Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988
23
Geimrusl á sveimi um Jörðu
Frá því hefur verið greint á þess-
um stað, að sovéskur gervihnött-
ur, Cosmos 3000, muni að líkind-
um hrapa til jarðar í næsta mán-
uði. Vegna þessa hefur umræða
um geimrusl það, sem er á spor-
braut um Jörðu, aukist, enda ræð-
ir hér um ótölulegan ú'ölda ónýtra
tækja og tóla, sem maðurinn hef-
ur skotið út úr gufuhvolfinu.
Segja sérfræðingar að þegar fólk
verði vitni að stjömuhrapi sé eins
líklegt að þar séu á ferðinni leifar
gervihnattar og að um loftstein
sé að ræða.
Bandaríkjamenn fylgjast dag-
lega með um 8.000 hlutum á spor-
braut um Jörðu, en þar af eru
aðeins um 350 starfhæfir gervi-
hnettir. Afgangu.rinn er um 3.700
útbrunnar eldflaugar, ónýtir
gervihnettir, eldflaugahlutar og
flöldinn allur af boltum og róm,
sem hafa orðið viðskila við geim-
för sín. Þá má ekki gleyma Hass-
elbladt-myndavél, sem banda-
rískur geimfari týndi á geimgöngu
fyrir tæpum 20 árum. Alls er tal-
ið að um 30.000 hlutir af manna
höndum hingsóli um Móður Jörð.
Flestir þessara hluta eru lítt
hættulegir Jarðarbúum, þar sem
þeir brenna upp á leiðinni inn í
gufuhvolfið. Úti í geimnum eru
þeir hins vegar stórhættulegir,
enda á fleygiferð. Rekist smáhlut-
ur á stærð við baun á gervihnött
þarf ekki að huga framar að gervi-
hnettinum. Má minna á að fram-
rúða einnar geimskutlu Banda-
ríkjanna brast þegar málningar-
flaga varð á vegi skutlunnar.
Hér að ofan er tölvumynd af
Jörðu og hluta þeirra þúsunda
hluta, sem sveima umhverfis
hana.
. vívV.'-. v '.•'•*>
■ 'v-c-'-t . -• í-.--■
■■ /v
-----
Moskva:
Glæpir fær-
ast í vöxt
Hoskvu. Reuter.
MORÐ, nauðganir og bOaþjófn-
aðir hafa aukist mjög í Moskvu
á þessu ári segir í sovéska viku-
ritinu Röksemdir og staðreynd-
ir. Og þrátt fyrir opinbera her-
ferð gegn áfengisneyslu voru
rúmiega tvö þúsund manns
handteknir fyrir ólöglega
bruggun á fyrsta helmingi
þessa árs og er það 72,5% aukn-
ing frá því í fyrra.
Blaðið vitnaði í lögregluskýrslur
og sagði að á fyrstu sex mánuðum
þessa árs hefðu verið kærð 14%
fleiri morð heldur en á sama tíma
í fyrra, 24% fleiri nauðganir og
50% fleiri bílaþjófnaðir. Tímaritið
segir að skipulagðri glæpastarf-
semi sé að kenna um stóran hluta
afbrotanna; glæpaklíkur hafi bar-
ist um yfírráðin yfir spilavítum og
annarri ólöglegri fjármálastarf-
semi.
í maí greindi vikuritið Ogonjok
frá því að til götubardaga hefði
komið milli glæpahreyfinga í vor
þegar tekist var á um hagnað af
starfsemi samvinnufélaga sem
stofnuð voru eftir að sovéskir
ráðamenn leyfðu takmarkað
einkaframtak í fyrra.
Kafbátaleit í Svíþjóð:
Ný tækni gef-
ur góða raun
Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara
Morgunblaðsins.
Hernaðaryfirvöld í Svíþjóð
staðfestu á mánudag að kaf-
bátaleit hefði gengið betur í ár
en undanfarin ár. Þakka þeir
árangurinn nýrri tækni sem
þeir segja að sé fljótvirkari en
þær aðferðir sem áður hefur
verið beitt við leit að kafbátum.
Sænski sjóherinn skaut djúp-
sprengjum á kafbát sem var í
heimildarleysi innan sænskrar lög-
sögu úti fyrir Oxelsösund í maí-
mánuði síðastliðnum. Þegar atvik-
ið úti fyrir Oxelsösund átti sér
stað vissi sjóherinn fyrir að ókunn-
ur kafbátur hafði verið á ferli, að
sögn talsmanns hersins. Lét nærri
að tekist hefði að granda kaf-
bátnum að sögn yfirmanna í sjó-
hemum.
Yfirmenn innan hersins hafa
ekki viljað gefa neinar upplýsingar
um hvaða aðferðir það eru sem
gefið hafábetri árangur við leitina
að kafbátum í sænskri lögsögu en
segja að þær hafi gefíst vel.
f F
ENN KEMUR TOYOTA A OVART
- NÚ BÆÐI NOTAÐIR OG NÝIRI!
,nEuvnnviun
UT0GRESTIN
ÁNVAXTA0G
MANUDUM
T0Y0TA býður nú hin einstöku greiðslukjör á takmörkuðum fjölda bíla af
’88 árgerð og að sjálfsögðu einnig á notuðum bílum í eigu umboðsins.
50% af kaupverði greiðast við samning en eftirstöðvar
í 12 mánuði, vaxta- og verðtryggingarlaust!
Og ekki nóg með það... þeir sem staðgreiða nýjan bíl
13% afslátt.
Verið velkomin í sýningarsal okkar að
Nýbýlavegi 8 og einnig í Toyota bílasöluna,
Skeifunni 15.
Umboðsmenn okkar eru um ailt land.
TOYOTA
Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogi, Sími 91-44144