Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988 7 Blönduósi. UM SÍÐUSTU helgi settu nokkr- ir hressir strákar á Blönduósi nýja heimasmíðaða kajaka á flot á Réttarvatn í Vatnahverfi. Bát- arnir sem strákarnir smíðuðu sjálfir með aðstoð eins föðurins eru úr trefjaplasti. Hjörvar Pétursson og Ari K. Jó- hannesson sem eru í þessum hópi sögðu í samtali við Morgunblaðið að reynslusiglingin hefði verið „meiriháttar" og að sigla bátunum eftir þriggja vikna smíðavinnu væri erfiðisins virði og rúmlega það. Þeir félagar sögðu að bátamir hefðu reynst vel og með smá æf- ingu væri auðvelt að komast aftur upp í bátinn þó honum hvolfdi. Reyndar hvolfdi einum kajaknum í reynslusiglingunni en ræðaranum Steindóri Grímarssyni varð ekki meint af. Þeir Hjörvar og Ari voru sammála um að helsta vandamálið við þessa siglingaíþrótt væri að flytja kajakana á milli en voru þó ekki í neinum vafa um að leysa mætti það vandamál. Sveinn Gísla- son faðir eins drengjanna, en sá heitir Ólafur, aðstoðaði strákana við smíðamar. Vildi Svéinn koma því á framfæri að Trefjaplast hf. á Blönduósi hefði verið þessu drengj- unum innan handar og vildi Sveinn einnig geta þess að þeir sem áhuga hefðu gætu fengið aðgang að báta- mótinu, til að steypa eign bát. Jón Sig. Nokkrir hressir strákar á Blönduósi smiðuðu þessa kajaka sjálfir úr trefjaplasti og fóru í reynslusiglingu á Réttarvatni um síðustu helgi. SÍÐUSTU BÍLARNIR TIL AFGREIÐSLU STI Nýjung í tómstundastarfi á Blönduósi: Smíðuðu sér kaj- aka úr trefjaplasti Opinber heimsókn forseta Islands: Heímsækir alla hreppa Húnavatns- sýsla OPINBER heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands f Vestur- og Austur-Húnavatns- sýslu hefst fimmtudaginn 25. ágúst. Jón ísberg sýslumaður tek- ur á móti forsetanum á sýslumörk- unum og þaðan verður haldið í Reykjaskóla í Hrútafirði. Forset- inn heimsækir alla hreppa beggja sýslanna f förinni, 17 að tölu. í fylgdarliði frú Vigdísar verður Komelíus Sigmundsson forseta- ritari og eiginkona hans Inga Hersteinsdóttir. Dagskrá heimsóknarinnar liggur ekki fyrir í endanlegri gerð. Ráðgert er að fyrsta daginn fari forsetinn um Miðflörð og ái á Laugabakka þar sem haldið verður kaffisamsæti. Gist verður á Hvammstanga. Þaðan verð- ur ekið á föstudagsmorgun út á Vatnsnes og höfð viðkoma. í Þor- finnsstaðaskóla. Borgarvirki’ verður skoðað og Kolugljúfur í Víðidal en kaffi drukkið í Víðihlíð. Að því búnu kveður forsetinn vestursýsluna og ekur til Blönduóss þar sem gist verð- ur næstu tvær nætur. Á föstudagskvöld verður forsetan- um boðið til kvöldverðar á Skaga- strönd og haldið opið hús fyrir bæj- arbúa og nærsveitunga. Morguninn eftir verður móttaka í Húnaveri fyrir þá sem vilja hitta forsetann en há- degisverður snæddur í Blönduvirkjun eftir skoðunarferð um hana. Þá verð- ur kaffísamsæti á Húnavöllum og kvöldverður borðaður á Blönduósi í boði bæjarstjómar. Farið verður út á Skaga á sunnu- dagsmorgun en síðan býður sýslu- maður til hádegisverðar á heimili sínu. Þá ekur forsetinn um Vatnsdal og til Þingeyra. Um miðjan daginn verður opið hús fyrir íbúa Blöndu- óss. Heimsókninni lýkur um kvöldið með því að sýslumaður kveður for- seta við sýslumörkin áður en frú Vigdís heldur tii Reykjavíkur. *að viðbættum kr. 21.000 fyrir ryðvörn og skráningu. Öll verð miðast við gengisskráningu 5. júlí 1988. Það er stór munur á HONDA og öðrum japönskum bílurti. HONDA hefur yfirbragð og glæsileik sem allir sækjast eftir. Nú er tækifærið að eignast HONDA glæsivagn á hagstæðu verði og góðum kjörum. Örfáum bílum óráðstafað. HONDA CIVIC 3ja dyra kostar nú frá kr. 575.000* VERO ÁÐUR 622.000 HONDA CIVIC SEDAN kostar nú frá kr. 669.500* VERÐÁÐUR 748.000 AHONDA Við rýmum fyrir árgerð '89 og seljum síðustu HONDA CIVIC bílana árgerð 1988 með verulegum afslætti. HONDA CIVIC DX 3ja dyra, 5 gíra Verð frá Útborgun 25% Eftirstöðvar 575.000 143.750 431.250 Greiðast með jöfnum afborgunum í allt að 30 mánuði. Mánaðargreiðsla kr. 14.375 að viðbættum vöxtum. HONDA CIVIC SEDAN 4ra dyra GL, 5 gíra Verð frá Útborgun 25% Eftirstöðvar 669.500 167.375 502.125 Greiðast með jöfnum afborgunum í allt að 30 mánuði. Mánaðargreiðsla kr. 16.738 að viðbættum vöxtum. VIÐ TÖKUM GÓÐA NOTAÐA BÍLA UPP í KAUPVERÐIÐ. (H HONDA Á ÍSLANDI, Vatnagörðum 24, Rvík, sími 689900 Morgunblaðið/Jón Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.