinur“. Sætaferðir verða frá Umferðamiðstöðinni og er fólki bent á að panta far sem fyrst. Gist- Foldaskóli: Starfs- og skemmti- dagur FORELDRA- og kennarafé- lag Foldaskóla i Reykjavík gengst fyrir starfs- og skemmtidegi í dag kl.13.00 - 17.00. Á dagskrá er leiktækjauppsetn- ing og undirbúningur gróðursetn- ingar ef veður leyfír; leikir og þrautir, kynning skáta- og íþrótta- starfs auk kaffí-, vöfflu- og blómasölu. Allur ágóði rennur óskiptur til tækja- og bókakaupa fyrir skólann. Innritað verður á leikjanám- skeiðin sem halda á í Foldaskóla og einnig í frjálsar íþróttir og knattspymu á vegum Fjölnis. Þeim sem vilja aðstoða við smíðar er bent á að hafa með sér hamar og sog. (Fréttatilkynning) Bréfdúfu- kappflug FYRSTA bréfdúfukappflug sumarsins verður i dag. Dúfunum verður sleppt kl. 8.00 við Hrauneyjarfoss og fljúga þær um 130 km. leið, hver í sinn eigin kofa, á Akranesi og í Reykjavík. Sú dúfa sem mestum hraða náði í flugi þessu í fyrra fór 1708 metra á mínútu; hún flaug því á yfír 100 km hraða. ing er fyrir hendi og er því hægt að fá helgarpakka fyrir þá sem vilja njóta helgarinnar. (Fréttatilkynning) Askorun Vistmenn á Skálatúni við nokkur verka sinna. til Egils- staðabúa Handavinnusala á Skálatúni Myndlista- og handíðaskólinn: Vorsýning á verkum nemenda SÝNING á lokaverkefnum út- skriftarnemenda Myndlista- og handiðaskóla íslands verður hald- in helgina 14. og 15. mai i húsa- kynnum skólans i Skipholti 1. Sýn- ingin stendur frá k. 14—22 báða Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi áskorun: „Fundur í Kaupfélaginu Blá- klukku, haldinn 9. maí 1988, sem er eindregið á móti opnun áfengisút- sölu á Egilsstöðum, skorar á íbúa bæjarins að fhuga hættumar sem opnun áfengisútsölu hefur í för með sér. Ennfremur skorar fundurinn á bæjarbúa að nýta kosningarétt sinn en sitja ekki heima 28. maí. Þitt atkvæði getur ráðið úrslitum." SALA á handavinnu heimilis- fólksins á Skálatúni í Mosfellsbæ fer fram í dag, laugardaginn 14. maí, kl. 14—17. Salan verður í vinnu- og handa- vinnustofum Skálatúnsheimilisins. Á boðstólum verða gólfmottur, veggteppi og ýmislegt fleira. Enn- fremur verða sýnishom af þjálfun- argögnum sem búin em til á Skála- túni og notuð em, ásamt öðm, við þjálfun. (Fréttatílkynning) 'O INNLENT fréttatilkynningu frá skólanum segir „Þeir sem útskrifast úr Myndlista- og handíðaskóla íslands eiga að baki fjögurra ára myndlistamám, eins árs gmnnnám og þriggja ára nám í einu af átta sérsviðum skólans. Nemendur Ijúka námsdvöl sinni með því að vinna sjálfstætt lokaverkefni i sinni sérgrein. Árleg vorsýning skólans er hluti af lokaverkefnisvinnu nemenda og gefst þá almenningi kostur á að skoða hvemig til hefur tekist og kynnast nokkuð þeirri flölþættu starfsemi sem fram fer innan skól- ans.“ Minning: Einar Einarsson Egilsstöðum Fæddur 10. desember 1896 Dáinn 8. maí 1988 Þær fréttir bámst að heiman síðastliðinn sunnudag að Einar Ein- arsson væri látinn. Þessi fregn kom okkur fjölskyldunni vissulega ekki á óvart. Þetta er leiðin allra, og jafnvel þetta mikla hraustmenni var komið á annað hnéð í glímunni sem allir tapa að Iokum. Hann var þó einn af þeim sem „bognaði aldrei, en brotnaði í bylnum stóra síðast" eins og stendur í ljóðlínum Kletta- fjallaskáldsins. Einar var ekki einn af þeim sem hreykti sér hátt eða var í sviðsljós- inu. Hann var þó einn af þeim sem setti svip á sitt umhverfi, sterkur persónuleiki sem er minnisstæður samferðamönnunum. Ég kynntist honum fyrst í húsi tengdaforeldra minna, en yfír göt- una lágu gangvegir, og hann átti oft erindi við Einar Ólason frænda sinn, meðal annars til skrafs og ráðagerða í daglegum önnum. Hann var sjálfmenntaður iðnaðarmaður og handverksmaður, og vann í ára- raðir við pípulagnir og viðgerðir þeim tengdar. Hann var hamhleypa til vinnu, og dró ekki af sér þó aldurinn færð- ist yfír, á níræðisaldri vann hann hörðum höndum við pípulagnir, sem eru ekki nein léttavinna, og spurði ekki um dag eða næturvinnu eða nokkuð þar á milli. Honum féll sjaldan verk úr hendi, og þegar um hægðist settist hann við pijónavél- ina og pijónaði á við hvem sem var. í raun var hann sérstakt hörku- Steinunn G. Kristins dóttir — Kveðjuorð tól við sjálfan sig, og þrótturinn og viljastyrkurinn óbilandi. Mér er minnisstætt þegar við vorum að byggja yfír okkur í Blá- skógunum að Einar rétti okkur sem oftar hjálparhönd. Ég var hand- langari hjá honum eina helgi, við skólplagnir og pípulagnir í hús- grunninn. Það vom ekki frátafír eða hangs við það verk hjá pípulagningamann- inum sem þó var kominn á áttræðis- aldur. Ég reyndi að standa mig sem aðstoðarmaður, því að ég vissi að Einar hafði ekki mikið álit á mönn- um sem »ekkert var hægt að nota“, eins og hann sagði stundum. Hann var ekki allra, og ef til vill hefur hann stundum þótt kaldr- analegur í svömm og sum tilsvör hans urðu fleyg. Þetta risti þó ekki djúpt. í raun var hann félagslyndur og vinmargur. Hann var boðinn og búinn að leysa hvers manns vanda, var alltaf við verk og tilbúinn hvem- ig sem á stóð og hvaða dagur árs- ins sem var. Vinum sínum og vandamönnum var hann tryggða- tröll. Einar Einarsson var einn af þeim frumbyggjum sem reistu byggð á Egiisstöðum. Hann var einn af þeim handverksmönnum úr Skriðdal sem settust að á Ásnum sem þá var kallaður og skópu þéttbýlið þar. Frambýlingsárin kölluðu á sam- hjálp og það að vinna hörðum hönd- um. Það var samstaða með þessu fólki og öðmm sem þama settust að, og Einar féll vel að þessu sam- félagi. Þar lágu hans spor seinni árin, og hann er einn af þeim mönn- um sem skilar merku ævistarfi þó ekki hafí hann verið í sviðsljósinu eins og ég sagði í upphafi þessara orða. Það er margs að minnast að leið- arlokum. Þær minningar em geymdar og verða ekki raktar í fátæklegum minningarorðum. Þeim lýkur með bestu þökkum fyrir allt frá okkur Möggu og allri okkar fjöl- skyldu. Jón Kristjánsson Dr. Petti Wagner til íslands DR. PETTI Wagner, banda- rískur læknir og sálfræðingur heldur fyrirlestur í Háskólabiói laugardaginn 14. maf kl. 17.00 og sunnudaginn 15. maí kl. 14.00. í fréttatilkynningu frá Textaút- gáfunni segir m.a.: „Árið 1971 var dr. Petti rænt og henni mis- þyrmt í þeim tilgangi að fá hana til þess að láta af hendi auðæfí sín. Hún lét þó aldrei eftir misynd- ismönnunum sem píndu hana til dauðs. En eftir það gerðist hið einstæða undun Dr. Petti Wagner reis upp frá dauðum eftir að lækn- ar höfðu úrskurðað hana sannan- lega látna." Bók um reynslu dr. Petti er nú komin út á ísiensku. Fædd 7. júlí 1914 Dáin 2. mai 1988 Elsku amma okkar er dáin. Hún amma sem okkur þótti öllum svo vænt um. Við sem vomm öll saman komin 1. maí tii að halda upp á afmælið hans Péturs, sonar hennar. Amma var svo kát og glöð og leit svo vel út og við emm ánægð að hafa átt þennan síðasta dag hennar með henni. Því var það mikið áfall fyrir okk- ur er hún var flutt á sjúkrahús þetta sama kvöld þar sem hún lést daginn eftir. Við krakkamir kölluðum hana ömmu f Hólmgarðinum en þar bjó hún lengst af og þaðan eigum við margar góðar minningar um hana. Hún tók alltaf svo vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn og var alitaf tilbúin til að hlusta á okkur, veita okkur góð ráð og fylgj- ast með því sem við vomm að gera. Amma hafði alltaf boð á jóladag þar sem öll fjölskyldan kom saman og finnst okkur það tómleg til- hugsun að halda jól án hennar. Ömmu munum við aldrei gleyma og lifír hún áfram í minningum t Sambýliskona mtn, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTBJÖRG BJARNADÓTTIR, Austurbrún 6, Reykjavfk, lést í Landspítalanum að kvöldi 12. maí. HJaltl Elnarsson, Indriði E. Baldvinsson, Karólína Ingólfsdóttir, Dfana Sjöfn Garðarsdóttir, Sigurður Jónsson, Steinunn Garðarsdóttir, Guðmundur Krlstinsson og barnabörn. okkar. Guð blessi öll bömin hennar og sérstaklega Pétur sem hefur misst mikið og við vitum að núna líður henni vel hjá Guði. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem) Barnaböm og barnabamaböra t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANS DURKEHANSEN mjólkurfræðingur, andaðist í Landspitalanum 5. maí sl. Jarðsett verðurfrá Fossvogskirkju mónudaginn 16. maíkl. 13.30. Birte DUrke Hansen, Helga Hansdóttir, Ragnar D. Hansen, Rfkharð D. Hansen, Sólveig D. Hansen Bloch, Michael D. Hansen, Anfta D. Hansen Roland, Rolf D. Hansen, John D. Hansen, og barnabörn. Sigmar Sigurbjörnsson, Sigrfður Rósa Magnúsdóttir, Claus D. Bloch, Brian Roland, Inga Lóra Sigurjónsdóttlr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.