Morgunblaðið - 29.05.1988, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.05.1988, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988 23 Vísnasamkeppni Tóbaksvamanefndar: Ekki reykja ástín mín 600 vísur bárust í keppninni UM 600 visur bárust í Visnasam- keppni Tóbaksvarnarnefndar, en efnið hyggst nefndin nota i bar- áttunni gegn tóbakinu. Dóm- nefnd hefur valið 5 visur til verð- launa, en mun fleiri visur eða visupartar verða notaðir i starfi Tóbaks varnanefndar. Fyrstu verðlaun, 50 þúsund kr. hlaut vísa eftir Hallgrím Helgason listmálara frá Reykjavík en hann er búsettur í New Yourk. Hún ber yfirskriftina „Ekki reykja ástin mín“ og er undir laginu Sofðu unga ástin mín: Ekki reykja ástin mín. Þú ofan í þig lætur neistum skotið nikótín sem nagar innan lungu þín. Við skulum hafa á lífinu góðar gætur. Önnur verðlaun, 30 þúsund kr., hlaut Sigurjón Ari Siguijónsson, Stuðlaseli 8 í Reykjavík: Það er gagnmerk og gömul sögn og gildir enn með réttu að lífið styttist agnar ögn við eina sígarettu. Þriðju verðlaun, 20 þúsund kr., skiptast á milli tveggja höfunda, Jóns Þorvaldssonar, Kambaseli 54, Reykjavík og Guðmundar Amfínns- sonar, Hlégerði 29, Kópavogi. Vísa Jóns er svohljóðandi: Dragðu burt skýið frá skynsemi þinni, skoðaðu lífíð án reyks. Þú færð glaðværð sem áttirðu inni, orku til starfa og leiks. Vísa Guðmundar er svohljóðandi: Fýsi þig að forðast hel finndu besta leikinn. Lifðu bæði lengi og vel laus við tóbaksreykinn. Þá var ákveðið að einn höfund- ur, Auðunn Bragi Sveinsson, Hjarð- arhaga 28, fengi aukaverðlaun, 5 þúsund kr., fyrir eftirfarandi: Ef þú tóbak alveg látið ósnert getur, lifiiðu bæði lengur og betur. Dómnefnd skipuðu Helgi Sæ- mundsson, Kristín Þorkelsdóttir og Ámi Johnsen. Vinningshafar geta vitjað verðlauna til Tóbaksvama- nefndar. (Fréttatilkynning) Könnun á skaðlegnm afleiðingum drykkju; Drykkja léttra vína fjölgar ekki slysum BREYTINGAR á tiðni umferðar- slysa og heildameyslu áfengis haldast i hendur hér á landi sam- kvæmt opinberum tölum þar að lútandi. Þetta á þó einkum við neyslu sterks áfengis, meiri léttvinsdrykkja hefur ekki áhrif á slysatiðni í umferðinni. Heildar- neysla íslendinga á áfengi er með þvi lægsta sem gerist á Norðurl- ðndum en kannanir benda til þess að þeim hætti frekar en grönnum þeirra til að verða ölvaðir i hvert sinn sem áfengi er haft um hönd. Þetta kemur fram i grein Gylfa Ásmundssonar i nýjasta tölublaði Læknaritsins. Gylfi hefur kannað gögn um neyslu áfengis, ölvunarakstur, um- ferðarslys og bílaeign á tfmabilinu 1966-1980. Þegar tölumar eru bom- ar saman kemur f ljós að breytingar á heildameyslu áfengis haldast f hendur við tfðni umferðarslysa. Umferðarslysum hefúr fækkað frá árinu 1974 ef miðað er við fjölda bíla. Þau standa að mestu i stað ef miðað er við fólksfjölda og hið sama má segja um heildameyslu áfengis. Á sama tíma hefur léttvinsdrykkja margfaldast á kostnað sterkra drykkja, úr 240 ml hreins alkóhóls á fbúa árið 1966 f 910 ml árið 1980. Eftir árið 1975 hafa kærur vej ölvunaraksturs staðið f stað við fólksfjölda. Hér er um að ræða hluta af um- fangsmikilli samnorrænni könnun skaðlegum afleiðingum áfengis. íslandi liggja ekki fyrir nothæf gögn um umferðarelys og ölvunarakstur fyrr en eftir 1966 að sögn Gylfa. Vogar: Gjöf frá elsta íbúanum Vogum. ELSTI fbúi Vatnsleysustrandar- hrepps, Erlendsfna Helgadóttir, fædd 8. ágúst 1889 (eða á nitug- asta og niunda ári), hefur fært björgunarsveitinni Skyggni i Vog- nm fjárgjöf að upphæð þijátfu þúsund krónur. Forráðamenn Skyggnis sögðu í samtali við Morgunblaðið að Er- lendsína hafi sýnt björgunareveitinni einstakan velvilja og gefið henni gjafir sem hafí komið sér vel. Þeir báðu Morgunblaðið að færa Er- lendsínu bestu þakkir fyrir framlag hennar til sveitarinnar. - EG Afengisneysla og bílslys 1966 1980 Hetmitd: LæknablaM Morgunblaðið/BS Morgunblaðið/Sigurgeir Marc Claus leggur blómsveig við leiði Hannesar Kristins Óskarssonar. Að baki hans standa foreldr- ar Hannesar ásamt fulltrúum björgunarsveitanna f Vestmannaeyjum. V estmannaeyjar: Björgunarafreks minnst STADDUR er hér á landi á vegum Slysavarnafélags ís- lands Marc Claus, forseti björg- unarmiðstöðvarinnar í Ostende í Belgíu. í tilefni af komu sinni lagði Claus leið sína til Vestmannaeyja, þar sem hanir lagði blómsveig á leiði Hannesar Kristins Óskareson- ar, er fórst við björgun skipvetja af Pelagusi frá Ostende. Pelagus strandaði austur af Nýjafirði í Vestmannaeyjum árið 1982. Hannes var annar tveggja björgun- armanna sem fórust er 6 skip- vetjum af Pelagusi var bjargað. Hinn var Kristján Vikingsson læknir, en jafnframt fórust 2 skip- veijar. í þakkarekyni afhenti Claus bjöigunarsveitunum i Vestmanna- eyjum, Hjálpareveit skáta og Björgunarfélagi Vestmannaeyja, minningarskjöld til minningar um björgunarafrekið. Marc Claus afhendir björgunarsveitunum i Vestmannaeyjum minningarslgöld frá björgunarmiðstöðinni f Ostende, til minning- ar um björgun skipveijanna á Pelagusi. Helmingur alnæmissmita í New York með sprautunálum UM þessar mundir er stödd hér á landi Nina Peyser frá New York, sem sérhæft hefur sig í meðferð ávana- og fikniefnaneytenda. Hún hefur auk þess með höndum ýmis verkefni til forvama gegn alnæmissm- iti á milli eyturlyfjaneytenda. Hún dvelur hér i nokkra daga til fyrirlestrahalds á leið sinni til Bretlands og Hollands, þar sem hún mun kynna sér helstu nýjungar i þeim löndum á þessu sviði. Á meðan á dvöl hennar stendur sprautum og auðveldar þá um leið sýktu blóði að berast á milli þeirra. Erindi mitt til Evrópu er einmitt að kynna mér hvemig þar hefur ver- ið brugðist við þessum vanda. Þar er meðal annars viða farið að auð- velda fíkniefnaneytendum að komast yfir sprautur fyrir Iftíð eða ekkert verð. Til dæmis hafa Bretar tekið á Peysei starfsfólki Borgarepftalans og Landsspftalans, auk þess sem hún mun eiga fund með SÁÁ-mönnum. Blaðamaður hitti Ninu Peyser að máli og innti hana eftir þvi hvemig starf hennar við meðferð fíkniefna- neytenda tengdist forvömum gegn alnæmi. „Margir halda að alnæmi sé nær eingöngu bundið við kyti- hverft fólk og berist hraðast á miíli þeirra, en svo er þó ekki,“ segir Nina Peyser. „Ein helsta smitleið alnæmis er sú að eyturlyíjaneytendur deilí saman sprautum og sýkt blóð berist þannig á milli þeirra með óhreinum sprautunálum. Til að mynda verðúr að minnsta kosti helmingur allra al- næmissmita I New York með þessum bætti. Ástæða þess að þessi smitleið er svo algeng þar, er ekki sist því að kenna, að ólöglegt er að selja eit- urlyQaneytendum sprautunálar í New York. Því getur það reynst þeim erfitt að komast yfir nýjar nálar. f stað þess að sala nálanna sé undir eftirliti opinberra aðila fer salan fram á götum úti af misheiðarlegum aðil- um, sem að sjálfsögðu selja þær f hagnaðarekyni og sprengja þvi verð þeirra upp. Þetta gerir það að verk- um að eiturlyfjaneytendumir nýta sprautunálar sfnar til hins ítrasta, þar sem þeim er meira í mun að eiga fyrir efninu, heldur en fyrir hreinum nálum. f raun hvetur þetta fikniefna- neytendur til þess að deila saman það ráð að gefa eiturly^janeytendum kost á að skipta á notuðum nálum fyrir nýjar." Vandamál þetta er að ^jálfsogðu bundið við þá neytendur sem sprauta efninu í æð og þá sérstaklega heróín- neytendur, þó neytendur annarra finiefna, til dæmis kókaíns, noti þessa aðferð stundum einnig. Við Beth Israel-meðferðarstofnunina, sem Nina Peyser starfar við, hefur verið beitt svo kallaðri methadone- aðferð til l\jálpar heróínsjúklingum, og hefur hún gefist vel, að sögn Peyser. Hún felst í þvi að sjúklingn- um er gefið methadone-eftiið, sem gerir hann óháðan herófninu og kem- ur í veg fyrir fráhvarfseinkenni. Sjúklingnum er þannig hjálpað til þess að komast inn f hið daglega lff en síðan er smám saman reynt að venja hann af methadone-efninu. „Vandinn er gífúrlegur f New York, þar sem eru 250 þúsund her- óínneytendur , eða jafn margir og öll íslenska þjóðin," segir Nina Peys- er. „Þá eru ekki meðtaldir allir þeir sem háðir eru alls konar öðrum teg- undum ffkniefna. Það er þó ekki rúm Morgunblaðið/Emilfa Nina Peyser frá Beth Iarael- meðferðarstofnuninni i New York. fyrir nema 40 þúsund herófnneytend- ur á meðferðarstofnunum. Þvi verða margir sjúklingar að bfða lengi eftir plássi, ef þeir þá á annað borð kæra sig um það.“ Peyser hefur jafnframt átt við meðferð drykkjusjúklinga. „Of- drykkja er einnig mikið vandamál í Bandaríkunum," segir Peyser. „Með- ferð drykkjsjúklinga hefur verið n\jög ábótavant. Hún hefur verið að mestu f höndum samtaka alkahólistanna sjálfra, eins og AA samtakanna, sem gefa í sjálfu sér ekki eiginleg með- ferð. Þar hjálpa drykkjusjúklingamir frekar hvor öðrum og sér sjálfum. Meðferðir þær sem við höfum boð- ið upp á felast fyret og fremst i hóp- meðferðum og sálrænni hjálp. Þó höfum við beitt ýmsum öðrum að- feiðum, til dæmis höfum við gefið drykkjusjúklingum pillu, sem þeir eiga að taka að morgni dags og vetd- ur hjá þeim mikilli ógleði og vanlfðan ef þeir neyta áfengis. Gallinn er hins vegar sá að þeir geta bara auðveld- lega sleppt þvi að taka pilluna ef löngunin verður yfíreterkari." „Drykkjumenn, og reyndar einnig- fikniefiianeytendumir, eru úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum," segir Nina Peyser. „Þó er einn hópur manna sem er nær alveg laus við ofdrykkjuvandann, en það er fólk frá Austurlöndum ftær. Það virðist hafa einhvers konar innbyggða vöm gagnvart áfengi, þvf eftir lftið magan verður því óglatt og það getur ekki drokkið meira. Að lokum var Nina Peyser innt eftir því hvort hún teldi, með hliðsjón af reynslu sinni af meðferð áfengis- sjúklinga, hvort hún teldi hættu á því að sala á áfengum bjór myndi valda auknum áfengisvanda hér á. landi. „Ég get ekki séð að bjór breyti miklu þar um. Það er sama áfengis- magn i einni könnu af bjór og i einu staupi af áfengi. Þvf þarf mun meira magn af bjór til þess að ná sömu áhrifum. Hins vegar getur það verið varhugavert að gieyma þvi að bjór er áfengi, séretaklega með tilliti til ölvunaraksture sem er mikið vanda- mál í Bandaríkjunum. Ég er þeirrar skoðunar að bönn leysi sjaldan vand- ann, sem sést best á því að áfengis- vandi var ekki minni í Bandarfkjun- um á bannárunum, en eftir að þvi var aflétt. Menn útvega sér það sem þeir sækjast þá eftir með öðrom leið- um,“ sagði Nina Peyser að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.