Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 Heillandi og ógn- vekjandi breytingar Norræna jasssveitin Yggdrasil og umbylting nútímans — Kristian Blak segir frá Hér á landi er stödd sveitin Yggdrasil, sem er sveit færeyska tónlistarmannsins Kristians Blak. í sveitinni eru auk Krist- ians, sem leikur á píanó, Svíarnir Andreas Hagberg, sem leikur á flautu og saxófón, Lelle Kull- gren, sem Ieikur á gitar, Christ- ian Jormin, sem leikur á tromm- ur, Japaninn Yasuhito Mori, sem leikur á bassa, og Daninn John Tchicai, sem leikur á saxófón. Yggdrasil hélt sína fyrstu tón- leika hér á landi á Selfossi í gær- kvöldi og í dag kl. 16.00 heldur sveitin tónleika í Norræna húsinu þar sem hún flytur úrdrátt úr verk- inu Breytingar, eftir Kristian Blak. Kl. 15.00 á sunnudag leikur sveitin í Alþýðuhúsinu á Akureyri í boði jassklúbbs Akureyrar og lokakons- ertinn á íslandi að þessu sinni verð- ur í Heita pottinum í Duus á sunnu- dagskvöldið. Þessi tónleikaröð er upphafið á ferð þeirra félaga um Norðurlönd, en sveitin mun einnig leika í Gautaborg, Osló og Árhus. Líklega er John Tchicai þekktast- ur þeirra félaga, en hann er einn frumkvöðla hins nýja jass í Banda- ríkjunum og hefur leikið með Arch- ie Shepp, Don Cherry, John Coltr- ane, Cecil Taylor og fleiri frammá- mönnum í bandarískum jassi. Það er þó Krístian Blak sem er andlit Yggdrasils og það er hann sem semur flesta ópusana sem sveitin leikur. Kristian er ekki síður þekktur fyrir starf sitt með Spaeli- mönnunum færeysku sem leika þjóðlega færeyska tónlist. Blaða- maður náði tali af Krstian Blak stuttu áður en Yggdrasil lagði upp austur fyrir fjall. Alþjóðlegur jass Segðu mér frá Yggdrasil. Yggdrasil er hljómsveit sem fyrst og fremst er tónleikasveit, að því Ieyti að sveitiná engan fastan land- fraeðilegan samastað. Sú ferð sem við erum nú í hefst á Selfossi 13. maí og henni lýkur í Árhus 23. maí. Við förum yfirleitt eina slíka ferð á ári og höldum um tug tón- leika í ferðinni. Við gætum fengið meira að gera, en John Tchicai er eftirsóttur og verður að skipuleggja sinn tíma eitt til tvö ár fram í tímann. Þú ert búsettur í Færeyjum, hvemig er jassllf þar? Það markast af miklu leyti af aðstæðum ekki síður en hér á landi. Þar vantar stað sem hægt er að leika jass á; við höfum til að mynda engan stað á við Heita pottinn og það setur okkur skorður. Áhuginn er til staðar og það er mikið af fólki sem hlustar á jass í Færeyjum í dag. Sá áhugi varð til þegar starf- ræktur var jassklúbbur í Þórshöfn frá 1975 og fram til 1983. Þá lagð- ist sá klúbbur af og það er vitað mál að takist okkur að koma upp álfka stað aftur þá mun ekki skorta áheyrendur. Það eru vitanlega mikil tengsl á milli danskra jassleikara og fær- eyskra, en það liggja þræðir víðar. Það sést kannski í þeirri hljómsveit sem ég stýri. Við eigum einnig sam- skipti við íslenska jasstónlistamenn, sem hafa sótt okkur heim, s.s. Reynir Sigurðsson og fleiri. Það er áhugi fyrir því að auka samskiptin við íslenska jassleikara, enda ekkert ódýrara að fljúga frá Færeyjum, en sem stendur vantar tónleikastað- inn sem er undistaða slíkra heim- sókna eins og ég gat um áðan. Nú er verið að innrétta slíkan stað og vonandi verður hann kominn í gagnið í haust. Það er stundum talað um að jass á Norðurlöndum sé ólíkur á milli landa og er þá gjaman bent á Danmörku og Noreg til saman- Kristian Blak burðar. Hvernig jass leikur Ygg- drasil? Að mínu mati er hann alþjóðleg- ur og þá kannski helst fyrir þá sök hver staða John Tchicai er í sögu nútímajassins og þess hve hann starfar mikið með tónlistarmönnum frá ýmsum löndum. John hefur markað sér nokkra sérstöðu í Dan- mörku, en danskur jass er yfirleitt mjög bandarískur í sér, enda hafa , margar af helstu stjörnum banda- ríska jassins búið í Danmörku, eins og Dexter Gordon, Ben Webster og fleiri. Sá jass sem ég hef í huga við samningu verkanna sem við leikum er aftur undir meiri áhrifum frá Afríku, Vestur-Afríku, en frá Bandaríkjunum. Ég nota síðan gjaman innblástur frá t.d. fugla- söng og úr færeyskum þjóðsögum og þjóðlögum, en úrvinnslan er ekki sprottin þaðan, enda hafa Færey- ingar vitanlega enga jasshefð. Það breytir því ekki að allur skandinav- ískur jass mótast af skandinav- ískum hugsunahætti. Endursagðar þjóðsögur Ég reyni í sumum tilfellum að endursegja andann í færeyskum þjóðsögum og leita jafnvel til þjóð- legrar færeyskar tónlistar. Ég er þó ekki að taka heil stef og útsetja þau, heldur tek ég frekar búta héð- an og þaðan og raða þeim saman. Nafnið Yggdrasill er tilkomið eftir að við fórum að vinna saman og er að vissu leyti táknrænt fyrir tón- listina. Yggdrasill, í norrænni goða- fræði, spannar allt frá frá himni til heljar og tónlistin er mörkuð af eyðileggingu og endursköpun. Hvað um verkið sem þið leikið i Norræna húsinu á laugardag? Þetta verk verður leikið inn á plötu og það heitir Breytingar (bro- ytingar á færeysku) en það er ekki skrífað broytingar, heldur broyting- ar og vísar þá í Broyt-gröfu, en Broyt er nafn á þungavinnuvélag- erð. Breytingamar sem eiga sér stað í nútímanum eru heillandi en ógnvekjandi um leið. Broyt-grafan er táknræn fyrir þessar breytingar og það sem þeim fylgir, en þó er ég ekki að reyna að koma ein- hveijum ákveðnum boðskap á fram- færi; ég er frekar að reyna að draga upp mynd af báðum hliðum breyt- inganna, þegar hið gamla er eyði- lagt og þegar eitthvað nýtt verður til. í verkinu nýtum við vélahljóð sem framkölluð eru af tölvum en til mótvægis við þau nota ég ein- föld stef; þar á meðal stef sem ég fékk út grænlenskum trommuleik. Við leikum úrdrátt úr verkinu því við höfum ekki tækjakostinn sem þarf til að flytja verkið allt. Ég sem gjaman verk sem fela í sér dans eða eitthvað annað samtímis og þessu verki tilheyrir myndasýning af þungavinnuvélum; risaeðlum nútímans. Við munum einnig leika úrdrátt úr ballettónlist sem ég samndi fyrir íslenska dansflokkinn. Þjóðlög ogjass Þú hefur Ieikið með Spaeli- mönnunum og öðrum sveitum sem leika eingöngu þjóðlega tón- list, hvernig passar það saman við jassinn? Það passar vel saman og ég hef það mjög gott. Mér þykir það gott að vera í hvoru tveggja, því það gefur mér meiri innblástur og er skemmtilegt að því leyti að ég kynn- ist mjög ólíkum áheyrendahópum. Jassinn gefur mér kannski meira svigrúm til að segja það sem ég vil; til að tjá mig í tónlistinni en það getur verið erfítt í þjóðlegu tónlistinni. Þjóðleg tónlist er þó vítt hugtak og ég setti eitt sinn saman svítu sem byggðist á þjóðlegum færeyskum sálmasöng, sem var ekki minni framúrstefna en ftjálsi jassinn. Það var þó ekki af mínum völdum, heldur fólst það í sálma- söngnum sjálfum. Það má kannski segja það að þú sért að vissu leyti ekki síður bundinn af jassforminu. Ég byijaði í þjóðlegu tónlistinni og hlustaði ájass mértil skemmtun- ar. í Færeyjum kynntist ég mörgum tónlistarmönnum sem þangað komu til tónleikahalds, enda er það einn helst kosturinn við það að búa í þorpi eins og Þórshöfn að þú kynn- ist þeim tónlistarmönnum sem þangað koma ólíkt því sem væri í stórborg. Það hafði þau áhrif að ég leiddist út í jassinn. Viðtal: Árni Matthíasson 'S Laugardagskvöld kl. 22-03 MibaverðW6^ MIMISBAR Hljómsveitin Prógram leikuráallsoddi. GILDIHF Plötusnúður kvöldsins: HaraldurGíslason, dagskrárgerðarmaðurá Bylgjunni KJARAMALARAÐSTEFNA Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins heldur kjaramálaráðstefnu um launastefnu Sjálfstæðisflokksins. Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 14. maííValhöll, Háaleitisbraut 1, og hefst kl. 13.30. Dagskrá: Kl. 13.30 Kl. 15.30 Kl. 16.00 Setning: Sigurður Óskarsson, formaður verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins. Framsöguerindi: Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Linda Rós Michaelsdóttir, kennari og Haraldur Hannesson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnir og umræður. Kaffi Pallborðsumræður. Auk framsögumanna taka þátt í umræðum: Sigurður Óskarsson, formaður verkalýðsráðs, Anna K. Jóns- dóttir, varaborgarfulltrúi og Guðmundur Hallvarðsson, form- aður Sjómannafélags Reykjavíkur. Ráðstefnuslit - veitingar Ráðstefnustjóri: Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður. Ritari: Kristján Guðmundsson, formaður málfundafélagsins Óðins. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Haraldur Anna Guðmundur Guðmundur H Kris'ján Stjórn|-n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.