Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988 Svör við spurningnm náttúruverndarfélaga til ráðherra í ríkisstjórn ÞRENN samtök áhugamanna um umhverfis- og náttúruverad sendu 18. aprfl síðastliðinn ráðherrum spurningar um hvernig miðaði fram- kvæmd stefnu ríkisstjómarinnar i umhverfismálum, eins og hún birtist í starfsáætlun hennar. Vitnuðu samtökin orðrétt í áætlunina og inntu eftir efndum á þeim fyrírheitum sem þar eru gefin. Undir fyrirspurnina rita formenn Skógræktarfélags íslands, Hulda Valtýs- dóttir, Landverndar, Þorleifur Einarsson, Lifs og Lands, Herdis Þorvaldsdóttir, og Sambands islenskra náttúravemdarfélaga, Lára G. Oddsdóttir. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra svaraði spurning- unum i siðustu viku og birtast svör hans hér. Spurt er: Hvar er á vegi statt frumvarp til almennra laga um umhverfismál og um að samræming þeirra verði falin einu ráðuneyti? Svar: Frumvarp um samræmda yfirstjóm umhverfismála var kynnt þingflokkum skömmu fýrir þinglok vorið 1988. Skipuð var þriggja manna ráðherranefnd til að und- irbúa framlagningu frumvarps í þingbyijun í haust. í nefndinni eiga sæti Matthías Á. Mathiesen, Jo- hanna Sigurðardóttir og Guðmund- ur Bjamason. Spurt en Hver vinnur að áætl- anagerð um nýtingu landsins sem miði að því að endurheimta, varð- veita og nýta landgæðin á hag- kvæman hátt? Hvemig miðar því starfí? Svar: Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins vinna að gróður- vemdarmálum, skv. þeim megin- markmiðum að landgæði séu varð- veitt og nýtt á hagkvæman hátt. Eins og fram kemur í ritinu „Landnýting á íslandi og forsendur fyrir landnýtingaráætlun" sem gef- ið var út af landbúnaðarráðuneytinu í maí 1986, var sú nefnd sem að því vann sammála um að eðlilegt væri að Skipulag ríkisins ynni að gerð landnýtingaráætlunar í sam- ráði við fulltrúa Alþingis, ráðuneyta og ríkissstofiiana. Spurt er: Hvaða hugmyndir hafa verið settar fram um að rfkisjarðir verði nýttar til útivistar, skógrækt- ar og orlofsdvalar fyrir almenning þar sem því verður við komið? Svar: Gerð hefur verið athugun á vegum landbúnaðarráðuneytisins, í samráði við Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins, hvar lönd, sem nefndar stofnanir hafa forræði á, eru tiltæk í framangreindu skyni Ráðuneytinu hefur borist skýrsla um málið, sem hefur nokkuð verið kynnt, en málið er í frekari vinnslu. Ráðuneytið mun, þegar ríkisjarð- ir losna úr ábúð, gefa kost á þeim til afnota skv. framanskráðu. Þannig hafa Skógræktarfélagi Reykjavíkur verið leigðar tvær jarð- ir, Fell og Álftagróf í Mýrdal, til skógræktar og útivistar. Skógrækt- arfélag Rangæinga hefur á sama hátt fengið leigða ríkisjörðina Kot- völl í Hvolhreppi. Þá hefur Skóg- ræktarfélagi Mosfellshrepps verið leigð til skógræktar rúmlega 40 ha landspilda úr jörðinni Þormóðsdal f Mosfellshreppi. Sumarbústaðasvæði úr landi Ketlu (Ketilhúshaga) á Rangárvöll- um hefur verið skipulagt í samráði við sveitarstjóm Rangárvallahrepps og auglýst til úthlutunar. Ráðuneytið hefur auk þess gert Qölda leigusamninga víða um land, um orlofshúsalóðir, sem em f sam- ræmi við nefnt ákvæði úr starfs- áætlun ríkisstjómarinnar. Spurt er: Hvað er að gerast í sambandi við umhverfísmálin í hinni ört vaxandi atvinnugrein, fiskeldinu. Er verið að kanna um- hverfisáhrif atvinnufyrirtækja al- mennt? Svar: í reglugerð nr. 390/1985, um starfsleyfí fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér meng- un, vom sett ákvæði er skylduðu fiskeldisfyrirtæki til að afla sér starfsleyfa. í dag þurfa því öll slík fyrirtæki starfsleyfí ráðuneytisins en tillögur að starfsleyfum koma frá Hollustuvemd ríkisins og em þær unnar í samráði við Náttúm- vemdarráð, Siglingamálastofnun, heilbrigðiseftirlit viðkomandi sveit- arfélaga og aðra aðila, eftir því sem ástæður þykja til. Öllum starfsleyf- um fylgja skilyrði um mengunar- vamir, enda um vemlega lífræna mengun frá slíkri starfsemi að ræða. Á vegum Hollustuvemdar rfkisins er unnið að setningu nánari reglna um þau skilyrði sem fiskeld- isfyrirtæki þurfa að uppfylla til þess að geta fengið starfsleyfi. Rétt er að geta þess að mengunar- vamareglugerð, sem setja á skv. 3. gr. Iaga nr. 109/1984, um holl- ustuhætti og heilbrigðiseftirlit, og unnið var að f stjómskipaðri nefnd, er til frekari fyriigreiðslu hjá stjóm Hollustuvemdar rfkisins og er reiknað með að hún taki gildi frá og með nk. áramótum. Engin sérstök könnun hefur ver- ið gerð á umhverfísáhrifum at- vinnufyrirtækja. Hins vegar gildir áðumefnd reglugerð um tæki sem geta valdið mengun og em þau starfsleyfisskyld. Slfkum starfsleyf- um fylgja ákvæði um mengunar- vamir, og má sem dæmi nefna að þegar hafa flestar síldarverksmiðjur í landinu slík starfsleyfi, þar sem m.a. em sett skilyrði um hreinsun reyks og um lykteyðingu, og koma þau til framkvæmda smám saman. Er reiknað með að allar fiskimjöls- verksmiðjur hafí varanlegar meng- unarvamir innan nokkurra ára. Sama gildir um aðrar verksmiðjur er valdið geta vemlegri mengun. Spurt er: Er unnið að skipulagn- ingu á ferðamálum? Svar: Ferðamálayfírvöld era mjög fylgjandi því að stefnumörkun og skipulagning ferðamála sé í fullu samræmi _við umhverfísvemdar- sjónarmið. í 1. gr. laga um skipulag ferðamála segir: Tilgangur laga þessara er að stuðla að þróun ferðamála sem at- vinnugreinar og skipulagningu ferðaþjónustu fyrir íslenskt og er- lent ferðafólk sem mikilvægs þáttar í íslensku atvinnu- og félagslífi, bæði með hliðsjón af þjóðhagslegri hagkvæmni og umhverfisvemd. I samræmi við þennan tilgang laganna er hlutverk Ferðamálaráðs m.a.: — Samstarf við Náttúmvemdar- ráð og aðra hlutaðeigandi aðila um að umhverfí, náttúm- og menning- arverðmæti spillist ekki af starfsemi þeirri sem lögin taka til. — Fmmkvæði að fegran um- hverfis og góðri umgengni á við- komu- og dvalarstöðum ferðafólks. Samstarf við einkaaðila og opinbera aðila um snyrtilega umgengni lands í byggðum sem óbyggðum. Töluverður hluti af starfsemi Ferðamálaráðs lýtur' að þannig umhverfisvemd. Nýlega skilaði áliti nefnd sem Matthías Á. Mathiesen samgöngu- ráðherra skipaði til að ijalla um ýmsa þætti ferðaþjónustu á íslandi. í tillögum nefndarinnar er m.a. hvatt til að settar verði reglur hið fyrsta á grundvelli 2. mgr. 13. gr. iaga um náttúmvemd, um að eftir- lit með akstri utan vega verði stór- aukið og sektir vegna slíks aksturs verði hækkaðar. Mikilvægt er einn- ig að bæta merkingar og leiðbein- ingar. Ennfremur er lagt til að tak- markaður verði innflutningur ferða- manna á bifreiðum með drifí á öllum hjólum og verði hann takmarkaður við ákveðna hámarksþyngd. Spurt en Hvað er fyrirhugað að bæta í eftirliti með losun hættu- legra efna? Svar: Losun olíu í sjó, hvort sem er beint eða óbeint, er óheimil á hafsvæði innan þriggja sjómflna frá gmnnlínum landhelginnar, nema um sé að ræða olíublandað vatn, sem leiðir af eðlilegum rekstri. Heimilt er að setja reglur um losun olíu og olíublandaðs vatns í sjó frá skipum utan þriggja sjómflna frá gmnnlínum landhelginnar. Losun lýsis eða grútar í sjó er óheimil. Við veitingu starfsleyfa til sfldar- verksmiðja er það skilyrði sett, að þær taki við fyrsta skolvatni úr lest- um skipa, sem hjá þeim hafa land- að. Ráðherra er heimilt að setja reglur er takmarka losun annarra efna í sjó frá landi, vegna mengun- ar sem þau geta valdið í sjó. Hér er átt við efni, eftiasambönd og úrgang, sem viðurkennt er að valdi öðmm fremur alvarlegum áhrifum á lífríki, og/eða nýtingu hafsins. Fjallað er um vamir gegn meng- un hafsins í þremur alþjóðasamn- ingum; Alþjóðasamningi frá 1972 um vamir gegn mengun vegna los- unar úrgangsefna og annarra efna í sjó, Samningi frá 1974 um vamir gegn mengun sjávar frá landstöðv- um, og Alþjóðasamningi um vamir gegn mengun sjávar vegna losunar úrgangsefna frá skipum og flugvél- um. Emilía Emilía Stefua ríkisstjómarinn- ar í umhverfismálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.