Morgunblaðið - 21.08.1988, Page 14
a 44 B
MORGUNBLAÐIBj SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988
Gullfoss
í sumar hefur stórt svæði við
Gullfoss, neðan bilastæðanna,
verið lokað allri umferð vegna
gróðureyðingar.
Morgunblaðið/HÞI
ÞÓRODDUR F. ÞÓRODDSSON FRAMKVÆMDASTJÓRINÁTTÚRUVERNDARRÁÐS:
Brýn þörf á úrbótum
Morgunblaðið/KGA
Þóroddur F. Þóroddsson framkvæmda-
stjóri Náttúruverndarráðs.
AÐ sögn Þórodds F. Þór-
oddssonar framkvæmda-
stjóra Náttúruverndarráðs
var Gullfoss og næsta ná-
grenni hans vestan Hvítár
friðlýst samkvæmt Nátt-
úruverndarlögum þann 9.
mars 1979 og er svæðið
friðland. Allar fram-
kvæmdir og breytingar á
fyrirkomulagi umferðar
við Gullfoss heyra því
beint undir Náttúruvernd-
arráð.
Friðlandið við Gullfoss er
það svæði sem Einar
Guðmundsson í Bratt-
holti gaf ríkinu með af-
salsbréfí dagsettu 11.
desember 1976. Um friðlandið gilda
m.a. þær reglur að mannvirkjagerð
og jarðrask og aðrar breytingar á
svæðinu eru óheimilar án leyfís
Náttúruvemdarráðs og akstur utan
vega og merktra ökuslóða er bann-
aður.
Ekkert gert undanfarin ár
Árið 1978 voru fyrst kynntar til-
lögur frá Ferðamálaráði um þjón-
ustumiðstöð við Gullfoss. Frá þeim
tíma hefur lítið verið gert fyrir
umhverfí Gullfoss.
„Undanfarin ár hafa menn rætt
um það hér í Náttúruvemdarráði
og víðar hvaða stefnu skyldi taka
varðandi Gullfoss. Sumir töldu að
í engu bæri að hrófla við umhverfi
fossins og vildu því engin mann-
virki á svæðinu. Einnig ræddu menn
mikið um umfang þeirrar ferða-
mannaþjónustu sem þar skyldi rek-
in og um staðsetningu mannvirkj-
anna. Allt tók þetta langan tíma
og fyrst núna eru menn alveg sam-
mála um þessa hluti.
Annað sem hefur hindrað að-
gerðir við Gullfoss er fjárskortur.
Náttúruvemdarráð hefur takmörk-
uð fjárráð og undanfarin ár hafa
þeir peningar verið notaðir til upp-
byggingar í þjóðgörðunum tveimur,
í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum.“
Snyrtiaðstaða og veitinga-
sala í smáum stíl
Að sögn Þórodds gera samþykkt-
ar tillögur ráð fyrir því að þjónustu-
miðstöð verði staðsett uppi á gljúf-
urbarminum, ofan núverandi bíla-
stæða. Þaðan á að liggja vandaður
göngustígur niður að núverandi
bílastæði við fossinn.
„Þjónustumiðstöðin verður vænt-
anlega hönnuð þannig að mögulegt
verði að stækka hana til að mæta
auknum fjölda ferðamanna. Hug-
myndin er að í miðstöðinni verði
salemi fyrir ferðamenn og veitinga-
aðstaða fyrir 120-150 manns þar
sem hægt verður að kaupa kaffi,
kökur og brauð. Þar verður einnig
ferðamannaverslun og sérstakt
fræðsluherbergi fyrir ferðamenn.
Loks er gert ráð fyrir því að í mið-
stöðinni verði aðstaða fyrir eftirlits-
mann svæðisins. Bensínsala verður
líklega í sérstöku húsi skammt frá
þjónustumiðstöðinni."
í sumar fóru fulltrúar Náttúru-
vemdarráðs, Ferðamálaráðs og
Biskupstungnahrepps í skoðunar-
ferð að Gullfossi ásamt fulltrúum
úr fjárvetinganefnd Alþingis. Þá
voru aðstæður við fossinn kjmntar
ásamt núverandi tillögum til úrbóta.
„Fulltrúar fjárveitinganefndai'
voru mjög jákvæðir og sammála
því að úrbóta væri þörf. Nú þarf
að komast að niðurstöðu um nánara
skipuiag, stærð hússins og fram-
kvæmdahraða áður en hafíst verður
handa.
EINAR SÆMUNDSSEN LANDSLAGSARKITEKT:
Mannvirki við
fossinn verða
látlaus
EINAR Sæmundssen
landslagsarkitekt á sæti
í Náttúruverndarráði og
er kunnugur
skipulagshugmyndun-
um við Gullfoss.
Að sögn Einars verður
Kjalvegur fluttur til og
mun hann í framtíðinni
liggja vestar en núver-
andi vegur. Á milli hins
nýja vegar og gljúfurbarmsins,
skammt ofan við núverandi bíla-
stæði, verður nýja þjónustumiðstöð-
in reist.
Mannvirki látlaus
„Það er ríkjandi sjónarmið að öll
mannvirki við Gullfoss verði lát-
laus. Þau eiga að falla vel inn í
Morgunblaðið/HÞI
Ætlunin er að í framtíðinni verði göngustígar við Gullfoss fleiri en nú og vandaðri. Stígurinn á mynd-
inni hefur reynst mörgum ferðamanninum Þrándur í Götu í sumar enda hentar hann betur til hindrun-
arhlaups en gönguferða.