Morgunblaðið - 29.05.1988, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988
37
mjög mikið af gögnum sem sýni
fram á gagnsemi rannsóknanna.
En Bandaríkjamenn ráða ferðinni
í hvalveiðiráðinu og styðji þeir ekki
sjónarmið íslendinga mun Banda-
ríkjastjóm sjálfsagt gefa út stað-
festingarkæru um leið og íslending-
ar veiða fyrsta hvalinn í sumar, en
áætlað er að hefja veiðar í kringum
12. júní. Ef Bandaríkjamenn leggj-
ast hinsvegar á sveif með íslending-
um í ráðinu hafa íslensk stjómvöld
unnið verulegan sigur.
Óljós afstaða
Afstaða Bandaríkjamanna er þó
engan veginn ljós. í bandaríska
stjómkerfinu hafa viðskiptaráðu-
neyti og utanríkisráðuneyti tekist á
um hvalamálið. í viðskiptaráðuneyt-
inu réðu umhverfisvemdarsinnar
stefnunni í hvalamálinu meðan Malc-
holm Baldridge var viðskiptaráð-
herra og dr. Anthony Calio var yfír-
maður NOAA, þeirrar deildar ráðu-
neytisins sem sér um sjávarútvegs-
og umhverfísmál. Nú eru komnir
nýir menn í þeirra stað. William
Verity viðskiptaráðherra hefur, eins
og áður sagði, lýst yfir skilningi á
sjónarmiðunum sem íslensk stjóm-
völd settu fram, og nýr yfírmaður
NOAA, dr. William Evans, er
vísindamaður sem dvaldist hér á
landi á stríðsámnum og hefur einnig
sýnt skilning á sjónarmiðum
íslenskra stjómvalda.
Þegar Morgunblaðið bað tals-
mann viðskiptaráðuneytisins um
upplýsingar varðandi stefnu Banda-
ríkjamanna á ársfundinum, sagði
hann aðeins að rannsóknarveiða-
áætlun fslendinga yrði rædd á fund-
inum en bandaríska sendinefndin
færi ekki þangað með fyrirfram
mótaðar hugmyndir um niðurstöðu
fundarins. Talsmaður Greenpeace í
Bandaríkjunum sagði hins vegar við
Morgunblaðið að hann vissi ekki til
þess að nein stefnubreyting hafi orð-
ið hjá Bandaríkjastjóm í hvalamál-
inu. Það hefur einnig flækt málið
að viðskiptaráðuneytið gaf út stað-
festingarkæru á hendur Japönum í
febrúar, vegna vísindaveiða þeirra í
Suðuríshafi.
Herferð hefur áhrif
Menn spyija einnig hvort niður-
staða hvalveiðiráðsins skipti orðið
meginmáli. Náttúmvemdarsamtök,
með Greenpeace í fararbroddi, halda
því stíft fram, að þótt íslendingar
geti ef til vill stutt veiðar sínar lög-
um hvalveiðiráðsins séu þeir samt
að nota sér lagasmugu til að veiða
hvali í ábataskyni. Þau segja einnig
að hafi íslendingar áhyggjur af vist-
kerfi sjvarins, ættu þeir frekar að
rannsaka aðra þætti, svo sem losun
úrgangsefna í Norðursjó og kjam-
orkuver á Bretlandi, sem geti haft
mun alvarlegri áhrif á fiskistofnana
en nokkurntímann fjölgun hvala.
Herferð Greenpeace, sem hófst í
febrúar í Bandaríkjunum, Bretlandi,
Þýskalandi, Luxemborg og víðar,
hefur þegar haft sín áhrif. I Banda-
ríkjunum hefur hún aðallega beinst
gegn veitingahúsakeðjum sem
kaupa íslenskar sjávarafurðir og
þess em dæmi að herferðin hafí
haft áhrif á sölusamninga. í Bret-
landi hafa verið mótmælagöngur
gegn hvalveiðum íslands í flestum
stærri borgum landsins undir slag-
orðinu: Kaupið ekki fisk af slátrara.
Áhrifamiklir fjölmiðlar hafa einnig
lagt náttúmvemdarsamtökunum lið
með því að fordæma hvalveiðar ís-
lendinga.
í Luxemborg hafa mótmælin aðal-
lega beinst gegn Flugleiðum og (
Þýskalandi vakti það talsverða at-
hygli þegar Greenpeace reyndi að
hindra að togarinn Ögri legðist að
bryggju í Bermerhafen. Þótt skiptar
skoðanir séu um áhrif þessarar her-
ferðar hefur fólk, í öllum þessum
löndum, í einhveijum mæli bmgðist
við tilmælum náttúmvemdarsam-
takanna og tilkynnt sendiráðum ís-
lands, bréflega eða símleiðis, að það
væri hætt að neyta íslenskra fiskaf-
urða.
Það kemur í ljós í lok ársfundar
Alþjóðahvalveiðiráðsins hver úrslitin
verða þar. En hvort sem þau verða
íslandi í hag eða ekki er ólíklegt að
þau breyti neinu um baráttu um-
hverfisvemdarsamtaka gegn hval-
veiðum íslendinga.
Hljómsveit
André Bach-
manní
Glæsibæ
Hljómsveit André Bachmann
hefur nú verið ráðin til að leika
fyrir dansi i danshúsinu Glæsibæ.
Miklar breytingar hafa átt sér
stað í Glæsibæ að undanfömu.
Búið er að stækka veitingasalinn
og er nú hægt að taka þar á móti
um 400 manns í mat. Nýjar innrétt-
ingar setja líka svip á salinn. Hljóm-
sveit André Bachmann hefur verið
fengin til þess að leika fyrir dansi
út júlímánuð. André Bachmann er
sennilega þekktastur fyrir að hafa
skemmt á Mímisbar og nú hefur
hann fengið til liðs við sig þá Carl
Möller, hljómborðsleikara og Gunn-
ar Bergburg .bassaleikara.til að sjá
um fjörið í Glæsibæ fram eftir
sumri.
Morgunblaðið/Kristján
Hilmar Bjamason eigandi HTB, hluti veggeiningakerfisins sést í
baksýn.
Islensk hönnun:
Nýtt vegg-
einingakerfi
HILMAR Bjamason hefur opnað
sýningarsal að Smiðjubúð 12 f
Garðabæ og sýnir þar nýtt veg-
geiningakerfi sem hann hefur
hannað og sótt um einkaleyfi á.
Hilmar sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að skilrúmin í veggeininga-
kerfinu sem væru einkar létt og
þægileg í meðförum væru ætluð til
að stúka af stofur og ganga, jafnvel
heil herbergi.Þau eru afgreidd ( ein-
ingum þannig að hægt er að bæta
við milliveggina eftir hentugleikum,
kaupa t.d. hurðir eða bæta við litlum
glugga. Fólk getur líka valið skilrú-
munum lit eftir smekk.
Það er nýstofnuð trésmíðastofa
Hilmar Bjamasonar, HTB, I
Garðabæ sem sér um framlejðsluna
en starfsmaður Hilmars er Öm 01-
afsson.
p i |
FYRIR ATHAFNAFÓLK
Toyota Land Cruiser fer jafh léttilega um götur bæjarins sem úti á
þjóðvegunum. Vökvastýrið gerir hann lipran í akstri og farþega-
rýmið er búið öllum þægindum og lúxus sem smekkmenn kunna
að meta. Útlitshönnun bílsins er sterkleg og traustvekjandi.
En hann er ekki útlitið eitt heldur sameinast í Toyota Land
Cruiser aflmikil vél, sterkur fjaðurbúnaður, drif og
undirvagn. Hvort sem þú skreppur með fjölskyldunni
á skíði, í lax eða í lengri ferðir þarftu voldugan
bíl sem treystandi er á.
Til afgreiðslu strax. Verð frá kr. 1.139.000*
* Verð miðað við gengi í maí 1988.
TOYOTA
AUK/SlA K109-56