Morgunblaðið - 21.08.1988, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988
£ U
(1330-42) og síðan Ráðstofu. Á ár-
unum 1680-81 var byggð önnur
hæðin á aðalbygginguna.
Hin upprunalega framhlið Al-
menningshallarinnar var fyrirmynd
að mörgum 14. og 15. aldar bygg-
ingum borgarinnar. í henni voru
þegar hin dæmigerðu grunnatriði
hins gotneska stíls Siena.
í vinstra homi byggingarinnar er
Mangia turninn. Hann er 88 metrar
á hæð og var byggður á árunum
1338 til 1348. Ofan á honum er kluk-
kutuminn, svo í heildina er Mangia
tuminn 102 metrar á hæð og eru
tröppumar 332 og sá sem leggur í
þá göngu nýtur útsýnis yfír Siena
sveitina.
Borgarsafnið. Það er á 1. hæð
í Almenningshöllinni. Því er skipt í
12 hluta (8 salir, forkapella, kapella,
listasafn og dyravarðarherbergi),
sem með málverkum sínum segja frá
sögu Siena frá 14. til 19. aldar.
Sansedoni-höllin: Hún stendur
einnig við Piazza del Campo. Upp-
haflega, þ.e. á fyrri hluta 13. aldar,
var byggingin látlausari. Hún var
gerð upp í núverandi mynd í kringum
1339. Þá var tum hennar mun
hærri, næstum því eins og Mangia-
tuminn, en hann var lækkaður árið
1760 þannig að það er aðeins eftir
stubbur af honum. Inni í höllinni eru
nokkrir salir með kalkmálverkum frá
miðri 18. öld eftir Gian Domenico
Ferretti frá Flórens.
Dómkirkjan: Ef Almenningshöll-
in er meistaraverk borgararkitektúrs
Siena þá er dómkirkjan fyrir hinn
kirkjulega.
Hér var til frá 12. öld lítil kirkja,
sem gegndi hlutverki dómkirkju. Um
miðja 13. öld hófst bygging stærri
kirkju.
Árið 1339 var kirkjan stækkuð.
Verkið gekk með ótrúlegum hraða
en einnig miklum útborgunum.
Svarti dauði árið 1348 leiddi til hlés.
Meðan á þessu hléi stóð, kom í ljós
alvarleg vöntun á jafnvægi bygging-
arinnar, vegna þess að jarðvegurinn
var ekki tilbúinn til að tfika við þess-
um byggingarhraða og harðnaði
ekki eins og þurfti. Örlagarík tíma-
mót fjárhagslega séð, sem var afleið-
ing af Svarta dauða, leiddi til þeirr-
ar ákvörðunar að gera hlé á hinni
metnaðarfullugjömu áætlun. Fram-
kvæmdum var endanlega lokið í lok
14. aldar.
Stíllinn á framhlið Dómkirkjunnar
er sambland af rómönskum (neðri
hlutinn) og gotneskum (efri hlutinn)
byggingarstíl en andi hennar er
hreinn gotneskur.
Innan: Skipting kirkjunnar að
innanverðu er rómönsk. Þrír mið-
hlutar og breiður þvergangur. í loft-
inu em krosslagðar hvelfíngar. Mið-
hlutunum er skipt af svörtum og
hvítröndóttum súlum úr marmara,
sem setja hvað mestan svip á kirkj-
una. Loftið er blátt með gylltum
stjömum.
Gólfið. Stolt Dómkirkjunnar í Si-
ena er marmaragólfíð, sem er skipt
í 56 málaða reiti, og em þeir elstu
frá 1369 og þeir yngstu frá því fyr-
ir 1547. Efni reitanna er aðallega
tiieinkað atburðum Gamla testa-
mentisins (sögum Móse, Jóshúa,
Abrahams og Elia) auk eins at-
burðar Nýja testamentisins, „Drápi
hinna saklausu". Þeir sem unnu að
þessu meistaraverki, sem tók um
tvær aldir, vom um fjömtíu lista-
menn, aðallega Siena-búar. Nokkrar
myndir, sem vom illa famar af elli,
hafa verið gerðar aftur að hluta til
eha eftirmyndir settar í staðinn. Þær
elstu og dýrmætustu em vemdaðar
af trégólfi og em til sýnis á hveiju
ári frá 15. ágúst til 15. september.
Annað listaeinkenni Dómkirkj-
unnar em 172 bijóstmyndir af páf-
um og f.Kristi. Þessar bijóstmyndir
mynda eins og vegghillur í kringum
miðju kirkjunnar. Undir þessum
bijóstmyndum em 36 bijóstmyndir
af keisumm. Þær em allar frá 15.
og 16. öld.
Hægri þvergangurinn: Hér er
hinn átthymdi prédikunarstóll úr
marmara eftir Nicola Pisano og að-
stoðarmenn hans. Prédikunarstóll-
inn var gerður frá 1266 til 1268.
Hann er einstakt meistaraverk hinn-
ar rómönsk-gotnesku höggmynda-
listar allra tíma. Efsta hluta prédik-
unarstólsis er skipt í sjö hluta og í
þá em höggnir í lágmynd sjö evang-
elískar sögur. 1) Fæðingin og Vitjun-
in. 2) Koma vitringanna og Aðdáun
vitringanna. 3) Kynning Jesú á kirkj-
unni, Draumur Jósefs og Flóttinn til
Egyptalands. 4) Dráp hinna sak-
lausu. 5) Krossfestingin. 6) Loka-
dómur guðleysingjanna. 7) Loka-
dómur hinna útvöldu. Þessar sjö
sögur em aðskildar af styttum af
spámönnum og englum. Áttunda
hliðin er stiginn. Hliðunum á efsta
hluta prédikunarstólsins er haldið
uppi af bogum með þriggja blaða
smára felldum inní og aðskildir af
styttum af Dyggðinni. Undir þriggja
blaða smára bogunum reisa sig
marmarasúlur til stuðning. Súlu-
stallsfóturinn er með ljónum og ljón-
ynjum til skiptis og er það aldar
Stytta af Kærleikanum. 3) Prédikun
Jóhannesar skírara. Stytta af Vark-
áminni. 4) Skím Jesú. Stytta af
Trúnni. 5) Handtaka Jóhannesar
skírara. Stytta af Voninni. 6) Veisla
Erode. Stytta af Vígi.
Málverkasafnið: í Buonsignori-
höllinni, sem var byggð í kringum
1450 í byggingarstíl Almennings-
hallarinnar, hefur Málverkasafnið
aðsetur sitt frá 1932.
Málverkasafnið var stofnsett á
síðari hluta 18. aldar úr safni ábót-
ans Ciaccheri og stækkaði síðan með
gjöfum frá einstaklingum og verkum
sem komu frá trúarstofnunum, sem
voru bældar niður á tímum Lorena,
Napóleons og á nýstjómartímabili
hins ítalska ríkis. í dag er það
hverfið (miðbærinn og elsti hluti
Siena), S. Martino (hverfín í suð-
austri) og Camollia (hverfín í norð-
vestri). Aður fyrr voru umdæmin 59,
núna em þau 17 og keppa einungis
10 á ári. í dag er hvert umdæmi
einkennt af eigin skjaldarmerki, það
hefur glögg landsvæðismörk, opin-
bert aðsetur, það á sínar eigur og
fasteignir auk kirkju, og fomleifa-
og verðlaunasafn auk hesthúss til
að hýsa hestinn, sem ver þá í kapp-
reiðinni. Sá sem fæðist innan um-
dæmisins heyrir því til allt sitt líf,
einnig ef hann yfírgefur borgina.
Búningar þátttakendanna endur-
vekja þá sem voru notaðir í Siena í
kringum miðja 15. öld og em í fána-
litum sérhvers umdæmis. Hvert lið
gamalt tákn hinnar sigursælu kirkju
á heiðninni. Miðsúlan er aftur á
móti með lágmyndum af Dæmisög-
um hinna sjö frjálslyndu lista og
tónlistarinnar.
Vinstri miðhlutinn: Hér koma í
Ijós tveir marmarabogar. Á hægri
boganum er lítið altari með lágmynd
af Jóhannesi skírara. Á vinstri bog-
anum er inngangurinn í Piccolom-
ini-bókasafnið. Inngangurinn er með
tvöföldu bronshliði frá 1497.
Piccolomini-bókasafnið var byggt
á ámnum 1505—1507 að ósk kard-
inálans Francesco Todeschini Pic-
colomini og síðar að ósk Píusar páfa
III. til að geyma hið verðmæta bóka-
safn frænda síns, Píusar páfa II.
Bókasafn þetta ber vott um lita-
dýrð og litagleði, smekk fyrir skraut-
legum glæsileika og frásagnargleði,
sem koma fram í kalkmálverkunum.
Áfast Dómkirkjunni er Erkibisk-
upasafnið þar sem em geymd dýr-
mætustu verk kirkjunnar.
Skírnarkapeilan: Hún er við hlið-
ina á Dómkirkjunni. Hún var byggð
á ámnum 1312 til 1325 en fram-
hliðinni var lokið árið 1382.
Innan: í miðri skímarkapellunni
er eitt af f allegustu höggmyndaverk-
um Toskaná í gotneskum-renaissan-
ce-stíl, sem er skímarfonturinn frá
15. öld. Skímarfonturinn samanst-
endur af keri með sex hliðum og
ofan á því er sexhymdur kaleikur.
Skírnarkerið: Það ,er með lág-
myndum ur gylltu bronsi og em hlið-
amar aðskildar með styttum. 1)
Zaccaria þegar hann var útskúfaður
af kirkjunni. Stytta af Réttvísinni.
2) Fæðing Jóhannesar skírara.
Loftmynd af Dóm-
kirkjunni.
Prédikunarstóll-
inn í Dómkirkj-
unni.
Skírnarkapellan. Skírnarfonturinn.
stærsta safn málverka frá Siena frá
13. til 17. aldar, sem er til í heimin-
um, og er þessum málverkum, sem
em yfír 700, komið fyrir í 37 sölum.
Corsa del Palio: Nafnið þýðir
verðlaunaafhending umdæmisins,
sem hefur unnið kappreiðina á
Piazza del Campo. Umdæmin em
fulltrúar hinna ýmsu hverfa Siena,
og er þeim skipt í þrennt: Borgar-
er skipað 9 mönnum: Fyrirliða,
tmmbuslagara, tveim fánabemm,
tveim vopnabemm, æðri þjónustu-
sveinum og tveim þjónustusveinum,
sem bera fána. í kappreiðinni er
aðalhlutverkið í höndum knapans,
sem ver liti umdæmisins með kapp-
reiðahesti sínum.
Undirbúningur kappreiðarinn-
ar: Hann stendur yfir í 4. daga frá
29. júní til 2. júlí fyrir fyrri kappreið-
ina og frá 13. til 16. ágúst fyrir
hina seinni.
Fyrst er að velja hina 10 hesta,
sem taka þátt í kappreiðinni. í þessa
3 daga og morguninn, sem kappreið-
in fer fram, em 6 æfíngakappreiðar
til að þjálfa hestana og að hvetja
hvem og einn til sigurs.
Áður hefur fyrirliði hvers um-
dæmis, með hjálp tveggja flokks-
foringja, valið þann knapa, sem er
líklegastur til að vinna.
Daginn sem kappreiðin fer fram
er borgin skreytt fánum umdæm-
anna og hverfanna. Klukkan 7 um
morguninn er messað í kapellunni á
Piazza del Campo. Flögg umdæ-
manna em til sýnis í Kirkju heilagr-
ar Maríu frá Provenzano fyrir kapp-
reiðina í júlí og í Dómkirkjunni fyrir
kappreiðina í ágúst. Seinni partinn
er hesturinn sem keppir í kirkju
umdæmis síns.
Skrúðgangan: Kappreiðin fer fram
á milli klukkan 17 og 19. Skrúð-
gangan hefst með 6 veldissprotaber-
um Borgarfélagsins og fánabera
fána Borgarfélagsins, sem fer um á
hesti sem er teymdur af hesta-
sveini. Á eftir koma 24 lúðraþeytar-
ar og hljóðfæraleikarar. Síðan koma
hinir 36 fánaberar borgarinnar,
hinna auðugu og kastalanna, sem
vom hluti af hinu foma ríki Siena,
8 fánaberar æðri lista og 102 fulltrú-
ar hins foma samfélags. Fyrir aftan
kemur fyrirliði almenningsins á
hesti, sem er teymdur af hestasveini.
í miðri skrúðgöngunni em mest
áberandi þátttakendur hinna 10
umdæma, sem taka þátt í kappreið-
inni, sem er fylgt eftir af knapanum
og af hinum tveim fánabemm, sem
lífga upp á sýninguna með „fána-
leiknum", þ.e. þegar þeir rúlla upp
fánunum og henda þeim upp í loft
og grípa þá.
Fyrir aftan þátttakenduma em
12 einkennisklæddir þjónustusveinar
Borgarfélagsins með blómsveigi úr
lárviðarlaufi, fulltrúar hinna 7 um-
dæma, sem taka ekki þátt í kapp-
reiðinni og 6 fylgdarmenn frá hinum
útskúfuðu umdæmum, vegna þess
að í kappreiðinni 2. júlí 1675 ollu
þeir harðvítugum bardaga.
Sérhver Siena búi hvetur sitt
umdæmi og spennan eykst með stöð-
ugum hringingum frá klukkutumi
Magnia tumsins, hljómlistinni, fána-
þyt, hvatningaröskmm þegar hin
ýmsu umdæmi fara framhjá.
Kappreiðin: Að skrúðgöngunni
lokinni færa nokkrir einkennis-
klæddir þjónustusveinar dómnefnd-
inni verðlaunagripinn og á meðan
koma knapamir og hestamir inní
réttina. Þegar þeir fara þaðan út er
þeim afhent uxasvipa, sem er ekki
einungis notuð til að hvetja sinn eig-
in hest í kappreiðinni, heídur líka til
að hindra framgöngu andstæðing-
anna og ef það er mögulegt, að
særa hesta þeirra. í þessari kapp-
reið er allt leyfilegt til að vinna.
Kappreiðin er að fara þijá hringi
um keppnisbrautina og er markið á
móti dómnefndinni. Kappreiðin
stendur yfír í nokkrar mínútur. Ef
knapinn dettur af baki á meðan
kappreiðin stendur yfir, getur hest-
urinn haldið áfram keppninni einn
og þá einnig unnið til verðlaunanna.
Eftir kappreiðina: Eftir verð-
launaafhendinguna er knapanum
fagnað af „samsvæðingum" sínum.
Á eftir fara íbúar umdæmisins ásamt
knapanum í Kirkju heilagrar Maríu
frá Provenzano, ef það er í júlí, eða
í Dómkirkjuna, ef það er i ágúst, til
að vera viðstaddir Te Deum til þakk-
lætis fyrir að hafa unnið. Um nótt-
ina er umdæmi vinningshafanna
upplýst eins og það væri dagur og
heyrast fagnaðaröskur og trumbu-
sláttur.
Daginn eftir kappreiðina halda
vinningshafamir áfram að fagna
sigrinum um götur Siena. Þegar
kappreiðinni er lokið í ágúst er
kvöldverður snæddur undir bemm
himni í því umdæmi, sem hefur unn-
ið, og er heiðursgesturinn vinnings-
hesturinn, sem er fært á borð úr-
vals fóður og 1. flokks sykur. Og
ennþá heldur áfram tmmbusláttur-
inn, söngur, öskur og það er upp-
ljómað eins og það væri dagur og
vonað að þessi kvöldverður verði
haldinn í sama umdæmi árið eftir.
Flórens, ágúst, 1988.