Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 64
SYKURLAUST WRIGLEY’S I EIGIVA ■ MIÐLIMN 27711 _ P I N C H 0 l T S S T H Æ T 13 Swntr Kristinssjfi, Sííustpri - Porieriur GuSmurKlsson, sötum. MréllurHalIdtlrason,lö9lr.-Umtsteinn8eckhrl.,simi 12320 LAUGARDAGUR 14. MAI 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Gjaldeyrísflóö úr bönkuniim Bregst ekki skyldum mínum hér heima segir forsætisráðherra Verja þarf þá lakast settu og hindra víxlhækkanir og þenslu ÞORSTEENN Pálsson forsætisráðherra ákvað í gær að fresta opinberri heimsókn sinni til Bandaríkjanna vegna stöðu efnahagsmála, nýrrar gengisskráningar og ákvarð- ana um hliðarráðstafanir, en fyrri hluta vikunnar flæddi fjórðungur gjaldeyrisforða þjóðarinnar úr bönkum. Stjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins hvatti forsætisráðherra til þess að fresta Bandaríkjaför sinni. Ríkisstjórnin bíður nú eftir tiUögum Seðlabanka íslands um nýja gengisskrán- ingu. Um helgina verða fundir sérfræðinga og stjórn- málamanna um gengismál og nauðsynlegar hliðarráðstaf- anir. „Atburðarásin varð önnur en reikna mátti með,“ sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið þegar hann var fyrst spurður um ástæðu þess að hann frestaði för í opinberu boði forseta Bandaríkjanna. „Nú þegar þarf að taka mikilvægar ákvarðan- ir í stjóm landsins og ég tel það skyldu mína að leiða þau mál til lykta,“ sagði Þorsteinn, „þetta var erfíð ákvörðun, því að fyrsta opin- bera heimsókn forsætisráðherra íslands til Bandaríkjanna hefði haft mikið gildi fyrir samskipti þjóðanna. Mér þykir það því mjög miður að mál skuli hafa skipast á þennan veg, en mín er þörf hér heima og þeim skyldum mínum bregst ég ekki. Gjaldeyrisútstreymið var gífur- legt síðastliðinn miðvikudag. Seðlabankinn seldi og tók pantanir á upphæð sem nam 2,5 milljörðum króna fyrstu þrjá daga vikunnar og þar af flæddu tæpir tveir millj- arðar út úr bönkunum síðastliðinn miðvikudag. Þetta jafngildir um það bil fjórðungi af gjaldeyrisforða landsins. Hér varð því að bregðast skjótt við. Það var gert og nú er það verkefni ríkisstjómarinnar yfír helgina að taka ákvarðanir um nýja gengisskráningu og þær að- gerðir sem óhjákvæmilegar eru, því einhliða gengislækkun leysir engan vanda. Þetta er það verk- efni sem við okkur blasir. Það er Seðlabanka íslands að koma með tillögur um breytingar á gengi, þær em ekki enn komnar og fyrr en þær koma taka flokkamir ekki afstöðu. Aðalatriði er þetta: Það þarf að veija þá sem lakast era settir, koma í veg fyrir víxlhækk- anir, gera ráðstafanir í peninga- málum og á fjármagnsmarkaði sem hamla gegn þensluáhrifum. Um einstök atriði ræði ég ekki meðan málin era enn til meðferð- ar, það verða maraþonfundir yfír alla helgina með sérfræðingum, þingflokkum, ráðherram og síðast ríkisstjóminni." Lögreglumenn: Tíundi hver stend- ur í málarekstri - segir formaður Lögreglufélags Reylgavíkur JON Pétursson formaður Lög- reglufélags Reykjavíkur segir að nú séu til meðferðar, á hin- um ýmsu stigum réttarkerfis- ins, mál sjö lögreglumanna sem sakaðir eru um ólöglegar hand- tökur og harðræði. Ennfremur segir hann að tiundi hver lög- reglumaður eigi nú f mála- rekstri, flestir vegna áverka sem þeir hafa orðið fyrir f átök- um eða slysum í tengslum við starf sitt. Jón segir að ótti við fjölmið- laumflöllun, kærur og stöðumissi valdi því að lögreglumenn séu orðnir hræddir við að taka á mál- um og áberandi sé að áhorfendur trufli og skipti sér af störfum lög- reglunnar. „Það er fráleitt að lög- reglan beiti nú meira harðræði en áður,“ segir Jón, sem fullyrðir að fyöldi Reykvíkinga þori ekki út úr húsi að kvöldlagi og telur brýnt, að fram fari umræða um hlutverk lögreglunnar í samfélag- inu. Sjá viðtai á bls.20 Jón Baldvin Hannibalsson form- aður Alþýðuflokksins sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að gengið væri „afgangs- stærð. Það á að gera það, sem gera þarf, til þess að gengislækk- unarþörfín verði sem allra minnst." Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins sagði m.a. þegar hann var spúrður um, hvort gengisfelling væri tíma- bær nú. “Eg held að almenningur hafí ákveðið það, mér sýnist það. Hann er ekki eins vitlaus og sumir halda." Báðir flokksformennimir lýstu sig samþykka ákvörðun Þorsteins Pálssonar um að fresta Banda- ríkjaferðinni. Sjá forystugrein og frásagnir i miðopnu. Morgunblaðið/Bjami Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra var önnum kafinn á skrifstofu sinni í forsætisráðuneytinu í gær, með uppbrettar ennar og bunka af gögnum til að vinna úr í erfiðri stöðu. Samningamál: Ríki og borg funduðu með fimmtán starfsmannafélögum FIMMTÁN félög rikisstarfs- manna og starfsmannafélag Reykjavíkurborgar áttu i gær viðræður við samninganefndir ríkis og borgar. Að sögn Indriða H. Þorlákssonar, formanns samninganefndar ríkisins, og Kristjáns Thorlacius, formanns BSRB, voru viðræðurnar gagn- legar en engar ákveðnar kröfur hafa verið settar fram. í samningum margra félaganna, sem um ræðir, era ákvæði um að komi til_ almennra launahækkana, eigi félögin rétt á því að samning- amir séu endurskoðaðir. Einnig era ákvæði í samningum sumra féíaga Mótorhjólum ekið á 219 km hraða Grindavík. Lögreglan f Keflavík mældi í radar mótorhjól af frá Reykjavík á 219 km hraða á Grindavíkur- veginum sl. fimmtudag. Þarna voru á ferð piltar á átta mótor- hjólum og voru þeir stöðvaðir við Grindavík þar sem Grindavíkur- lögreglan sat fyrir þeim. Að sögn Sigurðar Ágústssonar, aðalvarðstjóra í Grindavík, er lög- reglustöðin í Grindavík of lítil til að unnt væri að taka málið fyrir þar svo senda varð hópinn til Keflavíkur þar sem rannsóknin fór fram. Karl Hermannsson yfírlög- regluþjónn í Keflavík sagði að öku- þóramir hefðu ekki verið sviptir ökuréttindum á staðnum þó svo að allur hópurinn hefði fylgt sama hraða og fremsta hjólið þegar mælingin var gerð. „Málið er enn f rannsókn og verður að binda lausa enda áður en ákvörðun verður tekin um ökuleyfíssviptingu," sagði Karl. - Kr.Ben. um að lækki kaupmáttur um meira en 6% frá gerð samninganna, skuli endurskoða þá. Að sögn Kristjáns Thorlacius vilja ríkis- og borgarstarfsmenn fá leiðréttingu til jafns við aðra hópa, sem samið hefur verið við, en engar formlegar kröfur hafa verið settar fram. Félögin héldu með sér sam- eiginlegan fund í gærkvöldi þar sem ræddir vora möguleikar á því að. hafa samflot í viðræðunum. Ounninn þorskur og karfi: Utflutningsbanni var af létt í gær ÁKVEÐIÐ var í gær að leyfa útflutning á öllum óunnum fiski í skipum og gámum I næstu viku en bannað var að flytja út karfa og þorsk í gámum í þessari viku vegna hættu á verðhruni á er- lendum mörkuðum. „Það var ákveðið að leyfa þenn- an útflutning í næstu viku vegna þess að afli hefur ekki verið mik- ill hér undanfarið og það er líklegt að menn hafi lært eitthvað af verð- hraninu á Þýskalandsmarkaði í þessari viku,“ sagði Kristján Skarphéðinssonar, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, í samtali við Morgunblaðið í gær. Kristján á sæti í samráðsnefnd sem er ut- anríkisráðherra til ráðgjafar um veitingu leyfa til útflutnings á óunnum físki. Nefndin kemur sam- an í næstu viku til að fjalla um útflutning á óunnum físki vikuna 22. til 28. maí nk., að sögn Kristj- áns. Lifrarsamlag Vestmannaeyja: Þórunn með 15 tonn ÁHÖFNIN á Þórunni Sveins- dóttur VE átti stærsta lifrarinn- leggið í Lifrarsamlagi Vest- mannaeyja i apríl sl., eða 15 tonn, en samlagið greiðir 15 krónur fyrir kílógrammið af lifur og áhöfnin fær helminginn af verð- inu, að sögn Siguijóns Óskars- sonar skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur. „Við höfum einnig hirt 8 til 10 tonn af hrognum í vetur," sagði Siguijón í samtali við Morgunblað- ið, „Það eru greiddar 80 krónur fyrir kílógrammið af óflokkuðum hrognum og áhöfnin fær greitt fyr- ir þau samkvæmt venjulegu skipta- hlutfalli. Það er mikil eftirspum eftir hrognum og þau era hirt á bátunum en ég veit hins vegar ekki til þess að hrognin séu hirt á togur- unum. í mörgum bátum er ekki nægilega góð aðstaða til að hirða lifrina úr fiskinum en um borð í Þóranni er hins vegar góð aðstaða til að gera að fiskinum og í lestinni er lifrartankur sem góð kæling er á. Úr lifrinni er unnið meðalalýsi en það er ekki hægt að sjóða hana niður því henni er dælt upp úr tank- inum,“ sagði Siguijón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.