Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
179. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Óeirðir í Burma:
Forsætisráðherra íopinberri
heimsókn í Bandaríkjunum
Morgunblaðið/RAX
Waahington. Frá Óla Birni K&raayni, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞORSTEINN Pálsson forsætisráðherra og Ingibjörg
Rafnar eiginkona hans komu í opinbera heimsókn til
Washington í gær ásamt fylgdarliði. John C. White-
head starfandi utanríkisráðherra í fjarveru George
Shultz tók á móti þeim hjónum og var mjmdin tekin
við það tækifæri. Þorsteinn Pálsson mun eiga fund
með Ronald Reagan Bandaríkjaforseta í dag.
Forsætisráðherrahjónin komu til Washington ásamt
fylgdarliði með þyrlum bandaríska flughersins frá
Andrew’s- herflugvellinum í nágrenni höfuðborgarinn-
ar. Þyrlumar lentu nálægt Washington- minnismerk-
inu og fulltrúar landhers, flota, flughers og strand-
gæslu stóðu heiðursvörð en viðbúnaður var hafður
vegna komu forsætisráðherrahjónanna. Þorsteinn
Pálsson mun eiga fund með Ronald Reagan í dag,
miðvikudag, klukkan 11.30 að staðarttma. Bandaríkja-
forseti býður forsætisráðherra til hádegisverðar. Og
síðar í dag þiggur Ingibjörg Rafnar boð Nancy Reag-
an. Þá mun forsætisráðherra eiga fund með utanríkis-
málanefnd öldungadeildar Bandarílqaþings. Heimsókn
forsætisráðherrahjónanna lýkur á laugardag.
Sjá einnig forystugrein á miðopnu og fréttir á
bls. 2 og baksfðu.
Tugir maima falla
fyrir lögregluliði
Hundruð þúsunda manna efndu til
mótmæla gegn einræðisstjórninni
Bangkok, Thailandi. Reuter.
ÖRYGGISSVEITIR stjómvalda í Burma skutu a.m.k. 36 mótmæl-
endur í gær í miklum átöktun sem urðu er hundrað þúsunda Burma-
búa flykktust út á götur höfuðborgarinnar Rangoon og margra
annarra borga. Að sögn útvarpsins í Rangoon féllu fimm mótmælend-
ur fyrir skotum lögreglumanna i borginni f gær en þá gengu hundr-
uð þúsunda um götumar og kröfðust þess að einræðisstjóm lands-
ins færi frá. í borginni Sagaing, tæpa 500 km frá höfuðborginni,
drápu lögreglumenn 31 er 5000 mótmælendur réðust á lögreglustöð.
Vinna hefur legið niðri í Rangoon
síðan á mánudag. Útvarpið sagði
að í gær hefðu alls verið mótmæla-
göngur í 26 borgum landsins og
hefðu herskáir stúdentar verið í
fararbroddi á flestum stöðunum. í
Rangoon hefðu fimm verið drepnir
og 55 særst en nær 1500 manns
hefðu verið hnepptir f varðhald.
Útgöngubann, sem gildir frá kl. tíu
að kvöldi til íd. fjögur að morgni,
var fyrirskipað f borginni í gær og
fundahöld bönnuð. Sagt var að lög-
reglan í Sagaing hefði neyðst til
að skjóta á múg sem hefði ella tek-
ið lögreglustöðina herskildi.
Að sögn sjónarvotta í Rangoon
heyrðist skothríð víða í borginni
aðfaranótt þriðjudags. Síðar um
daginn óku herbílar um með gjallar-
hom og var fólki sagt að yrði blóð-
bað þá gæti það sjálfu sér um kennt.
Herforingjar úr Sósíalistaflokki
landsins hafa stjómað Burma með
harðri hendi í 26 ár og er efnahag-
Mesta ófriði eftir stríð lokið:
Fyrstu friðargæzluliðarn-
ír halda tíl Irans og Iraks
NikósSu, Washingtou, Bagdad, Teheran. Reuter.
FYRSTU friðargæzluliðar Sam-
einuðu þjóðanna (SÞ) héldu í gær
áleiðis til írans og íraks til þess
að fylgjast með framgangi
vopnahlés, sem Javier Perez de
Cuellar, framkvæmdastjóri SÞ,
boðaði í fyrrakvöld og kemur til
framkvæmda 20. ágúst næstkom-
andi. Bandaríkjamenn tilkynntu
i gærkvöldi að þeir myndu greiða
hluta kostnaðar, sem af sveitun-
um stendur, og að þeir myndu
ekki fækka í flotadeild sinni á
Persaflóa fyrr en sýnt þætti að
vopnahléð hefði náð fram að
ganga.
Hashemi Rafsanjani, yfírmaður
franska heraflans, skipaði hersveit-
um sínum að hætta vopnaskaki í
gær en vera viðbúnar ef Irakar létu
Hækkun forvaxta í Bandaríkjunum:
Hlutabréf falla
Washington. Reuter.
VERÐ- og hlutabréf snarlækk-
uðu og dollar stórhækkaði í kjöl-
far óvæntrar forvaxtahækkunar
bandaríska seðlabankans f gær.
Vextirnir hækkuðu úr 6,0 pró-
sentipn í 6,5% en við þeim hefur
ekki verið hreyft f tæpt ár.
• ‘‘ \
Að sögn talsmanna seðlabankans
var tilgangurinn með vaxtahækk-
uninni að draga úr verðbólguáhrif-
um í efnahagslífinu vegna spennu,
sem myndast hefði að undanfömu.
Sérfræðingar í kauphallarviðskipt-
um áttu ekki von á vaxtabreytingu
fyrr en eftir bandarísku forseta-
kosningamar í nóvember. Búist er
við að hún hafi bylgjuáhrif og leiði
til ýmissa annarra vaxtabreytinga.
Forvaxtabreytingunni var fylgt eft-
ir með hækkun vaxta á lánum
banka í milli.
til skarar skríða. Hefur því orðið
hlé á bardögum, sem brutust út í
september 1980 og kostað hafí
a.m.k. eina milljón manna lífið. Með
vopnahléinu er mesta ófriði frá lok-
um seinni heimsstyijaldarinnar lok-
ið.
Frank Carlucci, vamarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði að
bandaríska flotadeildin yrði ekki
kölluð heim frá Persaflóa fyrst um
sinn. Hún myndi veita tankskipum
vemd á siglingaleiðum á flóanum
þar til vopnahléð væri orðið varan-
legt.
Þegar fregnin um vopnahléstil-
kynningu de Cuellars barst þustu
íbúar Bagdad út á götur og döns-
uðu af fögnuði næturlangt.
Talið er að lyktir bardaga í Pers-
aflóastríðinu muni auðvelda
OPEC-ríkjunum að semja um fram-
leiðslukvóta og þar með ná fram
hækkun olíuverðs, sem þau hafa
lengi stefnt að. íranir og írakar
hafa þó gefíð til kynna að þeir
muni stórauka olíusölu til þess að
fjármagna uppbyggingu og endur-
reisn efnahagslífsins, sem er í rúst.
Leiðtogar um heim allan fögnuðu
því í gær að vopnahlé hefði verið
boðað í Persaflóastríðinu. Borið var
lof á de Cuellar og gengu ýmsir
leiðtogar svo langt að segja að hann
verðskuldaði friðarverðlaun Nóbels.
Sjá ennfremur „Til hvers var
allt saman?“ og „Búist við
hækkandi olíuverði” á bls. 21.
ur þess afar bágborinn. Samskipti
við umheiminn hafa verið með
minnsta móti á þessum tíma en lítið
hefur borið á uppreisnarhug meðal
landsmanna nema í flallahéruðum
þar sem ákveðnir ættbálkar hafa
háð stríð gegn stjóminni. Undan-
fama mánuði hefur óánægja þó oft
brotist út og er talið að meira en
200 manns hafí fallið í óeirðum í
landinu. Versnandi lífskjör era talin
helsta ástæða þess að upp úr hefur
soðið.
Reuter
Stjóraarandstæðingur í Burma
kissir fætur hermanns á götu-
fundi í Rangoon. Mannfjöldinn
þrábað hermennina að ganga í
lið með þeim og steypa einræðis-
stjóra landsins.
Lifði af þriggja kíló-
metra fall án fallhlífar
Darwin. Ástralfu. Reuter.
MIKIL mildi þykir að ástralski
fallhlífastökkvarinn Greg
Wright skuli vera í tölu lifenda,
eftir þriggja kilómetra fall til
jarðar án fallhlffar.
Wright stökk ásamt félögum
sfnum úr 10.000 feta hæð. Þegar
hann hugðist svífa til jarðar virk-
aði hvorag fallhlífin og blasti því
ekkert við nema bráður bani.
„Ég einbeitti mér að því að slaka
á öllum líkamanum þegar ég kom
niður í ttjátoppana. Það er allt og
sumt; slökunin bjargaði lffi mfnu,"
sagði Wright í gær. Hann sagðist
ekki vita hvers vegna hvorag fall-
hlífin opnaðist.
Wright brotnaði á báðum fótum
og öðrum handlegg. Tvö rif og
tveir hryggjarliðir brotnuðu svo og
mj aðmargrindin.