Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 27
jj8e£ TgúoÁ .01 auoAausivctiM .aioAjavíuoaoM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988 as - 27 Stórmót hestamannafélaga á Suðurlandi: Hestar frá Geysi urðu í efstu sætum á Hellu Systkinin Fjóla og Sigurður Óli efst í unglingaflokkum Sigurður Sigmundsson ÁRLEGT stórmót hestamannafé- laganna á Suðurlandi fór fram á Gaddstaðaflötum helgina 6.-7. ágúst. Þessi félög hafa haldið sameiginlegt hestamót í ágúst- mánuði á þessum stað um árabil enda standa þau saman um upp- nefndur Rangárbakkar sf. Eru mót þessi haldin þau ár sem ekki er landsmót eða fjórðungsmót á Suðurlandi. Tveir efstu í gæð- inga- og unglingaflokkum hafa rétt á þátttöku frá hverju félagi frá fyrri mótum sumarsins. Þá eru jafnan dæmdar kynbóta- hryssur og einnig fara fram kappreiðar. einnig nú, einkum þó á sunnudegin- um. Þó að vellimir séu góðir á þess- um stað létu þeir eitthvað á sjá í vatnsveðrinu og tímamir urðjj ekki sem skyldi í kappreiðunum. I gæð- ingakeppninni náðu fæstir hestamir þeim einkunnum sem þeir fengu á mótunum heima í félögunum. í gæðingakeppninni urðu hestar frá Geysisfélögum efstir í báðum flokk- um. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Efstu í A-flokki gæðinga, f.v.: Nökkvi og Leifur Bragason, Glitfaxi og Þórður Þorgeirsson, Hvinur og Vignir Siggeirsson, Þráinn og Eirikur Guðmundsson og lengst til hægri er sigurvegarinn Dagfari og Sigurður Sæmundsson. byggingu og reksturs þessa Oft hefur verið nokkuð votviðra- svæðis og er félagsskapurinn samt á þessum mótum og svo varð Efsta kynbótahryssan var Minning Höllu Sigurðardóttur. FiskverA á uppboðsmörkuðum 9. ágúst. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Maðal- Magn Helldar- varð varð varð (lestir) verð (kr.) Þorskur 45,00 38,50 38,68 47,463 1.835.823 Ýsa 68,00 22,00 47,04 30,054 1.413.807 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,248 3.713 Lúða 120,00 70,00 92,54 0,336 31.048 Koli 40,00 40,00 40,00 0,421 16.840 Skötuselur 220,00 120,00 135,71 0,028 3.800 Samtals 42,08 78,549 3.305.031 Selt var úr Sturlaugl H. Böðvarssyni AK, Gandí VE, Stokksey ÁR og frá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar. [ dag verður m.a. selt úr Víði HF, Krossvlk AK og frá Stakkholti hf. í Ólafsvík. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík. Þorskur 40,00 38,50 39,17 98,878 3.872.647 Undirmál 19,00 19,00 19,00 0,153 2.907 Ýsa 70,00 67,00 67,76 1,611 109.155 Karfi 19,00 18,00 18,47 1,510 27.896 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,550 8.250 Steinbitur 26,00 15,00 16,16 0,436 7.046 Hlýri 15,00 15,00 15,00 0,444 6.660 Langa 15,00 15,00 15,00 0,046 690 Lúöa 115,00 105,00 109,37 0,547 59.825 Skarkoli 44,00 40,00 42,59 1,938 82.542 Samtals 39,37 106,113 4.177.618 Selt var úr Ottó N. Þorlákssyni RE. I dag verða i m.a. seld 20 tonn af þorski og 6 tonn af ýsu úr Klængi ÁR og Þorláki ÁR. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 41,00 41,00 41,00 0,224 9.184 Ýsa 45,00 45,00 45,00 0,036 1.620 Ufsi 25,50 22,50 24,50 13,702 335.655 Karfi 18,50 15,00 16,65 1,600 26,638 Steinbítur 18,50 15,00 18,03 0,668 12.047 Sólkoli 40,00 40,00 40,00 0,123 4.920 Lúöa 162,00 65,00 103,31 0,344 35.538 Öfugkjafta 15,00 15,00 15,00 0,369 5.535 Samtals 25,26 17,066 431.137 Selt var aðallega úr Eldeyjar-Boöa GK, Mána GK og Aðalvík KE. i dag verða m.a. seld 15 til 20 tonn af karfa úr Unu í Garðl GK og á morgun verða m.a. seld 68 kör af þorski og 8 kör af ýsu úr Eldeyjar-Hjalta GK og 10 til 15 tonn af blönduðum afla úr Sig- uröi Þorleifssyni GK. QrœnmetlsverA A uppboðsmttrkuðum 9. ágúst. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA Gúrkur 77,00 2,560 196.500 Sveppir 444,00 0,868 385.196 Tómatar 137,00 2,964 405.576 Paprika(græn) 272,00 0,720 195.530 Paprika(rauð) 366,00 0,150 54.900 Paprika(gul) 404,00 0,010 4.040 Papr.(rauðgul) 342,00 0,030 10.250 Paprika(blá) 313,00 0,035 10.945 Gulrætur 169,00 1,890 319.920 Salat 51,00 0,420 21.570 Spergilkál 206,00 0,050 10.300 Kínakál 138,00 2,040 280.596 Hreðkur 33,00 0,148 4.848 Jöklasalat 145,00 0,255 37.040 Sellerl 174,00 0,200 34.800 Blómkál 148,00 1,799 265.874 Hvitkál 79,00 4,120 324.440 Samtals 3.550.678 Einnig voru seld 850 búnt af steinselju fyrir 33 króna meðal- verð og 410 búnt af dilli fyrir 45 króna meðalverð. Næsta upp- boð verður klukkan 16.30 nk. fimmtudag. Glæsihryssan Dimma í eigu Sveins Runólfssonar í Gunnarsholti setin af hinni kunnu hestakonu Rúnu Einarsdóttur varð efst í B- flokki en Náttfarasonurinn Dagfari varð. efstur í A-flokki. Hann er í eigu Eggerts Pálssonar á Kirkjulæk í Fljótshlíð en var setinn af Sigurði Sæmundssyni í Holtsmúla. Ekki breyttu dómarar röð gæðinga í úslitum í A-flokki, en fjórði og fimmti hestur skiptu um sæti í úr- slitum í A-flokki og fjórði og fímmti hestur skiptu um sæti í úrslitum í B-flokki. Allmargir, mótsgestir sem og knapar, voru nokkuð undrandi á því að dómarar voru valdir af félagssvæðinu, svo og sumum tölum sem þeir sýndu á spöldum sínum. Hlutur bama og unglinga var góður í keppni þeirra. Það er aðdáunarvert að horfa á þessa ungu knapa, prúða reiðmennsku þeirra og leikni. Systkinin Fjóla og Sigurð- ur Óli Kristinsböm frá Selfossi sigr- uðu hvort í sínum flokki og hrossin sem þau kepptu á eru einnig systk- ini, undan sömu hryssunni. Kapp- reiðamar voru spennandi og skemmtilegar einkum skeiðið og var ágæt þátttaka í því. Símon frá Hofstaðaseli setinn af Sigurbimi Bárðarsyni varð hlutskarpastur í 150 m skeiðinu og rann á 15,5 sek. en Skelfir frá Holti undir Eyjafjöll- um setinn af Hinriki Bragasyni vann 250 m skeiðið á 23,8 sek og kom nokkuð á óvart. Holta- og Síðumenn komu nokkuð við sögu í kappreiðunum auk annarra, t.d. átti Guðjón Bergsson á Hamrafossi á Síðu tvo hesta í úrslitum í 350 m . stökkinu. Lýsingur Fjólu Runólfs- dóttur í Skarði sem verið hefur nær ósigrandi í stökki hljóp nú sinn síðasta sprett á kappreiðum, þ.e. i undanrásum í 800 m stökkinu en hann mun nú vera orðinn varanlega haltur á fæti. Lótus í Skarði vann hinsvegar úrslitasprettinn með glæsibrag. Alls voru 54 hryssur sýndar í kynbótasýningunni og komust tæp- lega 60% þeirra í ættbók. Minning Höllu Sigurðardóttur í Hvítárholti varð efst af hryssum 6 vetra og eldri og hlaut 7,93 í aðaleinkunn. Unnur frá Akureyri í eigu Bimu Baldursdóttur, Reykjavík, hlaut sömu aðaleinkunn og varð í öðm sæti. Efsta hryssan í 5 vetra flokkn- um varð Ögn frá Hólmahjáleigu í eigu Brynjars Jóns Stefánssonar á Selfossi og hlaut hún 7,67 í aðalein- kunn. Hiklaust má segja að þetta hafí verið ágætt mót en leiðinda veður á köflum setti þó sinn svip á það. Tekið á rás í 800 m stökkina. Sigurvegarinn, Lótus frá Skarði, fremstur. Úrslit Bamaflokkur Sigurður Óli Kristinsson á Stuttblesu frá Selfossi ........................ 8,16 Sara Ásgeirsdóttir á Skenk frá Skaiði ..................................... 8,13 Sigurður Þorsteinsson á Muninn frá Svignaskarði ........................... 8,09 GuðmundurValgeirGunnarssonáFlaumifráAmarstöðum ............................ 8,07 Guðrán S. Sigurðardóttir á Gutta frá Skollagróf ........................... 8,09 Unglingakeppni Fjóla Kristinsdóttir á Stiganda frá Hjálmholti .......................... 8,37 Borghildur Kristinsdóttir á Faxa frá Skarði ............................... 8,22 Katrin Sigurðardóttir á Arion frá Sveinatungu ............................. 8,17 Guðlaug Sigurðardóttir á Glampa frá Skarðshlíð ............................ 8,11 Hrafhhildur Þorsteinsdóttir á Kolbak frá Lágafelli ........................ 8,12 A-flokkur gæðinga Dagfari frá Kirkjulæk eig. Eggert Pálsson kn. Sigurður Sæmundsson ......... 8,18 Þráinn frá Mosfelli eig. Rúna Einared. kn. Eiríkur Guðmundsson ............ 8,12 Hvinur frá Hvassafelli eig. Siguijón Pálsson kn. Vignir Siggeireson ....... 8,01 Glitfaxi frá Laugardælum eig. AlbertJóhannss. kn. Þórður Þorgeireson ...... 7,95 NökkvifráHömrumeig. Ásgeir Bragason, kn. Leifur Bragason .................. 7,94 B-flokkur gæðinga Dimma frá Gunnareholti ein. Sveinn Runólfsson, kn. Rúna Einarsdóttir ....... 8,36 Blesi frá Hvammi ein. Halldór Guðmundsson, kn. Vignir Siggeirsson ......... 8,20 Hlekkur frá Sveinatungu eig. Fjóla Runólfsdóttir, kn. Borghildur Kristinsdóttir . 8,22 Feykir frá Hreiðurborg eig. og kn. Hulda Brynjólfsdóttir ................... 8,10 Hnokki frá Hofsstöðum eig. Guðni Karlsson, kn. Þoreteinn Guðnason ......... 8,08 6 vetra hryssur og eldri MinningfráHvftárholtieig. HallaS. Sigurðardóttir .......................... 7,93 Unnurfrá Akureyrieig. Bima Balduredóttir ................................... 7,93 Hrönn frá Holti eig. Elln Ámadóttir ............._......................... 7,88 5 vetra hryssur Ögn frá Hólmahjáleigu eig. Brynjar Jón Stefánsson ......................... 7,67 Frekja frá Skarði eig. Guðni Kristinsson .................................. 7,65 DöggfráHömrumeig. ÓlafurEinarsson .......................................... 7,62 250 m skeið Skelfir frá Holti eig. Hörður og Sigurbjöm, kn. Hinrik Bragason ........... 23,8 Snarfari frá Skagaströnd, eig. og kn. Sigurbjöm Bárðarson ................. 23,9 Mökkur frá Kambakoti eig. og kn. ólafur Ólafsson ........................... 24,4 150 m skeið SímonfráHofstaðaseli, eig. Orri Snorrason, kn. Sigurbjöm Bárðarson ........ 16,5 Sálmur frá Vallanesi eig. og kn. Sveinn Jónsson ........................... 16,0 Hvinur frá Vallanesi, eig. Steind. Steindórss. og Erl. Sig., kn. Erl. Sig... 16,0 250 m stökk Elías frá Hjallanesi, eig. Guðni Kristinsson, kn. Magnús Benediktsson ..... 18,3 Súsúkí frá Efri-Rauðalæk, eig. og kn. Erlendur Ámason ..................... 19,0 Jörfi frá Stekkum, eig. Guðmundur Jónss., kn. Viktor Steingrimsson .............. 19,4 350 m stökk Valsi frá Hemlu, eig. Guðni Kristinsson, kn. Magnús Benediktsson ........... 25,4 Þytur frá Reykjavík, eig. Gufijón Bergsson, kn. Guðm. Jakob Jónsson ............. 25,7 GlannifráHemlu, eig. Guðjón Bergsson, kn. Hafdís Ágústsdóttir ................. 25,7 800 m stökk Lótus frá Götu, eig. Kristinn Guðnason, kn. Magnús Benediktsson ................. 62,8 Stormsker úr Þingeyjarsýslu, eig. Eygló Einarsdóttir, kn. Jón Guðm............... 64,2 Neisti frá Grenstanga, eig. Pétur Kjartansson, kn. Ólafur Bjömsson .............. 64,9 300 m brokk Krummi frá Efri-Rotum, eig. og kn. Guðmundur Viðareson ................,....... 37,7 Kolskeggur frá Þverholtum eig. Rosemarie Þorleifsd., kn. AnnieB. Sigfúsdóttir . 40,0 Efstu gæðingar í B-flokki, f.v.: Rúna Einarsdóttir á Dimmu sem sigraði, Blesi og Vignir Siggeirsson, Illekkur og Borghildur Kristinsdéttir, Feykir og Hulda Bryiyólfsdóttir og lengst til hægri er Hnokki og Þorsteinn Guðnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.