Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988
21
Roðamaur eða mítlar
Eiginlegir maurar (Formiciadae),
sem í skógum erlendis mynda merki-
legt samfélag, eru ekki til viiltir hér
á landi, einungis hafa fundist hér
nokkrar tegundir hlbýlamaura.
Hinsvegar hafa aðrar lífverur (af
ættbálknum Acarina) áttfættar, ná-
skyldar köngulóm einnig fengið hér
mauranafngiftina. Mjög er óeðlilegt
að nefna þær lífverur maura á
íslensku því það veldur ruglingi við
hina eiginlegu maura. Sumir hafa
nefnt þær áttfætlumaura en þar sem
það er óþjált og fer illa í samsetning-
um hef ég lagt til að þær verði nefnd-
ar mítlar og mun nota þá nafngift
hér.
Á seinni árum hefur roðamaur
verið notað sem samheiti á mörgum
og ólíkum tegundum mítla, sem á
vissu stigi geta verið rauðar, og verð-
ur hér getið þriggja tegunda sem
roðamaursnafnið hefur verið notað
um.
Gróðurhúsaspunamitillinn
(Tetranychus urticae) er gulgrænn á
lit og getur gert mikinn usla á ýms-
um jurtum í gróðurhúsum t.d. gúrk-
um, og á stofuplöntum með því að
sjúga úr þeim næringu. Kvendýrin,
sem lifa yfir veturinn á jurtaleifum
i fylgsnum í gróðurhúsum, eru rauð.
Hægt er að úða gegn mítlinum með
lyfinu Kelthane (hættuflokkur C) og
skiptir það máli að bregðast við áður
en mitillinn er orðinn ríkjandi. Var-
ast skal að úða i sterku sólskini og
sumar jurtir geta sviðnað nokkuð
undan lyfinu. Þá hefur verið reynt
að sniðganga úðunina með því að
sleppa ránmftli (Phytoseiulus persim-
ilis) inn í húsin og drepur hann og
eyðir spunamítlinum en veldur sjálfur
ekki tjóni á gróðrinum. Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins hefur fram
að þessu útvegað ránmftilinn en nú
verða menn að flyija hann inn beint
frá útlöndum eða frá Sölufélagi garð-
yrkjumanna til að útvega hann.
Veggjamítíllinn (Bryobia praet-
osa) er rauðleitur með grágrænan
blæ á afturendanum. Hann nærist
svipað og gróðurhúsaspunamítillinn
með því að stinga munnlimunum inn
í plöntumar og sjúga úr þeim nær-
ingu. Fyrst koma fram ljósir blettir
á plöntunum sem síðar breytist í ljós-
ar rákir. Veggjamítillinn lifir á ýms-
um gróðri t.d. grasi og getur valdið
^óni á einstökum garðplöntum, en
meginvandamálið er innrás mitilsins
í byggingar. Hann skríður upp veggi
og fer inn um opna glugga eða
sprungur og smárifur meðfram
giuggum og veldur íbúum angri.
Talið er að mítillinn sé ekki í ætis-
leit heldur sé hann að leita að hentug-
um stöðum til að hafa hamskipti eða
verpa eggjum. Eftir að mitillinn er
BLÓM
VIKUNIMAR
92
Umsjón:
Ágústa Björnsdóttir
Gróðurhúsaspunamítillmn tíl vinstri er um 0,5 mm á lengd, veggjamít-
illinn í miðju er um 0,7 mm og túnamitillinn til hægri er um 1,0
mm langur.
kominn inn f hús er fátt hægt að
gera annað en að láta ryksuguna
gleypa hann. Allar aðgerðir verða
að miða að því að vinna á honum
utandyra eða hindra hann f að kom-
ast inn í híbýli. Sumir hafa reynt að
veijast mftlinum með því að sprauta
vatni á veggina, en það er skamm-
góð lausn. Hins vegar hefur stundum
reynst vel að stinga rás meðfram
húsveggjunum og fylla með möl til
að hefta för mftilsins að húsunum.
Ekki hefur þetta alltaf nægt og hafa
menn þá dreift kalkdufti á malarrás-
ina til að hindra framrás mftilsins.
Þá hefur úðun með lyfi sem inniheld-
ur 25% Permetryn (Permasect eða
Permetryn 25 EC) í nánasta um-
hverfi húsanna gefist vel. Verður þá
að framkvæma hana það snemma
að hún hindri fjölgun hans í garðin-
um. Veggjamítillinn er verstur fram-
an af sumri, en hans verður vart
allt sumarið.
Túnamítillinn (Penthaleus major)
er dökkbrúnn með ljósa fætur. —
Hann skefur upp yfirborð plantnanna
og fjarlægir grænu komin og fru-
musafann þannig að plöntumar fá
gráleitan blæ og blöðin verða hang-
andi. Einkennin em greinilegust á
breiðblaða grastegundum. Mergðin
getur orðið svo mikil að skófatnaður
þeirra sem ganga um túnin tekur
lit. Fjölgun þessa skaðvaldar er
breytileg frá ári til árs og ræðst það
af veðurfari hveiju sinni. Túnmitill-
inn virðist forðast sólarljósið og er
einkum virkur á nóttunni. Yfir há-
daginn forðar hann sér niður i svörð-
inn. Yfirleitt veldur hann mestu tjóni
á þurrum túnum og skemmdir eru
meiri á Norður- en Suðurlandi. Hann
kemur í túnin fyrst á vorin, hverfur
yfir hásumarið, en birtist síðan aftur
að haustinu. Uðun með Permetryn
(Permasect eða Permetiyn 25 EC)
hefur gefið góða raun. Lyfið er í
hættuflokki C. 200 ml af lyfínu í 300
1 vatns eyddi mftlunum nánast alveg
og skiptir miklu máli að úða strax
og fyrstu mítlamir sjást á ferli að
vorinu, vegna þess að lyfið vinnur
ekki á eggjum sem þeir verpa, en
þau klekjast sfðan út næsta haust
eða næsta vor. Er þvi áreiðanlega
mikilvægt að drepa mítilinn áður en
hann verpir, en hver einstaklingur
getur orpið allt að 30 eggjum.
Bjarni E. Guðleifsson, Til-
raunastöðinni Möðruvöllum.
Mjög góðir greiðsluskilmálar.
0PIÐ t DAG 0G Á M0RGUN
FRÁ KL. 13.00 -17.00
G/obust
Lágmúla 5, sími 681555