Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 Minning: Einar Jóhannesson Fæddur 23. júní 1919 Dáinn 5. mai 1988 Dagurinn, sem ég hef meðvitað og ómeðvitað kviðið mest frá því ég fór að átta mig á lífinu, og þá dauðanum, hefur runnið upp. Hann pabbi er dáinn. Það er sjálfsagt ekki algengt að sonur minnist föður á þennan hátt, en þá er það undan- tekningin sem sannar regluna. Hann var mjög sérstakur maður, góður maður á allan hátt. Þetta eru stór orð en ég veit að þeir sem fengu að kynnast honum eru mér sam- málá, hann hafði að vísu einn galla stærstan, en það var að hugsa allt- af síðast um sjálfan sig. Hann var fæddur 23. júní að Hlíð í Álftafírði við ísaQarðardjúp, sonur hjónanna Málfríðar Sigurðar- dóttur og Jóhannesar Gunnlaugs- sonar, og var einn af sautján böm- um sem þau eignuðust. Þó að ekki hafí öll bömin komist á legg, þá hefur ömgglega oft verið þröng á þingi, og ekki alltaf allt verið sjálf- sagt. Þau lifðu á því sem jörðin gaf og sjórinn, eins og gekk í þá daga. Man ég að pabbi sagði mér eitt sinn ft'á því, að einu sinni um vetur, þegar ekki var neitt fískmeti til á heimilinu, að hann var sendur einn með sleða, alla leið út í Hnífsdal til að sækja í soðið, hann var þá um fermingu, og ég man að það fór hálfgerður hrollur um mig, að hugsa til þessarar ferðar hans. Einu sinni man ég eftir að hafa spurt hann við matarborðið heima á Flat- eyri, af hveiju hann héldi alltaf á grautardiskinum þegar hann borð- aði, þá sagði hann að það væri af því að allir hefðu ekki komist að borðinu í einu heima í Hlíð og sum- ir stundum orðið að fá sér sæti á öðmm stað með diskinn sinn. Ég held mig muna pabba fyrst, þegar ég var á fímmta ári, og hann var að bera mig á herðum sér, neð- an úr gamla húsinu okkar á Flat- eyri uppeftir í nýja húsið á Eyrar- vegi 11. Hann var í klofstígvélum, vegna þess að flóð hafði gengið yfír eyrina stuttu áður, og hún var að mestu leyti á floti í sjó. Húsið hafði hann að mestu leyti byggt einn,-og með hjálp annarra eins og gekk á þeim tíma, þegar lftið var um stórvirk tæki til bygginga, eins og í dag, í mesta lagi steypuhræri- vél. Ég veit að hann gróf gmnninn sjálfur með skóflu og haka, sló upp mótum, múraði og setti í glugga, en stæretu verkin fékk hann auðvit- að hjálp við, eins og til dæmis múrverk utanhúss. Hann tók sér sjálfsagt góðan tíma, við bygging- una og flanaði ekki að neinu, frek- ar en öðmm verkum sem hann tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Pabbi fór ungur að stunda sjó- róðra frá Súðavík og Hnífsdal, en um tvítugt, um það leyti sem hann kynntist mömmu, fór hann á véla- námskeið til Reylqavíkur, og fékk réttindi til að stjóma vélum sem þá vom helst notaðar til sjós og lands, og alltaf síðan var meðferð og viðhald véla hans aðal, þó fátt væri það sem hann ekki þorði að leggja í til viðgerða eða smíða, fyr- ir sjálfan sig eða aðra. Eftir að hann kom til Flateyrar stundaði hann að mestu sjóinn sem vélstjóri á bátum þaðan, en einnig var hann við vélgæslu í rafstöðinni, frystihús- inu og það síðasta sem hann vann við þar, áður en við fluttum suður í Kópavog, vom utanbúðar störf við kaupfélagið og allt það sem því til- heyrði, þar á meðal kælivélagæsla. Þegar suður kom vann hann lengst í skipasmíðastöðinni Stálvík í Garðabæ, en endaði sinn starfs- feril þar sem hann svo til hófst, við vélgæslu hjá frystihúsinu Barðan- um í Kópavogi. Þar sem ég lagði fyrir mig sama starf og hann, áttum við gott með að tala saman um eitt og annað í sambandi við vélar, og margt sagði hann mér um þær teg- undir sem nú em orðnar safngripir, ævintýralegar viðgerðir og fleira í þeim dúr. Það að koma og heim- sækja hann í vélasalinn í Barðanum rifyaiði upp hlýjuna, og góða óg væga ammoníakslyktina í þrifalega vaktherberginu hans í frystihúsinu á Flateyri, þar sem maður kom oft þegar hann vann þar. Þegar við ræddum vélar verð ég að játa að hann vissi allt miklu betur um kæli- vélar, og þá séretaklega þær sem nota ammoníak, heldur en ég, og kom það mér oft í vandræði þegar ég var að þýða fyrir hann upp úr handbókum um þær. Það er erfítt að sætta sig við að hann pabbi sé horfínn frá okkur, en öll hlýjan og ástúðin sem hann bar með sér og geislaði frá honum til okkar, bamanna hans og bama- bamanna, yljar okkur öllum svo lengi sem við lifum. Það var núna stuttu eftir að hann dó að ég var heima hjá mömmu á Kárenesbraut- inni, þar sem minningamar flugu í gegnum tregablandinn hugann, að mér varð litið á mynd af bátnum sem hann var á síðast áður en hann hætti til sjós, vegna magakvilla sem hijáði hann í nokkur ár. Þegar ég ÞVOTTAVELAR vélar í sérflokki //i/r RÖNNING wf// neimilistæki KRINGLUNNI - SÍMI (91)685868 leit á þessa mynd minnti hún mig á að oft á sjómannstíð sinni hafði hann verið hætt kominn og einhver vemdarhönd virtist vera yfír hon- um. Báturinn, Sæfell SH-210 fóret fáum vikum eftir að hann hætti til sjós, með ailri áhöfn. Hann reri öll stríðsárin eins og allir vestfirekir sjómenn, út á miðin úti fyrir, sem voru meira og minna þakin tundur- duflum og öðrum hættum sem stöf- uðu af stríðsbrölti þar úti fyrir og vissulega tóku sinn toll. Hann tók út af bát í slæmu veðri og skyggni, en áhöfninni tókst á einhvem undraverðan hátt að fínna hann aftur, hangandi í lóðastamp, sem tók út með honum. Þessi atriði fá mann til að sætt- ast frekar við orðinn hlut, en ef ekki hefði komið til þessi sjúkdómur sem læknavísindin em enn ekki búin að snúa á, þá hefði hann getað verið miklu lengur hjá okkur. Ég sat við rúmið hans síðustu stundim- ar sem hann lifði og reyndi að létta undir með honum. Hann gat lítið Ijáð sig, en augun og handtakið sögðu meira en mörg orð. Það er kannski skrýtið, en ég sagði honum að ég ætti eina ósk sem ég vildi segja honum frá, en hún var sú að guð gæfí að ég gæti orðið eins góður faðir og afí og hann var okk- ur öllum, þá færðist bros yfír þreytt andlitið og með fylgdi þétt handtak. Elsku mamma, ég veit að guð gefur okkur styrk í sorg, og hlýjar minningar um góðan eiginmann, föður, afa og langafa verma. Nu er hann kominn til systkina sinna sem svo mörg em horfín yfír móð- una miklu, foreldra og annarra ást- vina. Við Élva Dögg og Einar viljum þakka honum fyrir allt sem hann gaf okkur. Guð blessi minningu hans. Einar Jóhannes Einarsson Okkur brá ónotalega við er dótt- ir okkar hringdi fímmtudaginn 5. maí sl. og tilkynnti okkur að tengdafaðir hennar, Einar Jóhann- esson, hefði látist þá um morgun- inn. Þó að við vissum að það gæti bmgðið til beggja vona með bata, því hann hafði oft verið mikið veik- ur síðan síðastliðið haust, kemur dauðinn manni alltaf að óvömm. Hann var búinn að vera heima um nokkum tíma og vomm við farin að vona að nú væri farið að rofa til, en sú von brást. Einar var fæddur 23. 6. 1919 í Hlíð í Álftafírði, sonur hjónanna Málfríðar Sigurðardóttur og Einare Jóhannesar Gunnlaugssonar. Þar ólst hann upp í stómm systkina- hópi. 17 urðu þau og eftir lifa 3. Árið 1943, þann 16.10., kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Filipplu Kristjánsdóttur frá' Flat- eyri, foreldrar hennar vom Rögn- valdfna Hálfdánardóttir og Kristján Guðmundsson er þar bjuggu. Einar og Pía vom ákafíega samrýnd hjón og máttu vart hvort af öðru sjá. Hann var elskulegur eiginmaður og var það endurgoldið af hennar hálfu, og ekki síst nú í banalegu hans því varla er hægt að segja að hún hafí vikið frá hlið hans hvort sem hann var á sjúkrahúsi eða heima þar til yfír lauk. Á Flateyri bjuggu þau til áreins 1971 og þar fæddust bömin þeirra 6, sem öll em mikið mannkostafólk, og hafa öll stofnað sín eigin heim- ili. Bömin hans og þeirra fjölskyid- ur sýndu líka að þau kunnu að meta hann að verðleikum með ást og virðingu og best þegar hann þurfti mest með. Eins og áður er sagt bjuggu þau á Flateyri til 1971 en þá fluttu þau suður og skömmu síðar hófust kynni okkar, en sonur þeirra og dóttir okkar felldu hugj saman og gengu í hjónaband. Síðan höfum við átt vináttu þeirra hjóna, sem aldrei hefur borið skugga á. Einar var einhver sá ljúfasti maður sem við höfum kynnst. Hann vildi allt fyrir alla gera og var það gert af mikilli einlægni, því sýndarmennska var ekki til hjá honum og aldrei var ætlast til endurgjalds. Einar og Pía ferðuðust mikið saman, bæði innan- lands og utan. Þau tóku gjaman tjaldið sitt og útilegudót, tjölduðu á grasbala við á eða vatn renndu fyrir físk eða nutu þess að vera úti í náttúmnni. Þetta var sameiginlegt áhugamál þeirra eins og svo mörg önnur. Við urðum þeirrar gæfii aðnjótandi að fara með þeim f eina utanlandsferð, til Búlgaríu, fyrir nokkmm ámm og verður sú ferð okkur ógleymanleg. Þau gerðu allt sem þau gátu til þess að ferðin yrði sem ánægjulegust fyrir okkur og ekki er hægt að hugsa sér betri ferðafélaga en þau. Oft eram við búin að minnast margra skemmti- legra atvika úr þeirri ferð. Pía mín, við biðjum þess að sá sem öllu ræður megi vaka yfír þér og vemda þig á þessum erfíðu tímum, yfir bömunum ykkar og þeirra flölskyldum. Það er gott að geta yljað sér við ljúfar endurminn- ingar um elskulegan heimilisföður. Þær minningar verða ekki frá ykk- ur teknar. Systkinum hans og þeirra fjöl- skyldum vottum við innilega samúð. Einari fæmm við hjartans kveðju og þakkir fyrir allt. Við söknum hans. Guðrún og Ingimar, Skólagerði 24. Við viljum minnast ástkære tengdaföður og afa og þakka hon- um fyrir góðvild, hjálpsemi, hlýju og friðinn sem frá honum stafaði. í hugi bama hans og bamabama em greyptar góðar minningar um ástríkan föður og afa. Þegar Einar sást koma var hlaupið til dyra og kallað: „Einar afí er kominn." Hann breiddi út faðminn og tók á móti bömunum brosandi og geislandi af hlýju. Hvemig sem á stóð var alltaf tfmi fyrir þau. Aldrei mátti heyrast grát- ur án þess að Einar afí kæmi og huggaði. Því hjá þér er ávallt frið að finna, þótt fár og styijöld sé dagsins önn. Og glóðin af eldi augna þinna, yljar mér jafnan, þótt hlaði fönn. Og áhrifin frá þér aldrei linna. Nn ást var svo fógur, djúp og sönn. (Þ. Guðmundsson frá Sandi) Nú hijáir sorgin okkur öll og jmgstu bömin spyija: „Hvar er Ein- ar afí, kemur hann aldrei aftur?" Þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Þó skilja þau þegar við segjum: „Hann er hjá Guði og nú líður honum vel.“ Minningin um hann mun ávallt fylgja og ylja okkur um ókomin ár. Hafí hann þökk fyrir allt. Elsku tengdamamma og amma, við vottum þér okkar dýpstu samúð. Tengdadætur Rannveig Hulda Mogensen—Kveðja Fædd 25. mars 1918 Dáin 7. maí 1988 Mig langar í örfáum orðum að minnast systur minnar, Rannveigar Huldu Mogensen frá Ámanesi, sem lést á Vffilsstaðaspítala 7. maí sl. eftir langvarandi veikindastríð. Sem hún bar með mikilli hugprýði, því aldrei kvartaði hún, heldur lagði sig fram um að hughreysta mig og telja í mig kjark. Hún var sterkur persónuleiki, mjög trúuð og hafði þroskandi áhrif á okkur sem umgengumst hana mest. Hlutverk hennar í þessu lífí byggðist mest á að þjóna öðrum. Foreldram mínum var hún stoð og stytta og annaðist þau bæði í ell- inni og uns yfír lauk því bæði dóu þau háöldmð heima hjá henni í Ámanesi. Bömin mín, þau Víví og Vilmund, bar hún ávallt fyrir bijósti og eins böm þeirra, Huldu litlu, sem heitir í höfuðið á henni, Erp og Kára, Emblu litlu auðnaðist henni ekki að sjá. Hulda var mikil mannkostakona, hún vann sín daglegu störf af sam- viskusemi og dugnaði og hlífði sér aldrei. Við þökkum henni fyrir allt það sem hún gerði fyrir okkur, alla umhyggju hennar, ástúð og fóm- fysi. Við munum sakna hennar en trúum því jafnframt að nú uppskeri hún laun sín í nýjum heimkynnum. Guð geymi hennar góðu sál. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðný J.G. Vilmundsdóttir FRAB/EFLGBILLALLT ARIÐ. Lyktarlaus gaslogi, grillvikur og sérhönnuö grillgrind koma í veg fy rir gömlu vandamálin og ekkert skyggir lengurágrillánægjuna. Gluggi áiokinumeö áföstum hitamæli auöveldar matseldina. Hægt er aö byrja aö grilla aöeins átta mínútum eftir aö kveikt var upp. - Engin kol - enginn uppkveikilögur - betri árangur - ÚTSÖLUSTAÐIRiHii'J* 8 Heimilistæki Sætúni, Hafnarstræti og Kringlunni- Kaupstaöur i Mjódd - Kristjánsson hf Ingólfsstræti 12, s-612800 - Kaupf. Borgliröinga Borgarnesi - Hólmkjör Stykkishólmi - Verslunin Bimbó Isatiröi - Kaupf. V- Húnvetninga Hvammstanga - Kaupf. Húnv. Blönduósi - Kaupf. SkaglirðingaSauöárkróki -Versl. Valberg Ólafsfiröi - Versl. Kjarabót Húsavík - Kaupf. Héraösbúa Egilsstðöum, Seyöisfiröi og Reyöarfiröi K.A.S.K. Höfn Hornafirði - Vöruhús K.Á. Selfossi - Verslun R.Ó. Hafnargötu Keflavík. Auðvelt - Einfalt - Þrifalegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.