Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MDÐVKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988 V 45 Breiðabnk lagði KR í hörkulelk BREIÐABLIK og KR, tvö bestu iiðin á þessu Gull&Silfur móti, mættust í úrslitum að þessu sinni. Þessi lið hafa oft eldað grátt silfur saman í stúlkna- knattspyrnu og á þessu varð engin undantekning. Breiða- blik stóð uppi sem sigurvegari og það var markamaskínan mikla Hrafnhildur Gunnlaugs- dóttir sem tryggði liði sínu sig- ur með góðu marki undir lok leiksins. Leikurinn byijaði frekar rólega og virtust stúlkumar í báðum liðum vera frekar taugaóstyrkar. Baráttan um boltann var því mest á miðju vallarins og þegar upp að vömunum kom var engin áhætta tekin. Unnur María í vöminni hjá Breiðablik var örugg og hleypti engir í gegn. Sara Smart, besti leikmaður KR, gerði þeim þó oft skráveifu í vöm- inni en inn vildi boltinn ekki. Hinu megin var Kristín Jónsdóttir mark- vörður KR öryggið uppmálað og hirti alla bolta sem að teignum komu. Flestir vom nú famir að bíða eftir framlengingunni þegar sigur- markið kom. Hár bolti barst inn að KR vöminni og vamarmennimir náðu ekki að stýra boltanum til Kristínar í markinu. Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir kom þá eins og eimreið og náði að rífa sig í gegnum vömina með miklu harðfylgi og skora með föstu skoti í KR markið. Fögnuður Blikastúlknanna var því mikill enda vom þær flestar famar að kvíða framlengingu. Bæði KR og Breiðablik spila mjög skemmtilega knattspymu og em margar mjög góðar knattspym- ustúlkur þar inn á milli. Ef rétt er á málum haldið hjá þessum félögum er líklegt að þessar stúlkur muni beijast um íslandsmeistaratiltil í meistaraflokki innan fárra ára. Bestar hjá KR vom þær Sara Smart og Kristín í markinu og verð- ur hún ekki sökuð um markið. Hjá Breiðablik var Unnur María góð í vöminni og Hrafnhildur var ógn- andi í sókninni enda varð hún markahæsta manneskjan í mótinu. Þess má geta að faðir hennar er hinn lipri knattspymumaður Gunn- laugur Helgason, sem gerði garðinn frægan hjá Breiðablik um árabil Morgunblaðið/Andrés Hart barist f leik ÍA og Hauka á GuII&Silfurmótinu í Kópavogi um síðustu helgi. Morgunblaðið/Andreá Liöln sem léku um þriðja og flórða sætið. Valsstúlkumar, sem sigmðu, em f fremri röðinni en stúlkumar úr Keflavík em fyrir aftan. Viðurkenningin komméráóvart - segir Katrín Jónsdóttir sem valin var besti leikmaður 4. flokks KATRÍN Jónsdóttir var valin besti leikmaðurinn í 4. flokki kvenna. Hún varð þar að auki sú markahæsta og skoraði hvorki meira né minna en 24 mörk í 6 leikjum, eða 4 mörk að meðaltaii í leik. Katrín er 11 ára gömul og hefur spilað knattspyrnu í fjögur ár. Hún vakti athygli fyrir góða bolta- tækni og óeigingjarnan leik. Það kom iðullega fyrir að hún gaf boltann á samherja í stað þess að reyna að skora sjálf. Við ræddum aðeins við þess snjöllu knattspyrnustúlku. Eg hef búið síðustu flögur ár í Noregi með foreldmm mínum [faðir hennar Jón Óttar Karlsson er aðstoðarþjálfari meistaraflokks Breiðabliks. Innskot blm.] Þar bauð vinkona mín mér að koma á knatt- spymuæfíngu og þá fékk í fótbolta- bakteríuna." „Það kom mér á óvart að vera valinn besti leikmaðurinn á þessu móti, en það var ánægjuleg viður- kenning. Ég stunda ekki neinar aðrar íþróttir, enda er ágætt að einbeita sér að einni íþróttagrein. í Noregi er kvennaknattspyrnan á mun hærra plani en hér á íslandi. Hinsvegar er gott starf unnið fyrir stelpumar hjá Breiðablik og gaman að vera með besta liðinu í þessum aldursflokki." Þar með var Katrín Jónsdóttir rokin til hinna stúlknanna f liðinu sem biðu spenntar að skoða marka- drottningarbikarinn og bikarinn fyrir að vera valin besti leikmaður Gull&Silfur mótsins 1988. Gull & SilfurmótlA Úrslitalcikir; I. -2. UBK-KR.......................1:0 3.-4. Valur-ÍBK.....................4:2 5.-6. Aftureld.-Týr.................0:2 7.-8. ÍA-KA.........................2:0 9.-10. Reynir-Tindastóll............0:0 II. -12. Stjaman-Haukar.............2:2 13.-14. Grindavík-FH................3:0 15.-16. Þór-UBKb....................6:0 Lokastaða í 3.flokki: 1. Breiðablik, 2. KR, 3. Valur, 4. ÍBK, 5. Týr, 6. Afturelding, 7. ÍA, 8. KA, 9.-10. Reynir og Tindastóll, 11.-12 Stjaman og Haukar, 13. Grindavfk, 14. FH, 15. Þór, 16. UBKb (kom í stað Fyikis sem mætti ekki til leiks). Lokastaða f 4. flokki: 1. Breiðablik, 2. ÍA, 3. Grindavfk, 4. Haukar. Besti leikmaður: Unnur María Þorvaldsdóttir UBK 3.fl. og Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir UBK 4. fl. Markadrottningar: Katrín Jónsdóttir UBK 4.fl. og Katrín Jóns- dóttir UBK. Morgunblaðiö/Andrés Katrín Jónsdóttlr úr Breiðabliki var valin besti leikmaður í 4. fíokki og sést hér með viðurkenningu sem hún hlaut af þvf tilefni. Þrumu-' mark Elínar tryggdi. Val 3. sætið Valursigraði ÍBK 4:2 ÞAÐ voru liö Vals og ÍBK sem spiluðu um þriöja og fjórða sætið. Bæði liðin höfðu naumlega misst af úrslitaleiknum, Valur tapaði 2:1 fyrir Breiðablik og ÍBK missti af úrslitum vegna m' þess að þær höfðu lakara markahlutfall en KR. Leikur ÍBK og Vals var jafn og spennandi og þurfti að framlengja hann til að knýja fram úrslit. Keflvíkingamir virkuðu sterkari í byijun og virtust ætla að vinna öruggan sigur. Það var besti leikmaður þeirra, Olga Færseth, sem skoraði fyrsta markið í leiknum. En Valsmenn hresstust og þeirra besti leikmaður Berglind Jóns- dóttir jafnaði leikinn fyrir leik- hlé. ^ ÍBK hélt áfram að sækja og Sunna Sigurðardóttir bætti við öðru marki. Nú héldu flestir áhorfendur að bjöminn væri unninn fyrir Suðumesjastúlk- umar, en þær rauðklæddu vom á annari skoðun. Berglind Jóns- dóttir bætti við öðru marki sínu og því þurfti að framlengja. í framlengingunni virtist allur vindur úr IBK-stúlkunum og Valsmenn gengu á lagið. Olga Stefánsdóttir skoraði ágætt mark í fyrri hluta framlenging- arinnar, en það var síðan Elín * Gunnarsdóttir sem skoraði fall- egasta mark Gull&Silfur móts- ins 1988. Hún fékk boltann rétt fyrir innan miðlínu, lék nokkur skref og lét síðan þrumuskot ríða af, sem þandi netmöskvana í vinklinum á Keflavíkurmark- inu. Þar með höfðu Valsstúlk- umar tryggt sér þriðja sætið á mótinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.