Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988 15 Hvammstangi: Minnisvarði um Jósefínu Helgadóttur af hjúpaður og annarra verkefna með árlegum sumarfagnaði á Hvammstanga sem fékk heitið „Jósefínuhátíð". Stjóm sjúkrahúss Hvamms- tanga ákvað fyrir nokkm að heiðra minningu frú Jósefínu með gerð bijóstmyndar og var leitað til Ragnars Kjartanssonar mynd- höggvara sem síðan fékk Ragn- hildi Stefánsdóttur til að vinna verkið. Afhjúpun listaverksins fór fram laugardaginn 15. júlí. Sr. Robert Jack á Tjörn og kirkjukór Hvammstangakirkju önnuðust smá helgistund með vistfólki og starfsmönnum sjúkrahússins. Við- staddar vom tvær dætur Jósefínu í SJÚKRAHÚSI Hvammstanga var fyrir skömmu afiyúpuð brjóstmynd af frú Jósefínu Helgadóttur, en hún var aðal- hvatamaður að byggingu dval- ar- og elliheimilis á Hvamm- stanga. Þá var stofnuninni fært að gjöf veggteppi, sem heitir Jósefínuhátíð. Jósefína var formaður Kvenna- bandsins í V-Húnavatnssýslu í um 10 ár og var persónulega og einn- ig í krafti sinna samtaka baráttu- maður fyrir bættri aðstöðu aldr- aðra og sjúkra í héraðinu. Dvalar- heimilið var tekið í notkun árið 1960 og hafði þá verið í byggingu í þijú ár. Kvennabandið safnaði m.a. fé til styrktar byggingunni Morgunblaðið/Karl Sigurgeireson Bijóstmyndin af Jósefínu Helga- dóttur. Morgunbladið/Karl Sigurgeirsson Sr. Robert Jack hélt helgistund er bijóstmyndin var afhent. Vegg- teppið, sem afhent var við sama tækifæri, sést á veggnum. og tengdasonur. Listaverkinu var valinn staður í nýrri setustofu stofnunarinnar. Þá var stofnuninni afhent við sama tækifæri veggteppi að gjöf. Teppið var gefíð af Kvennaband- inu í tilefni 70 ára afmælis þess. - Karl „Ætlist þér til að fá Island í jólagjöf?“ — sagði Ólafur Thors við Dreyfus, sendiherra Bandaríkjanna eftír Pétur Pétursson Ritverk Matthíasar Johannes- sens um Óiaf Thors, tvö bindi er út komu árið 1981, er þrekvirki og ber höfundi þess hrós og heiður fyrir vel unnið verk. Matthías hef- ir af einstakri elju kannað fjölda gagna og dregið fram í dagsljósið ómetanleg aðföng er hann hefír sótt í nægtabúr flokksforingja Ól- afs Thors, samheija hans og and- stæðinga. Matthías nýtur þekk- ingar sinnar á íslenskri tungu og bókmenntum, þjálfun hans sem blaðamanns og listrænt innsæi rit- höfundar eykur honum afl og stýr- ir penna hans víðast hvar. Þó ber við að vafasöm orð skjóta upp kolli í stríðum straumi stíls og frá- sagnar. Við lestur bókanna tveggja verður niðurstaðan sú að hér sé um að ræða ótvíræðan viðauka og raunar staðfestingu á „Atómstöð- inni“, skáldverki Halldórs Lax- ness. Allt frá því er Bandaríkja- menn setja fram beiðni sína um herstöðvar til 99 ára og til þess er samningar takast um afnot Keflavíkurflugvallar og síðar inn- göngu í NATO og eflingu her- stöðva verður ljóst að atburðarás og aðdraganda er lýst með nær- fellt sama hætti. Munurinn felst í tækni og aðferðum skálds og sagnfræðings. Skáldið HKL skynj- ar atburði samtíðar og leiðir fram persónur sögunnar samkvæmt lögmálum listar sinnar. Sagnfræð- ingurinn Matthías Johannessen styðst við skjöl og skilríki, viðtöl og umsagnir úölda manna á vá- legri tíð. Niðurstaðan virðist hin sama. Forystugrein Morgunblaðsins 23. ágúst 1944, rétt rúmum tveim- ur mánuðum eftir lýðveldisstofnun á íslandi, fjallar um kröfu Banda- ríkjanna um herstöðvar á íslandi. Blaðið vitnar í Tom Conally, for- mann utanríkismálanefndar Bandaríkjaþings. Hann sagði: „Á Atlantshafí ættu Bandaríkin að reyna að ná samningum um langa leigu á öllum bækistöðvum á eyj- um þar, en ef hægt væri ættu Bandaríkin að reyna að eignast þessar eyjar. Það er lífsnauðsyn, að hafa bækistöðvar á ís- landi.(Leturbreyting Morgun- blaðsins.) Þegar Morgunblaðið hefír birt þessa tilvitnun í ummæli Conallys segir það í forystugrein sinni: „Þegar Islendingar gerðu her- vemdarsamninginn við stjórn Bandaríkjanna sumarið 1941, var af íslands hálfu sett ýms ófrávíkj- anleg skilyrði. Fyrsta skilyrðið, sem Islendingar settu og stjórn Bandaríkjanna gekk að, var þetta: „Bandaríkin skuldbinda sig til að hverfa burtu af íslandi með allan herafla sinn á landi, í lofti og á sjó, undir eins og núverandi stríði er lokið“. Það var ekki nein hending, að þetta varð fyrsta skilyrðið af ís- lands hálfu. íslendingar settu þetta skilyrði vegna þess, að þeim var og er ljóst, að engin smáþjóð getur til lengdar varðveitt sjálf- stæði sitt, ef hún verður að þola það, að erlend stórveldi hafí bæki- stöðvar í landi hennar. Þetta verða íslensk stjómvöld að gera þeim ráðamönnum í Bandaríkjunum ljóst, sem em með bollaleggingar um bækistöðvar á íslandi að stríðinu loknu. Það verð- ur aldrei með vilja ísiendinga." Matthías Johannessen vitnar í Valdimar Bjömsson, vestur-í slenskan starfsmann Bandaríkja- stjómar á íslandi. Hann segir: „Bandarískum hemaðaryfírvöldum hafi verið mjög í mun að halda þessari að- stöðu á íslandi. Að vísu geti verið, að einhverjir Bandaríkjamenn, tengdir yfirstjóm hersins, hafí getað hugsað sér að ná nokkurs- konar yfírráðum á íslandi...“ Svo segir Matthías: „En spyija má: hvers vegna svaraði Ólafur Thors herstöðvabeiðni Bandaríkja- stjómar 1. okt. 1945 ekki afdrátt- arlaust neitandi? Því má svara til, að enginn er alvitur. Hvorki Ólafur Thors né aðrir dauðlegir menn hafa séð fyrir atburðarás framtíð- arinnar. Bandaríkjamenn áttu hönk upp á bakið á íslendingum vegna her- vemdar á heltímum, þegar þeir vörðu heiminn og þá líka landið gegn árás þýzku nazistanna. Ólaf- ur taldi, að þeir ættu inni hjá ís- lendingum kurteisleg svör við spumingum sínum, þótt þær væm út í hött og óviðkunnanlega fram bomar. Auk þess vildi Ólafur halda öllum dyram opnum, meðan verið væri að móta öryggisstefnuna að styijöld lokinni. Þá sá enginn fyrir, hver framvindan yrði né hvort nauðsynlegt væri fyrir smáþjóð að skipa sér í fylkingu með öðrum þjóðum. Bjartsýni ríkti um áframhaldandi vináttu bandamanna. Hitler var líklega sá eini, sem undir stríðslok spáði fyrir um vinslit. Auk þess vildi Ólafur Thors ekki taka þá áhættu, að stórveldið í vestur- heimi móðgaðist við smáþjóðina og lokaði e.t.v. lífsnauðsynleg- um mörkuðum okkar fyrir fisk- afurðir vegna harðvítugra deilna um öryggismál, sem leitt gætu til „refsiaðgerða“, en á það orð rekumst við I minnis- blöðum Ólafs Thors. ÖII hugsun hans snerist um það, að komizt yrði hjá óþarfa erfiðleikum, sem kynnu að koma síðar í bakseglin. En Bandaríkjamenn vora hvorki famir að kynnast Ólafi Thors né íslenzku þjóðinni, eins og síðar varð." Matthías greinir nákvæmlega frá viðræðum Ólafs Thors við Dreyfus, sendiherra Banda- ríkjanna. Ólafi blöskraði ágengni sendiherrans og tvöfeldni í fram- komu. 30. dag októbermánaðar 1945 ræðast þeir við: „Ég skýrði fyrir honum afstöðuna með Einar Ólgeirsson, og frá öllum sjónar- miðum væri kannske rétt, ef einn stjómarflokkurinn óskaði að bíða eftir sínum formanni, að neita því ekki, ef það varðaði stjómar- sprengingu. Dreyfus varpaði fram, hvort hann kæmi fyrir jól. Það skildi ég þannig, að einhver tónn væri í honum, og varð á að spyrja, hvort þeir ætluðust til að fá Island í jólagjöf." Það var helst að sjá á Ronald Reagan forseta Bandaríkjanna að hann hefði fengið ísland í jólagjöf er hann var hér á ferð á leið- togafundi. Bandaríkjaforseti virti ekki íslensku þjóðina viðlits né viðtals. Hann hélt suður á Keflavíkurflugvöll, setti þar upp skrípahúfu með áprentuðu Ietri um vamir íslands. Flutti hermönnum sínum heillaóskir, svo sem væri hann kominn í eigið land. Kvað Bandaríkjaþing sífellt reyna að skera við nögl laun þeirra, en sagð- ist blása á slíkt. Bætti svo við að hennennirnir væru „nær Kola- skaga en austurströnd Banda- ríkjanna“. Ékki tókst forsetanum banda- ríska að fara rétt með staðreyndir um hersetu íslands. Kvað hann Breta hafa komið hingað í apríl 1941 í stað maí 1940. Slík mis- sögn skiptir e.t.v. litlu máli. Hitt er alvarlegra þegar nágrönnum í austri er ógnað með slíkum hætti að stæra sig af nálægð við stöðvar þeirra. Ekki dregur það úr hættu að forsætisráðherra vor, Þorsteinn Pálsson, beindi ummælum sínum til Sovétríkjanna er hann fluttj ræðu í Finnlandi nú nýverið. í ræðu sinni sagði forsætisráðherra: „íslensk stjórnvöld láta nú meira að sér kveða í hernaðar- legu samstarfi innan NATO og vilja auka þátttöku íslendinga sjálfra í vörnum landsins.“ Spyija má: Koma nú hemaðar- útgjöld til viðbótar matarskatti? Eða ætlar Þorsteinn að semja um að loforð Roosevelts Bandaríkja- forseta gildi? Höfuadur er þulur. Stökkvið á staðinn! LOKADAGAR ÚTSÖLUNNAR Frábærar vörurfrá vörumerkjum sem géfa línuna -*8 P- SpectrtA píb SaLuXo Haust- og vetrarfatnaðurinn ’88-’89 kynntur föstudaginn 12. ágúst. Lokað fimmtudaginn 11. ágúst. , VMNRM6MM vtUtan tfceefjjOJt Á o&KcOvx&z&ýiK Laugavegi 45 - Sími 11388

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.