Morgunblaðið - 29.05.1988, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 29.05.1988, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988 37 mjög mikið af gögnum sem sýni fram á gagnsemi rannsóknanna. En Bandaríkjamenn ráða ferðinni í hvalveiðiráðinu og styðji þeir ekki sjónarmið íslendinga mun Banda- ríkjastjóm sjálfsagt gefa út stað- festingarkæru um leið og íslending- ar veiða fyrsta hvalinn í sumar, en áætlað er að hefja veiðar í kringum 12. júní. Ef Bandaríkjamenn leggj- ast hinsvegar á sveif með íslending- um í ráðinu hafa íslensk stjómvöld unnið verulegan sigur. Óljós afstaða Afstaða Bandaríkjamanna er þó engan veginn ljós. í bandaríska stjómkerfinu hafa viðskiptaráðu- neyti og utanríkisráðuneyti tekist á um hvalamálið. í viðskiptaráðuneyt- inu réðu umhverfisvemdarsinnar stefnunni í hvalamálinu meðan Malc- holm Baldridge var viðskiptaráð- herra og dr. Anthony Calio var yfír- maður NOAA, þeirrar deildar ráðu- neytisins sem sér um sjávarútvegs- og umhverfísmál. Nú eru komnir nýir menn í þeirra stað. William Verity viðskiptaráðherra hefur, eins og áður sagði, lýst yfir skilningi á sjónarmiðunum sem íslensk stjóm- völd settu fram, og nýr yfírmaður NOAA, dr. William Evans, er vísindamaður sem dvaldist hér á landi á stríðsámnum og hefur einnig sýnt skilning á sjónarmiðum íslenskra stjómvalda. Þegar Morgunblaðið bað tals- mann viðskiptaráðuneytisins um upplýsingar varðandi stefnu Banda- ríkjamanna á ársfundinum, sagði hann aðeins að rannsóknarveiða- áætlun fslendinga yrði rædd á fund- inum en bandaríska sendinefndin færi ekki þangað með fyrirfram mótaðar hugmyndir um niðurstöðu fundarins. Talsmaður Greenpeace í Bandaríkjunum sagði hins vegar við Morgunblaðið að hann vissi ekki til þess að nein stefnubreyting hafi orð- ið hjá Bandaríkjastjóm í hvalamál- inu. Það hefur einnig flækt málið að viðskiptaráðuneytið gaf út stað- festingarkæru á hendur Japönum í febrúar, vegna vísindaveiða þeirra í Suðuríshafi. Herferð hefur áhrif Menn spyija einnig hvort niður- staða hvalveiðiráðsins skipti orðið meginmáli. Náttúmvemdarsamtök, með Greenpeace í fararbroddi, halda því stíft fram, að þótt íslendingar geti ef til vill stutt veiðar sínar lög- um hvalveiðiráðsins séu þeir samt að nota sér lagasmugu til að veiða hvali í ábataskyni. Þau segja einnig að hafi íslendingar áhyggjur af vist- kerfi sjvarins, ættu þeir frekar að rannsaka aðra þætti, svo sem losun úrgangsefna í Norðursjó og kjam- orkuver á Bretlandi, sem geti haft mun alvarlegri áhrif á fiskistofnana en nokkurntímann fjölgun hvala. Herferð Greenpeace, sem hófst í febrúar í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Luxemborg og víðar, hefur þegar haft sín áhrif. I Banda- ríkjunum hefur hún aðallega beinst gegn veitingahúsakeðjum sem kaupa íslenskar sjávarafurðir og þess em dæmi að herferðin hafí haft áhrif á sölusamninga. í Bret- landi hafa verið mótmælagöngur gegn hvalveiðum íslands í flestum stærri borgum landsins undir slag- orðinu: Kaupið ekki fisk af slátrara. Áhrifamiklir fjölmiðlar hafa einnig lagt náttúmvemdarsamtökunum lið með því að fordæma hvalveiðar ís- lendinga. í Luxemborg hafa mótmælin aðal- lega beinst gegn Flugleiðum og ( Þýskalandi vakti það talsverða at- hygli þegar Greenpeace reyndi að hindra að togarinn Ögri legðist að bryggju í Bermerhafen. Þótt skiptar skoðanir séu um áhrif þessarar her- ferðar hefur fólk, í öllum þessum löndum, í einhveijum mæli bmgðist við tilmælum náttúmvemdarsam- takanna og tilkynnt sendiráðum ís- lands, bréflega eða símleiðis, að það væri hætt að neyta íslenskra fiskaf- urða. Það kemur í ljós í lok ársfundar Alþjóðahvalveiðiráðsins hver úrslitin verða þar. En hvort sem þau verða íslandi í hag eða ekki er ólíklegt að þau breyti neinu um baráttu um- hverfisvemdarsamtaka gegn hval- veiðum íslendinga. Hljómsveit André Bach- manní Glæsibæ Hljómsveit André Bachmann hefur nú verið ráðin til að leika fyrir dansi i danshúsinu Glæsibæ. Miklar breytingar hafa átt sér stað í Glæsibæ að undanfömu. Búið er að stækka veitingasalinn og er nú hægt að taka þar á móti um 400 manns í mat. Nýjar innrétt- ingar setja líka svip á salinn. Hljóm- sveit André Bachmann hefur verið fengin til þess að leika fyrir dansi út júlímánuð. André Bachmann er sennilega þekktastur fyrir að hafa skemmt á Mímisbar og nú hefur hann fengið til liðs við sig þá Carl Möller, hljómborðsleikara og Gunn- ar Bergburg .bassaleikara.til að sjá um fjörið í Glæsibæ fram eftir sumri. Morgunblaðið/Kristján Hilmar Bjamason eigandi HTB, hluti veggeiningakerfisins sést í baksýn. Islensk hönnun: Nýtt vegg- einingakerfi HILMAR Bjamason hefur opnað sýningarsal að Smiðjubúð 12 f Garðabæ og sýnir þar nýtt veg- geiningakerfi sem hann hefur hannað og sótt um einkaleyfi á. Hilmar sagði í samtali við Morgun- blaðið, að skilrúmin í veggeininga- kerfinu sem væru einkar létt og þægileg í meðförum væru ætluð til að stúka af stofur og ganga, jafnvel heil herbergi.Þau eru afgreidd ( ein- ingum þannig að hægt er að bæta við milliveggina eftir hentugleikum, kaupa t.d. hurðir eða bæta við litlum glugga. Fólk getur líka valið skilrú- munum lit eftir smekk. Það er nýstofnuð trésmíðastofa Hilmar Bjamasonar, HTB, I Garðabæ sem sér um framlejðsluna en starfsmaður Hilmars er Öm 01- afsson. p i | FYRIR ATHAFNAFÓLK Toyota Land Cruiser fer jafh léttilega um götur bæjarins sem úti á þjóðvegunum. Vökvastýrið gerir hann lipran í akstri og farþega- rýmið er búið öllum þægindum og lúxus sem smekkmenn kunna að meta. Útlitshönnun bílsins er sterkleg og traustvekjandi. En hann er ekki útlitið eitt heldur sameinast í Toyota Land Cruiser aflmikil vél, sterkur fjaðurbúnaður, drif og undirvagn. Hvort sem þú skreppur með fjölskyldunni á skíði, í lax eða í lengri ferðir þarftu voldugan bíl sem treystandi er á. Til afgreiðslu strax. Verð frá kr. 1.139.000* * Verð miðað við gengi í maí 1988. TOYOTA AUK/SlA K109-56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.