Morgunblaðið - 21.08.1988, Síða 1
JMttgtndHiittfr
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988
BLAÐ
P.r
ibni.
nn-’
siá
FLESTIR íslendingar eru
sammála um að Gullfoss sé
ein dýrmætasta perla
íslenskrar náttúru. Margir
hinna erlendu gesta sem
heimsækja landið á ári hverju
eru sama sinnis. Sígilt er að
fara með útlendinga í skoðun-
arferð að Gullfossi og Geysi
og oft eru þessir staðir það
eina sem útlendingar skoða
hér á landi í stuttum heim-
sóknum sínum.
Ibókinni Landið þitt segir að Gull-
foss sé í tveimur þrepum og 32
metrar á hæð að báðum með-
töldum. Fossinn steypist niður í
hrikalegt og fagurt gljúfur sem
er allt að því 70 metra djúpt.
Gljúfrið er um 2500 metra langt,
skorið niður í berggrunninn á
síðustu 10000 árum. Það svarar til 25 sm
á ári.
Gullfoss er nú í eigu ríkisins en áður var
hann í eigu Brattholtsjarðar í Árnessýslu.
Um tíma komst hann í eigu erlends hlutafé-
lags sem ætlaði sér að virkja hann. Þessu
var þó afstýrt og var það mest að þakka
þáverandi eiganda og ábúanda Brattholts,
Sigríði Tómasdóttur. Stór landspilda með-
fram Hvítárgljúfri við Gullfoss er í eigu ríkis-
ins. Þetta land tilheyrði áður jörðinni Bratt-
holti en eigandi Brattholts, Einar Guð-
mundsson, gaf ríkinu spilduna til að um-
hverfi fossins fengi vernd samkvæmt nátt-
úruverndarlögum.
Margir ferðamenn telja að ekki sé nægi-
lega mikið gert fyrir umhverfi Gullfoss.
Bent er á að þar vanti snyrtiaðstöðu og
umgengni sé ekki nógu góð. Nú horfa þessi
mál til betri vegar því hugmyndir að nýjum
skipulagstillögum gera ráð fyrir róttækum
breytingum á aðstöðu ferðamanna við Gull-
foss. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi
þetta mál við nokkra hlutaðeigandi, fulltrúa
Náttúruverndarráðs og Njörð Jónsson, nú-
verandi bónda í Brattholti. gj^ BLg 14fi
Hugmyndir um bœtta aöstööu
feröamanna viÖ fossinn skoÖaÖar