Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988 Skipaútgerð ríkisins: Skuldir umfram eign- ir 112 milljónir króna Þörfin fyrir strandflutninga fer minnkandi Samgöngnráðherra hefur ákveðið að fela ráðgjafarfyrirtækinu Stuðli hf. í Reykjavík að athuga rekstur Skipaútgerðar ríkisins, öðru nafni Ríkisskipa. Eins og frá er sagt í frétt Morgunblaðsins í gær mnn athugunin annars vegar beinast að núverandi rekstri fyrir- tækisins bg hins vegar að nýjum möguleikum, sem ekki kosta hið opinbera jafnmikið og flutningakerfi Ríkisskipa gerir nú. Ríkis- framlag til fyrirtækisins nemur á þessu ári 155 milljónum króna, én engu að síður skuldaði fyrirtækið ríkissjóði 74,1 milljón króna nm síðustu áramót og ríkisábyrgðasjóði 404,1 milljón, þar af 283 milljónir i vanskilum. Heildarskuldir fyrirtækisins eru 629,8 milljón- ir króna en heildareignimar em hins vegar ekki nema 517,2 milljón- ir króna samkvæmt efnahagsreikningnum frá því um áramót. 112,6 miUjónir króna vantar þvi upp á að fyrirtækið eigi fyrir skuldum. Auk fyrirhugðaðrar rekstrarathugunar og skýrslu Ríkisendurskoð- unar hefur Byggðastofnun gert könnun á flutningum um lands- byggðina og borið saman ýmsar flutningaleiðir. Þeirri könnun lýkur ekki að fuUu fyrr en i næsta mánuði, en bráðabirgðaskýrsla liggur fyrir og kemur þar meðal annars fram að i ýmsum landshlutum hafa landflutningar tekið við af strandflutningunum. Þessar athug- anir em allar hluti af heildarúttekt samgönguráðuneytisins á fyrir- komulagi strandsiglinga. Hörmuleg afkoma í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að á árunum 1981- 1987 hafí heildartap Ríkisskipa ver- ið 258,8 milljónir miðað við verðlag hvers rekstrarárs. Fjárlög hafí hins vegar gert ráð fyrir 120 milljón króna hagnaði og áætlanir fyrir- tækisins 110 milljóna hagnaði. Meginástæðuna fyrir þessari slæmu afkomu telur Ríkisendurskoðun vera þessar helstar: Áætlanir fjár- laga um framlög rekstrarins til greiðslu afborgana og flárfestinga hafí brugðist og rekstrarafkoma því v'erið verri.en fjárlögin gerðu ráð fyrir. Dráttarvextir af vanskilum við ríkisábyrgðasjóð hafí aldrei ver- ið teknir með í áætlanir, hvorki í beinum fjárlagatillögum Skipaút- gerðarinnar né í ú'árlögunum sjálf- um. Dráttarvextir af skuldum við ríkisábyrgðasjóð námu 151,8 millj- ónum um áramót. Heildarkostnaður vegna fjárfestinga hafi orðið hærri en áætlanir sýndu. Lántökur hafí verið hærri en áætlað var, og fjár- magnskostnaður og fjárþörf til af- borgana aukist. Hækkunarforsend- ur fjárlaga hafí oft verið vanmetnar og aukafjárveitingar ekki dugað til að jafna muninn. Ríkisendurskoðun telur rekstur Ríkisskipa sérstaklega viðkvæman fyrir slíkum sveiflum vegna þess að ríkisframlagið sé að jafnaði um 60% af eigin tekjum fyrirtækisins. Að síðustu telur Ríkisendurskoðun það hafa áhrif, að flutningsmagn hafí flest árin verið minna en áætlað var og á árunum 1984 og 1987 hafí rekstur- inn stöðvast í 9 vikur alls vegna verkfalla. Ríkisendurskoðun gerir athuga- semdir við reksturinn. í fyrsta lagi er gagmýnt að þrátt fyrir slæma afkomu sé ekki gerð tilraun til að fá rekstrarhallann bættan á fjárlög- um, heldur stofnað til vanskija við ríkissjóð og ríkisábyrgðasjóð. í öðru lagi hafí forráðamönnum fyrirtæk- Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá fundi forsvarsmanna fiskvinnslufyrirtækja með forsætisráð- herra. Suðurland: Selfossi. „ÞETTA var árangursrikur og góður fundur, menn fjáðu sig og útskýrðu sín mál,“ sagði Stefán Runólfsson f ramkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar um fund forsvarsmanna fiskvinnslu- fyrirtælga í Þorlákshöfn, á Eyr- arbakka og Stokkseyri með Þor- steini Pálssyni forsætisráðherra í síðustu viku í Hótel Selfossi. Stefán sagði að þetta hefði fyrst isins ekki tekist að tryggja nauðsyn- leg fjárframlög ríkissjóðs til upp- byggingar þótt framkvæmdavaldið hafí veitt heimildir fyrir útgjöldum. I þriðja lagi er það gagnrýnt að þrátt fyrir að framkvæmdavaldinu hafí verið kunnugt um vanda Ríkis- skipa, hafí það ekki leitt til lausnar á vandanum. Að lokum telur Ríkis- endurskoðun að forráðamenn fyrir- tækisins hafí ekki gert fjárveitinga- nefnd Alþingis nægilega vel grein fyrir vandanum. Mun aldrei geta staöið undir skuldunum „Að óbreyttum rekstri Skipaút- gerðarinnar er ljóst að rekstur fyrir- tækisins mun aldrei geta staðið undir að greiða fjárfestingu þá, sem stofnað hefur verið til," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Fjár- festingamar eru meðal annars þijú ný skip, vöruskemma í Reykjavíkur- höfn, gámar og lyftarar, nýtt lager- pláss innkaupadeildar fyrirtækisins og endurbætur á skrifstofuhúsnæði og tölvuvinnslu. Ríkisendurskoðun telur liggja ljóst fyrir að ríkissjóður verði að taka að sér greiðslur lang- tfmalána og skammtímaskulda við ríkissjóð, miðað við að fyrirtækið verði áfram ríkiseign. Þá komi til álita að ríkissjóður yfírtaki skuldir fyrirtækisins við ríkisábyrgðasjóð og felli niður skuldir þess við sjálfan sig. Forráðamenn Skipaútgerðarinn- ar hafa svarað þessari skýrslu í greinargerð. Þar kemur fram að þeir telji ýmislegt misreiknað eða misskilið í skýrslu Rfkisendurskoð- unar. Forráðamenn fyrirtækisins hafí líka gert sitt besta til þess að benda á vandann og Iagt áherslu á nauðsyn þess að leysa hann. Skýrsla Byggðastofnunar í bráðabirgðaskýrslu Byggða- stofnunar um ríkisstyrkta strand- flutninga er reynt að gefa svör við verkbeiðni samgönguráðuneytisins, þar sem óskað er eftir upplýsingum um flutninga til ákveðinn lands- Esja, eitt þriggja skipa Ríkisskipa. í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að vegna þess hve búnaður skipsins sé sérhæfður, sé markaðs- verð þess sennilega lægra en bókfært verð. hluta, spá um þróun í flutningum á næstu árum og þörfína fyrir þjón- ustu Skipaútgerðarinnar og ann- arra strandsiglinga sem njóta ríkis- styrkja. „Meta þarf hvaða staðir á landinu það eru sem ekki komast af án sjóflutninga en ekki er líklegt að verði sinnt án styrkja eða annarr- ar aðstoðar frá hinu opinbera," seg- ir í bréfí samgönguráðuneytisins til Byggðastofnunar. „Hér er fyrst og fremst átt við staði á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi. Lýst verði og lagt mat á breytta tilhögun rekstrar Skipaútgerðar ríkisins, t.d. þá að starfsemin felist eingöngu í rekstri skipa sem gerð verði út frá aðalhöfnum á Vestfjörðum og á Austur- og/eða Norðausturlandi og önnuðust hvert um sín svæði." Þá er óskað eftir mati stofnunarinnar á því hvaða áhrif slík breyting gæti haft á fyrirætlanir um jarð- gangnagerð á Austfjörðum og Vestfjörðum. í þeim niðurstöðum, sem Byggðastofnun vill nefna á þessu stigi málsins, kemur fram að land- flutningar séu að taka við af sjó- flutningum innanlands, og hraði í flutningum og tíðni ferða skipti æ meira máli. Æ stærri hluta landsins sé þjónað landveginn með flutn- inga. Þetta gildi um flutninga frá höfuðborginni um Suðurland og vestur á Snæfellsnes og hluta Norð- vesturlands. Hins vegar séu margir þéttbýlisstaðir svo langt frá höfuð- borgarsvæðinu að flutningar til og frá þeim verði að fara fram sjóleið- is þrátt fyrir bætt vegakerfi. Þama sé um að ræða Austfirði, hluta Norðausturlands og Vestfírði. „Fyrirsjáanlegt er að ekki verður auðvelt að svara þeirri spumingu hvort nauðsynlegt er að styrkja af almannafé þá flutninga sem þessir staðir þarfnast," segir í niðurstöð- um Byggðastofnunar. „Þær sam- göngur sem við þá hafa þróast hafa gert það samhliða þjónustu Skip- aútgerðar ríkisins og því er ekki hægt að segja fyrir um hvemig þjónustan væri ef hennar [Skipaút- gerðarinnar] nyti ekki við.“ Byggðastofnun segir einnig að ekki sé hægt að fella afgerandi dóm um það hvort hentugra væri að breyta rekstrarfyrirkomulagi Ríkis- skipa á þá vegu sem nefnt er í bréfí samgönguráðuneytisins, og þurfi þar meðal annars ýtarlegri upplýs- ingar um kostnaðarþætti í rekstri útgerðarinnar til. Það kemur hins vegar fram í könnun stofnunarinn- ar, að landflutningaaðilar hafa mjög hom í síðu ríkisstyrkja við siglingamar og segja það skjóta skökku við að strandsiglingar séu ríkisstyrktar á meðan landflutning- ar séu skattlagðir. o INNLENT Blanda flæddi yfir stíflu Hlýindi og úrkoma ollu skyndilegu f lóði í ánni Forsætisráðherra fund- aði með forsvarsmönnum fiskvinnslufyrirtækja og fremst verið upplýsingafundur. „Við vildum leyfa forsætisráðherra og fyrsta þingmanni okkar að heyra okkar stöðu í þessum málum. Það sem er að í þessu er að gengið er of hátt og fjármagnskostnaðurinn er orðinn svipaður og vinnulaun og slíkt ber enginn rekstur," sagði Stefán. — Sig. Jóns. SKYNDILEGT flóð í Blöndu að- faranótt mánudagsins rauf skarð í bráðabirgðastíflu, sem verktaki við virkjunarframkvæmdimar hafði komið upp í farvegi árinn- ar. Stíflan var sett til þess að verktakinn, Hagvirki hf., gæti athafnað sig við bergfyllingu í árbotninum, þar sem aðalstífla virkjunarinnar á að vera. Bráðabirgðastíflan var mynduð úr jarðvegi og veitti vatninu um rás, sem hafði verið mynduð fyrir ána í vesturbakka hennar. Þessa nótt kom flugvöxtur I Blöndu vegna hlýinda og úrkomu á vatnasvæðinu. Páll Ólafsson verkfræðingur hjá Landsvirkjun sagði að stíflan hefði verið gerð þannig, að hún brysti við slík flóð sem þessi, verktakinn hefði verið við þessu búinn. Stíflan var lág, þannig að ekki myndaðist stórt lón fyrir ofan hana. Óverulegt tjón hlaust af flóðinu. Ryðja þarf upp stíflunni á ný og flóðið tók með sér kaffiskúr sem þarna var við árbakkann og vatnstankur skolaðist nokkum spöl niður eftir ánni. Skúr- inn eyðilagðist. Stífla þessi er'uppi í Auðkúluheiðinni þar sem Blöndu- stífla, aðalstífla væntanlegs miðlun- arlóns virkjunarinnar á að rísa, um 25 kílómetra ofan við stöðvarhús Blönduvirlq'unar. Að sögn Páls Ólafssonar vom hvorki menn né mannvirki í hættu vegna þessa at- burðar. Eftir að vinnu lýkur við bergfyllinguna verður bráðabirgða- stíflan fjarlægð og áin mun renna í venjulegum farvegi sínum, þar til aðalstíflugerðin hefst næsta sumar. Hef oft séð Blöndu svona mikla - segir Sigfús Guðmundsson mjólkurbílstjóri Blönduósi. „ÉG HEF oft áður séð Blöndu svona mikla eftir rigningar og mikl- ar leysingar úr jöklinum," sagði Sigfús Guðmundsson, mjólkurbíl- stjóri á Blönduósi, en hann sá flóðið sem varð i Blöndu er stffla brast við Sandá á Auðkúluheiði kl. 3.30 aðfaranótt mánudagsins. Sigfús var staddur á bíl sínum fram við Auðólfsstaði í Langadal kl. 7 á mánudagsmorguninn þegar hann varð þess var að vatnsborðið í Blöndu hækkaði skyndilega. Sigfús sagðist hafa gert sér grein fyr- ir því að stíflan fram við Sandá hefði brostið þegar flóðið í Blöndu hefði rénað aftur klukkustundu síðar. Áhrifa flóðsins fór ekki að gæta vegna mikilla leysinga úr Hofsjökli við Blönduós fyrr en upp úr klukk- an níu og flæddi þá vel yfír klapp- imar neðan við Bókhlöðuna. Jökul- áin Blanda var hnausþykk af aur meðan á þessu stóð og kolmórauð og reyndar er ennþá mikið í Blöndu vegna hlýindanna. Blanda rann hvergi inn yfír gróið land og ekki er vitað um neinar skemmdir vegna þessa óhapps í byggð. — Jón Sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.