Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988 Fjöðrin, sem varð að fimm hænum iHl!!; eftirÁsdísi J. Rafnar Hvemig verða fréttir til? Fjöður fauk í „útvarpsumræðum" á nor- ræna kvennaþinginu í Osló í síðustu viku og þessi fjöður varð að fímm hænum í íslenskum fjöl- miðlum — sérframboði sjálfstæðis- kvenna í Alþingis- og sveitar- stjómakosningum! Ögmundur Jónasson, fréttamað- ur Ríkisútvarpsins, bauð undirrit- aðri, ásamt Kristínu Ólafsdóttur, borgarfulltrúa, og Guðrúnu Agn- arsdóttur, alþingismanni, í umræð- ur, sem teknar vora upp á segul- band Ríkisútvarpsins um ástæður þess að mun færri konur sætu á Alþingi og í sveitarstjómum hér á landi en á þjóðþingum og í sveitar- stjómum hinna Norðurlandanna, í tilefni nýútkominnar samnorrænn- ar skýrslu sem kynnt hefur verið í Qölmiðlum. Fyrsta spuming Ög- mundar var um ástæður þessa munar á milli íslands og Norður- landanna. Ræddum við um mögu- legar ástæður í löngu máli, m.a. var því velt upp hvort mannaskipti væra örari meðal þing- og sveitar- stjómamanna á hinum Norður- löndunum en hér á landi og því hafí konur og ungt fólk almennt átt þar greiðari aðgang. Umræðan hélt áfram, m.a. um leiðir til að stuðla að auknum hlut kvenna á Alþingi og í sveitarstjómum. Neftidi ég þá samþykki fulltrúa- ráðsfundar Landssambands sjálf- stæðiskvenna, sem haldinn var á Hvolsvelli í maí sl. og send var íjölmiðlum, um að fram fari skoð- anakönnun í öllum kjördæmum landsins í haust á stuðningi við konur til framboðs fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Þórann Gestsdóttir, formaður Landssambands sjálf- stæðiskvenna, hefur kynnt sam- þykkt þessa í miðstjóm Sjálfstæð- isflokksins og gert grein fyrir hug- myndum um framkvæmd slíkrar könnunar. Slík skoðanakönnun gæti rejmst leið fyrir Sjálfstæðis- flokkinn til að efla hlut kvenna á framboðslistum flokksins. Hér bætti ég því við, að það væri ekk- ert launungarmál að innan raða sjálfstæðiskvenna hefði verið rætt um það hvort DD listi sjálfstæðis- kvenna þyrfti að koma til í kosn- ingum — vonandi þyrfti þó ekki að koma til þess. Um þetta var ekki framar rætt, heldur var hald- ið áffarn að ræða m.a. um gildi þess að konur hefðu jafnari hlut á við karla í stjómmáium, orð Þór- hildar Þorleifsdóttur um að velta valdastólunum og í lokin lagði Ögmundur þá spumingu fyrir okk- ur hvort Rfkisútvarpið hefði fremur átt að senda kvenfréttamann á norræna kvennaþingið en karl, sem við svöraðum hver með sínum hætti. Eftir u.þ.b. 20 mínútna umræður var slökkt á upptökutæki Ríkisútvarpsins og hver hélt til síns heima í Óslóborg. í fréttum á ís- landi varð undirrituð talsmaður Nauðsyn á „Kattholti“ sem fyrst eftir Ingibjörgu Tönsberg Kattavinafélagið var stofnað snemma árs 1976. Tilgangur þess er að stuðla að velferð katta. Fýrsti formaður félagsins var frú Svanlaug Löve og var hún formað- ur til dánardags, er hún lést á síðasta ári. Hún helgaði félaginu krafta sína og var óþreytandi í bar- áttunni fyrir velferð kattanna. Mikið og óeigingjamt var starf Svanlaugar við að afla §ár og hrinda í framkvæmd byggingu Kattholts, sem á að verða dýraspít- aliog geymslustaður fyrir gæludýr. í þessu merka starfí naut frú Svanlaug stuðnings eiginmanns síns, Gunnars Péturssonar pípu- lagningarmeistara, sem áfram starfar ötullega að hagsmunum fé- lagsins, þar sem hann er formaður byggingamefndar. Kattholt er byggt í tveim áföng- um. Sá fyrri er kominn undir þak, en hinn, sem er á tveimur hæðum er að verða fokheldur. Mjög er aðkallandi að húsið kom- ist í gagnið sem fyrst. Það vantar svo tilfínnanlega geymslu og að- hlynningu fyrir ketti og hunda, þeg- ar eigendur þeirra fara í frí, eða þurfa tímabundið að koma dýram frá sér, t.d. vegna veikinda. Einnig er meiningin að þama verði góð aðstaða fyrir dýralækni og gjör- gæsla fyrir dýr eftir aðgerð. Það er ósk okkar og von að þetta megi takast og það sem fyrst. Um þessar mundir tekur Gula línan við að veita upplýsingar fyrir félagið, svo hér eftir geta félags- menn og aðrir, sem leita þurfa til félagsins, snúið sér til hennar. Höfundur erformaðuru Katta- vinafélags íslands. SIÐASTI DAGUR SKYNDI SÖLUNNAR sérframboðs sjálfstæðiskvenna til Alþingis og sveitarstjóma! Leiðir þarf að ræða í stjórn- málaflokkunum 1973 fengu konur í Moderata- flokknum á Skáni í Svíþjóð sam- þykki flokksins fyrir því, að bera fram lista kvenna við hlið flokks- listans í kosningum. Atkvæði beggja listanna nýttust flokknum og höfðu konumar og flokkurinn mikinn sigur í kosningunum. Því er ekki óeðlilegt að um þessa leið hafí verið rætt meðal kvenna í stjómmálaflokkunum hér á landi. Hlutur kvenna í stjómmálaflokk- unum er hins vegar ekkert sér- hagsmunamál kvennanna, heldur hagsmunamál stjómmálaflokk- anna. Kosningalög gera ráð fyrir að fleiri en einn listi geti verið í framboði fyrir stjómmálaflokka, sbr. 41. gr. kosningalaganna. Mál- svarar ákvæðisins töldu að nauð- syn bæri til að viðhalda því ftjáls- ræði sem kosningalög gera ráð fyrir og heimila minnihluta í stjóm- málaflokki að bjóða fram iista S nafni hans, með sama listabókstaf. Ákvæðið þýðir, að þeir sem vilja bjóða sig fram fyrir ákveðinn stjómmálaflokk megi það, nema til komi mótmæli þess aðila sem endanlega ber skv. skipulagsregl- um flokks að staðfesta hann. Þessi leið er hins vegar að mínu mati þrautalending og ekki fær nema um flokksaðgerð sé þar að ræða, sbr. Moderatafiokkinn á Skáni. Menn eiga ekki að vera feimnir við að ræða um það hvemig auka megi hlut kvenna á Alþingi og í sveitarstjómum, — ýmsar leiðir era færar að þessu markmiði, sem öll- um hlýtur að vera ljóst að getur skipt sköpum um fylgi viðkomandi flokks meðal kjósenda. Landssam- band sjálfstæðiskvenna mælir með frambjóðendakönnun, sem getur reynst sambandinu leið til að Asdís J. Rafnar „Menn eiga ekki að vera feimnir við að ræða um það hvernig euka megi hlut kvenna á Alþingi og í sveitar- stjórnum, — ýmsar leið- ir eru færar að þessu markmiði, sem öllum hlýtur að vera ljóst að getur skipt sköpum um fylgi viðkomandi flokks meðal kjósenda.“ styrkja konumar til framboðs, en jafnrétti kynjanna verður ekki náð á vettvangi stjómmálanna fremur en á öðram sviðum þjóðlífsins nema með samstarfi kvenna og karla. Allir stjómmálaflokkamir hljóta að leggja áherslu á aukinn hlut kvenna á Alþingi og i sveitar- stjómum. Fram að næstu kosning- um má vinna að því markmiði, — hvaða leið sem hver þeirra velur. Af fjaðrafoki fjölmiðla í síðustu viku má draga nokkum lærdóm. Höfundur er héraðsdómslögmað- Framleiðslugalli í Benz: Hefur ekki fund- ist hér á landi BENZ fólksbílar hafa verið und- ir smásjánni hjá bandarisku um- ferðaröryggisstofnuninni vegna meints galla í sjálfvirkum hraða- stýringum eins og sagt var frá hér í blaðinu fyrir nokkru. Galli þessi veldur því, að bifreiðin get- ur skyndilega aukið hraðann og á þann hátt valdið slysum. Af þessu tilefni leitaði Morgunblað- ið til Benz-umboðsins hér á landi og spurðist fyrir um málið, hvort margir bílar hefðu fundist með þennan framleiðslugalla og hvort slikir bílar væru hér á götunum. „Granntilefnið í þessu tilfelli er galli í annarri bfltegund, sem er staðfestur og viðurkenndur af fram- leiðanda," sagði Hallgrímur Gunn- arsson forstjóri Ræsis hf, Benz- umboðsins. „Gallinn kom fram í stýriboxi fyrir sjálfvirka hraðastill- ingu,„craise control", þar var gölluð lóðning. Bflamir vora innkallaðir af þeim sökum. Síðan var farið að skoða ábendingar um aðra bfla, en NHTSA, stofnunin sem framkvæm- ir þessar athuganir, gerir ekkert slíkt nema fram komi einhver rök fyrir málinu. Stofnunin verður hins vegar fyrir miklum þrýstingi frá neytendasamtökum, sem þrífast á athygli í §ölmiðlum. Byijað var á almennri skoðun og síðan skoðaðir sérstaklega Benz 300 SD bflar, sem eingöngu era seldir á Bandaríkja- markaði. Neytendasamtök fengu því framgengt að skoðuð vora fleiri meint tilfelli varðandi Benz bfla, en ekki hefur enn fundist neinn Benz með þennan galla," sagði Hallgrím- ur. Nemendamót haldið í Haukadal 21 ágúst Selfossi NEMENDAMÓT verður haldið í Haukadal 21. ágúst. Mótið er haldið i tilefni þess að nýlega voru liðin 60 ár frá því að íþróttaskóli Sigurðar Greips- sonar í Haukadal tók til starfa. Ætlast er til að sem flestir nem- endur skólans, kennarar og starfs- fólk komi í Haukadal þennan dag og taki þátt í mótinu og er þeim frjáist að taka með sér gesti. Fyrirhugað er að mæta í Hauka- dalsskógi, við minnisvarða Sigurð- ar Greipssonar klukkan 14 21. ágúst. Þar verður stutt athöfn til minningar um Sigurð Greipsson skólastjóra. Að því loknu verður haldið í Hótel Geysi og sest að kaffiborði. Þar verður dagskrá fram haldið og meðal annars rif- jaðar upp minningar frá skólaár- unum í Haukadal. Þátttökutil- kynningar og upplýsingar era gefnar í síma 98-68915 á Hótel Geysi. — Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.