Morgunblaðið - 29.05.1988, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988
ólst hún upp. Foreldrar hennar eru
Hulda Bjömæs, Reykvfkingur, sem
á ættir að rekja í Mýrdalinn og til
Noregs, og Davíð Jónsson verk-
stjóri hjá Vegagerð ríkisins, sem
ættaður var úr Borgarfirði. Davíð
lést, á besta aldri, árið 1957, en lát
hans var EIlu ákaflega erfíð
reynsla. Ella var elst fjögurra systk-
ina. Næstur henni í aldursröð var
bróðir, Jón Bjömæs, en hann lést
á fyrsta aldursári, og svo systumar
Hildur Hrönn og Marit. Hildur er
búsett í Bandaríkjunum en Marit í
Reykjavík.
Haustið 1949 kynntumst við
Ella, þegar við hófum nám í 1.
bekk Verzlunarskóla íslands. Með
okkur tókst fljótlega góð vinátta,
sem efldist og styrktist er árin liðu
og aldrei bar skugga á. Strax við
fyrstu kynni vöktu athygli þeir eig-
inleikar, sem voru svo ríkir í fari
hennar, en það voru hógværð, sam-
viskusemi og óvanalega mikil
þrautseigja. Hún hafði líka ákaflega
fallegt bros sem fylgdi svo mikil
hlýja. Ella var áberandi falleg
stúlka, sem vakti athygli hvar sem
hún fór.
Margar ógleymanlegar stundir
áttum við saman innan skóla og
utan næstu árin. Verzlunarprófí var
lokið vorið 1953. Ella réð sig þá
strax í vinnu á skrifstofu Samlags
skreiðarframleiðenda og þar starf-
aði hún nær óslitið þar til hún gift-
ist árið 1960. Má með sanni segja
að stjómendur Skreiðarsamlagsins
hafí verið heppnir að njóta starfs-
krafta hennar, enda hafði þáverandi
forstjóri Samlagsins, Jóhann Þ. Jós-
epsson, oft á orði að duglegri og
samviskusamari starfskraftur væri
vandfundinn. Fæmi hennar í vélrit-
un var t.d. framúrskarandi, enda
hafði hún hlotið „vélritunarbikar-
inn“ fyrir ágætiseinkunn í vélritun
á brottfararprófínu.
Árið 1960 varð mikil breyting í
iífí Ellu, en það ár giftist hún þýsk-
um manni, Robert Greif, starfs-
manni í þýsku utanríkisþjón-
ustunni, sem starfað hafði um ára-
bil við þýska sendiráðið í Reylq'avík.
Fljótlega eftir giftinguna fluttu þau
til Austur-Afríku vegna starfs Ro-
berts. Þar fæddist eldri sonurinn,
Stefán Bergur Davíð, og u.þ.b.
tveim ámm seinna, er þau vom
komin til Kanada, eignuðust þau
annan son, Öm Robert. Þessir syn-
ir urðu Ellu mikill gleðigjafí og af
þeim var hún ákaflega stolt. I ár
em þeir báðir að ljúka háskólanámi.
Sem kunnugt er, fela störf við
utanríkisþjónustuna í sér búferla-
flutninga milli landa með nokkurra
ára millibili. Það varð því hlutskipti
hennar að búa í mörgum ólíkum
löndum. Bjó hún t.d. um árabil, auk
Austur-Afríku og Kanada, t Suður-
Afríku, Bandaríkjunum, Englandi
og nú síðast í Austurríki. Víst er,
að margvíslegir erfíðleikar felast í
því að þurfa sífellt að vera að taka
upp heimili sitt og flytjast búferlum
með fjölskyldu, að aðlagast nýjum
siðum og aðstæðum. í þessu stóð
Ella sig með hinni mestu piýði. Við
þessar kringumstæður komu að
góðum notum þrautseigja hennar
og hæfíleikinn til að aðlagast og
að gera gott úr öllu. Mikill gesta-
gangur var ávallt á heimili hennar.
Vinir og vandamenn komu gjaman
og gistu um lengri eða skemmri
tíma, auk allra hinna sem komu
vegna starfs Roberts. í Ellu áttu
íslendingar glæsilegan fulltrúa,
sem ávallt var landi sínu og þjóð
til sóma. Allir þeir sem nutu gest-
risni, umönnunar og elskusemi
hennar eru sammála um að þar
hafí ekki verið mögulegt að gera
betur. Hún heimsótti gamla Frón
af og til og naut þess í ríkum
mæli. Fjallið „sitt", Esjuna, varð
hún að sjá sem oftast. Þótt dvölin
á erlendri grund væri orðin löng,
var Ella alltaf fyrst og fremst ís-
lendingur, sem tengdist landi sínu
sterkari tilfínningaböndum eftir því
sem dvölin fjarri heimahögunum
varð lengri.
Þegar ég nú kveð kæra vinkonu
með söknuði koma í hug mér orð
Kahlils Gibrans, þar sem segir:
„Þú skalt ekki hryggjast, jjegar þú skilur
við vinn þinn, því að það, sem þér þykir
vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara
í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér
fjallið best af sléttunni."
Og einnig:
„Og hvað er að hætta að draga andann
annað en að frelsa hann frá friðlausum öld-
um lífsins, svo að hann geti risið upp i
mætti sínum og ófjötraður leitað á fund
guðs síns?“
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur sendi ég ástvinum Ellu. Blessuð
sé minning hennar.
María Bergmann
Kveðjuorð:
Helga Ólafsdóttir,
Höllustöðum
Fædd 30. október 1937
Dáin 23. maí 1988
Lát hennar barst norður, þegar
hvítasunnuhátíð var að ljúka og
Siglfírðingar að ljúka fyrsta hluta
70 ára afmælishátíðar kaupstaðar-
ins. Það fór ekki fram hjá nágrönn-
um foreldra Helgu, heiðurshjón-
anna Kristine og Ólafs Þ. Þorsteins-
sonar, að stundin óumflýjanlega var
skammt undan. Þau héldu til HöIIu-
staða til að vera hjá bamabömum
sínum.
Helga fæddist á Siglufírði 30.10.
1937. Hún ólst upp hér ásamt Há-
koni bróður sínum á sérstöku menn-
ingarheimili foreldra sinna, sem í
margra huga em hluti af Siglu-
firði. Ólafur faðir hennar var við
framhaldsnám í skurðlækningum í
Noregi og kynntist hann þar sinni
ágætu konu Kristine sem við hlið
hans byggði hið fallega menningar-
heimili, mótað af víðsýni, menntun
og þroska. Ólafur var yfírlæknir
Sjúkrahúss Siglufjarðar frá 1942
til 1976 eða tæp 35 ár. Bæjarstjóm
Siglufjarðar samþykkti á fundi 29.
október 1976 að gera hann að heið-
ursborgara fyrir frábær störf í þágu
bæjarfélagsins.
Kristine Þorsteinsson lét félags-
mál mikið til sín taka og þótt hún
væri norsk fædd er hún hinn mæt-
asti Siglfírðingur og var m.a. ein
duglegasta driffjöðrin í Kvenfélagi
sjúkrahússins og mörgum öðmm
félögum. Málefni Siglufjarðarkirkju
lét hún sig líka miklu varða og var
formaður sóknamefndar í mörg ár.
Þetta heimili, sem ég hef lítillega
lýst, mótaði Helgu í æsku. Sagt er
að umhverfíð móti manninn. Siglu-
Qorður er umlukinn fjöllum á þrjá
vegu, en opinn til hafs í norðurátt.
Oft blæs köld norðanáttin inn
fjörðinn okkar og andstæða hennar
er hlýr samhugur fólksins sem
byggir bæinn, þátttaka í gleði og
sorg hvers annars.
Eftir að Helga lauk skólanámi á
Siglufirði fór hún I Menntaskólann
á Akureyri eins og svo mörg önnur
ungmenni gerðu frá Siglufírði, og
lauk þaðan stúdentsprófí 1957.
Elín G. Davíðsdóttir
Greif - Minning
Fædd 9. júlí 1935
Dáin 21. maí 1988
Útför vinkonu minnar, Elínar
Guðnýjar Davíðsdóttur Greif, fer
fram frá Dómkirlqunni mánudaginn
30. maí. Ella, en það var hún jafn-
an kölluð af ættingjum og vinum,
lést í sjúkrahúsi í Vínarborg að
morgni laugardagsins 21. maí sl.
Hun hafði átt við vanheilsu að stríða
undanfarin misseri og hafði þurft
að gangast undir tvo erfíða upp-
skurði. Sjúkdómurinn sigraði að
lokam.
Ella var fædd í Reykjavík og þar
SVNDU
FYRIRHYGGJU
SKÓLABÓK
STYRKIR DIG
í NÁMI
Meö sparnaði á Skólabók ávaxtar þú
sumarlaunin og ávinnur þér um leiö lánsréttindi.
Hringdu eða líttu inn og kynntu þér
möguleikana sem hún gefur þér.
■ '• _ • . - .j
SAMVINNUBANKINN
Þjónusta í þína þágu
SUMARKJÖR: H CHEVROLET MONZA
Við erum í sumarskapi og viljum stuðla að því að sem flestir geti farið
í sumarleyfið á glænýjum Chevrolet Monza,fólksbíl sem hæfir íslensku vegakerfi.
Þess vegna gefum við kr. 25.000 í sumargjöf
með hverjum Monza seldum til mánaðamóta.
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300