Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988 KNATTSPYRNA STULKNA / GULL & SILFUR MOTIÐ LiAln sem ióku tll úrsllta í 3. flokki. Breiðablik, sem sigraði er í fremri röðinni, og KR-stúlkumar em fyrir aftan. Morgunblaðið/Þortell Tvöfaldur Breiðablikssigur Um 300 stúlkurtóku þátt í keppninni Breiðabliksstúlkurnar sigruðu -^tvöfalt á Gull & Silfur mótinu sem haldið var á Smára- hvammsvellinum í Kópavogi um síðustu helgi, 6. og 7. ágúst. Keppendur voru yfir 300 stúlkur f rá 16 íþróttafélögum víðs vegar um landið. Er þetta fjölmennasta kvennaknatt- spyrnumót sem haldið hefur verið hér landi. Þar að auki var þetta í fyrsta skipti sem keppt er í 4. flokki kvenna á íslandi. Keppnin hófst á laugardags- morguninn og var keppt í fjór- um riðlum í 3. flokki en einum í 4. flokki. Leikið var á fjórum völlum samtímis og var þvi Andrés mikið um vera í Pétursson Kópavoginum. Þótt skrifar veðrið hefði ekki leikið við keppendur og skipuleggjendur þá lét enginn það á sig fá. Áhuginn hjá þessum ungu keppnisstúlkum var ódrepandi og var gaman að fylgjast með hve mikill fjöldi foreldra fylgdi liðunum að þessu sinni. Blaðamaðurinn hefur haft tæki- færi að fylgjast með þessu móti í þau fjögur ár sem það hefur verið •vhaldið og það er ótrúlegt hve mikl- um framförum kvennaknattspym- an hefur tekið á þessum tíma. Sum- ar stúlknanna eru að taka þátt í sínu fjórða móti og ekki, er hægt að líkja saman meðaltalsgetu kepp- enda nú og svo fyrir fjórum árum — framfarimar eru ótrúlegar. Þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í 4. flokki og voru yngstu kepp- endumir þar einungis sjö ára gaml- ar. Þótt getan hefði ekki verið mik- il hjá mörgum keppendum þá voru ^ þama nokkrar stúlkur sem auðveld- 'lega hefðu getað spilað með 3.flokki. Fjögur lið tóku þátt í mót- mu í 4. flokki og báru tvö lið nokk- uð af, Breiðablik og Akranes. Hauk- ar og Grindavík sendu líka lið og stóðu þær stúlkur sig líka vel en mættu ofjörlum sínum sem hin gamalgrónu kvennalið Breiðablik ■vog Akranes vom. En þáttaka þess- ara nýju liða lofar góðu um ungl- ingastarf hjá þeim. Leikin var tvö- föld umferð, allir við alla, og eftir fyrri keppnisdag voru ÍA og Breiða- blik efst og jöfn, eftir að hafa gert jafntefli 2:2. Síðari keppnisdaginn tókst Breiðablik að sigra 1:0 í jöfn- um og spennandileik. Þar með stóð Breiðablik uppi sem sigurvegari í 4. flokki á þessu móti. Jöfn og spennandi keppni í 3. fMdd Keppnin í 3. flokki var jöfn og spennandi. Fyrirfram vom lið KR, Breiðabliks, Týs, ÍA, ÍBK og Vals talin sigurstranglegust. Það reynd- ist líka raunin og var mikil spenna í riðlakeppninni. í öðrum riðlinum börðust Týr, KR og ÍBK um að komast í úrslitakeppnina en í hinum leiddu saman hesta sína Valur og Breiðablik. Breiðablik sigraði Val 2:1 í jöfn- um og spennandi leik í undanúrslit- um og var þar með komið í úrslita- leikinn. Keppnin var æsispennandi í hinum riðlinum og að lokum komst KR í úrslit á betra markahlutfalli en ÍBK. Þar vom því lið Breiðabliks og KR sem spiluðu til úrslita á Gull&Silfur mótinu, en lið Vals og ÍBK léku og 3. og 4. sætið. Breiða- blik sigraði síðan KR 1:0 í úrslita- leiknum og Valur sigraði ÍBK 4:2 í leik um 3. og 4. sætið, en nánar er fjallað um úrslitaleiki á öðmm stað á síðunni. Framkvæmd mótsins var í hönd- um Breiðabliks og verslunarinnar Gull&Silfur og var allt skipulag þeim til mikils sóma. Bæjarstjóm Kópavogs studdi við bakið á mótinu með því að leggja til alla aðstöðu og þar að auki buðu þeir keppendum upp á kvöldverð á laugardagskveld- inu. Eftir að mótinu lauk var öllum keppendum boðið upp á Hi-C og Tommahamborgara. Þetta er í Ijórða skiptið sem Gull&Silfur mótið er haldið og sýn- ir hinn sívaxandi fjöldi keppenda ár frá ári hinn aukna áhuga á kvennaknattspymu. A fyrsta mót- inu vom keppendur 60 en nú yfir 300 þannig að unnendur og að- standendur kvennaknattspymu þurfa engu að kvíða fyrir framtíð- inni. Mikil lyftistöng fyrir knatt- spymu kvenna - segirUnnur María Þorvalds- dóttir leikmaður 3. flokks ÞAÐ kom vfst fæstum á óvart að Unnur María Þorvalds- dóttir var valinn besti leik- maður 3. flokks á Gull&Silfur mótinu annað árið í röð. Valið fer þannig fram að þjálfarar allra liða sem þátt taka f mótinu velja einn leikmann sem þeir telja að hafi skarað fram úr. Annað árið í röð varð Unnur Marfa, varnarmaður- inn sterkí úr Breiðablik, valin best. Unnur hefur nú tekið þátt í öllum Gull&Silfur mótunum, fjórum að tölu. Hún var að vonum ánægt með titilinn, enda hafði lið hennar sigrað á mótinu í þriðja skiptið. Unnur sagði það mjög ánægjulegt að sífellt fjölgaði þeim liðum sem tæku þátt í þessu móti. „Mótið er mikil lyftistöng fyrir kvennaknattspymuna. Stelpumar í Breiðabliki hlakka til mótsins allt sumarið og nú er gaman að þær yngri fá að spreyta sig fyrr með 4. flokki.“ Hún sagði það erfitt að segja hvort mótið væri erfiðara nú en áður. „Hjá Kefivíkingum vantaði nokkrar stelpur og þær vom því ekki eins sterkar og í fyrra. Á Morgunblaðið/Andrés Unnur Marfa Þorvaldsdóttlr úr Breiðabliki sem var kjörinn besti leik- maður mótsins 1 3. flokki. móti kemur að KR liðið er sterk- ara en í fyrra og Valsmenn komu á óvart með góðu Iiði,“ sagði Unnur María. Spumingunni hvort hún hefði sett sér markmið með knattspym- unni svaraði hún þannig að hún ætlaði að halda áfram að æfa vel og tryggja sér sæti í meistara- flokki Breiðabliks á næstu ámm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.