Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. AGUST 1988 I („» Þessl boltl ætti að sjást á grænu grasinu. Hvaða bolti er bestur? Það er kunnara en frá þurfí að segja að leikmenn taka oft miklu ástfóstri við ákveðnar boltategundir. í dag eru til margir góðir boltar, en að sjálf- sögðu misgóðir, enda kemur fyrir að leikmenn eru ekki án- ægðir með þá sem notaðir eru hveiju sinni. í flestum tilfellum getur dómarinn lítið gert þar sem hann hefur aðeins um eina tegund að velja. Það er dómar- inn einn sem úrskurðar um það, hvort boltinn sem iagður er til leiks, sé í samræmi við lög. Þeg- ar leikið er á grasi er alltaf not- aður hvítur bolti, en við aðrar aðstæður, til dæmis þegar snjór er yfír leikvanginum, er notast við dökkan bolta þannig að knötturinn sé alltaf áberandi. - Það gerðist fyrir nokkrum árum í einu Afríkulandi, þar sem fara átti fram landsleikur, að sendiboði forseta landsins, kom til dómarans rétt fyrir leikinn og afhenti honum fallegan bolta sem hann sagði að væri frá sjálf- um forsetanum, og hann óskaði eftir því að leikið væri með þess- um bolta. En það var einn galli við þessa góðu gjöf frá forsetan- um — boltinn var fagurgrænn! Dómarinn tjáði sendiboðanum að því miður væri ekki hægt að nota knöttinn þar sem hann væri samlitur vellinum. Sendi- boðinn neitaði að hlusta á þessa athugasemd dómarans, það yrði að leika með þessum bolta, ann- að væri móðgun við forsetann. Þá datt dómaranum snjallræði í hug. Hann fór með boltann til búningsherbergja liðanna og bað leikmennina að rita nöfn sín á hann. Síðan lét hann kalla á forsetann sem var mættur á völlinn og sagði honum að þar sem boltinn væri svo fallegur vildu leikmennimir árita hann með sérstakri kveðju til forset- ans. Forsetinn var mjög ánægð- ur með þetta. Fór síðan leikurinn fram, og var leikið með hvítum bolta. Já, þau eru mörg vanda- málin sem dómarar standa frammi fyrir. Með dómarakveðju, Guðmundur Haraldsson. HANDKNATTLEIKUR / C ÞJALFARANAMSKEIÐ Góður efniviður í þjálfara hér - segir Jóhann Ingi Gunnarsson FYRSTA c-stigs þjálfaranám- skeið í handknattleik hér á landi verður haldið nœstu daga. Námskeiðið hefst á föstudag og stendur yfir þar til um aðra helgi. eð þessu er verið að fram: fylgja stefnumörkun HSÍ um að þjálfarar verði að hafa ákveðna menntun til að fá að þjálfa lið í efstu deildum. Það er stefnt að því að þannig verði ástandið fljótlega," sagði Jóhann Ingi Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið en hann leiðbeinir á námskeiðinu ásamt Vestur Þjóð- verjanum Dietrich Spáte. Fyrst í röð slíkra þjálfaranámskeiða eru A-námskeið. Hér á landi hafa verið haldin tvö B-námskeið, nú C, og eftir það eru menn komnir langt í pýramídanum, en D-stig er það hæsta sem til er. Námskeiðið Kennslan á námskeiðinu verður byggð á mikilli „handboltamöppu“ sem Jóhann og Spáte hafa unnið fyrir HSÍ. Stærsti þáttur nám- skeiðsins verður verklegur, að sögn Jóhanns Inga, fylgst verður með þjálfun B-landsliðsins fyrir Flugleiðamótið og síðan verður síðasti hlutinn einmitt leikgrein- ing á leik B-liðsins gegn Tékkum á mótinu. Framhald verður síðan á námskeiðinu síðar og lýkur því þá með prófí, verklegu, munnlegu og skriflegu. í fyrmefndri „handbolta- rnöppu" koma höfundar fram með „þær hugmyndir í þjálfun sem eru ofan á í dag,“ eins og Jóhann orðaði það — „og ætlum við að reyna að fá menn til að hugsa málin vel og mynda eigin stíl út frá því sem þeir kynnast. Efnivið- ur í þjálfara hér á landi er góður. Það er mikið um að fyrrverandi leikmenn fari að þjálfa og auðvit- að er gott að nota allt það góða sem þeir lærðu hjá eigin þjálfurum í gegnum tíðina en mér finnst menn samt vanta kjark til að byggja upp eigin stíl,“ sagði Jó- hann. KNATTSPYRNA / NOREGUR Teitur fast- uri ÞRÁTT fyrir sífelldar ófarir Brann liðsins í norsku fyrstu deildinni, virðist þjálfarinn Teitur Þórðarson sitja nokkuð fastur í sessi. Það er bæði á leikmönnum og aðstandendum liðsins að heyra að ekki sé við þjálfarann að sakast heldur sé áhuga- og einbeitingarleysi einstakra leikmanna nærtæk- ari orsök. Það er engin uppgjöf í okkur, heldur fínnum við nú smátt og smátt árangur æfínga sumarsins koma í ljós. Við erum í átta liða ÍHénrn FOLK ■ FYRIRLIÐI knattspymufé- lagsins fræga Barcelona frá Spáni, Jose Ramon Alexanco Ventosa lenti heldur betur í klónum á réttví- sinni fyrir helgi er hann var sakað- ur um að hafa nauðgað 18 ára gamalli þjónustustúlku á hóteli í Hollandi meðan liðið var þar statt á æfíngaferðalagi. Ventosa bar hins vegar allar sakir af sér fyrir rétti í fyrradag, en hann á yfir höfði sér 12 ára fangelsisdóm ef hann reynist sekur. Rannsókn máls- ins er ekki lokið og er Ventosa nú í 6 daga gæsluvarðhaldi. ■ OPNA hjóna- og parakeppnin verður haldin hjá Golfklúbbi Vest- mannaeyja á laugardaginn, 13. ágúst og hefst kl. 13.00. Keppnis- fyrirkomulag verður þannig að anna hvort pútti aðeins annar aðil- inn eða þá að slegið sé til skiptis. Þátttakendur mega aðeins hjón eða par í sambúð. Skráning stendur til kl. 21 á fóstudaginn í golfskálanum. Frá Sigurjóni Einarssyni í Noregi úrslitum bikarsins og eram ekki enn fallnir í 2. deild, og þangað ætlum við 1 okkur ekki“, sagði einn lykilmanna Brann. Eitt er víst að Teitur Þórðarson lofaði Brann stjóminni engum titl- um þegar hann hóf starf sitt. Teit- ur og aðstandendur liðsins vita einnig að viss óstjóm hjá Brann lið- inu undanfarin ár er að hluta til orsök þess hvemig komið er nú. Betran og lagfæringar taka sinn tíma og kosta vinnu og að því er stefnt í Bergen um þessar mundir. Töp hjá Is- lendingunum ílMoregi Islendingaliðin Moss og Brann töpuðu bæði leikjum sínum í 14. umferð norsku fyrstu deild- arinnar. Moss tapaði 1:2 gegn Tromsö heima í Moss og Brann tapaði gegn Molde á útivelli, 2:0. Brann er þar með enn í bullandi fallbaráttu og Moss virðist vera að gefa eftir í topp- slagnum. Onnur úrslit í 14. umferðinni urðu sem hér segir: Sogndal-Bryne.........3:2 Strömmen-Djerv 1919...5:0 Kongsvonger-Lilleström.0:0 V alerengen-Rosenborg..0:0 Jóhann Ingi Gunnarsson. Dietrlch Spate Þjóðveijinn sem kennir með Jó- hanni Inga er „annálaður fyrir að hafa fylgst með alþjóðahandbolta í langan tíma og á öllum stórmót- um undanfarin ár hefur hann „kortlagt" allar þær nýjungar sem komið hafa fram í íþróttinni hveiju sinni og skrifað mikið um þær. Hann vinnur mikið fyrir IHF og verður einmitt á þess vegum á Ólympíuleikunum," sagði Jó- hann Ingi. Þess má geta að Spáte er aðalritstjóri hjá fyrirtæki sem gefur út allt helsta þjálfaraefni í Vestur-Þýskalandi, í öllum íþróttagreinum. ^0 Morgunblaðiö/Skapti Teítur Þórðarson. íHémR FOLK ■ ANDREAS Thom var valinn knattspymumaður ársins í A- ÞýzkaJandi af þekktu knattspyrn- utímariti þar austur frá. Thom varð markahæstur leikmanna í austur-þýzku 1. deildinni síðasta keppnistímabil. Hann leikur með liðinu Dynamo Berlín, sem varð austur-þýzkur meistari í vor. Nýtt keppnistímabil hefst í landinu á laugardag. H DON Peters, yfirþjálfari banda- risku keppendanna í fímleikum á ÓL, hefur sagt af sér til þess að Bela Karolyi geti tekið við stöðu hans. Bela Karolyi, sem er rúm- enskur flóttamaður, þjálfaði á sínum tíma Nadiu Comaneci og einnig Mary Lou Ritton. Honum var ekki ætlað að þjálfa á ÓL í Seoul en eftir að glæsilegan árang- ur nemenda hans um síðustu helgi þótti ekki stætt á öðra. H BREZKA fijálsíþróttasam- bandið hefur hefur ítrekað, að Se- bastian Coe hafi ekki verið valinn í ólympiulið Breta vegna þess að hann hafí einfaldlega ekki staðið sig nógu vel á hlaupabrautinni á brezka úrtökumótinu um helgina. Sambandið harðneitaði ásökunum föður Coes þess efnis, að Coe hefði ekki verið valinn af „pólitískum ástæðum". H HAFÞÓR Kolbeinsson, KS, sem fékk umdeilt rautt spjald í leik gegn FH í síðustu viku, hefur verið dæmdur í eins leiks bann. Hann verður því ekki með liði KS gegn IR á laugardag. H HIÐ árlega opna ESSO- VOLVO golfmót fer fram á Hlíða- rendavelli við Sauðárkrók dagana 13. og 14. ágúst. Leiknar verða 36 holur í flokkum karla, kvenna og unglinga með og án forgjafar. Glæsileg verðlaun verða í boði. Tek- ið er á móti þátttökutilkynningum í símum 95-5012 og 95-5714. H OPNA Ólafsvíkurmótið í golfi verður haldið á Fróðárvelli laugardaginn 13. ágúst og hefst kl.l0:00. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Það er Golf- klúbburinn Jökull, sem heldur mótið. Skráning fer fram á föstudag frá kl. 18:00 í síma 93-61106. H BORGAR YFIR VÖLD í Tórínó hafa tilkynnt stjómum Ju- ventus og Tórínó að félögin geti ekki notað knattspymuvöllinn Stadio Comunale fyrstu tíu dag- ana í september. 3. september mun Jóhannes Páll II páfí heimsækja borgina og flytja ræðu á knatt- spymuvellinum, en þann sama dag var fyrirhugaður leikur Juve og Veróna í Tórínó. Leikurinn verður því að fara fram í annarri borg, en ekki hefur enn verið ákveðið hvar. 31. ágúst átti Tórínó að leika á heimavelli á móti Cesena, en sá leikur verður einnig að fara fram annars staðar. 8. september verða haldnir tónleikarnir „Human right now“ þar sem ýmsir frægir lista- menn koma fram í góðgerðarskyni. Tónleikamir verða á knattspyrnu- vellinum og er gert ráð fyrir að völlurinn þurfí að minnsta kosti tvo daga til að ,jafna sig eftir tónleik- anna.“ Þess má geta að hljómsveit- in Pink Floyd hélt tónleika á knatt- spymuvellinum í Tórínó fyrr í sum- ar og var völlurinn afar illa farinn eftir þá tónleika, þar sem megin- hluti áhorfenda sat á grasfletinum klukkutímum saman. VINATTULANDSLEIKUR Jafnt hjá Noregi og Búlgaríu Knattspymulandslið Búlgara kom við í Osló í gærkvöldi á heimleið sinni frá Reykjavík og mætti Norðmönnum í vináttulands- leik. Leiknum lyktaði með jafntefli, 1:1. Göran Sorlot frá Rosenborg skor- aði fyrir Norðmenn þegar á 2. mínútu. Heimamenn, sem stilltu átta atvinnumönnum upp í liði sínu, léku mjög vel í fyrri hálfleik, en Búlgarir virkuðu hins vegar þreytt- ir. En dæmið snérist heldur betur við í síðari hálfleik er Búlgarir réðu lögum og lofum og það var Hristov Stoychkov sem jafnaði á 57. mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.