Morgunblaðið - 29.05.1988, Síða 43

Morgunblaðið - 29.05.1988, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988 Guðrún Ingvars- dóttir - Minning 43 Minninff: Bergur Guðmunds- son fyrrv. kennari Fædd 12. mars 1904 Dáin 14. mai 1988 Þegar kemur að leiðarlokum, kveð ég með trega mína góðu og elskulegu móðursystur, Guðrúnu Ingvarsdóttur, sem nú hefur fengið sína hvfld eftir langan og strangan ævidag. Gunna frænka, eins og hún var alltaf kölluð af okkur systkina- bömunum, var sérstakur persónu- leiki, háttprúð með létta lund og skemmtilegt skopskyn. Ánægjuleg- ar minningar streyma fram frá liðn- um dögum. Allir voru aufúsugestir á hennar heimili, gestrisni í háveg- um, þótt veraldleg efni væru af skomum skammti; oftast var slegið á léttari strengi og hún miðlaði manni af ómældum fróðleik um menn og málefni. Enda þótt lífið væri ekki eintómur dans á rósum, var viðmót frænku minnar alltaf jafn hlýlegt og elskulegt, og maður naut þess að vera í návist hennar. Guðrún fæddist 12. mars 1904 að Bjömskoti á Skeiðum, dóttir hjónanna Gunnvarar Jónsdóttur frá Alfsstöðum á Skeiðum og Ingvars Sigurðssonar frá Skeiðháholti í sömu sveit. Frænka mín ólst upp í stómm systkinahópi, en systkinin vom 9 talsins, 6 drengir og 3 stúlk- ur. Gunna átti eftir að upplifa að sjá á bak öllum sínum systkinum, og nú sameinast hún þessum stóra hópi í dag handan móðunnar miklu. Snemma hefur áhugi ungu sveitastúlkunnar í Bjömskoti vakn- að fyrir tónlistinni, því átta ára gömul er hún farin að spila á harm- Fædd 5. desember 1918 Dáin 16. maí 1988 Bima Bemdsen, eða Binna eins og hún var ávallt nefnd, lést á heim- ili sínu í Needham, Mass, USA, þann 16. maí sl. og fór útför henn- ar fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 25. maí. Ég kynntist Bimu fyrst sumarið 1945 er hún var hér í stuttri heim- sókn hjá foreldrum sínum, hafði þá verið gift í tvö ár eftirlifandi eigin- manni sínum Frederic S. Mann. Skuggi heimsstyijaldarinnar grúfði yfir og eiginmaður Bimu, sem var foringi í sjóher Bandaríkja Ameríku, dvaldist víðsíjarri. Við hjónin höfðum nýlega eign- ast okkar fyrsta bam og nú stóð til að færa það til skímar. Eigin- maður minn, en hann og Bima vom systraböm, óskaði eftir því að Bima héldi litlu stúlkunni undir skím og var það auðsótt mál. Þessi skímardagur líður mér seint úr minni, athöfnin fór fram á heimili foreldra Bimu, Elísabetar og Hendriks Bemdsen, á Öldugötu 6, sr. Friðrik Hallgrímsson skfrði bamið og Bima stóð með það í fang- inu við hliðina á okkur, ljómandi af ástúð. Þá fann ég að þama fór göfug kona. Við nánari kynni komst ég að því hvflíku ríkidæmi Bima bjó yfir, það var samt ekki sá auð- ur „sem mölur og ryð fær grand- að“, heldur sá auður stórbrotinnar manneskju, sem vex því meir sem af er gefið. Síðan þetta var eru liðin 43 ár og mikið vatn hefur mnnið til sjáv- ar, en kærleikurinn sem ríkt hefur milli Bimu og hennar fólks á ís- landi hefur aldrei dvínað, hún er því kvödd með söknuði og þökk. Við hjónin og böm okkar sendum Fred, eftiriifandi eiginmanni Bimu, og sonum þeirra og flölskyldum, systmm hennar og þeirra flölskyld- um innilegar samúðarkveðjur. Edda Jónsdóttir óniku, sem Eiríkur bróðir hennar hafði gefíð henni. Fjómm ámm síðar, þá 12 ára, fer hún berfætt á tveimur jafnfljótum á Þjórsármótið, sem haldið var árlega við Þjórsár- tún, og þar spilaði hún um stund á nikkuna undir fjömgum dansi. Þá hafði Gunna einnig leikið á harmón- ikuna sína á dansleik í Skeiðarétt- um, sem þótti nú heldur saga til næsta bæjar á þeim ámm, að ung stelpa tæki sér fyrir hendur. Ekki er að efa, að mönnum hafi vel líkað spilamennskan því hún fékk 30 krónur greiddar fyrir, sem safnað hafði verið í hatt um nóttina. Þetta vom miklir peningar í þá daga, en ekki urðu greiðslumar fyrir að spila fleiri um ævina. Gunna lék líka oft á böllum á Skeiðunum, sem haldin vom að Húsatóftum. Haustið 1921 flyst frænka mín til Reykjavíkur og býr fyrst hjá Kristni bróður sinum, sem lengi var organisti í Laugameskirlq'u. Hún var í vist um tíma, fór í spilatíma til Kjartans Jóhannessonar ffænda síns og byijaði að læra á orgel. Þar sem hún hafði lítinn tíma til að æfa sig, varð hún að gefa orgelnámið upp á bátinn, en það var henni mikil eftirsjá, þar sem hún hefði eflaust orðið góður orgelleikari, ef aðstæður hefðu leyft. Sem betur fer var Gunna ekki alveg laus við tón- listina, því um svipað leyti kom Kjartan frændi hennar að máli við hana í þeim tilgangi að fá hana til að syngja í Fríkirkjukómum. Eftir nokkra umhugsun sló hún til, en með kómum söng hún síðan um Nú hafa leiðir okkar Binnu skilið að sinni. Við Kristín viljum þakka henni samfylgdina, sem við hefðum gjam- an viljað hafa lengri og markaði djúp spor í sálum okkar. Spor sem eru full af minningum um ást henn- ar, umhyggju og hugrekki. Minn- ingar um bros og hlátur á öllum þeim glöðu stundum sem við nutum með henni og Fred í Boston, sem gerði okkur mun auðveldara að aðlagast þar. Heima hjá þeim var ætíð hlýja og öryggi sem engin orð fá lýst, en við sem urðum henni náin þekkjum svo vel. Þetta em þær minningar sem áfram lifa þótt sorgin og tómarú- mið yfirgnæfi nú. Þetta er sú Binna sem áfram lifír með okkur og við hlökkum til að hitta á æðri stöðum. Megi Guð varðveita hana og blessa að eilífu. Guð gefi Fred og flölskyldu styrk f sorginni og mátt til að lifa áfram án Binnu. Kristín og Fiffi þrjátíu ára skeið. Frænka mín hafði alla tíð mikið yndi af söng, og í kirkjukómum átti hún góðar stund- ir og eignaðist marga trausta vini, enda var Gunna vinsæl með af- brigðum og hrókur alls fagnaðar á góðra vina fundum. Gunna vann í mörg ár í fískvinnu hjá Alliance og þá aðallega á Þor- móðsstöðum við Skeijafjörð, en þar var lengi þurrkaður saltfískur fyrir stríð. Ég minnist þess alltaf, að hún frænka mín útvegaði mér þar mína fyrstu vinnu við að breiða og taka saman saltfisk, en þá var ég innan við fermingu. Seinna réðst Gunna til Sláturfélags Suðurlands og vann þar óslitið um 40 ára skeið, eða þar til hún hætti allri vinnu sökum ald- urs. Hún naut allstaðar trausts og vináttu, jafnt yfirmanna sinna sem og samstarfsfólks, enda vann hún sína vinnu alla tíð af alúð og stund- vísi. Frænka mín bjó alltaf með for- eldrum sínum eftir að þau fluttu til Reykjavíkur, en hún giftist aldr- ei og var bamlaus. Eftir lát foreldr- anna var hún ekki ein á báti, því hún átti góða vinkonu, Vigdísi Giss- urardóttur, en þær stöllur þjuggu saman í lítilli íbúð á Vitastíg 11 í fjölda mörg ár. Svo náið var sam- bandið á milli þeirra, að þegar þær áttu orðið erfitt með að sjá um sig sjálfar í litlu íbúðinni, fengu þær báðar inni á Elliheimilinu Gmnd. Þar fór vel um þær í litlu herbergi og virtust sáttar við lífið og tilver- una. Sl. vetur skildu þó loks leiðir, þegar Gunna var lögð inn á sjúkra- deild Grundar, þar sem hún lést 14. þ.m. Nú þegar kveðjustundin er mnn- in upp, vil ég færa minni elskulegu móðursystur þakkir mínar og fjöl- skyldu minnar fyrir ógleymanlega samfylgd liðinna ára og þá miklu vinsemd, sem hún svo ríkulega miðlaði okkur öllum af alhug og hjartahlýju. Fari frænka mín í friði. Við fráfall hennar er skarð fyrir skildi. Njáll Simonarson NORRÆN ráðstefna um sam- göngur í Færeyjum, Grænlandi og Islandi var haldin þann 18.-19. mai siðastliðinn. Um 80 gestir sóttu ráðstefnuna, sem er sú fyrsta sem fjallar um samgöngur í útnorðri. Halldór Kristjánsson, skrifstofustjóri í samgönguráðu- neytinu, sagði ráðstefnugesti hafa lýst yfir mikilli ánægju með ráðstefnuna, sem þeir vonuðust til að yrði fyrsta skrefið i átt að því að þessar þjóðir ræddu sam- eiginleg málefni. Engar ályktan- ir voru gerðar i lok fundarins. Ráðstefnan var skipulögð af einni af sérfræðinganefndum Norrænu ráðherranefndarinnar, NKTF og var Halldór Kristjánsson, fulltrúi íslands í nefndinni. Tilgangur henn- Fæddur 25. september 1900 Dáinn 5. mai 1988 ::Heim til Qalla::, þar und háum hamrasöium heiðblá Qólan grær í dölum, fossar duna, lítil lóa ljóð sín kveður út um móa; ungur fyrst þar sá ég sól sunnan undir grænum hól. (Guðm, Guðm.) Bergur Guðmundsson fyrrv. kennari lézt á ellideild sjúkrahúss Siglufjarðar, 87 ára að aldri. Hann fæddist á Þrasastöðum, fremsta bæ í Stíflu, einum af fegurstu dölum Skagafyarðar, áður en virkjunar- framkvæmdir lögðu þar nokkrar jarðir í eyði. Örlögin höguðu því svo, að þegar Bergur var átta ára gamall, varð hann að kveðja hinar fögru æsku- slóðir sínar, foreldra og systkini, og hverfa til nýrra heimkynna. Foreldrar hans voru Guðmundur Bergsson bóndi á Þrasastöðum, Jónssonar b.s.st., og konu hans Guðnýjar Jóhannsdóttur, b. á Sléttu Magnússonar. Það óhapp vildi til á Þrastastöð- um, skömmu eftir að sjötta barn þeirra hjóna fæddist, að íbúðar- húsið brann til kaldra kola og fjórar kýr köfnuðu í fjósi. Guðmundur Bergsson, sem var kunnur hagleiksmaður og smiður góður, byggði bæ sinn að nýju með aðstoð vina sinna, sem voru boðnir og búnir til þess að rétta honum hjálparhönd. En meðan á þessum erfiðleikum stóð var Bergur sendur að Hamri í Fljótum, til Bjöms Sölva- sonar og konu hans, Guðrúnar Margrétar Símonardóttur, sem bjuggu þar myndarbúi og höfðu eignast fyögur böm en misst þau öll í bemsku. Þegar að því kom að foreldrar Bergs gátu tekið hann aftur til sín, voru hjónin á Hamri ófús að láta hann fara og sótti Guðrún það fast að fá hann til fósturs, en hún taldi til frændsemi við fyölskylduna á Þrasastöðum. Bergur ólst því upp á Hamri hjá Bimi og frænku, eins og hann kall- aði þau, en auk hans ólu þau hjón UPP þrjá aðra drengi. Bjöm og Guðrún vom bamelsk og gerðu vel við fósturböm sín. Bergur mun hafa saknað foreldra sinna og systkina og fékk að vera með þeim um hver jól fyrstu árin sín á Hamri. Hann hélt síðar nánu sambandi við öll systkini sín og eftir að þau höfðu stofnað sín eigin heimili bjó hann hjá bræðmm sínum meira og minna og bræðrabömum, en Bergur ar var einkum að veita stjómmála- mönnum, embætismönnum, sér- fræðingum og fulltrúum flutninga- og verslunarfyrirtækja, tækifæri til að skiptast á skoðunum um skipu- lag samgangna_ milli Færeyja, Grænlands og íslands, sem og tengsl þeirra við önnur Norðurlönd. I upphafi var gefið yfirlit yfir samgöngur í löndunum 3 en síðan tóku við erindi og umræður um ein- staka samgönguþætti; flug, sigling- ar og ferðamál. Meðal þeirra er fluttu erindi um ferðamál, var Birgir Þorgilsson, framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs. Hann rasddi um möguleika á sam- starfí við hin Norðurlöndin en hann taldi að í stað staðbundinna ferðar- áða í Færeyjum, Grænlandi og ís- kvæntist aldrei. Bergur Guðmundsson lauk kenn- araprófí árið 1926. Han var kenn- ari við bamaskóla Siglufyarðar um árabil og kenndi þar m.a. leikfimi, en hann hafði sótt íþróttanámskeið hjá ÍSÍ. Hann stundaði einnig nám einn vetur við Búnaðarskólann á Hólum og var heimiliskennari þar um tíma. Bergur var tollvörður á Siglufirði og síðar á Norðfírði, en þá bjó hann hjá Jóni bróður sfnum sem er bú- settur þar. Sonur Bergs og Ólínar Kristins- dóttur er Haukur f. 29. júlí 1931. Ólína veiktist og lést þegar Haukur ' var á unga aldri og ólst hann upp á Óslandi í Höfnum hjá Ólafí Ketils- syni og konu hans Steinunni Odds- dóttur og Evu dóttur þeirra hjóna. Böm Hauks Bergssonar vélv. bús. í Reykjavík og Ástu Karls- dóttur konu hans eru: Sigurður tölvufr. kvæntur Kristfnu Axels- dóttur, Ólafur Steinar verkfr. kvæntur Þóm Hafsteinsdóttur, Bergur pípulm. ókv. og Eva sem er yngst og enn f heimahúsum. Bergur Guðmundsson dvaldi síðustu árin á ellideild sjúkrahúss Siglufjarðar ásamt Þorvaldi bróður sínum og Kristjönu konu hans. Þau sakna nú Bergs, sem spilaði við þau_ og stytti þeim stundir með glað- værð sinni og gamansemi. Útför Bergs föðurbróður okkar fór fram frá Siglufyarðarkirkju á björtum og fögram vordegi. Við þökkum honum góðvild og elsku- semi í okkar garð í gegnum árin, og sendum Hauki og fyölskyldu hans innilegar kveðjur. Margrét, Ástrún og Gyða Jóhannsdætur landi, ættu þau að taka þátt í sam- starfi hinna landanna í Norðurálfu. Birgir sagði ferðamál mun styttra á veg komin í löndunum 3 og vera nánast í frambemsku í Færeyjum og Grænlandi. Yfírvöld virtust tæp- lega enn hafa áttað sig á hversu stór tekjulind ferðmál væru. Þá taldi Birgir hæpið að tala um fram- farir í samgöngum milli landanna**’ þar sem álíka tíðar ferðir hefðu verið milli landanna um áratuga skeið. Ráðstefnunni lauk með því að ráðherrar samgöngumála í útn- orðri; þau Lasse Klein frá Færeyj- um, Johanne Petrussen, Grænlandi og Matthías Á. Mathiesen, íslandi ávörpuðu þátttakendur og tókiT’ * síðan þátt í pallborðsumræðum. Binna Bemdsen Mann — Kveðja Fyrsta ráðstefnan um samgöngur í útnorðri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.