Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988
eftir Stefán
Sæmundsson
Hörmuleg flugslys
Fyrir nokkrum dögum varð
hörmulegt banaslys við flugvöllinn
í Reykjavík, hið sjöunda síðan ís-
lendingar tóku við flugvellinum af
Bretum 1945.
Margt er rætt og riíjað upp þeg-
ar slíkir atburðir gerast, sem ekki
er óeðlilegt. Oft er þó æsifréttum
slegið upp í hita atburðarins, sem
vekja ótta alls almennings á flugi
og j)ví óþekkta við slysin.
Ástæða er að reýa ögn stað-
reyndir og líkindaspár sem snerta
flug og flugslys svo hægt sé að
leggja sem hlutlausast mat á hætt-
ur og aðgerðir sem til vamar mega
verða.
Fjöldi flugslysa
Á undanförnum árum hefur flug-
slysum fjölgað á íslandi. Af því til-
efni gerði öryggisnefnd Flugmála-
félags íslands könnun á eðli og
—-«rsökum slysa síðustu 15 árin.
í ljós kom að slysum hafði ekki
fjölgað miðað við aukningu flugs
og fjölda flugvéla. Við stöndum
okkur reyndar mjög vel miðað við
nágrannaþjóðimar hvað slysatíðni
snertir.
Orsakir þriggja af sex áður-
nefndum slysum á Reykjavíkurflug-
velli, vom þær að gengið var í
skrúfu flugvéla sem voru á ferð eða
stóðu kyrrar á jörðu niðri, þannig
að spurning er hvort telja eigi slíkt
flugslys.
Á þessum 43 árum urðu því þijú
flugslys, eða u.þ.b. eitt u.þ.b. á
fímmtán ára fresti.
Orsakir flugslysa hafa annars
breyst nokkuð. Áður fyrr voru bil-
anir og óviðráðanlegar aðstæður
algengari, en á síðari ámm hefur
borið meira á mistökum flugmanna.
Þetta bendir til þess að tækninni
fleygi fram, en mannlegi þátturinn
dragist aftur úr.
Tilfinningamál og
fjölmiðlar
Flughræðsla er mjög algeng
meðal farþega, enda er flugið okkur
vængjalausum framandi fyrirbæri.
Allt óþekkt veldur okkur meiri kvíða
tpKlD var á tvo o- V
í"du0 konu „/^andi
iðbanaíbíl-
lysi á Hrúta-
‘jarðarhálsi
DW kona lést í bifreiðaralysi
Hrútafiarðarhálsi laust eftir
..kkanlS í gær. Tveir voru
nuttiráBjúkrahásiðáHvar^s-
itanga en eru að sbgn \bgreg u
Lkki taldir alvarlega stasaoir.
en hitt sem við könnumst við, jafn-
vel þótt hinu síðamefnda fylgi meiri
áhætta. Heilsíða nægir vart undir
fyrirsagnir blaða af flugslysum, en
Sérblöð
Á LAUGARDÖGUM
Auglýsingar íLesbók með ferðablaði
þurfa aðhafa borist auglýsingadeild fyrir
kl. 16.00 á föstudögum, viku fyrir
birtingu og ímenningarblaðið fyrir kl. 16.00
á miðvikudögum.
'< fHmgniiMiifrtfr
Y - bl^é allra landsmanna
á sama tíma birtast stuttar, oft eins-
dálka fréttir um sambærileg eða
jafnvel enn hörmulegri bifreiðaslys.
Enda þótt slíkt fréttamat sé skilj-
anlegt frá sjónarhóli fjölmiðla þá
verðum við að meta staðreyndir og
gera okkur grein fyrir þeim hættum
sem fylgja öllum okkar samgöngu-
tækjum, og þá um leið hvaða áhætt-
ur við sættum okkur við.
Hættur I Reykjavík
Margoft er rætt um það hverjar
séu augljósustu hættur í umhverfí
Reykjavíkur.
Almannavamir hafa gert ítalegar
áætlanir um viðbrögð við meiri hátt-
ar náttúruhamförum, svo sem eld-
gosum og jarðskjálftum. Þetta eru
sem betur fer fremur sjaldgæf fyrir-
brigði, og virðast ekki valda al-
menningi vemlegum ótta.
Oft er minnst á olíu- og gas-
geymana sem em í Örfirisey og við
Skeijafjörð. Nú nýlega hefur
Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi
borið á góma vegna sprengihættu.
Sú umræða virðist þó ekki rista
mjög djúpt, því stöðugt er bætt við
olíugeymum og ýmsum iðnaði með
eldfím efni.
Undanfarið hafa nokkuð opnast
augu manna fyrir þeirri hættu sem
hvað mannskæðust er, sem sé bfla-
umferðinni á götum borgarinnar.
En óttumst vð flugslys enn meir?
Meginmáli skiptir því hvemig við
metum áhættuna sem við tökum
annars vegar sem farþegar í flug-
vél og hins vegar sem vegfarendur
á jörðu niðri.
Flugvá
Ef þú, lesandi góður, ætlar að
ferðast milli tveggja staða á örugg-
asta og fljótlegasta máta segja töl-
umar okkur ótvírætt að flugið sé
góður kostur, betri en bifreiðin.
Skip og jámbrautalestir eru nokkru
öruggari á vissum stöðum í heimin-
um og fargjöldin eru þar að vísu
ódýrari. En nú, þegar tíminn er
sífellt talinn verðmætari, breytist
einnig mat okkar á því hvað sé
ódýrasta leiðin.
Ef við erum fótgangandi eða
akandi við flugvelli, kemur okkur
varla til hugar að hræðast umferð-
ina á jörðu niðri, sem þó er tiltölu-
lega margfalt hættulegri en flugið
og flugvélamar.
Fyrir hveija þúsund farþega sem
slasast í flugslysum eru líkur til að
einn maður slasist á jörðu niðri af
völdum flugs. Ennfremur að fyrir
hveija 100.000 flugstundir eru líkur
á að 30 farþegar slasist og 3 farist.
Þetta þýðir, að fljúgum við einu
sinni á ári til útlanda og mánaðar-
lega innanlands, getum við átt von
á því að deyja í flugslysi á tæplega
2000 ára fresti.
í áætlunarflugi innanlands ferð-
ast nú rúmlega 275.000 farþegar
árlega í tæplega 9000 flugferðum.
30 manns eiga því á hættu að slas-
ast á tíu ára fresti.
Með sama líkindareikningi kom-
umst við að því að ef innnanlands-
flugið yrði flutt frá Reykjavíkur-
flugvelli, gæti hugsast að takast
mætti að bjarga einu mannslífí á
jörðu niðri á 300 ára fresti.
Ef takast ætti að bjarga þessu
mannslífi á 300 ára fresti, yrði að
vera vissa fyrir því að enginn slíkur
maður yrði staddur á slysstað við
þann flugvöll sem innanlandsflugið
yrði flutt til.
Hvað innanlandsflugið snertir,
megum við ekki ætla andstæðing-
um Reykjavíkurflugvallar það, að
telja líf Reyknesinga ódýrari en
Reykvíkinga í þessu tilliti.
Að auki yrði svo að banna alla
flugumferð yfír Reykjavík og ná-
grenni allt árið um kring, til að
vemda okkur fyrir flugvá, þótt
áfram yrðum við að sætta okkur
við sjóskaða og umferðarslys.
Flugslys í miðborginni...
Ef líkindahjólið snerist nú þann-
Stefán Sæmundsson
„Ef við erum fótgang-
andi eða akandi við
flugvelli, kemur okkur
varla til hugar að hræð-
ast umferðina á jörðu
niðri, sem þó er tiltölu-
lega margfalt hættu-
legri en flugið og flug-
vélarnar.“
ig, að flugslys yrði í miðri
Reylq'avík, hversu alvarlegt er
líklegt að það gæti orðið?
Flestar flugvélar sem fara hér
um eru frekar litlar. Gerum samt
ráð fyrir því að meðalstór flugvél
eins og sú sem fórst hér á dögun-
um, lenti á húsi í miðbænum.
Að öllum líkindum myndu þá
1—2 á jörðu niðri slasast eða jafti-
vel farast, án tillits til þess hver
afdrif farþega yrðu.
Viðgerð á mannvirkjum gæti
kostað tugi milljóna, sem þó skiptir
minna máli en líf og heilsa.
Byggingar á íslandi eru fastar
fyrir, þannig að ekki er líklegt að
skemmdir yrðu verulegar nema af
bruna. Það sama gildir um slys á
fólki, þar er eldurinn líka hættuleg-
astur.
Við gætum líka valið versta
dæmið og bent á Menntaskólann
eða Miðbæjarskólann í þessu sam-
bandi, en það væri jafn langsótt og
hitt að banna allt flug yfir
Reykjavík 17. júní vegna slysa-
hættu.
Nýlega varð slys í Bandaríkjun-
um, þegar orrustuþota flaug beint
inn í anddyri hótels og sprakk.
Flugmaðurinn lét lífið svo og
tveir aðrir, dyravörðurinn og einn
gestur. Skemmdir urðu all miklar,
vegna þess að þotan lenti á við-
kvæmum stað hússins.
Ekkert í þessu lífí er algerlega
fyrirsjáanlegt af líkum einu saman.
Sumt er þó svo ólíklegt, eins og það
að slys verði á versta stað og tíma,
að við leyfum okkur að sleppa hér
umræðu um slíka atburði.
Flugvöllinn burt?
Þegar við metum það öryggi sem
við teljum okkur tryggja með því
að leggja Reykjavíkurflugvöll niður,
má ekki hjá líða að minnast á það
öryggisleysi sem það myndi skapa.
Reykjavík ætti þá engan sjúkra-
völl lengur, og sjúkrahús borgarinn-
ar mundu því nýtast landsmönnum
illa í neyðartilvikum.
í náttúruhamförum gætu íbúar
höfuðborgarsvæðisins ekki treyst á
flugið, því allur okkar flugfloti
væri þá §arri. Ekki væri heldur
hjálpar að vænta flugleiðina.
Margt fleira mætti telja upp sem
við yrðum að sætta okkur við, á
móti því að auka lífslíkur eins Reyk-
víkings á 300 ára fresti.
Öryggið í fyrirrúmi
Sé Reykjanesbraut látin bera