Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988
Kveðjuorð:
00
Steingrímur Orn
Steingrímsson
Fallegi, ljóshærði og bjarteygi
drengurinn minn er dáinn, hér sit
ég lömuð eftir þessa hörmulegu
frétt.
Ég og móðir hans erum búnar
að vera góðar vinkonur til margra
ára og höfum deilt saman bæði
sorg og gleði.
Hún hefur ekki farið varhluta
af sorginni, misst bæði föður sinn
sem var á besta aldri þegar hann
dó og unnusta sem drukknaði fáum
mánuðum eftir að þau höfðu opin-
berað og núna sinn yngri son.
Ég minnist Steina eins og hann
var kallaður þegar hann flytur að
Hellu á Rangárvöllum með móður
sinni, þá 7—8 ára gamall. Settist
hann á skólabekk í Helluskóla, en
ekki gekk námið sem skyldi enda
um margt annað að hugsa þegar
maður er á þessum aldri. Þá sett-
umst við niður vinimir við borð-
stofuborðið heima hjá mér, en þar
dvöldu þau mæðgin í skamman tíma
og við tókum til við heimanámið.
Kvöld eftir kvöld sátum við og lærð-
um og lærðum þar til að árangur
náðist og við unnum í sameiningu
upp tapaðan tíma og námið fór að
ganga betur. Á þessum stundum
okkar vann hann hjarta mitt, hann
var svo einlægur og fullur áhuga á
öllu þessu flókna námsefni, hann
þurfti sérstaka alúð, ást og um-
hyggju enda uppskárum við erfiðið.
Síðan þetta átti sér stað hef ég
alltaf litið á hann sem einn af
mínum sonum.
Því miður skildu leiðir, ég var
t
Minningarathöfn um fósturmóöur okkar,
INGIBJÖRGU HELGU GUÐMUNDSDÓTTUR
fv. IjósmóAur,
verður haldin í Litlu kapellunni í Fossvogi, föstudaginn 12. ágúst
kl. 15.00.
Jarösett veröur frá Kollafjaröarneskirkju laugardaginn 13. ágúst
kl. 14.00.
Fyrir hönd tengdadætra, barnabarna og systkina hinnar látnu,
Ingi B. Jónasson,
Kristján Jónasson.
t
Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför
eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu,
GUÐLAUGAR SIGURJÓNSDÓTTUR.
Ólafur Galti Kristjánsson,
Ágústa Jónsdóttir, Guðmundur Reynisson,
Kristján Ólafsson, Björg Árnadóttir
Erla Olafsdóttir, Þorstelnn Daníelsson,
Ólafur öm Ólafsson, Áslaug Alfreösdóttir
og barnabörn.
t
Móöir okkar,
HREFNA JÓHANNSDÓTTIR
hjúkrunarforstjóri,
Hrafnistu,
Reykjavfk,
veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. ágúst kl.
13.30.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameins-
félagið eöa Hrafnistu, Reykjavík.
Kristfn Sverrisdóttir,
Ambjörg Sverrisdóttir,
Jóhann Sverrisson.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúö viö andlát og útför
JÓNS BJÖRNSSONAR
fyrrverandl innkaupastjóra,
Hringbraut 87.
Andviröi þakkarkorta hefur runnið í minningarsjóð Félags nýmasjúkra.
Lára Guömundsdóttir,
Ólafur Rafn Jónsson, Danlelle Somers,
Gytfi Jónsson, Guörún Bergsveinsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns
míns, fööur, tengdaföður, afa og bróöur,
MAGNÚSAR SIGURGEIRS ÞORGEIRSSONAR,
Hafnagötu 12,
Höfnum.
Sigrföur Guömannsdóttir,
Sigurrós Magnúsdóttir, Ólafur Sigurjónsson,
Bára Magnúsdóttir, Eirfkur Skúlason,
Þorgeröur Magnúsdóttir,
Anna Magnúsdóttir,
barnabörn, systklni og fjölskyldur.
áfram á Suðurlandi en hann á Aust-
urlandi og þar af leiðandi voru sam-
skiptin ekki sem skyldi, en ég og
móðir hans höfðum alltaf símasam-
band, að vísu alltof sjaldan en eftir
þeim fréttum sem ég hafði af hon-
um virtist honum famast vel, en
þá skeður þessi hörmulegi atburð-
ur, kannski vegna þess að þeir deyja
ungir sem guðimir elska, hver veit?
Ég vona að það hafí verið tekið
vel á móti honum hinumegin og
honum megi Iíða vel með Hauki afa
sínum og fleiri ástvinum sem
gengnir em.
Elsku Esther mín, þú hefur misst
mikið og ég bið algóðan Guð að
blessa þig og styrkja í sorg þinni
og megi minningin um góðan son
verða þér til halds og trausts. Ég
vil einnig senda föður hans, systur,
bróður svo og öðmm ástvinum
mínar innilegustu samúðarkveðj ur.
Megi vinurinn minn hvfla í friði.
Láms, Egill, Hössi og Svansi
biðja fyrir hinstu kveðju.
Raggey
Guðjóna Páls-
dóttir-Minning
Síminn hringdi!
Hún Guðjóna er dáin!
Friður sé með henni. Hun var
búin að vera lengi veik og var orð-
in þreytt.
Gauja var fædd 28. júlí 1932 og
var því rétt 56 ára, sem manni
fínnst nú ekki mikill aldur.
Hún var dóttir hjónanna Mar-
grétar Jónsdóttur, sem lést 1. des-
ember 1983, og Páls Gíslasonar
fyrrum vömbifreiðastjóra á Þrótti
og lifir hann dóttur sína, nýlega
áttatíu og fímm ára gamall. Gauja
var næst elst bama þeirra, sem
vom fímm að tölu. Én þau em
Sigríður, Guðjóna, Kári, Stefán og
Páll.
Hún giftist Þóri E. Magnússyni
flugumferðarstjóra 11. október
1958 og áttu þau tvær dætur,
Margréti, fædda 20. mars 1959,
gift Jóhanni Sigurdórssyni, og Sól-
veigu fædda 28. september 1960,
unnusti hennar er Sigurður Á.
Kristinsson. Fyrir átti Guðjóna son,
Jón Sævar Gunnarsson, fæddan 12.
aprfl 1953, en hann lést af slys-
fömm ásamt unnustu sinni þann
17. júní 1977 og var það ijölskyld-
unni mikið áfall.
Þórir og Gauja skildu fyrir nokkr-
um ámm og fluttist hún þá að Selj-
alandi 7 þar sem heimili hennar
stóð siðan. Bamabömin tvö vom
yndi hennar og ánægja enda stutt
að fara þar sem Margrét dóttir
hennar bjó' í sama húsi ásamt fjöl-
skyldu sinni.
Gauja systir átti lengi við van-
heilsu að stríða og í desember sl.
fór hún í stóra aðgerð, en það dugði
ekki til. Þessi skelfílegi sjúkdómur
' /
leiddi hana til dauða röskum sjö
mánuðum síðar. Hún sagði við mig
eitt sinn er ég heimsótti hana á
spítalann: „Ég svaf ekki mikið í
nótt, en ég bað til Guðs. Ef ég á
að deyja vona ég að hann taki mig
fljótt." Gauja systir var mjög trúuð
kona og leitaði mikið til Guðs og
fann styrk í bæn til hans sem öllu
ræður.
Nú er lífsstríði hennar lokið og
var hún lögð til hinstu hvflu við
hlið sonar síns í Fossvogskirkju-
garði þann 5. ágúst sl.
Hvfli hún í Guðs friði.
Sigga systir
Kveðjuorð:
Oskar Olafsson
frá Söðulsholti
Fæddur 7. aprfl 1907
Dáinn 7. júlí 1988
Andlát þessa vinar míns kom
mér ekki á óvart, aðdragandinn
var slíkur. Eftir mikið og farsælt
æfístarf kom hvíldin og hver er
ekki henni feginn. Óskar var mað-
ur alls þess sem hefír kosti í lífinu,
hjálparhönd hans og hlýja brást
aldrei og það fékk ég og ljölskylda
mín að reyna. Það var undarlegt
hversu óskar gat afrekað miklu
og gert allt vel og það oft ekki
heill heilsu. Samviskusemin jók
honum kraft og kjörorð hans að
bregðast ekki var honum sá afl-
gjafí að hann entist alla æfí og
litríka. Það er víst að hafí nokkur
skarað fram úr þjónustu í þessum
fallvalta heimi, þá er Óskar ekki
langt þar frá. Honum kynntist ég
snemma á mínum starfsferli á
Snæfellsnesi og þegar ég stóð í
byggingarframkvæmdum í upp-
Blóma-og
9 skreyíingaþjónusta C/
™ hvertsem tiléfniðer.
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
^ Álfhcimum 74. sími 84200
hafí búskapar lagði hann þar að
sína tryggu og öryggu hjálpar-
hönd. Við vorum báðir ánægðir
að verki loknu og alla samleið
okkar fannst mér ég vera í svo
mikilli skuld við Óskar og ijöl-
skyldu hans að sú skuld yrði aldr-
ei greidd.
Óskar var ekki hávaðamaður í
lífínu. En þeim mun meiri alvöru-
maður og þjóðvísari mann gat
ekki. Sveitin hans, uppvaxtar- og
þroskastaður hans var honum kær
og átthagaböndin alltaf ofarlega.
Oskar var listamaður að eðli. Á
seinni árum sá ég hann mála
myndir sem hefðu vakið athygli á
hvaða málverkasýningu sem var.
Ég heyrði hann leika á orgel og
þótt hendur hans hafí meira hald-
ið á hamri og sög gátu þær gefíð
þá tóna úr hljóðfærinu sem veittu
sérstaka endumæringu og því var
oft flúið í orgelið að loknu verki.
Þar var hin sanna hvfld hugans.
óskar var framúrskarandi hús-
bóndahollur og vann allt af alúð.
Þannig var saga þeirra sem hans
minntust í daglegri önn og þess
nutu margir. Óskar var hamingju-
samur maður. Hann eignaðist
sterkan og góðan lífsförunaut,
Kristínu Þórðardóttur frá Mið-
hrauni, sem alla tíð studdi hann
með ráðum og dáð. Heimili þeirra
og hinn fagri garður í Hveragerði
verður okkur minnisstæður og
hinn andlegi gróðurreitur lífs
þeirra var ennþá fegurri og til
eftirbreytni. Og hvemig hún
Kristín reyndist honum til seinustu
stundar verður ekki rifjað upp
hér, en það var athyglisvert. Þau
eignuðust myndarleg og dugleg
böm og niðjareitur þeirra er mik-
ill, bæði að stærð og verðmætum.
Óskar átti oft við vanheilsu að
stríða. Hann varð eins og aðrir
fyrir stómm áföllum og jafnvel
þegar hann og þau á hörmulegan
hátt misstu elstu dóttur sína á
sviplegan hátt, sást vel hvert þau
sóttu styrk. Það var eftirtektar-
vert.
Við stöndum í mikilli þakkar-
skuld við Óskar og hans fólk og
það vil ég af heilum hug þakka.
Og eitt er víst að hann fer aldrei
úr mínum huga og þeir gleðigeisl-
ar sem þau hjónin veittu mínu lífi.
Að koma til þeirra var eins og að
koma úr regni í sól.
Vissulega sakna ég hans þótt
ég hafí unnað honum hvíldar og
nýrra verkefna á landi lifenda þar
sem ég bið honum blessunar guðs,
en myndir og minningar fylla hug-
ann um þjóðvísan þegn sem vann
landi og þjóð meðan kraftar ent-
ust, já og oft varð að taka á meira
en góðu hófí gegndi. Slíkra er
gott að minnast.
Og um leið og þakkir em endur-
teknar bið ég ástvinum hans allrar
blessunar og sendi þeim samúðar-
kveðjur. Guð blessi minningu
hans.
Ámi Helgason