Morgunblaðið - 29.05.1988, Síða 67

Morgunblaðið - 29.05.1988, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988 6*5 hætti og myrti næst 43 ára sænska dóttur götunnar, Elísabetu („Löngu Lísu“) Stride, kl. 1 eftir miðnætti 30. september 1888, þremur dögum eftir að hann storkaði lögreglunni með bréfi sínu. Hún var aðeins skor- in á háls. Götusali virðist hafa komið morðvarginum að óvörum þegar hann ýtti handvagni sínum inn í bakport Alþjóðaklúbbs verka- manna við Commercial Road, en Kobbi hvarf út í þokuna. Tæpri klukkustundu síðar risti hann fjórða fómarlambið á hol: Kate Eddowes, miðaldra, bág- stadda og drykkfellda vændiskonu, sem hafði verið sleppt úr fanga- klefa fyrr um kvöldið og hrópað í kveðjuskyni „Bless, besefar!" Leð- ursvunta hennar fannst skömmu síðar við inngang í ijölbýlishús í Goulston-stræti og á vegginn hafði verið skrifað með krít: „Gyðingum verður ekki kennt um neitt." Af einhveijum ástæðum var þessi dul- arfulla áletrun afmáð „samkvæmt skipun að ofan“. Fátt þótti lýsa Kobba kviðristi eins vel og að hann sendi nýrað í pósti til George Lusks, formanns Swanson: „Vissi allt um málið“ og grunaði Kosminski. Athugasemd Swansons lögre- gluforingja: „Kosminski var hinn grunaði.“ þegar síðasta morðið var framið. Kenningin um Eddy prins var fyrst sett fram 1970 ásamt nýjum upplýsingum um morðin í greininni „Lausn?“ eftir skurðlækninn Thom- as Stowell, sem birtist í The Criminologist Hann nefndi engin nöfn, en kenning hans vakti upp- nám. Seinna sá hann eftir öllu saman og sagði sorgbitinn: „Það vakti aldrei fyrir mér að reyna að skaða Qölskyldu, sem ég met mik- ils.“ Hann lézt nokkrum dögum síðar. _____þetta er lokasvar- ið“ Laust fyrir 1960 viðaði sjón- varpsmaðurinn Daniel Farson að sér efni í bók um Kobba kviðristi (sem kom ekki út fyrr en 1972) og fékk þá að kynna sér minnisblöð Sir Melvilles Macnaghten, sem var yfirmaður rannsóknarlögreglunnar (CID) eftir að Whitechapel-morðin voru framin. Samkvæmt þessum gögnum lágu þrír menn undir grun: — Mikael Ostrog, rússneskur ÍTWn MOÍtEWHITECHAPEL HORRORS.WtÍEN WILLtheMURDERER BECAPTURED ? WATKI rö%SSlSTA\tC HESCENE Oti '■nBERNER „Tvöfalt morð“, 30. september 1888: Langa Lisa myrt I bakporti við Berner-stræti, lik Kötu Eddowes finnst á Mítutorgi, Watkins lögreglu maður kallar á þjálp og uppi verður fótur og fit. sjálfskipaðrar löggæzlusveitar borgara í Whitechapel, sem tók sér vald til að refsa honum, með svo- felldum skilaboðum: „Héðan úr helvíti sendi ég yður, herra Lusk, helminginn af nýranu, sem ég tók úr konu og geymdi handa yður, en hinn helminginn steikti ég og át með góðri lyst.“ Allar götur síðan hafa grófar stafsetningarvillur í þessu stutta bréfí vafízt fyrir mönn- um. Mánuður leið án þess að nokkuð gerðist og Lundúnabúar drógu and- ann léttara, en Kobbi kviðristir hafði ekki kórónað myrkraverkin í Whitechapel. Það gerði hann þegar hann fylgdi „Svörtu Maríu“ Kelly til leiguherbergis hennar síðla kvölds 8. nóvember 1888. Hún var 25 ára gömul og því miklu yngri en hinar vændiskonumar sem höfðu verið myrtar, fallegri, geðugri og betur stæð. Kviðristirinn gaf sér góðan tíma til að ganga í skrokk á henni í bókstaflegri merkingu og dreifa innyflunum um herbergið. Þetta var fímmta og síðasta fómar- lamb Qöldamorðingjans og þegar ljóst mátti vera að morðfaraldrinum væri lokið spurði fólk: Svipti morð- inginn sig lífí? Svartigaldur? Svartigaldur hefur stundum verið nefndur í sambandi við morðin í Whitechapel og ein kenningin er sú að Kobbi kviðristir hafí verið drykk- felldur blaðamaður, sem fiktaði við háttar í tómstundum. Ýmsir læknar hafa verið tilnefndir og sum- ir hafa talið að morðinginn hafí verið erindreki Rússakeisara. Brjál- aðir slátrarar, lögfræðingar, eitur- byrlarar, listmálarar, spjátmngar og öreigar hafa verið taldir líklegir, að ógleymdum bijáluðu ljósmóður- inni og hertoganum, sem áður var getið. Nokkrir hafa reynt að skella skuldinni á lækninn Sir Arthur Conan Doyle, höfund sagnanna um Sherlock Holmes, sem komu fyrst fyrir almenningssjónir ári áður en kviðristirinn lét til skarar skríða. í bók, sem mun koma út á næsta ári, heldur kanadískur höfundur, Donald Bell, því fram að læknir frá Skotlandi, Thomas Neill Cream, hafí verið morðinginn. Virtur rit- handarsérfræðingur, Derek Davis, sem kannaði málið fyrir The Times, tekur í sama streng. Davis hefur rannsakað bréf, sem birtust í tfmaritinu The Criminolog- ist (Afbrotafræðingurinn) 1975. Eitt þeirra var bréfíð til Lusks, sem var talið ófalsað. Annað bréf, sem var undirritað „Kobbi kviðristir", er talið falsað. Vitað var að hin bréfín vom frá Cream. Davis telur að einn og sami maðurinn hafí skrif- að bréfið til Lusks og bréfið, sem var undirritað „Kobbi kviðristir", auk hinna bréfanna. Sem sagt: „Cream var sökudólgurinn.“ Bell styðst við framburð Georges Hutchinson, verkamanns sem elti sfðasta fómarlamb kviðristisins, „Svörtu Önnu“. LýsingHutchinsons á manni, sem hann sá fylgja henni heim, gat átt við Cream. Sá galli er á gjöf Njarðar að Cream var eiturlyfjabyrlari, en hinztu orð hans á gálganum vom: „Eg var Kobbi____“ A þessari kenningu er einnig sá annmarki að talið er að Cream hafi setið í fangelsi í Joliet, Illinois, þegar kviðristirinn gekk berserksgang í Lundúnum, en Bell segir að algengt hafi verið að fang- ar hafí greitt stórfé til að fá staðgengla til að sitja inni fyrir sig. Eddy prins? Kunnur höfundur, Stephen Knight, setti fram flókna tilgátu um að morðin hefðu verið samsæri frímúrara, listmálarans Walters Sickert, einkalæknis drottningar, Sir Williams Gull, sonarsonar Vikt- oríu drottningar — hertogans af Clarence — einkakennara hans, J.K. Stephens, og „geðveiks ekils“. Sam- kvæmt kenningunni var Gull „bijálaður frímúrari". Albert Játvarður („Eddy“ prins), hertogi af Clarence (1864-1892)), var eldri sonur Játvarðar VH og furðufugl. Samkvæmt kenningunni kvæntist Eddy á laun kaþólskri stúlku af lágum stigum og vændis- konumar, sem vom myrtar, reyndu að kúga út úr honum fé. Auðvelt var að hrekja þessa kenningu, sem var langsótt og augljóslega lygi, og sýna að prinsinn hafði fjarvistar- sönnun. Hann var í Balmoral-höll 30. september, þegar Langa Lísa og Kata Eddowes vom myrtar, og í Sandringham-höll 9. nóvember, læknir og morðfíkinn vitfírringur, sem hafði verið dæmdur og var fluttur á geðveikrahæli; — Aaron Kosminski, pólskur gyðingur, búsettur í Whitechapel, sem hafði verið bijálaður í sex ár og ógnað systur sinni með hnífí, hataði vændiskonur og var lagður í geðsjúkrahús 1889; — Montague Jchn Dmitt, sem Sir Melville taldi gmnsamlegastan og lýsti m.a þannig: „... hann er læknir af allgóðum ættum og lfk hans fannst á floti f Thames 3. desember — Samkvæmt upplýs- ingum, sem ég hef aflað mér í kyrrþey, er ég í litlum vafa um að fjölskylda hans hafði hann gmnað- an um að vera morðinginn í Whitechapel; því var haldið fram að hann væri kynferðislega brengl- aður.“ Andlát Dmitts var ekki skráð fyrr en 2. janúar 1889 og Farson telur að Macnaghten hafí skjátlazt um a.m.k tvennt. Farson segir í Sunday Telegraph að Dmitt hafi verið „31 árs gamall, tmflaður á geðsmunum, misheppnaður lög- fræðingur og kennari (hann var rekinn þegar morðin stóðu sem hæst), en ekki læknir. Faðir hans var hins vegar skurðlæknir og tveir frændur hans líka. Dmitt hafði því aðgang að skurðhnífí, sem trúlega var morðvopnið". Þegar Farson skýrði sjúkdóma- fræðingi innanríkisráðuneytisins frá niðurstöðu sinni sagði hann: „Ég er viss um að þetta er lokasvarið.“ Rithöfundurinn Colin Wilson stóref- ar það hins vegar f einni hinna nýju bóka um Kobba kviðristi, því að Druitt lék krikket sex tímum eftir að Annie Chapman var myrt 8. sept. 1888. í ritdómi segin „Hafí einhveijir ekki vitað það fyiT að t krikkettleikarar fremja ekki Qölda- morð vita þeir það nú!“ Vaxmyndasafn Tussauds lét heldur ekki sannfærast og hafnaði tillögu Farsons um að mynd af Druitt í krikket-búningi yrði komið fyrir á veglegum stað í „hryllingsdeildinni" fyrir aldarafmælið að ári. Ekkert fær þó haggað þeirri bjargföstu trú Farsons að Dmitt sé kviðristirinn og hann segir að lögreglan hafí verið sama sinnis. Maðkur í mysunni Upplýsingar þær sem Daily Tele- graph komst yfír í haust gefa annað til kynna og sýna málið í nýju Ijósi. Eins og blaðið bendir á fékk það „aðgang að fyrsta beina sönnunar- gagninu í málinu frá einum þeirra manna, sem tóku þátt f rannsókn lögreglunnar á sínum tíma“. Heimildarmaður Daily Telegraph er sonarsonur Donalds Swanson yfírlögregluforingja, sem tók þátt í stjóm leitarinnar að kviðristinum á sínum tíma. Hann átti f fórum sínum bók með endurminningum Sir Roberts Anderson, yfírmanns rannsóknarlögreglunnar (CID), þegar morðin í Whitechapel vom framin. Þar kveður Sir Robert það „staðreynd, sem rækilega hefur verið gengið úr skugga um“, að morðinginn hafi verið pólskur gyð- ingur) en segir að eini maðurinn, sem hafi getað virt hann vel fyrir sér, hafi ekki fengizt til að bera vitni. Þetta var „sýnd veiði en ekki gefín", því að Sir Robert þvertók fyrir að nafngreina morðingjann, þar sem „sú leið yrði ekki almenn- ingi til heilla“. En Swanson yfírlög- regluþjónn skrifaði nafn kvennamorðingjans á minnisblað, sem hann undirritaði og kom fyrir aftast í eintaki því af bók Sir Ro- berts, sem hann átti. Swanson segir að pólski gyðing- urinn hafi verið Kosminski — einn þremenninganna sem Macnaghten taldi gmnsamlegasta eins og Far- son gróf upp; að maðurinn, sem neitaði að nafngreina Kosminski, hafi einnig verið gyðingur, sem vildi ekki „hafa það á samvizkunni" að Kosminski yrði hengdur; að fylgzt hafi verið með Kosminski dag og nótt og að hann hafi verið sendur með stuttu miliibili á vinnuhæli í Stepney og síðan, í marz 1889, á svokallað Colney Hatch-hæli, þar sem hann hafi látizt skömmu síðar. Sfðbúinn framburður Swansons virðist gera að engu allar þær flóknu og stundum langsóttu tilgát- ur um hver Kobbi kviðristir hafi verið, á sama tíma og nýtt líf hefur færzt í þær skömmu fyrir aldaraf- mæli morðanna. í Daily Telegraph segin „Margar þessar getgátur hafa verið svo skemmtilegar og lýst svo mikilli hugkvæmni að sú kenn- ing kann að virðast hversdagsleg, leiðinleg og jafnvel dapurleg að morðinginn hafi bara verið bijálað- ur og morðóður gyðingur úr East End, en hún virðist langlíklegust." Swanson fékk í hendur hveija ■ einustu skýrslu um Kobba kviðristi og hafí einhver vitað hver hann var var það Swanson. Málið liggur þó ekki alveg ljóst fyrir eins og Te- legraph sýnir fram á. Swanson skrifaði minnispunkta sína 20 árum eftir að morðin voru framin og sumt í þeim kemur ekki heim við önnur sönnunargögn, einkum tímasetn- ingar. Nafri Kosminskis fínnst á skrám Colney Hatch-hælisins, en hann var ekki lagður inn fyrr en 1891 og lézt ekki fyrr en 1919. Lítið fór fyrir honum á hælinu og ekkert benti til þess að hann hataði vændiskonur. „Kobba-fræðingar“ verða ekki seinir að benda á þetta og fleiri vafaatriði og þeim verður ekki skotaskuld úr því að senda frá sér fleiri djúphugsaðar kenningar um Whitechapel-morðin og Kobba kviðristi. GH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.