Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 35
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988
Útgefandi NtMiifetíÞ Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ' Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Listahátíð
Tíunda Listahátíð í
Reykjavík hefst laugar-
daginn 4. júní með opnun
sýningar á verkum^ Marcs
Chagalls í Listasafni íslands.
Listahátíð stendur til 19. júní
en þar við bætist sérstakur
listahátíðarauki, tónleikar
Leonards Cohens, föstudag-
inn 24. júní í Laugardalshöll.
Sýningin á verkum Chagalls,
sem er ein af perlum hátíð-
arinnar, stendur yfír til 15.
ágúst.
Listahátíð hefur frá upp-
hafí verið hugsuð sem vett-
vangur alþjóðlegra lista,
tækifæri fyrir almenning á
Islandi til að kynnast því sem
hátt ber og er áhugavert í
samtíðarmenningu erlendra
þjóða, auk þess sem þar er
flutt markvert íslenskt efni.
Fyrsta listahátíðin var haldin
árið 1970. Hana sóttu 30
þúsund manns og hefur há-
tíðin verið haldin annað hvert
ár síðan. Árið 1976 var svo
haldin fyrsta kvikmyndahátíð
listahátíðar sem nú er einnig
orðin að reglulegum viðburði
í menningarlífí Islendinga.
Á listahátíðum hefur ís-
lendingum gefíst kostur á að
njóta margs þess besta sem
völ hefur verið á jafnt í inn-
lendu sem erlendu menning-
arlífí. Fjöldi frægustu lista-
manna veraldar hefur sótt
okkur heim eða verk þeirra
verið sýnd síðan fyrsta lista-
hátíðin var haldin fyrir átján
árum og verður engin undan-
tekning á því nú á þeirri hátíð
sem er að ganga í garð. Sin-
fóníuhljómsveit íslands verð-
ur sem fyrr kjölfestan í lista-
hátíð og verða tónleikar
hennar að þessu sinni einum
fleiri en á nokkurri annarri
hátíð.
Þó menningar- og listalíf í
Reykjavík standi ávallt í mikl-
um blóma setja listahátíðim-
ar mikið mark á borgina þá
daga sem hún stendur yfír.
Þó að á tíðum hafí staðið
nokkur styr í kringum fram-
kvæmd hátíðarinnar, aðal-
lega kostnaðarhliðina, hefur
listahátíð fest sig í sessi sem
einn helsti menningarvið-
burður þjóðarinnar. Við höld-
um ekki listahátíð til að hagn-
ast á henni fjárhagslega held-
ur andlega, kveikja nýjar
hugmyndir og efla okkar eig-
in menningu. Sá hagnaður
verður ekki metinn til fjár en
er síst léttvægari fyrir það.
Það hafa stundum heyrst
gagnrýnisraddir frá lands-
byggðinni um að höfuðborgin
einoki listasviðið. Rétt er að
staldra aðeins við þetta og til
dæmis leiða hugann að því,
hve mjög alls kyns listalíf
hefur dafnað á Akureyri. Þá
er nýlokið M-hátíð á Sauðár-
króki, þeirri þriðju í röðinni.
Fyrsta M-hátíðin var haldin
á Akureyri árið 1986 og sú
næsta á ísafírði á síðastliðnu
ári. M-hátíðimar eiga að
stuðla að eflingu íslenskrar
menningar og tungu. Hátíð-
imar eru haldnar að frum-
kvæði menntamálaráðuneyt-
isins í samvinnu við bæjarfé-
lögin. Þetta er jákvæð þróun
og nauðsynlegt að áfram
verði haldið á þessari braut.
M-hátíðimar eiga þó ekki
að verða einhvers konar mót-
vægi landsbyggðarinnar við
listahátíð. Listahátíð er fyrir
þjóðina alla, en ekki eingöngu
Reykvíkinga. Það er því mik-
ilvægt að íbúum landsbyggð-
arinnar verði gefínn kostur á
að eiga ríkari hlutdeild í hát-
íðinni en verið hefur til dæm-
is með sérstökum ferðatilboð-
um eða að einstakir liðir há-
tíðarinnar fari víðar um
landið.
Frá upphafí hefur verið
gælt við þá hugmynd að gera
listahátíð að alþjóðlegum
listaviðburði sem drægi að
erlenda ferðamenn. Við eig-
um að stefna að því að fá
hingað erlenda gesti á hátíð-
ina og gera listahátíð að föst-
um lið í okkar landkynningu.
Aukin kynning hátíðarinnar
myndi líka auðvelda okkur
að fá hingað fræga listamenn
og verða ferðaútveginum
mikill akkur. Ef svo á að
verða verður að skipuleggja
hátíðina lengra fram í tímann
svo dagskrá geti legið frammi
fyrr en hingað til hefur
tíðkast. Hugmyndir um að
skipa framkvæmdastjóm
listahátíðar til fjögurra ára í
stað tveggja verður því að
skoða grannt.
að hefði verið heljar-
stökk inn í náttmyrkrið
að fara gömlu verð-
bólguleiðina."
Það var Guðmundur
J. Guðmundsson, for-
maður Dagsbrúnar, sem
þannig komst að orði í
viðtali við Morgunblaðið 21. febrúar 1986,
daginn eftir tímamótasamninga ASÍ og
VSI.
„Efnahagskerfíð og hefðbundin samn-
ingagerð hafa ekki, eftir að verðbólgan
heltók hagkerfíð, fært okkur miklar kjara-
bætur. Langvarandi jafnvægisleysi,
óstjóm og röng fjárfestingarstefna, ásamt
óðaverðbólgu, var langt komið með að
eyðileggja hagkerfíð og þar með grund-
völl lífskjaranna."
Það var Þröstur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Dagsbrúnar, sem þannig
komst að orði í blaðagrein í apríl 1986.
Launastefna
Hefur Alþýðusamband íslands, Vinnu-
veitendasamband íslands eða Vinnumála-
samband samvinnufélaganna fastmótaða,
markvissa launastefnu? Hafa þessi sam-
tök, eða önnur hliðstæð, sett fram stefnu-
mörkun eða útlistun á „eðlilegum" launam-
un starfa, eftir mismunandi menntunar-
kröfum, mismunandi ábyrgð eða mismun-
andi arðsemi þeirra? Hefur ríkið, stærsti
vinnuveitandinn í landinu, eða sveitarfé-
lögin, sem hafa mikil umsvif, sett fram
stefnumörkun að þessu leyti? Stendur það
máske almennri samningagerð fyrir þrif-
um að samtök launafólks — sem og aðrir
samningsaðilar — hafa ekki nægilega fast-
mótaða launastefíiu, flokka jafnvel um-
ijöllun um launamismun, sem ætíð verður
einhver, undir „feimnismál"?
Víst er að ríkjandi launastefna — eða
stefnuleysi — verðbólguáranna 1971-1983,
bitnaði verst á þeim lægst launuðu. Þar
um vitna orð Guðmundar J. og Þrastar,
sem birt eru í upphafi þessa bréfs. Ums-
amdar „kjarabætur" brunnu jafnharðan á
verðbólgubálinu. Hundrað gamalkrónur
hurfu í eina nýkrónu sem hélt áfram að
smækka. Verðbólgan skekkti samkeppnis-
stöðu innlendrar framleiðslu og gróf undan
almennu atvinnuöryggi. Peningaspamaður
hrandi og atvinnulífið varð háðara erlendu
lánsfjármagni, erlendri skuldasöfnun.
Óvissa um verðlagsþróun setti flestum
framföram í atvinnulífí og þjóðarbúskap
stólinn fyrir dymar.
Það var því ekki að ósekju að Þröstur
Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar,
sagði í tilvitnaðri blaðagrein 1986:
„Til lengdar era fáar kjarabætur lág-
launafólki drýgri en stöðugt efnahagslíf
með lítilli verðbólgu og nægri og traustri
vinnu ...“
Mergurinn málsins er sem sagt að ná
verðbólgu í landinu niður á svipað stig og
í helztu viðskipta- samkeppnisríkjum okk-
ar. Vonandi skekkja utanaðkomandi efna-
hagsáföll, verðfall sjávarvöra með tilheyr-
andi áhrifum á gengi gjaldmiðils okkar,
ekki það meginmarkmið efnahagsstefnu
næstliðinna missera.
Jarðgöng í Ólafs-
fjarðarmúla
Tilboð í jarðgangagerð í Ólafsfjarðarm-
úla vóra opnuð síðastliðinn miðvikudag.
Lægsta tilboðið var um 522 m.kr. eða
tæplega 80% af kostnaðaráætlun Vega-
gerðar ríkisins. Munurinn á hæsta og
lægsta tilboði var rúmlega 458 m.kr. Út-
boð í vegagerð, sem og á öðram opinberam
framkvæmdum, hafa fært landsmönnum
mun meira fyrir mun minna en með gömlu
ríkiseinokunarleiðinni. Spurning er hvort
hið opinbera á ekki að ganga lengra, láta
einnig reyna á útboð í ýmsum þjónustu-
verkefnum.
Ráðgerð jarðgöng í Ólafsfjarðarmúla
verða rúmlega 3.200 metra löng. Þetta
er langstærsta verkefnið í jarðgangagerð
í vegakerfí okkar til þessa. Tilboðin í verk-
in ganga nú til vandlegrar skoðunar áður
en afstaða verður tekin tii þeirra. Að öllu
óbreyttu má síðan búast við því að hjólin
byiji að snúast í Múlanum um eða eftir
mitt sumar. Útboð er miðað við það að
framkvæmdum ljúki í marzmánuði 1991.
Þá er eftir uppsetning ljósa í göngunum
sem og að koma hurðum í gangamunna.
Vegurinn fyrir Ólafsfjarðarmúla hefur
vissulega þjónað þörfu hlutverki. Hann
hefur tengt ÓlafsQörð, sem er þróttmikill
útgerðar- og fískvinnslustaður, við Eyja-
fjarðarbyggðir, en góðar samgöngur
skipta meginmáli á þessu atvinnusvæði
sem öðram. Útsýni af þessum hrikalega
fjallvegi, m.a. til Grímseyjar, hefur og glatt
margan ferðalanginn. En annmarkar veg-
arins vóra ýmsir.
Helzti annmarki hans var hran úr fjall-
inu. Gijótskriður féllu tíðum á vegarstæð-
ið, einkum eftir regn. Umferð um veginn
fylgdi því viðvarandi hætta. Vegurinn lok-
aðist oft á vetram vegna snjóa og kostnað-
arsamt var að halda honum opnum sem
öðram fjallvegum. Hann nýttist því ekki
nægilega vel. Þarfir byggðanna, beggja
megin Múlans, stóðu til betri samgangna
á landi. Þessvegna er horft til jarðganga
í Ólafsfjarðarmúla. Pramkvæmdir hefjast
í sumar. Máske ökum við í gegn um Múl-
ann haustið 1991 eða sumarið 1992?
Strákagöng við
Siglufjörð
Árið 1954 flutti Einar Ingimundarson,
þingmaður Siglfírðinga, tillögu til þings-
ályktunar um varanlegt akvegasamband
við Sigluijörð. Snæbjöm Jónasson, nú
vegamálastjóri, stóð fyrir þessari athugun
1955. Niðurstaða hennar var að tveir
mögúleikar væra fyrir hendi: 1) Að leggja
veg frá Hraunum í Fljótum um Mánár-
skriður, Sauðanes og Strákafjall (utan í
Qallinu) til Siglufjarðar. 2) Jarðgöng um
Siglufj'arðarskarð úr Siglufjarðarbotni í
Nautadal í Fljótum, 3,5 km. að lengd.
Auðsætt þótti þá að hin síðari leiðin kæmi
ekki til greina sakir kostnaðar.
Næsti áfangi í málinu var síðan að
Snæbjöm Jónasson og fleiri verkfræðingar
hófu jarðvegsrannsóknir í Strákafjalli. Þær
leiddu til ákvörðunar um gerð Stráka-
ganga. Það var þó ekki fyrr en árið 1965
sem gangagerð um Stráka var boðin út.
Síðan var stutt i framkvæmdir. Verktaki
skilaði verkinu í septembermánuði 1968.
Einangran Siglufjarðarkaupstaðar var
loksins rofín. Milli 800-900 metra jarðgöng
um fyallið Stráka tengdi kaupstaðinn við
nærsveitir, austustu hreppa Skagafjarðar,
og þjóðvegakerfíð.
Bættar samgöngur milli Siglufjarðar og
Skagafjarðar skapa skilyrði til margs kon-
ar samstarfs milli Sigluijarðar, Fljóta og
Fellshrepps (Sléttuhlíðar). Sjávarútvegs-
pláss og sveitir, sem mynda atvinnusvæði,
styrkja hvert annað. Kaupstaður með bak-
land, landbúnaðarhérað, fær meiri breidd
í atvinnu og afkomu. Fljótin, sem eiga
framtíð fyrir sér, bæði í hefðbundnum
búgreinum og ekki síður fískeldi, sem þar
er vaxandi, gætu og margt sótt í Siglu-
fjörð. Nánara samstarf þessara sveitarfé-
laga um þá þjónustu, sem sveitarfélög
annast, gæti komið öllum til góða.
Sjávarútvegnr og
atvinnuöryggi
Flest grannríki okkar í V-Evrópu stríða
við mikið atvinnuleysi. Víða era fímm til
tíu af hundraði fólks á vinnualdri án at-
vinnu. Ekkert brýtur einstaklinginn skjótar
niður en atvinnuleysið; það að fínna sig
utanveltu í önn hvunndagsins, kviku
þjóðlífsins. Rétturinn til vinnu er raunar
hluti af almennum mannréttindum.
Hér á landi hefur sem betur fer tekizt
um langt árabii að tryggja atvinnuöryggi,
þó að staðbundið og tímabundið atvinnu-
leysi hafí lítillega gert vart við sig hér og
þar. Eldra fólk man þó vel atvinnuleysi
kreppuáranna, 1930-1940, svarta áratug-
arins í atvinnusögu þjóðarinnar. Þar var
máske sárasti kapítulinn í sögu íslenzks
launafólks frá því að þéttbýli tók að mynd-
ast í landinu.
Sveiflur í sjávarútvegi, undirstöðugrein
þjóðarbúskapar okkar, valda því hinsveg-
t il’f tt
R 8?
________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988_35
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 28. maí
Ólafsfjörður
Hér á landi hef-
ur sem betur fer
tekizt um langt
árabil að tryggja
atvinnuöryggi, þó
að staðbundið og
tímabundið at-
vinnuleysi hafi
lítillega gert vart
við sig hér og þar.
Eldra fólk man þó
vel atvinnuleysi
kreppuáranna,
1930-1940, svarta
áratugarins í at-
vinnusögu þjóðar-^
innar. Þar var
máske sárasti
kapítulinn i sögu
íslenzks launa-
fólks frá því að
þéttbýli tók að
myndast í
landinu.
Gijóthrun á veginn um Ólafsfjarðarmúla. Ýta við ruðning.
ar, að rekstrarstaða fyrirtækja hefur oft-
lega verið slök. Og rekstraröryggi fyrir-
tækja er hin hliðin á atvinnuöryggi fólks.
Þegar sjávarafli dregst saman, til dæmis
vegna veiðitakmarkana, eða verð sjávar-
vöra fellur á erlendum mörkuðum, eins
og nú hefur ítrekað gerzt, er atvinnuör-
yggi, einkum í sjávarplássum, hætt. Inn-
lendur tilkostnaður fískvinnslu hækkaði
jafnt og þétt en tekjur drógust saman.
Fjölmörg fískvinnslufyrirtæki sættu
rekstrartapi, söfnuðu skuldum og stefndu
að óbreyttu í stöðvun á skömmum tíma.
Deila má um gengislækkun, sem gerð
var til að tryggja rekstur sjávarútvegs-
fyrirtækja, sem og hliðarráðstafanir, enda
orkar flest tvímælis þá gert er. Það kemur
þó úr hörðustu átt þegar „talsmenn" launa-
fólks og landsbyggðar agnúast út í ráðstaf-
anir til að styrkja stöðu sjávarútvegs og
atvinnuöryggi í landinu, án þess benda á
nokkrar aðrar marktækar leiðir út úr vand-
anum.
Gengislækkun ein leysir hinsvegar ekki
vanda sjávarútvegs til frambúðar. Veiði-
sókn er umfram veiðiþol. Frystihús fleiri
en sjávarafli gefur tilefni til. Einhver upp-
stokkun í sjávarútvegi sýnist nauðsynleg.
í þeim efnum verður þó að ganga fram
með gát vegna atvinnu-, byggða- og þjóð-
hagssjónarmiða á líðandi stundu.
Atvinnuvandi á
Suöurlandi
Sem fyrr segir hefur staðbundið at-
vinnuleysi sagt tímabundið til sín hér og
þar, þótt landsmenn hafí lengi búið við
atvinnuöyggi á heildina litið. Þetta stað-
bundna atvinnuleysi hefur fyrst og fremst
tengst sveiflum í sjávarafla. Atvinnuvandi
Sunnlendinga, einkum austan Þjórsár, er
þó af öðram toga.
Þrjár meginástæður liggja til grandvall-
ar atvinnuvanda þeirra:
í fyrsta lagi samdráttur í landbúnaði.
Hann hefur fækkað störfum í margs kon-
ar þjónustu við sveitimar sem og í úr-
vinnslugreinum búvöru. Þessi samdráttur
segir nær hvarvetna til sín í byggðalq'öm-
um stijálbýlis.
í annan stað rekstrarvandi í iðnaði, eink-
um veijariðnaði, sem var og er nokkur í
Suðurlandskjördæmi.
í þriðja lagi, og síðast en ekki sízt, sam-
dráttur og raunar stöðvun í virkjanafram-
kvæmdum. Stórframkvæmdir í orkumál-
um á þessu svæði drógu fjölda fólks til
Suðurlands, sem og frá öðrum störfum á
svæðinu, meðan á þeim stóð, enda mikil
vinna og góðar tekjur í boði. Þegar fram-
kvæmdum lauk vóra ekki tiltæk önnur
sambærileg störf, að minnsta kosti ekki í
nægilegum mæli.
Vandamál landsbyggðarinnar og ein-
stakra landshluta eru ekki ný af nálinni.
Byggðastofnun hefur lengi fjallað um þau
— og stutt við margs konar atvinnustarf-
semi. Sérstök byggðanefnd þingflokka fór
einnig ofan í saumana á landsbyggðar-
vandanum og skilaði skýrslu þar um. Ljóst
er að lausnin á vandanum er margþætt.
Hér verður þó aðeins staldrað við einn
þátt hennar.
í umræðum á Alþingi um atvinnumál
Sunnlendinga komst einn þingmaður kjör-
dæmisins, Guðni Ágústsson, svo að orði:
„Mér verður hugsað til Eyfirðinga. Þeir
stofnuðu með sér iðnþróunarfélag. Þeir
hafa með samstilltu átaki, vinnu og vilja
sótt verkefni, sótt heil fyrirtæki hingað á
þetta svæði og flutt heim í byggðina sína
af því að þeir vora menn til þess og þeir
stóðu saman. Þessvegna mæli ég með sam-
vinnu sveitarstjómarmanna, eigenda fyrir-
tækja og ríkisvalds.“
Fordæmi Eyfírðinga vakti athygli á ráð-
stefnu Byggðastofnunar og Sambands
íslenzkra sveitarfélaga á Selfossi síðastlið-
inn vetur, sem haldin var um spuming-
una: „Hefur byggðastefnan bragðizt“?
Þeirri spumingu verður ekki svarað
hér. Hitt má staðhæfa að Eyfirðingar
bragðuzt ekki byggð sinni þegar þeir stofn-
uðu Iðnþróunarfélag Eyfirðinga — til að
styrkja atvinnuöryggið norður þar.
Sveiflur í sjávarútvegi, undirstöðugrein
þjóðarbúskapar okkar, valda því hinsveg-
ar, að rekstrarstaða fyrirtækja hefur oft-
lega verið slök. Og rekstraröryggi fyrir-
tækja er hin hliðin á atvinnuöryggi fólks.
Þegar sjávarafli dregst saman, til dæmis
vegna veiðitakmarkana, eða verð sjávar-
vöra fellur, eins og nú hefur ítrekað gerzt,
er atvinnuöryggi, einkum í sjávarplássum,
hætt...
Það kemur úr hörðustu átt þegar „tals-
rnenn" launafólks eða landsbyggðar agnú-
ast út í ráðstafanir til að styrkja stöðu
sjávarútvegs — og atvinnuöryggi í
landinu...“