Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 24 Afmæiiskveðja: Bjöm Bjamarson landsráðunautur Bjöm Bjamarson, landsráðunaut- ur, er einn þeirra manna, sem hvað lengst hafa unnið hjá Búnaðarfélagi íslands í þau nærfellt 90 ár, sem félagið hefur haft með höndum leið- beiningar fyrir landið allt á hinum ýmsu sérsviðum landbúnaðar. Hann hóf feril sinn hjá félaginu 17 ára gamall með því að vera aðstoðarmað- ur þeirra ráðunautanna Pálma Ein- arssonar og Ásgeirs L. Jónssonar við landmælingar í fjögur sumur á árun- um 1935—38. Það hefur vafalaust verið strangur skóli í ögun og ná- kvæmni, en jafnframt þjálfun, sem var hinum unga lærisveini að skapi. Hann hafði lokið gangfræðanámi, er hann hóf þessi sumarstörf og árið áður en hann lauk þeim, hafði hann verið brautskráður búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Hann hafði þá þegar á ferðum sínum um landið öðlazt staðgóða þekkingu á búskaparháttum og kynnzt kjörum fólks til sveita. Nú vildi Bjöm afla sér frekari menntunar á sviði landbúnaðar og lá leið hans til Danmerkur, þangað sem íslendingar leituðu á þeim tíma til háskólanáms í búvísindum. Vann hann á búgarði um tíma, en hóf brátt nám við Búnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn og lauk kandidatsprófí þar árið 1941 í hertekinni Dan- mörku. Næstu ár vann hann þar við leiðbeiningastörf og síðan sem ráðu- nautur í framræslu til ársins 1946, er hann sneri heim til íslands. Réðst hann þegar sem ráðunautur í jarðrækt til Búnaðarfélgs íslands, þar sem hann hefur starfað síðan. Þá var nýlega hafin framræsla lands og ræktun með stórvirkum vinnuvél- um. Má með sanni segja, að sú tækni ásamt framsækni bænda hafi valdið byltingu í því að auka uppskem til vetrarfóðurs búfjár og beitar. Aukin og bætt jarðrækt var undirstaða þess, að kynbætur búfjárins kæmu að gagni í aukinni afurðasemi til að fullnægja eftirspum og skapa bænd- um meiri tekjur og fjármagn til upp- byggingar í sveitum landsins. í þess- ari miklu sókn unnu jarðræktarráðu- nautar Búnaðarfélagsins stórbrotið starf, ekki sízt í framræslumálum. Nú lágu leiðir þeirra Bjöms og Ás- geirs aftur saman við þessi störf. Báðir vom þeir harðir við sjálfa sig við landmælingamar, og er með ólík- indum, hveiju þeir fengu komið í verk frá vori til hausts ár hvert við framræslumælingar, enda sjaldan hætt vinnu fyrr en liðið var á kvöld, meðan birtu naut og veður leyfði. Verk þessara tveggja jarðræktar- ráðunauta félagsins á þessum ámm hygg ég að telja megi til afreka. Eins og að líkum lætur, hafa Bimi verið falin ýmis störf um ævina í tengslum við verksvið sitt. Hann var í Vélanefnd frá stofnun 1950 um 16 ára skeið, unz hann lét af því starfi að eigin ósk. í Verkfæranefnd ríkis- ins var hann frá 1954 til 1965, er hún var lögð niður með stofnun Meö eindrif eöa aldrif Til fólksflutninga eöa vöruflutninga Rúllubelti í öllum sætum Aflstýri/veltistyri Dagljósabúnaöur (samkvæmt nýju umferöarlögunum) Aðstaða ökumanns í sérfíokki Verð frá kr. 711. OOO. - Til afgreiðslu strax Níðsterk burðargrínd með sérstakt afíög- unarsvið til verndar farþegum, komi til árekstrar BILL FRA HEKLU BORGAR SIG HEKLA HF Laugavegi 170-172 Simi 695500 Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins. Eins vil ég geta til viðbótar, sem sýnir, hvers trausts hann hefur notið hjá dómsvaldi og meðal bænda. Á löngum starfsferli hefur hann oft- sinnis verið til kvaddur í sambandi við landskipti og mál, er þeim tengj- ast. Þau mál em venjulega afar við- kvæm, því að auk þess að vera fjár- málalegs eðlis em þau oft tilfínninga- mál. Ég hygg, að mannkostir Bjöms hafí hvað gleggst komið fram á þessu sviði og tillögur hans, byggðar á réttsýni og velvilja og lagðar fram með rökum og af festu hafi leyst marga deiluna og sættir verið haldn- ar. Hann hefur starfað í Matsnefnd eignamámsbóta frá setningu laga um þá nefnd frá 1973. Hann hefur verið mörgum hollráður um ævina. Um það get ég borið vitni. Þegar Bjöm fluttist aftur til ís- lands frá Danmörku eftir heimsstyij- öldina fylgdi honum eiginkona hans ung, Rita Elise, dóttir hjónanna Önnu og Henrys J. Jensen, veitingamanns þar í landi. Hún kom nú til framandi lands, og bjó fjölskyldan í þröngu húsnæði fyrstu árin. Rita var kjark- mikil og ákveðin í að laga sig að aðstæðum. Verður mér ætíð minnis- stætt, fyrst er ég kom til þeirra hjóna, hversu Rita lagði sig fram um að tileinka sér okkar erfíða mál. Til þeirra hjóna var gott að koma, því að báðum er eiginleg gestrisni og hlýja. Síðar byggðu þau yfír sig á Hagamel 34, og rýmkaðist þá mjög um húsnæði. Þau hjón hafa átt bamaláni að fagna, eignazt tvær dætur og einn son, sem öll eiga nú eigin fjölskyldur. Þau hafa sótt aftur með fjölskyldur sínar í nágrenni föð- urhúsanna, þótt vítt hafí farið, og segir það sína sögu. Heimili þeirra Ritu og Bjöms er aðlaðandi. Bæði em þau listfeng og piýða þar málverk veggi. Ættfólki þeirra öðmm en bömum hef ég ekki kynnzt. Hitt veit ég, að Bjöm hefur sótt eitthvað af listhneigð sinni til föðurættar sinnar og þá ekki sízt til föðurafa síns og alnafna, Bjöms Bjamarsonar, sýslumanns Dala- manna. Hann hafði numið lögfræði í Danmörku og starfaði um skeið í Kaupmannahöfn. Hann varð þá upp- hafsmaður að og stofnandi mál- verkasafns árið 1885, er varð fyrsti vísir að Listasafni ríkisins. Enn munu nokkur bamaböm Bjöms sýslu- manns vera á lífí, þótt telja megi þau sennilega á fíngmm sér, flest hér í Reykjavík. Hitt er mér ekki kunnugt um, hvort um þau er vitað í Lista- safni íslands. Bjöm sýslumaður lagði gjörva hönd á fleira. Á Danmerkurá- mm sínum stofnaði hann ásamt dönskum manni blaðið Vort Hjem, sem síðar varð hið þekkta blað Hjem- met. Á sýslumannsárum sínum fékk Bjöm heiðursverðlaun úr styrktar- sjóði Kristjáns konungs IX fýrir at- orku í búskap. Hann bjó á Sauða- felli, og þar fæddist sonarsonur hans fyrir 70 ámm. Bjöm jarðræktarráðunautur var í fullu starfí hjá Búnaðarfélagi íslands til 1. ágúst 1986, þ.e. í 40 ár. Síðan hefur hann verið lausráðinn í hluta- starfí og m.a. haft með höndum út- boð í framræslu. Þar nýtur enn þekk- ingar hans sem fagmanns með langa reynslu. í starfí s(nu fylgdist hann vel með nýjungum í grein sinni. Hann fór að vísu ekki oft utan til endurhæfíngar í starfí, eins og það er nú nefnt, en þegar hann fór, gaf hann sér tíma til að kryfla hvert mál til mergjar. Nú, þegar hann hefur létt af sér störfum að hluta, getur hann litið yfír farinn veg og verið ánægður með þátt sinn í hinu nýja landnámi þessa tímabils. Um alllangt skeið hefur Bjöm ekki gengið heill til skógar, enda gengizt undir flóknar skurðaðgerðir. Hann er hins vegar einn þeirra manna, er gengur beinn í baki, með- an má. Bændur munu hugsa hlýtt til hans á þessum hátíðisdegi í lífí hans. Hann hefur ætíð unnið þeim af heilindum og viljað hlut þeirra góðan, ekki sízt þeirra, er I erfíðleik- um hafa átt. Þó að nú sé vinnuhjúa- skildagi, þá veit ég, að bændur sækj- ast nú sem endranær eftir því að inega njóta áfram starfa góðra hjúa, og er afmælisbamið í þeirra hópi. Við Þórann þökkum Bimi og Ritu langa vináttu og óskum honum og fjölskyldu hans heilla í tilefni dags- ins, og ég veit, að undir þær óskir taka hinir mörgu samferðamenn Bjöms nær og fjær og aðrir vinir þeirra hjóna. Ólafur E. Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.