Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 51
51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988
Frímann byggt sér sannkallaðan
sælureit, þar sem há og vöxtuleg
trén veita skjól fyrir eiginlegum og
óeiginlegum vindum sem um okkur
hljóta alltaf að blása.
Þau Unnur og Frímann urðu fyrir
þungbærri sorg fyrir nokkrum árum,
eins og raunar fjölskyldan öll, þegar
Sigurður sonur þeirra lést af slys-
förum, hrifínn brott I blóma lífsins.
Þetta áfall varð Unni mjög þung-
bært, en þó stóð hún það af sér eins
og hetja, og var stoð og styta fjöl-
skyldunnar á hinni miklu sorgar-
stund. Þá eins og raunar oftar á
lífsleiðinni, leitaði Unnur styrks í
trúnni, því hún var mjög trúuð og
engin efi var hjá henni um líf að
þessu loknu. Hún var þess til dæmis
fullviss, að hún myndi hitta Sigurð
son sinn fyrir, nú þegar þessari jarð-
vist lyki. Trúin varð henni einnig
styrkur í eigin erfíðleikum, en Unnur
veiktist af krabbameini fyrir fímm
árum. Allar götur síðan hefur sjúk-
dómurinn varpað skugga á fjölskyld-
una, því þótt á stundum virtist sem
hann hefði orðið undan að láta, þá
kom að því að öllum var ljóst að
hann myndi hafa sitt fram að lokum.
Endalokin voru Unni ljós fyrir all
nokkru og þeim tók hún af æðru-
leysi eins og öðru, sem hún þurfti
að fást við um ævina. Ósk hennar
var sú, að fá að vera heima síðustu
dagana og hún vildi fá að deyja
heima. Henni varð að þeirri ósk sinni
og með aðstoð eiginmanns, bama
hennar og lækna frá Reykjalundi var
reynt að gera henni síðustu dagana
eins léttbæra og unnt var. Fyrir það
var Unnur innilega þakklát.
Söknuður ríkir nú í fjölskyldunni,
þar sem eiginmaður, böm og bama-
böm sakna Unnar, sem svo lengi
hefur verið stór hluti af tilverunni.
Flest bömin komu heim til hennar
daglega, og alltaf hlökkuðu bama-
bömin jafn mikið til að koma til
Unnar ömmu á BlómsturvöIIum og
Frímanns afa. Þar var enda tekið
vel á móti öllum, enda heimilið anná-
lað fyrir gestrisni og Unnur lagði
metnað sinn í að vera myndarleg
húsmóðir. Því fór þó íjarri að hún
hefði það sem sitt eina starf. Eins
og fyrr segir vann hún lengi á Ála-
fossi og nú síðustu árin ráku þau
Frímann sjálfstætt fyrirtæki í Mos-
fellsbæ; Pijónastofu Frímanns Stéf-
anssonar. Þar unnu þau hjónin —
samhent eins og alltaf við fram-
leiðslu á íslenskum ullarsokkum, sem
getið hafa sér gott orð bæði meðal
innlendra og erlendra kaupenda.
í dag leita margar minninga rá
hugann; minningar frá liðnum árum,
þar sem þáttur Unnar verður alltaf
stór. Gott er að eiga minningu um
samskipti við jafn góða konu og
Unni, hún hlýtur að eiga góða heim-
komu, núna þegar hún hverfur okkur
sjónum. Með okkur lifír minningum
góða manneskju.
Jónas Bjömsson
f dag, 14. maí, verður gerð frá
Lágafellskirkju útför Unnar Sveins-
dóttur, Blómsturvölium, en hún lést
á heimili sínu 5. maí sl. Góð kona
er gengin, sem við minnumst með
virðingu.
Unna fæddist á Álafossi 3. mai
1921, dóttir merkishjónanna _Hall-
dóru Brandsdóttur og Sveins Áma-
sonar, sem hér áttu sitt heimili og
störfuðu um áratuga skeið eða svo
lengi sem þeim entist lff og heilsa.
Var trúmennsku þeirra og dugnaði
viðbrugðið og heimili þeirra annálað
fyrir gestrisni. Bróður átti Unna,
Gunnar, sem lifir systur sína.
Fyrstu kynni mín af Unnu voru,
er hún þá unglingur, aðstoðaði móð-
ur mfna á oft mannmörgu sveita-
heimili. Ljúf var hún þá og létt í
lund eins og einkenndi hana alla tíð.
„Alltaf finnst mér Unna ein af okk-
ur,“ sagði móðir mín oft. Og það var
mikið rétt. Öllum heima var hún kær
og vinátta hennar okkur mikils virði.
Sem ung stúlka gekk hún á Hús-
stjómarskólann á ísafírði og átti
þaðan góðar minningar, því henni
var margt til lista lagt, sem nýttist
henni vel á starfsamri ævi.
Æskuheimili sfnu á Álafossi unni
hún mjög. Á þessum fagra stað ríkti
gott mannlff og athafnasemi, bæði f
leik og starfí, sannkölluð stórfjöl-
skylda. Til þeirra glöðu ára sótti hún
safn minninga, sem hún miðlaði ós-
part og áttu eftir að verða mikill
gleðigjafi í lífi hennar.
Hér kynntist hún manni sínum
Frímanni Stefánssyni, ættuðum frá
Akureyri, sem komið hafði til starfa
við Álafossverksmiðjuna. Þau gengu
í hjónaband 30. ágúst 1947 og var
það gæfa þeirra beggja. Böm þeirra
voru fjögur. Sveinn tæknifræðingur,
kvæntur Sædfsi Vigfúsdóttur, Ásdís,
húsmóðir, hennar maður er Jónas
Bjömsson rafverktaki, Sigurður, raf-
virkjameistari, var kvæntur Ragn-
heiði Halldórsdóttur, og Halldór, lög-
fræðingur, kvæntur Lilju Dóru Vic-
torsdóttur. Bamabömin eru 8.
Þau Frímann og Unna urðu fyrir
þeirri sám sorg að missa Sigurð son
sinn af slysförum f blóma lífsins,
glæsilegan ungan mann og efnileg-
an. Var það þessari samhentu flöl-
skyldu allri mikið áfall.
Margar m}mdir koma í húgann,
og allar góðar, þegar ég lít til baka
og minnist þeirra ára sem við áttum
saman á Álafossi. Heimilismanneskja
var Unna mikil.'Hennar mesta gleði
var að sjá bömin verða að nýtum
borgurum og hún hvatti þau óspart
til dáða. Síðar er bamabömin komu
inn f Iff hennar og hún fagnaði, sá
ég mynd þeirrar Unnu sem ég þekkti
sem bam.
Þegar fjölgaði í hópnum þeirra
færðu þau sig um set og byggðu
gott hús sem þau nefndu Blómstur-
velli og er hér í nágrenninu. Þar eign-
uðust þau sinn unaðsreit, fallegt
heimili, þar sem gott var að koma.
Fyrir nokkram áram settu þau á
stofn pijónastofu við heimili sitt og
unnu að í sameiningu. Var þar öllu
vel ráðið og famaðist þeim vel.
Sfðustu árin átti Unna við heilsu-
leysi að stríða. Komu þá glöggt í ljós
mannkostir hennar og hve vel gerð
hún var. Hún sótti sálarstyrk í trú
sína sem gaf henni mikið og giaddist
yfír hveijum góðum degi.
Ég og fjölskylda mín þökkum
Unnu samfylgdina og biðjum henni
blessunar.
Frímanni og fjölskyldunni allri
votta ég einlæga samúð mína.
Ingunn Finnbogadóttir
Þitt bros og bliðlyndi lifír
og bjarma á sporin slær,
það vermir kvöldgöngu veginn,
þú varst okkur stjama skær.
Þitt hús var sem helgur staður,
hvar hamingjan vonir ól.
Þín ástúð til okkar streymdi
sem ylur frá bjartri sól.
Þín milda og fagra minning
sem morgunbjart sólskin er.
Þá kallið til okkar kemur,
við komum á eftir þér.
(Síðustu sporin, F.A
Svenni, Ásdís og Halli.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
í dag er til moldar borin ástkær
amma mín. Langri og erfíðri baráttu
við veikindi er nú Iokið.
Ég var þeirrar hamingju aðnjót-
andi að fá að alast upp fyrstu sjö
ár ævi minnar hjá ömmu og afa að
Blómsturvöllum. Þessi ár hjá þeim
hafa verið einhver af mínum bestu
áram. Amma var allt af til staðar
ef vandamál komu upp eða ef ég
þurfti hjálpar við. Hún gaf sér tfma
til að hlusta og ræða málin. Hún var
mér eins og önnur móðir.
Þegar ég kom f heimsókn til ömmu
og afa var alltaf eins og það færðist
ró yfir mig. Allir vora hægir, engin
læti, bara friðsamlegar og þægilegar
samræður. Hin sfðari ár lagði ég það
f vana minn að læra hjá þeim undir
próf. Friðurinn var svo mikill og
enginn ónáðaði við lesturinn.
Amma hvatti mig ávallt við nám-
ið, því hennar ósk var að ég lærði.
Ég vissi að hún hlakkaði til að hvíti
kollurinn kæmi upp í vor, en vegir
guðs era órannsakanlegir, hún var
tekin á brott aðeins fimmtán dögum
áður.
Ég man eftir því áfalli eins og það
hafi gerst í gær, þegar ég heyrði
fyrst að amma væri með krabba-
mein, sem ekki væri hægt að lækna.
Við því var búist að hún myndi
kveðja mikið fyrr. Ég þakkaði fyrir
hvem dag og hveija viku sem hún
fékk að vera meðal okkar. Með vilja-
styrk, lífsgleði og þrautseigju barðist
amma mín hetjulega við veikindi sín.
Það var ekki fyrr en núna síðustu
dagana að mátturinn þvarr. En nú
er hún komin þangað þar sem henni
líður vel og öll veikindi era að baki.
Siggi frændi mun taka vel á móti
ömmu.
Ég vil þakka fyrir allt sem hún
hefur gert fyrir mig og að hafa feng-
ið að njóta samvista við hana þessi ár.
Megi góður guð styrkja elsku afa
í þessari erfiðu baráttu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dyrðarhnoss þú hljóta skalt
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefr,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(V. Briem). -
Unnur Þórmóðsdóttir
Minning:
Margrét Guðmunds-
dóttiríDalbæ
í dag er jarðsungin frá Hrepphóla-
kirlq’u Maigrét Guðmundsdóttir,
Dalbæ. Maður hennar, Páll Guð-
mundsson, lést fyrir mörgum áram.
Þau heiðurshjón bjuggu f Dalbæ
í áratugi af stórhug og myndarskap.
Margrét varð fyrir þeirri þungu
reynslu, fyrir meir en áratug, að fá
heilablæðingu, og gekk ekki heil til
skógar eftir það. Seinustu árin á
sjúkrahúsi.
Fyrir fimmtíu og þremur árum
fluttu maðurinn minn, Gunnlaugur
Magnússon, og ég með fimm unga
syni í Miðfellshverfið. Þá vora fjögur
býli í hverfínu. Nú era þar fímmtán
heimili.
Margt hefur breyst, en minningar
lifa.
Hver man ekki langa, langa eld-
húsborðið hennar nöfnu í Dalbæ.
Glens og gaman, góðar veitingar,
húsfreyjuna létta á fæti og snyrti-
mennskuna.
Hún átti svo mikinn þokka og
kvenleik með dugnaðinum. Við mun-
um eftir tijáræktinni og þá blóma-
garðinum hennar. Litlu stofunni með
hannyrðir á veggjum eða rósimar í
glugga. Já, hún var fagurkeri hún
Magga í Dalbæ.
Með þessum Ifnum vil ég færa
henni og hennar fólki hjartans þakk-
ir fyrir allar góðu samverastundim-
ar, hjálp og góða greiða frá hennar
heimili.
Megi góður guð blessa alla þá sem
búa í hlíðum Miðfellsfjalls.
Mðu á tvennt í heimi
tign sem hæsta ber.
Guð í alheims geimi
guð f sjálfum þér.
Margrét Ólöf Sigurðardóttir,
Miðfelli.
Margrét í Dalbæ lést þann 4. maí
sl. á vistheimilinu Ljósheimum á
Selfossi. Þar hafði hún dvalið síðustu
árin farin að heilsu og má því segja
að kallið hafi verið kærkomið.
Margrét fæddist f Hólakoti f
Hranamannahreppi þ. 6. janúar
1898. Hún var dóttir hjónanna Guð-
mundar ísakssonar og Guðrúnar
Brynjólfsdóttur, sem þar bjuggu. í
Hólakoti ólst Margrét upp ásamt
þremur systkinum sfnum, þeim Val-
gerði, ömmu minni, lengst af bú-
settri í Reykjavík, Pálínu húsmóður
í Eystra-Geldingaholti, Gnúp. og
Guðmundi, bónda í Núpstúni, Hran.
Þau systkin era nú öll látin. Þann
12. júní 1927 giftist Margrét Páli
Guðmundssyni, bóndasyni í Dalbæ,
og hófu þau búskap þar. Þau Margr-
ét og Páll eignuðust fjögur börn:
Svövu gifta Þorgeiri Sveinssyni, þau
búa á Hrafnkelsstöðum, Biynjólf
Geir, kvæntan Kristjönu Sigmunds-
dóttur, þau búa í Dalbæ 2, Guðmund
ísak, kvæntan Guðrúnu Emilsdóttur,
þau búa i Sunnuhlfð, og Jóhann
Halldór, sem var kvæntur Hróðnýju
Sigurðardóttur, þau bjuggu f Dalbæ.
Þau fórast í bflslysi þann 28.11. sl.
og vora öllum harmdauði. Hjá Mar-
gréti og Páli ólust líka upp þeir Birg-
ir Hafsteinn Oddsteinsson, frá því
hann var á öðra ári, kvæntur Guð-
rúnu Jónsdóttur, þau búa í Hvera-
gerði, og Grétar Páll Ólafsson, frá
þvf hann var á sjötta ári, kvæntur
Gyðu Kristófersdóttur, þau búa á
Seifossi. Einnig bjó f Dalbæ Magnús
bróðir Páls. Hann var blindur frá
fæðingu en var eigi að síður lagtæk-
ur við hin ýmsu verk. Hann mokaði
m.a. alltaf fjósflórinn og var gaman
að fylgjast með honum við það verk.
Það var eins og hann fyndi á sér
hvar þurfti að skafa undan kúnum
og hvar stærstu dellumar vora.
Þegar ég fór að vera f sveit f
Dalbæ var Svava flutt að heiman og
Kristjana og Biynjólfur búin að
byggja sér nýtt hús. Hinir strákamir
vora allir heima og var oft mikið lff
og fjör á heimilinu. Það var ekki sfst
Páli að þakka því stutt var í strák
hans.
Það var gott að vera hjá þeim
Margréti og Páli og var heimilislffið
heilsteypt og ánægjulegt.
Á sumrin var alltaf fullt af bömum
hjá þeim í sveit og höfðú þau hjón
lag á að láta alla hafa eitthvað að
starfa. Páll var einstaklega laginn
við að hafa marga iitla stráka með
sér í verki og sagði hann þeim þá
margar furðusögur. Það var mikið
unnið í Dalbæ og þar var einhvem-
veginn alltaf svo gaman að vinna.
Meira að segja hætti mér þar að
finnast leiðinlegt að þvo upp þótt
oftast hafi verið á milli 12—14 manns
í heimili yfir sumarmánuðina. Senni-
lega hefur það verið af því hve heimil-
ismenn gengu alltaf glaðir til verks.
Þau hjón voru samhent við að
rækta og byggja jörðina og var Páll
mjög góður bóndi. Hann var fljótur
að tileinka sér nýjungar í sambandi
við búskapinn og studdi Margrét
hann í því. Páll vildi hafa hana með
í ráðum og oft kom hann inn t;l að
ráðfæra sig við hana t.d. þegai >y-
skapur stóð sem hæst, hvort æ að
breiða eða slá. Gátu þau þá stundum
snúið sér að okkur krökkunum, sem
hlustuðu á og spurt hvað okkur fynd-
ist, þannig höfðu þau einstakt lag á
að láta okkur taka þátt f búskapnum
og finnast við hafa nokkra ábyrgð.
Margrét var aftur á móti nokkuð
fastheldin á ýmsa gamla siði og
vinnubrögð, sem mér finnst ómetan-
legt að hafa kynnst. Hún hafði þá
sannfæringu að ullin yrði aldrei eins
hrein og þegar hún væri þvegin upp
úr keytu og var þá stundum unnið
úr henni heima. Magnús kembdi en
Magga spann, hún kenndi mér að
tvinna og fannst mér það skemmti-
legt. Hún reykti sitt kjöt sjálf og var
þá lagt upp úr því að gera það við
skán og þurfti að þurrka hana á
sérstakan hátt. Margrét hafði mikið
yndi af blómum, tijám og allri garð-
rækt. Mikið fannst okkur góðar kart-
öflumar og rófumar hennar, og
fannst mér eins og það spiytti alltaf
mun betur hjá henni en öðram. Hún
var mikil handavinnukona og sat
sjaldan auðum höndum. Hún hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og var ófeimin að láta þær
í ljós.
Við systkinin á Brávallagötunni
urðum öll þeirrar gæfu aðnjótandi
að fá að vera í sveit í Dalbæ en það
fannst okkur teljast til forréttinda,
enda var mikiil munur á því og að
vera í Reykjavík jrfir sumarmánuð-
ina.
Á hveijum vetri kom Magga í
bæinn og dvaldi f nokkra daga hjá
ömmu minni, sem bjó í sama húsi
og foreldrar mínir. Okkur fannst allt-
af tilhlökkunarefni að hún kæmi.
Hún hafði þá gjaman með sér kassa
Hótel Saga Sfmi 1 2013
Blóm og
skreytingar
viÖ öll tœkifœri
fullan af bestu eggjum í heimi og
rauðustu rauðum sem til voru. f þess-
um bæjarferðum heimsótti hún vini
og kunningja og man ég að mér
fannst hálfgert flakk á henni, því ég
vildi helst hafa hana heima hjá okk-
ur.
Öll unglingsárin var Dalbær sem
mitt annað heimili, þótt ég hafi ekki
dvalið þar nema þijú sumur. í öllum
fríum var farið austur og var tekið
þannig á móti mér að það var eins
og það væri einkar heppilegt að ég
skyldi koma einmitt núna og aldrei
fann maður að dvölin væri of löng:
Sama hlýja viðmótið var hjá öllu
heimilisfólkinu á báðum bæjum.
Þeir Páll og Magnús era báðir
látnir, Páll dó 17. maí 1966 en Magn-
ús 12. maí 1974.
Margrét hélt heimili fyrir sig og
var vel em og lífsglöð þegar hún
varð fyrir áfalli árið 1976. Hún komst
aldrei til heilsu eftir það. Hún gat
þó dvalið heima að mestu leyti f
skjóli Jóhanns og Hróðnýjar þar til
hún fór að Ljósheimum þar sem hún
dvaldi sfðustu fjögur árin þrotin að
kröftum andlegum og lfkamlegum.
Ég kveð hér kæra frænku mína
og vin með þakklæti fyrir það sem
hún var mér.
Bömum, uppeldisbömum, tengda-
bömum og afkomendum bið ég Guðs
blessunar.
Valgerður Ifyaltested
Blóma- og
W skreytingaþjónusta w
|| hvert sem tiiefnió er. f|
I GLÆSIBLÓMIÐ I
I GLÆSIBÆ,
II Álfheimum 74. sími 84200 )f