Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988 25 — Er æskudraumurinn að ræt- ast? „Nei, alls ekki. Það eina sem skiptir mig máli er að gera góðar myndir, eða að minnsta kosti það sem mér sjálfum finnst vera góðar myndir. Eins og ég sagði áðan þá er Hollywood eingöngu heimur pen- inganna. Þar ræður ekki ríkjum fólk sem elskar kvikmyndalistina, heldur fégráðugir lögfræðingar. Ég er nú nýkominn úr mánaðarferð til Hollywood og það var allan tímann eins og að vera í einhverskonar leik- fangalandi, eða borða ijómatertur í öll mál. Allt í einu varð maður alveg yfir sig þreyttur á öllu glamr- inu, óglatt af öllu ijómaátinu. — Og það er alveg á hreinu að ég fer ekki þangað peninganna vegna. Ég hef það fjárhagslega mjög gott hér í Danmörku. En það sem heillar mig er aðstaðan, öll þessi fullkomna tækni — og svo að gera mynd á ensku. Það er bláköld staðreynd að myndir á ensku ná til fleiri áhorf- enda og þessvegna langar mig að gera mynd á ensku." — Hvemig er góð kvikmynd í þínum augum? „Það er mjög erfítt að skilgreina það í fáum orðum. Ég lít almennt á kvikmyndina sem breiðan alþýð- legan miðil. Hún er ekki hámenning eins og til dæmis leikhús og bal- lett, heldur meira í ætt við íþróttir. Mér fínnst kvikmyndaáhorfendur haga sér að mörgu leyti eins og áhorfendur að fótboltaleik. Ef leik- urinn er slappur er púað og sveiað. Ef hann er góður er velþóknunin líka látin óspart í ljós. Mér finnst kvikmynd eiga að hafa ákveðið af- þreyingargildi, en vera sálarauðg- andi um leið. Mér finnst bíóferð eiga að vera ferð inní heim sem maður hefur ekki þekkt áður, sem þýðir að viss trúverðugleiki verður að vera til staðar. Dæmi um slíka mynd gæti verið Gaukshreiðrið; innihaldið er grafalvarlegt, en sett fram á bráðskemmtilegan hátt.“ — Hvemig upplifir þú nú með alla þína reynslu kvikmyndir annarra? „Ja, ég verð æ sjaldnar svo gagn- tekinn að ég gleymi stund og stað. Maður verður óneitanlega gagn- rýnni, ekki endilega af ásettu ráði, það fylgir bara manns eigin reynslu. Mér finnst líka ekki koma fram eins góðar myndir um þessar mundir og fyrir segjum 5—10 árum. Þegar maður kíkir á bíóauglýsingamar í blöðunum, eða skoðar þær myndir sem fá oskarsverðlaunin, þá eru því miður fáar góðar nýjar myndir á boðstólum. Eg held að það sé ekki síst þessvegna sem Hollywood er svo mikið á höttunum eftir evrópsk- um leikstjórum, það vantar greini- lega nýtt blóð í bransann. Evrópsk- ir leikstjórar eru reyndar um margt miklu betri verkmenn en þeir bandarísku. Þeir mæta betur undir- búnir í upptökumar, eru agaðri og markvissari, sem orsakast af því hversu vanir þeir eru að vinna við erfið og naum skilyrði. Þeir fá miklu meira útúr einni milljón en kollegar þeirra í Bandaríkjunum. Svo eru þeir líka miklu tengdari myndum sínum, a.m.k. gildir það um leik- stjóra á Norðurlöndum. í Banda- ríkjunum eru leikstjóramir ráðnir í vinnu eins og allir aðrir sem taka þátt í gerð einnar myndar; á Norð- urlöndum em myndimar oftast nær hugarfóstur og hjartansmál leik- stjóranna, sem leggja allt sitt undir til þess að koma þeim á hvíta tjald- ið, og þetta hefur áhrif á það hvem- ig þeir nálgast þau verkefni sem þeir taka að sér annars staðar.“ — Þykir þér einhver þáttur kvikmyndagerðarinnar skemmtilegri en aðrir: forvinn- an, tökurnar, klippingin___? „Nei, hver þeirra hefur sinn sjarma. Undirbúningurinn er mjög skemmtilegur; þá hefur maður tækifæri til að breyta, flytja senurn- ar fram og aftur, þar ræður sem sagt skáldskapurinn ríkjum. Síðan tekur við ótrúlega smámunasamur starfi, sem er að leita að upptöku- stöðum, fínna réttu leikarana, hanna leikmynd og búninga o.s.frv. í sjálfum tökunum tapar maður sér dálítið í einstaka atriðum og missir yfírsýnina, en þá er kikkið að sjá það sem maður hafði ímyndað sér raungerast, lifna við fyrir framan mann. NÚ, svo í klippingu og ann- arri eftirvinnslu getur maður redd- að því sem miður hefur farið, og stokkar hlutina eiginlega upp á nýtt; þar lokast hringurinn og heim- ur myndarinnar er fullskapaður. — Þetta er allt saman mjög skemmti- legt: það eina leiðinlega er allt umstangið sem fylgir í kjölfarið, þegar maður þarf að fara að selja sig, kynna myndina, ræða efni hennar við blaðamenn og aðra, þeg- ar maður sjálfur hefur lokað bók- inni og langar að fara að glugga í eitthvað nýtt.“ — En hvemig líður þér þegar þú hefur lokið við kvikmynd, létt- ir þér eða geristu þunglyndur? „Það hefur ekki mikil áhrif á mig núorðið. Aður var söknuðurinn mjög yfirgnæfandi tilfinning, það var eins og að skilja við konu sem maður elskaði. Bæði var það við- skilnaðurinn við samstarfsfólkið sem tók á mann, en ekki síst að skilja við sjálfar persónur myndar- innar, sem voru orðnar hluti af manns eigin fjölskyldu ef svo má segja, því ef leikstjóra á að takast að skapa trúverðuga persónu í gegnum leikara á fílmu, verður hanr -j tengjast henni tilfinninga- lega mjög náið, og það er alltaf erfitt þegar slík tengsl eru rofin. En mér finnst mér hafa tekist að læra að lifa með þessu sem hluta af starfínu." — En nú virðist þetta endur- taka sig eða endurspeglast í einkalífi þínu, — þú átt margar sambúðir að baki, ekki satt? „Jú, það er reyndar alveg rétt, og tel ég sjálfum mér trú um að það hafí verið fylgifiskur starfsins, ég er svo mikið að heiman, en það er aldrei að vita nema slitnað hefði uppúr þeim hvort sem er. Ég hef heldur aldrei verið giftur, en ég á þijú böm með þremur konum og hef búið með mörgum öðrum. En þú mátt ekki spyija mig nánar út í einkajíf mitt, ég neita að svara slíku. Ég veiti blaðaviðtöl til þess að ræða um mikilvæga hluti sem tengjast því sem ég er að gera, en ég segi ekki kjaftasögur af sjálfum mér.“ — En þar sem flestar myndir þínar sem leikstjóra eiga það sameiginlegt að fjalla um börn og unglinga í uppeldislegri tog- streitu gagnvart foreldrum, skóla, þjóðfélaginu, og a.m.k. „Ég hef aldrei verið giftur, en óg á þrjú börn með þremur konum og hef búið með mörgum öðrum.“ Zappa og Trú, von og kærleikur gerast á þeim árum þegar þú varst sjálfur unglingur, — þá hlýtur sú spurning að vakna hvort þessar myndir séu ekki að einhveiju leyti persónulegt upp- gjör við þína eigin æsku ... „Jú, og þær eru það líka að ákveðnu marki. Ég var mjög ein- mana sem bam, og æska mín var að mörgu leyti sársaukafull. Og það má segja að starf mitt í dag standi í beinu framhaldi af æskuleikjun- um, því þeir gengu allir útá skáld- skap; ég var sífellt að skapa mér annan veruleik til þess að gera lífíð bærilegra. Og allt sem ég hef feng- ist við síðan hefur meira eða minna gengið útá að skapa veruleikann uppá nýtt. Það sem ég er í dag er árangurinn af mjög meðvitaðri sjálfssköpun, sjálfsagt í ríkari mæli en hjá flestum. Ég stefndi til dæm- is snemma að því að geta skapað mínar eigin kvikmyndir, og byijaði þá á því að læra undirstöðuatriði ljósmyndunar o.s.frv. Ég varð að finna farveg fyrir sköpunarþörf ur fjalla um fyrst og fremst. í þeim er verið að benda á að fjölskyldan sem slík er engin trygging fyrir þroska einstaklingsins.“ — Þú hefur sagst ætla að halda áfram sögu Pelle sigurvegara eftir nokkur ár ... „Já, mér finnst ég ekki geta sagt skilið við hann fyrr en eftir annað bindið, Sko, það er mjög óvenjulegt fyrir leikstjóra að fá efni uppí hend- umar sem er jafn safaríkt og fyrstu tvö bindi Pelle sigurvegara. Þar var Nexö líka að lýsa heimi sem hann þekkti af eigin reynslu. Seinni bind- in tvö em hinsvegar óskhyggja hans; þar er lýst þróun verkalýðs- hreyfingarinnar éins og hann von- aði að hún yrði, enda lauk hann við verkið 1905. Og fyrir okkur sem þekkjum þessa þróun em þessar lýsingar hans bamalegar. Þetta em þannig í rauninni tvö gjörólík verk, fyrsta og annað bindið annars veg- ar og þriðja og ijórða hinsvegar. Og það hefur aldrei hvarflað að mér að kvikmynda allt verkið. En ástæðan fyrir því að við ætlum að bíða í nokkur ár er að ég treysti mér ekki til að halda áfram að lifa í þessum söguheimi. Ég þarf að hvíla mig á honum, enda ekkert annað komist að hjá mér síðastliðin þijú ár. Við ætlum líka að nota Pelle Hvenegaard áfram í hlutverki nafna síns; hann er nú á mjög við- kvæmu þroskastigi, í upphafi Max von Sydow og Polle Hvenegaard som vallnn var úr hópi 3.000 drengja tll að lelka nafna alnn f vorðlaunamynd' Innl Pelle slgurvegarl. Frá upptöku Pelle slgurvogara, August or annar frá vlnstri; „ ... ef lelkstjóra á aö takast aó skapa trúveröuga porsónu f gegnum lelkara á fllmu, verður hann að tengjast hennl tll- flnnlngalega mjög nálð.“ mína, gera hana að atvinnu minni, annars hefði ég hreinlega orðið geðsjúklingur. Hinsvegar vom þessar kvik- myndir um böm og unglinga, að Pelle undanskildum, ekki gerðar að mínu fmmkvæði. Ég var beðinn að gera Zappa; ég var beðinn að gera Heim Busters. Trú, von og kærleik- ur var gerð vegna þess að okkur Bjame Reuter þótti við ekki búnir að gera strákunum í Zappa nógu góð skil. Og þó að það séu einhver element af sjálfum mér í þessum myndum, þá verður að skoða þær í sögulegu samhengi. A sjötta ára- tugnum var þorri fólks í Evrópu fátækur eftir allar hörmungar Seinni heimsstyijaldarinnar. Síðan kemur sjöundi áratugurinn með alla sína velmegun, og þá tapaði þetta fólk sér í glómlausri ásókn í efnis- leg gæði. Bömin vom sett til hlið- ar. Það em afleiðingar þessarar efnishyggju fyrir þroska barnanna sem Zappa og Trú, von og kærleik- gelgjuskeiðsins og ekki forsvaran- legt að hræra í sálarlífí hans á meðan." — Þá er það að lokum hin klassíska spuming um kynni þín af íslandi og íslenskri kvik- myndagerð... „Já, því er fljótsvarað. Ég þekki því miður nánast ekki neitt til islenskrar kvikmyndagerðar. Ég veit, vegna sambanda minna í Svíþjóð, að þar hefur starfað íslenskur leikstjóri sem gerir víkingamyndir, en ég veit ekki hvað hann heitir. Og einu kynni mín af Islandi em frá því mér var boðið þangað þegar Trú, von og kærleik- ur var sýnd þar. Ég var á íslandi f fjóra daga og það er ekki hægt að kynnast landi og þjóð á svo stutt- um tíma. Vonandi fæ ég fyrr en síðar tækifæri til þess.“ Viðtal: Páll Pálsson Myndlr: Sölvl Ólafsson o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.