Morgunblaðið - 29.05.1988, Page 52

Morgunblaðið - 29.05.1988, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988 atvinna —- atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Tónlistarskólinn á Akranesi óskar að ráða blásarakennara (tréblásturs- hljóðfæri) til starfa næsta vetur. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, vinnu- sími 93-12109 og heimasími 93-11967. Kranamenn Viljum ráða kranamenn á bílkrana (torfæru- krana) og byggingakrana. Framtíðarstörf í boði. Til greina kemur að þjálfa upp menn með litla reynslu. Lágmarksaldur er 24 ár. Skriflegar umsóknir leggist inn á skrifstofu vora fyrir 3. júní. Umsóknum ekki svarað í síma. & BYGGÐAVERK HF. SKRIFSTOFA: REYKJAVÍKURVEG! 60 PÓSTHÓLF 421 -222 HAFNARFIRDI - SlMAR 54644 OG 54643 • NAFNNR11066497 Upplýsingar einnig í síma 44457. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, þroskaþjálfa, og starfsfólk vantar til starfa nú þegar. Hlutavinna - fastar vaktir - afleysingar. Barnaheimili á staðnum. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 35262 milli kl. 10.00 og 12.00 virka daga. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJAVlK Iðjuþjálfi Vinnustaðurinn Örvi, sem er starfsþjálfunar- staður fyrir fatlaða á Kársnesbraut 110, Kópavogi, óskar eftir að ráða iðjuþjálfa til starfa nú þegar. í Örva starfa um 30 fatlaðir einstaklingar í hlutastörfum og auk þeirra starfa þar félags- ráðgjafi, 4 verkstjórar auk forstöðumanns og fulltrúa. Meginmarkmið staðarins er að þjálfa fatlaða til starfa á almennum vinnumarkaði. Áhersla er lögð á stuðning við þá sem fara í almenn störf í samstarfi við atvinnuleit fatlaðra í við- komandi sveitafélagi og við verkstjórn fatlaðra. Iðjuþjálfi hefur umsjón með gerð og fram- kvæmd starfsþjálfunarinnar. Hann annast undirbúning og eftirfylgd starfsmanns í al- mennu starfi. Iðjuþjálfi annast einnig fræðslu og faglega ráðgjöf verkstjóra og starfsfólks í Örva. Umsóknarfrestur er til 15. júní nk. Umsókn- um skal skila til forstöðumanns Örva, Kárs- nesbraut 110, Kópavogi, sími 43277, sem einnig gefur allar nánari upplýsingar. Hárgreiðslufólk - sölumenn Okkur vantar nú þegar hársnyrti á Papillu II og líflegan starfskraft í sölumennsku o.fl. á þekktum hársnyrtivörum. Upplýsingar gefur Linda hjá heildversluninni Rá í síma 641299. Hárgreiðslusveinar - meistarar Hárgreiðslustofa í fullum rekstri til leigu í 3 mánuði eða lengur. Gott tækifæri. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Hár - 886“. Matreiðslumenn Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða faglærða matreiðslumenn til starfa. Um er að ræða einn yfirmatreiðslumann og tvo aðstoðaryfirmatreiðslumenn. Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir berist Varnarmálaskrifstofu Ut- anríkisráðuneytisins ráðningardeild, Brekk- ustíg 39, 260 Njarðvík, eigi síðar en 13. júní nk. Nánari upplýsingar veittar í síma 92-11973. Skrifstofustarf Viljum ráða góðan starfsmann til afleysinga á skrifstofu okkar í sumar. Hér er um mjög fjölbreytilegt starf að ræða. Við leitum að starfsmanni sem: - Lokið hefur stúdentsprófi af verslunar- braut og helst 1. ári í viðskiptafræði. - Er tilbúin að vinna áfram hjá fyrirtækinu á sumrin með námi. - Er stundvís, nákvæmur og léttur í lund. í boði er spennandi og lærdómsríkt starf sem gefur mikla framtíðarmöguleika. Mjög góð vinnuaðstaða. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri KRON á 3. hæð í Kaupstað í Mjódd í síma 675000 milli 10.00-12.00 og 14.00-16.00. Hitaveita Suðurnesja óskar eftir að ráða nú þegar til starfa bygginga- tæknifræðing eða mann með sambærilega menntun. Starfið felst í stjórn hitaveitudeildar H.S., umsjón með ýmsum verklegum fram- kvæmdum á vegum H.S. o.fl. Hæfniskröfur eru að umsækjandi sé mennt- aður byggingatæknifræðingur eða hafi sam- bærilega menntun. Starfsreynsla er nauð- synleg. Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 1988. Umsóknum skal skila á umsóknareyðublöð- um, sem fást á skrifstofu Hitaveitu Suður- nesja, Brekkustíg 36, 260 Njarðvík, og þar eru jafnframt gefnar allar nánari upplýsingar. Framtíðarstarf Sölumaður óskast við rótgróið heildsölufyrir- tæki í Reykjavík. Æskilegt er að umsækjandi geti unnið sjálfstætt og hafi bíl til umráða. Einnig mjög góða framkomu og reynslu í sölumennsku. Meðmæli óskast. Umsóknum skal skilað til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 31. maí merktum: „S - 1588“. Jarðeðlisfræði Vil ráða jarðeðlisfræðing eða mann með sambærilega menntun til að vinna úr jarðeðl- isfræðilegum gögnum í stórum tölvum. Laun eftir taxta ríkisstarfsmanna og vinnutími eft- ir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Freyr Þórarinsson í síma 82074. Trésmiðir óskast Viljum ráða nokkra trésmiði nú þegar. Aðeins vanir trésmiðir koma til greina. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu vorri í } i TFAGHtJShf Smiöjuveóur 11 200 Kópavogur — ® 91-42490 Organisti - tónlistarkennari Organista vantar við Dalvíkurkirkju. Einnig vantar skólastjóra og kennara við Tónlistar- skóla Dalvíkur. Umsókn sendist til Kristjáns Jónssonar, Staðarhóli, 620 Dalvík, sími 96-61351 eða til Jóns Helga Þórarinssonar sóknarprests, Hólavegi 17, 620 Dalvík, sími 96-61685, sem einnig veita nánari upplýsingar. Sóknarnefnd. Fóstrur - fóstrur Fóstrur vantar til starfa hjá ísafjarðarkaup- stað nú þegar eða eftir nánara samkomu- lagi. Ýmsar nýjungar á döfinni, m.a. verður námskeið um uppeldisaðferðina frá Reggio Emilio í haust. Útvegum húsnæði. Upplýsingar um kaup og önnur kjör hjá félagsmálastjóra í síma 94-3722. Félagsmálastjóri. Kennarar Snælandsskóla í Kópavogi vantar kennara næsta skólaár sem hér segir: Þrjá kennara í kennslu yngri barna eftir hádegi. Kennara í dönsku og bókfærslu í 9. bekk. Tvo kennara í hálft starf frá 1. október til 28. febrúar. Einn kennara í starf frá 1. október til 31. maí. Kennara í hálft starf frá 1. nóvember til 31. mars. Upplýsingar í skólanum í síma 44911, hjá skólastjóra í síma 77193 eða hjá yfirkennara í síma 43153. Skólanefnd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.