Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVÍKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988
39
Á hvað er þessi að hlusta?
HUNDAR OG HJÓNABÖND
Hundar leiða til farsælli hiónabanda
Hundar geta verið bestu vinir
hjónabandsins ogjafnvel nær-
vera þeirra ein getur leitt til þess
að hjónum í vígahug tekst að leysa
mál sín á yfirvegaðan hátt. Þetta
hefur rannsókn sem gerð var við
Indiana-háskóla í Bandaríkjunum
leitt í ljós. Dr. Alan Beck, sem er
sérfræðingur í samskiptum manna
og dýra og höfundur bóka um slík
efni, fylgdist með rannsókninni og
viðurkennir niðurstöðurnar. „Hund-
ar róa fólk og minnka streitu," seg-
ir hann.
Þijátíu hjón tóku þátt í rannsókn-
inni, og öll áttu þau hunda. Sum
töldust vera í mjög hamingjusömu
hjónabandi, en önnur áttu við ýmis
vandamál að stríða. í tuttugu
mínútur reyndu hjónin að leysa
vandamál sín með hund í herberg-
inu, og einnig án nærveru hunds í
aðrar tuttugu mínútur.
Niðurstöður voru afgerandi. Þeg-
ar hundur var viðstaddur hafði fólk
mun betri stjóm á skapsmunum
sínum, og tókst mun betur að leysa
vandamál sín. Það sem meira var
að hjartsláttur hjónanna var hæg-
ari og blóðþrýstingur reyndist í öll-
um tilvikum einnig lægri, þegar
hundur var viðstaddur, sérstaklega
ef hjón höfðu verið í vandamála-
hópnum. „Hundar gefa frá sér já-
kvæða strauma út í umhverfið svo
að fólk verður afslappaðra og opin-
skárra. Því tekst betur að leysa
vandamál sín þegar hundur eða
annað gæludýr er nálægt, og er
betra hvort við annað.“ Og þá vitum
við það.
20%
æ%3 afslattur
Næstu 3 daga gefum viö
20% afslátt af öllum
vörum verslunarinnar
m.a. frakkar ★ jakkar
★ buxur ★ úlpur ★
blússur^skyrtur
★ peysur ★
sloppar^
‘ teppi ★
mottur ★
töskur
grill
.fl.
Notiö
þetta einstæöa
tækifæri aöeins í
daga.
Talaðu við
okkur um
þvottavélar
SUNDABORG 1 S. 68 85 88 - 68 85 89
Talaðu við
okkur um
ofna
Símar 35408 og 83033
AUSTURBÆR
Laugavegur1-33
Hverfisgata
63-115
Skúlagata
Laugavegur 101-171
Sogavegur 101-109 o.fl.
Sogavegur117-158
Freyjugata 28-49 o.fl.
Austurgerði
Stigahlíð 49-97
Ármúli
Álftamýri,
raðhús
KÓPAVOGUR
Sunnubraut