Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, . Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Gripið til gengisfellingar Rétt hjá for- sætisráðherra að fresta ferð - segir Steingrímur Hermannsson Aþví eru engar ótvíræðar skýringar, hvers vegna þannig var komið síðdegis á miðvikudag að yfírvöld banka- mála sáu þann kost vænstan að hætta sölu á gjaldeyri vegna svo mikillar eftirspumar að til vandræða horfði. Svo lengi og mikið hefur verið tal- að um veika stöðu krónunnar, að það kom þeim sem halda um peningapúlsinn í opna skjöldu að einmitt síðdegis á þriðjudag og allan miðviku- daginn streymdi erlend mjmt úr bönkunum. Ef til vill var það vitundin um að þingslit voru á næsta leiti og umtal um að ríkisstjómin myndi síðan láta til skarar skríða í efnahagsmálum, sem varð kveikjan að hinni miklu eftir- spum. Hvað sem því líður er nú sagt, að hún hafí flýtt ákvörðun um að fella gengi krónunnar og knúið á um að gera fyrr ráðstafanir, sem stjómvöld ætluðu sér lengri tíma til að íhuga og ræða. Gengisfellingar em ekki ný bóla í íslensku efnahagslífí. Til þeirra hefur oft verið grip- ið til þess að laga atvinnulífíð að breytingum á ytri aðstæð- um, hvort heldur breytingam- ar eiga sér stað utan lands eða innan. Hvort tveggja hefur gerst á undanfömum mánuð- um, að viðskiptakjörin út á við hafa versnað og niðurstöður lgarasamninga hafa orðið á þann veg, að samkeppnishæfni fyrirtælcja í útflutningi hefur versnað. Þarf ekki lengi að leita hvorki á síðum Morgun- blaðsins né annars staðar í opinberum umræðum til að fínna harða gagnrýni á fast- gengisstefnuna, sem ríkis- stjómin hefur fylgt. Tilgangur hennar hefur að öðrum þræði verið sá að knýja á um hag- ræðingu í rekstri og skapa meiri aga í peningamálum. Hafa verið færð gild rök fyrir nauðsyn slíkrar stefnu, sem enn eru í gildi, þótt undan sé látið. Fastgengisstefnan er einn af homsteinum stjómarsam- starfsins. Þegar gengið er fellt þarf ríkisstjómin að endur- skoða fleiri þætti í efnahags- og fjármálum. Til að vinna að því starfí hefur Þorsteinn Páls- son, forsætisráðherra, talið nauðsynlegt að tilkynna Ron- ald Reagan, Bandaríkjafor- seta, að ekki geti orðið af fundi þeirra í Washington næstkom- andi mánudag. Fer ekki hjá því að þessi ákvörðun verði túlkuð á þann veg, að tekist sé á um verulega alvarleg mál í ríkisstjóminni. Sveiflur í atvinnu- og efna- hagslífínu eru gamalkunnar. Á síðasta ári var eitt mesta góð- æri, sem hér hefur verið um langt árabil. Á Iiðnum vetri hefur síðan verið setið að samningaviðræðum um það milli aðila vinnumarkaðarins, hvemig afrakstri góðærisins skuli skipt sem jafnast. Þá hefur jafnframt verið unnið að því að bæta afkomu ríkissjóðs, skattakerfínu hefur verið breytt og tekjur ríkissjóðs hafa aukist til muna. Á meðan vel áraði var það talið einn helsti Ijóður á efíiahagsstjóminni, að ríkissjóður væri rekinn með halla. Síðustu mánuði hafa áhyggjur manna vegna skuldasöfnunar í útlöndum vaxið og við sjáum fram á mikinn viðskiptahalla á árinu. Þá stendur í jámum að fyrir- tæki, sem hafa tekjur af út- flutningi, geti haldið áfram starfsemi. í umræðum um gengismál síðustu vikur hafa þeir látið æ meira að sér kveða, sem gagn- rýna grundvallarþættina í stjóm gjaldeyrismála. Hefur því meðal annars verið hreyft, að skynsamlegast sé að láta markaðsöflin ráða verði á krónunni, og einnig hinu, að festa eigi krónuna við erlenda mynt, þannig að valdið til gengisfellingar verði ekki lengur í höndum stjómvalda. Ekki er líklegt að ríkisstjómin ræði jafn róttækar breytingar og þessar nú þegar tekist er á við þann vanda, sem krafðist skjótrar úrlausnar vegna ásóknar í gjaldeyri á þriðjudag og miðvikudag. Breytingar af þessu tagi þarf þó að ræða áfiram samhliða því sem reynt verður að bijóta til mergjar, til hvaða ráða unnt er að grípa til að þróa íslenskt efnahagslíf í átt til stöðugleika en á brott frá þeirri skerðingu á lífskjör- um þjóðarinnar allrar, sem jafnan felst í gengisfellingu, skerðingu sem á að gera sem mildasta fyrir þá, sem verst eru settir. STEINGRÍMUR Hermannsson utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins vildi ekki tjá sig um væntanlegar efna- hagsaðgerðir í gærkvöldi, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans. Steingrímur visaði þvi til Þor- steins Pálssonar að gefa yfirlýs- ingar um það. „Það hlýtur for- sætisráðherra frekar að geta gert,“ sagði hann. Aðspurður hvort gengisfelling væri tímabær núna, sagði Forsætisráðherra átti fund i gærmorgun með stjórn þing- flokks sjálfstæðismanna, sem ráðlagði honum að fresta för- inni. „Þetta var mjög erfíð ákvörðun, en ég held að hún hafi verið rétt,“ sagði Ólafur G. Einarsson, form- aður þingflokksins, í samtali við Morgunblaðið- í gær. „Það hefði ekki gengið að forsætisráðherra færi utan eins og ástandið er, það er ekki búið að ná samkomulagi milli flokkanna um hliðarráðstaf- anir vegna gengisfellingarinnar og fyrst það lá ekki fyrir átti hann INGVI S. Ingvarsson, sendiherra íslands í Washington, gekk á fund Wilkinsons, aðstoðarut- Forsætis- ráðherra frestar ferðinni Forsætisráðuneytið sendi í gær út eftirfarandi fréttatil- kynningu: „Vegna mikilvægra stjómmála- ákvarðana, sem taka þarf í kjölfar þess, að gjaldeyrisdeildum bank- anna var lokað í morgun, hefur Þorsteinn Pálsson ákveðið að fresta því að fara í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í boði Ronalds Reag- ans forseta. Sendiherra íslands í Washington hefur tjáð banda- rískum yfírvöldum þessa ákvörðun. Báðir aðilar hafa lýst vonbrigðum yfír að ekki getur orðið af fyrir- hugaðri heimsókn að þessu sinni." Steingrímun „Ég held að almenn- ingur hafí ákveðið það, mér sýnist það. Hann er ekki eins vitlaus og sumir halda." Steingrímur sagði það hafa verið skynsamlegt af Þorsteini Pálssyni að fresta opinberri heimsókn sinni til Bandaríkjanna. „Ég held að ekki hafi verið um annað að ræða, ég er mjög feginn að hann gerði það. Ég held að það sé alveg hárrétt ákvörðun," sagði Steingrímur Her- mannsson í gærkvöldi. engan kost. Ég vona að við höfum ráðið honum heilt." anríkisráðherra Bandaríkjanna, er forsætisráðherra hafði frest- að heimsókninni og tilkynnti honum þessa ákvörðun. Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta húss- ins, kynnti svo fréttamönnum málavöxtu á blaðamannafundi í Hvita húsinu á hádegi í gær. Að sögn Ingva hafa bandarískir fjöl- miðlar sýnt fyrirhugaðri heim- sókn Þorsteins töluverðan áhuga. Hjá Evrópudeild bandaríska ut- anríkisráðuneytisins fengust þær upplýsingar að bandarísk stjómvöld hefðu ekki gert tillögu um nýja dagsetningu fyrir heimsókn forsæt- isráðherra að svo stöddu. Hvíta húsið lét síðdegis í gær stutta yfírlýsingu frá sér fara, svo- hljóðandi: „Vegna þróunar stjóm- mála innanlands hefur ríkisstjóm íslands óskað eftir því að frestað verði opinberri vinnuheimsókn Þor- steins Pálssonar forsætisráðherra, en hún átti að hefjast 16. maí.. . Vér látum í ljós vonbrigði með að heimsóknin geti ekki átt sér stað á þessum tima.“ „Bandarísk stjómvöld létu vissu- lega í ljós vonbrigði, en að sjálf- sögðu einnig skilning á aðstæðum," Gjaldeyrisdeildir bankanna voru li sagði Ingvi Ingvarsson sendiherra í samtali við Morgunblaðið. „Það stefndi þama í mjög góðan fund." Jón Baldvin Hanni Gengi Aðrar ráðstafanir „GENGIÐ er afgangsstærð. Það þess að gengislækkunarþörfin vc Baldvin Hannibalsson, fjármálarái ins. Hann sagði að hið skyndilega hefði komið ríkisstjórninni í opna hún hefði nú skemmri tíma til aðj „Við þurfum að nota vel allan tímann sem við höfum fram á mánudag til hins ýtrasta til þess að samræma sjónarmið flokkanna," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að er þingi lauk hefði stjómin reiknað með að hafa tíma fram í síðustu viku maí til þess að fullmóta tillög- ur sínar í efnahagsmálum. „í um- S^jóm þingflokks ráðlagði frest- un ferðarinnar Fjórðuiigurg ans flaut út ú Kaup og pantanir fyrir um 2,5 milljar GÍFURLEG eftirspurn eftir inn miðvikudag. Jóhannes Nor- gjaldeyri náði hámarki síðastlið- dal seðlabankastjóri sagði í sam- Bandarísk yfirvöld sýndu skilning* á aðstæðum Fjölmiðlar sýndu fyrirhugaðri heimsókn töluverðan áhuga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.