Morgunblaðið - 21.08.1988, Page 6

Morgunblaðið - 21.08.1988, Page 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 ■ Ekkja Barschels og bróöir á blaðamannafundi eftir lát Barschels. Þau hafa œtfð haldið því fram að um morð hafi verið að ræða. SPD-mönnunum og skýrir þeim frá atburðarásinni fram til þessa. Hann virðist sármóðgaður yfir því að hafa ekki fengið að taka þátt í fundahöld- um Barschels og samstarfsmanna hans. Auk þess segist hann orðinn þreyttur á Barschel og ógeðfelldum aðferðum hans. Barschel leggur gildru fyrir Pfeiffer Morguninn eftir hringir Barschel í Pfeiffer og biður hann að útvega sér hlerunartæki. Skýringuna á þess- ari undarlegu ósk segir hann vera þá að von sé á tæknimönnum daginn eftir og það myndi koma sér illa fýr- ir Engholm ef hlerunarbúnaðurinn fyndist. Pfeiffer tekst ekki að útvega tækin og leggur heldur ekki mikið á sig til þess. Eftir á að hyggja er líklegast að Barschel hafi viljað leggja gildru fyrir Pfeiffer. Hann grunaði undirmann sinn um að hafa lekið upplýsingum í Spiegel. Ef Pfeif- fer kæmi hlerunarútbúnaðinum fyrir þá gæfí hann um leið höggstað á sér. Laugardaginn 12. september, dag- inn fyrir kosningamar, býður Barsc- hel nokkrum blaðamönnum og sam- starfsmönnum til síðdegisboðs í til- efni kosninganna. Skömmu fyrir klukkan fjögur hringir síminn. Það er fréttamaður frá sjónvarpinu sem spyr forsætisráðherrann út í ásakan- ir sem fram komi í nýjasta hefti Der Spiegel. Blaðamaður Die Welt lýsir þeim Barschel sem sneri aftur svo: „Hann er ekki samur maður: Hvítur sem vofa Hamlets leitar hann í ör- væntingu að orðum: Ég verð að segja ykkur nokkuð. Nokkuð ótrúlegt hef- ur gerst." Á blaðamannafundi um kvöldið vísar Barschel öllum ásökun- um á bug. Hann íhugar að setja lög- bann á upplag vikuritsins en lögfræð- ingar ráða honum frá því, það sé of seint. Sömuleiðis hafnar hann þeirri hugmynd að sveija strax eið að því að hann sé saklaus. Á kosningadag birtir Bild am Sonntag frétt undir yfirskriftinni „Skítkast fyrir kosningar" og á þá greinilega við grein vikuritsins. Með fréttinni birtist mynd af Pfeiffer inn- an um ógrynni af vínflöskum sem vakti þá hugmynd með lesandanum að hér væri óáreiðanleg fyllibytta á ferð. Þess var hins vegar ekki getið að maðurinn hefði verið dálkahöf- undur um matargerðarlist og vínteg- undir. í viðtali við ZDF-sjónvarpsstöðina og Suddeutsche Zeitung segist Pfeif- fer hafa yfirgefið Barschel af sam- viskuástæðum. Verkefnið að útvega hlerunarbúnað hafi gert útslagið. í fylkiskosningunum fær CDU 42,6% atkvæða, lægsta hlutfall frá 1958, PDP fær 5,2% og SPD 45,2. Upp kemur pattstaða á þinginu því FDP neitar að vinna áfram með CDU fyrr en málið liggi ljóst fyrir. Barschel eða Pfeiffer — hvor seg- ir sannleikann? Þetta er spumingin sem Vestur-Þjóðveijar velta fyrir sér þá stundina. Skoðanakönnun í Slésvík-Holtsetalandi sýnir að 36% trúa orðum Barschels, 16% Pfeiffer og 48% eru á báðum áttum. Stundarsignr Um þetta leyti fer Barschel að búa sig undir blaðamannfund sem hann hélt föstudaginn 18. september þar sem hann sór þess eið að ásakanir á hendur sér væru ekki á rökum reistar. Hann byijaði á þvl að fá einkaritara sinn, Brigitte Eichler, til að skrifa undir yfirlýsingu þar sem sagði að hún vissi ekki til þess að afrit af skattaákæru á hendur Eng- holm hefði komið inn á borð forsætis- ráðherrans, að Pfeiffer hefði ekki verið einn af nánustu samstarfs- mönnum forsætisráðherrans og að hún sjálf hefði pantað viðgerðar- mennina sem líta áttu á símann hjá Barschel. Eichler var reiðubúin að skrifa undir tvö fyrri atriðin sem hvorugt var þó sannleikanum sam- kvæmt en hún hikaði varðandi síðasta atriðið. „Þér pöntuðuð við- gerðarmennina sjálfir," segist Eichl- er hafa sagt við Barschel. „En trúið þér á Guð fröken Eichler?," spurði Barschel þá. „Ekki er ég heittrúuð en ég trúi á Guð,“ svaraði hún. „Og viljið þér að SPD nái völdum hér um slóðir?" spurði þá ráðherrann. Eichler segist hafa gengið á brott að svo stöddu. Blaðamannafundurinn er mikill stundarsigur fyrir Barschel. í eina og hálfa klukkustund geta áhorfend- ur um gjörvallt Þýskaland fylgst með ráðherranum hrekja fréttaflutning Der Spiegel og framburð Pfeiffers lið fyrir lið að því er virðist. Máli sínu til stuðnings leggur Barschel fram skriflegan eið átta manna. Hann klykkir út með þvf að rekja vafasama fortíð Pfeiffers til að sýna hversu óáreiðanleg manneskja er þar á ferð. En brátt verður nánum samstarfs- mönnum Barschels ljóst að eiðsvarin yfirlýsing hans kemur ekki að öllu leyti heim og saman við raunveru- leikann. Carl Hermann Schleifer, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu, minnist þess til dæmis að Barsc- hel hafi vitað um ákæruna á hendur Engholm fyrir skattsvik í febrúar þótt í yfirlýsingu Barschels segi að hann hafí fyrst lesið um hana í Spieg- el. Pjölmiðlar í Slésvík-Holtsetalandi eru heldur ekki ánægðir með þá ákvörðun yfirvalda að banna öðrum en blaðafulltrúum stjómarinnar að tjá sig um málið. Grunur vaknar jafn- vel hjá traustustu stuðningsmönnum ríkisstjómarinnar um að eitthvað sé að fela. Barschel segir af sér Hinn 25. september tilkynnir Uwe Barschel afsögn sína. Sennilega vegna þess að daginn áður frétti forsætisráðherrann að í tölvu í inn- anríkisráðuneytinu væru skráð öll símtöl frá Húsinu við fjörðinn, að- setri stjómarinnar. Því var hægt að sanna að símtöl hefðu átt sér stað sem Barschel hafði fram að þessu ekki viljað gangast við. Opinberlega sagðist Barschel vera að taka á sig pólitíska ábyrgð á verkum Pfeiffers. Þegar hið nýkjöma þing í Kíl kem- ur saman er fyrsta verkefni þess að fela rannsóknamefnd að fara í sau- mana á embættisfærslu Barschels. Daginn eftir, á fyrsta fundi nefndar- innar, kemur fram að Barschel vissi þegar í febrúar um hina nafnlausu skattaákæru á hendur Engholm og ýmislegt bendir til að forsætisráð- herrann hafi sjálfur staðið þar að baki. Eftir því sem fram líða stundir koma fleiri vitnisburðir til sögunnar sem styðja frásögn Pfeiffers um að hann hafí í þjónustu Barschels gert ýmislegt misjafnt til að koma höggi á Engholm. Líkt og Pfeiffer, sem farinn var í fri til Portúgals, ákveður Barschel að eyða tveimur vikum á Kanaríeyj- um. En stuttu eftir komuna þangað hringir Erich Samson, lögfræðingur hans, og segir að hann verði að snúa hið snarasta aftur vegna vitnaleiðslu hjá rannsóknamefndinni. Barschel grét í símann að sögn lögfræðings- ins. Hver er Roloff? Laugardagsmorguninn 10. októ- ber kvaddi Barschel eiginkonu sína, Freyju, á Gando-flugvelli á Kana- ríeyjum. Barschel sagðist verða kom- inn aftur eftir tvo til þijá daga. Hún segir eiginmann sinn hafa ætlað að hitta mann að nafni Roloff á flugvell- inum í Genf en þar hugðist Barschel hafa viðkomu á leiðinni til Kílar. Roloff þessi hafði að sögn Freyju hringt og boðið upplýsingar sem gætu hrakið framburð Pfeiffers. í minnisblöðum Barschels er einnig minnst á þennan Roloff. Þar segir að hann hafi í fórum sínum mynd af Pfeiffer með manninum sem stæði á bak við allt saman. Á lúxushótelinu Beau-Rivage í Genf skrifar Barsc- hel: „Nærri lá að allt færi í vaskinn. Gat þó hitt R.R. eftir að hafa ekið nokkra hringi í kringum flughöfn- ina.“ Hver er þessi Roloff sem Barschel á að hafa hitt helgina sem hann lést? Margt bendir til að Barschel hafi fundið hann upp til að koma höggi á Pfeiffer að sér látnum og vekja grunsemdir um tildrög dauða síns. Athugasemdimar á minnisblöðunum eru margar hveijar augljós skáld- skapur eins og það að hafa ekið marga hringi í kringum flugvöllinn. Auk þess sem fara þyrfti yfir landa- mæri Frakklands og Sviss til að kom- ast í kringum völlinn hefur viðkom- andi leigubílstjóri sagst hafa ekið Barschel beint á hótelið. Eftir að hafa hitt bróður sinn síðdegis f Genf fór Barschel upp á hótelherbergi og pantaði sér eina flösku af rauðvíni. Þjónninn sem færði honum flöskuna um klukkan 18:30 er líklega sá síðasti sem sá Barschel á lífí. Á hádegi daginn eftir finna blaða- maður og ljósmyndari Stern lík Barschels í baðkari á herbergi 317. Á rúminu sem var uppábúið lá eitt bindi úr ritsafni Jean-Pauls Sartre. Framarlega er frásögn sem heitir „Veggurinn" en hana hefur Barschel að öllum líkindum lesið: „Á þessu andartaki fannst mér eins og ég sæi líf mitt í einni sjónhendingu. Og ég husaði með mér: Þetta er ein hélvít- is lygi. Það er einskis virði meir. . .“ I maga hins látna fundust leifar af þrenns konar róandi lyflum auk stórs skammts af svefnlyfinu cyclo- barbital. Ættingjar Barschels neit- uðu að taka aðra skýringu en morð gilda. Lögregluyfirvöld í Sviss gáfu hins vegar út þá yfirlýsingu eftir krufninguna að Barschel hefði tekið inn svefnlyf eftir að hafa neytt ró- andi lyfja. Sá úrskurður hefur nýlega verið dreginri í efa og segja sumir eiturefnafræðingar að Barschel hafí verið orðinn meðvitundarlaus vegna róandi lyfja þegar hann fékk ban- væna skammtinn af svefnlyfinu. Höggvið að rótum lýðræðis Hinn 27. október fór fram minn- ingarathöfn um hinn látna í dóm- kirkjunni í Lubeck. í prédikun sinni fórust Ulrich Wilckens biskupi svo orð: „Hinn sviplegi dauði Uwe Barsc- hels, forsætisráðherra, í ólgusjó hneykslismála, snertir ekki einungis fjölda fólks persónulega heldur angr- ar og samvisku okkar vegna þess þjóðfélags sem við hrærumst í . . . A meðan það er talin skömm að missa völdin, á meðan valdatöku nýrra manna er líkt við heimsendi, þá er hin aldagamla hætta fyrir hendi að valdafiknin höggvi að rótum hins lýðræðislega samfélags. Og ég óttast að við höfum fyrir augum sjúkleika sem varð ekki einungis Uwe Barsc- hel að falli heldur hefur og tekið sér bólstað í svo mörgum öðrurn." Klaus Staeck, myndlistarmaður í Heidelberg, hafði hins vegar þetta um málið að segja: „Hvað er hættu- legra en stjómmál? Og hvað er mikil- • vægara en stjómmál? Sá sem heyrir stjórrimálamönnum hallmælt ætti að koma þeim til vamar og sá sem heyr- ir yfirlýsingar eins og þá að stjóm- mál séu nú einu sinni valdabarátta þar sem tilgangurinn helgar meðalið ætti að mótmæla kröftuglega. Snúist maður ekki stjómmálunum til vamar heldur tekur undir þegar sagt er „Allir stjómmálamenn eru spilltir" hvemig er þá hægt að greina á milli Uwe Barschels og Bjöms Eng- holms?" Páll Þórhallsson tók saman TILBOÐ OSKAST í Chevrolet Blazer S-10,4x4, árgerð ’85 (ekinn 26 þús mílur) og Ford Tempo GLárgerð ’84, ásamt öðrum bifreiðum erverða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 23. ágúst kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA Skyndisala á kuldaskóm og grófum götuskóm! Allt að 70% afsláttur Stærðir: 28-36 SMÁSKÓR, Skólavörðustíg 6b (gegnt Iönaðarmannahúsinu). Póstsendum. Sími 622812. Dæmi: Aður: kr. 3.150.- Nú: kr. 1.575.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.