Morgunblaðið - 03.08.1988, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.08.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 17 Ingegerd Nilsson í lokaatriði óperunnar. allt er tónninn mannlegur, þar sem ósætti og sátt togast á án þess þó að halli um of á annan veginn. I lok verksins rís manneskjan upp úr sorginni, afklæðist skugga henn- ar og lifir. „Þú ert ávallt hjá mér, aðeins stund er millum okkar og tíminn er gegnsær, eins og gler.“ Flutningstími óperunnar er rétt- ur klukkutími og þrátt fyrir að verk- ið væri flutt sem einn þáttur, er efnisskipanin fjórþætt. Verkið hefst á „Prolog", eins konar samtali hjón- anna. Ifyrsti þáttur er svo dauða- stríð mannsins, sjúkrahúsið, heim- sóknartíminn, óráðshjal en lokaorð hans eru: „Ég finn, er ég einhvem tíma kemst úr þessu fangelsi, stendur þú og bíður eftir mér.“ Annar þáttur er eintal konunnar en í þriðja þætti tekst hún á við sorgina. Þannig er heildarform óperunnar, að forspjallið er dúett, fyrsti þáttur kvartett, annar eintal og þriðji kvartett. Frá leikrænu sjónarmiði kann að virðast lítið um að vera og í uppfærslu verksins var lögð áhersla á einföld form leik- myndar. Þrír segldúkar voru strengdir frá gólfi upp í loft og einn snjáður leðurstóll stóð á miðju svið- inu. Um þess einföldu leikmynd léku ljósin og mynduðu áhrifamikið sam- band flöktandi skugga og ljósflæðis við leikverkið og tónlistina. Leik- stjórinn stýrði framvindu verksins með einföldum og oft áhrifamiklum uppsetningum söngvaranna en gætti þess einnig að skiptingamar væru tengdar saman með markviss: um hreyfíngum söngvaranna. í heild var leikmyndin því einkar stílföst og samofín texta og tónlist. Tónlist Karólínu Eiríksdóttur er Karólína Eiriksdóttir. einföld og skýr og víða mjög áhrifa- rík. Tónferli söngraddanna er lag- rænt og á köflum tóntegundabund- ið í gerð en meira leikið með frjálsa tónskipan í hljómsveitinni. Stundum er „tematíkin" í hljómsveitarrödd- unum þó nokkuð of áberandi, eins og t.d. þegar ein tónhugmynd er notuð sem þrástef verður aðferðin jafnvel svo ljós að hún greinir sig frá og dregur athygli hlustandans frá söngnum. í nokkrum samsöngs- atriðum náði Karólína að leika með feikna falleg tónbrigði og samspil söngs og hljómsveitar var oft mjög áhrifamikið. Gagnsær ritháttur Karólínu á hér einkar vel við í sam- spili söngs og hljómsveitar. Upphaf óperunnar er mjög fal- legt. Konan situr ein í leðurstólnum en skuggamynd mannsins birtist á tjaldinu fyrir aftan hana. Þau heija sönginn án undirleiks á orðunum „Þú ert“. Þeim er svarað með þýðri klamettlínu og þannig lætur Kar- ólína sönglínumar oft heyrast án undirleiks, svo að samspil hljóm- sveitar og söngvara myndar eins konar tilfínningalegt samtal, eins og t.d. í niðurlagi verksins með samspili fíðlu og söngraddar, er konan syngur: „Þú ert svo samgróinn mér að ég dey og ég dey með þér.“ ... Flytjendumir stóðu sig frá- bærlega vel. Einkum var söngur Ingegerd Nilsson áhrifamikill, þó söngur hinna væri ömggur og kunnáttusamlega útfærður. Hljóm- sveitin var ágæt en sýningunni stjómaði Per Borin af miklu öryggi. Með óperunni Nágon har jag 'sett, hefur Karólína Eiríksdóttir unnið markverðan listasigur og vonandi verður óperan flutt heima á íslandi hið fyrsta. Þú safnar liði og vinnur utanlandsferð í Fjarka-bónus Safnaðu Fjörkum með nöfnum sjö mismunandi landsliðs- manna í handknattleik eða sex mismunandi stórmeistara í C A A skák og þú færð Fjarka-bónus, utanlandsferð að eigin vali j Saga ciass með Flugleiðum. CLASS Þú ert fljótari að fá vinning ef þú færð þér fjóra Fjarka í einu. Það vinna fleiri í Fjarkanum - fjórði hver Fjarki ber að jafnaði vinning. Fáðu þér fjóra Fjarka í einu. .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.