Morgunblaðið - 21.08.1988, Side 22

Morgunblaðið - 21.08.1988, Side 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST1988 „Hjarta mitt ætlaði að springa“ SAGT FRÁ RÓMANTÍSKUM ELSKHUGUM Ur hinni rómantísku kvikmynd, Kameliufrúnni, Greta Garbo og Robert Taylor. íslensk rómantík íslendingar hafa líka átt rómantísk skáld sem kveiktu heitar ástríður í bijóstum kvenna. Eitt þeirra var listaskáldið góða, Jónas Hallgr- ímsson. Hann kvæntist aldrei og var raunar sjaldan við konur kenndur. En allar götur frá því kvæðið Ferðalok kom fyrst fyrir almenn- ingssjónir hefur það ýtt við hinum rómantíska draumi sem falinn er í hverju konuhjarta. Hin heita dulda þrá sem lýsir af hverri hend- ingu ásamt með þeim trega sem að baki býr lætur engann ósnortinn. Fyrst hét þetta kvæði Ástin mín, þá Gömul saga og loks Ferðalok. Kvæðið orti Jónas eftir að hann, vorið 1828, varð samferða ungri stúlku, prestsdóttur frá Laufási, norður heiðar og heim i Öxnadal. Þau kvöddust hjá Steinsstöðum og sáust ekki upp frá því, en mundu hvort annað til ævi- loka. Lokaerindi kvæðisins er á þessa leið: Háa skilur hnetti • himingeimur blað skilur bakka og egg En anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. Líkt og Byron lávarður varð Jónas fómar- lamb ofurástar konu. Gift kona í Reykjavík varð svo heltekin af ást á Jónasi að hún, rétt eins og Carólína Lamb, skeytti hvorki um skömm né heiður, heldur hékk tfmum saman fyrir utan húsið sem Jónas hélt þá til í. Þetta varð honum til mikillar skapraunar en hann fékk ekki að gert, ástarvíman rjátlað- ist þó af konunni þegar frá leið en feginn hefur Jónas líklega verið þegar hann komst til Kaupmannahafnar í það sinnið. Sumir menn hafa hlotið þau örlög að verða draumaprinsar ótal kvenna en hafa þó ekki megnað að kveikja mikla ást hjá þeirri konu sem þeir kusu sér. Rúdolf Valentíno, kvik- myndaleikarinn sem allar konur heilluðust af snemma á millistrfðsárunum, vakti ástríðu í bijósti kvenna, svo um munaði. Þó var sagt að konan sem hann giftist hafi ekki sýnt honum nærri eins mikla stimamýkt og aðrar konur og var altalað að hjónaband hans væri ekki sérlega hamingjusamt. Þegar þessi dáði kvikmyndaleikari dó þann 23. ágúst 1926 urðu viðbrögð aðdáenda hans næsta móður- sýkisleg. Nokkrar konur frömdu sjálfsmorð og ótal konur stóðu grátandi í biðröð við leg- stað hans. Árum saman á dánardægri hans lagði dularfull svartklædd kona blóm á leiði hans. íslendingar hafa jafnan haft í sér ró- mantíska taug. Þetta er öllum augljóst þegar landinn kemur saman og tekur lagið. Ró- mantísku lögin eiga þá ekki hvað síst uppá pallborðið. Það er ógleymanleg tilfinning að Byron lávarður Rúdolf Valentíno í fljótu bragði mætti ætla að fólk í dag dreymi aðra drauma en það fólk sem mátti þreyja þorrann og góuna í dimmum og saggafullum torfbæjum fyrri alda. En þegar betur er að gætt á dreymið augnaráð ungrar stúlku, sem situr við tölvuborðið með strípur í hárinu og lakkaðar neglur, sér sömu forsendur og fjar- huga augnaráð ungu stúlkunnar sem sat á fomfálegu rúm- ræksni og prjónaði sokkaplögg. Hvað láta ungar stúlkur og raunar konur á öllum aldri sig dreyma um? Þær láta sig dreyma um hinn rómantíska elskhuga, þann á hvíta hestin- um sem kemur þeysandi fram í hugann þegar hversdagsleik- inn er að því kominn að yfir- buga ástardrauminn. Hvað er rómantík? í íslenskri orðabók sem Menningarsjóður gaf út árið 1963 er rómantík skil- greind m.a. sem óraunhæft gyllandi viðhorf, óskhyggja og vökudraumar. haltur. Vegna helti sinnar stóð hann jafnan álengdar þegar aðrir dönsuðu. Með krosslagð- ar hendur stóð hann og horfði þunglyndislega yfir salinn og leit þá nákvæmlega út eins og ljóðhetja hans sem stóð ein frammi I stafni á skipi og beindi augum langt út yfir öldum- ar. Konur skulfu af munaðarhrolli þegar þær gerðu sér í hugarlund hinar hryllilegu ástríð- ur þessa manns. Þegar Carólína Lamb sá hann í fyrsta skipti skrifaði hún í dagbók slna: „ Bijálaður, spilltur og hættulegur að kynnast." Tveim dögum síðar hafði hún hitt hann aftur og bætti eftir það þessum orðum neðan við fyrri athugasemdina.,, Þetta fagra föla andlit gerir út um örlög mín.“ Örlög hennar urðu líka döpur því hún bar aldrei sitt barr eftir þetta ástarævintýri og dó ung eins og raunar flestar þær konur sem áttu ástarævintýri með þessu ástríðufulla skáldi. Byron lávarður lét ekki staðar numið. „Hjarta mitt flýgur alltaf á næstu grein," segir hann á einum stað. Það urðu örlög hans að verða alla ævi leiksoppur ástríðu- fullra tilfinninga sjálfs sín og þeirra kvenna sem hann kynntist. Hann gerði sér þó ekki alitaf háar hugmyndir um þátt elskhugans í hugarástandi kvenna. „í fyrsta sinn elskar kona elskhuga sinn og jafnan síðan ástina aðeins, sem verður að vana sem hún getur aldrei sigrað og fer henni eins og þægilegur glófi." Þannig fórust Byron eitt sinn orð. Hann virðist einnig hafa gert sér ljósa grein fyrir þætti skáldskaparins í kvenhylli sinni: „Hver ritar ekki til að geðjast konunni?" Skáldskapur Byrons, fegurð hans og óstöðug- lyndi í ástum ásamt erfiðri skapgerð gerðu líf þessa rómantíska og ástríðufulla elskhuga næsta mæðusamt. Skömmu fyrir dauða sinn lét hann svo um mælt að aldrei hafi verið til maður sem fórnað hafi konum öðru eins og hann hafi gert. „Alit sem ég hefi upp úr því, er sá dómur að ég hafi farið illa með þær . . .“ í Grikklandi I ægilegu þrumuveðri kvaddi Byron lávarður þetta líf, saddur llfdaga þó hann væri aðeins 36 ára gamall. Því miður er það svo að ekki nærri allir karlmenn henta I hlutverk riddarans á hvíta hestinum. Mjög margar konur verða því að láta sér lynda að geyma þennan draum með sér og raunar má furðu gegna hve lífseigur hann getur verið þegar enga uppörvun eða næringu er að fá I umhverfinu. En þeir karlmenn sem hafa lag á að koma til móts við hugmyndimar um hinn ró- mantíska elskhuga uppskera venjulega ríku- lega. Þeir menn sem eru svo lánsamir að eiga rómantískar tilhneigingar og geta fundið þeim farveg í ljóðum, þeir standa oft með pálmann í höndunum, að maður tali nú ekki um ef þeir eru myndarlegir að auki. Ekkert bjargar konu frá því að falla slfkum mönnum til fóta. Þetta er að minnsta kosti sú niðurstaða sem draga má af ýmsum frásögnum um þessi efni. Einn af frægari elskhugum sögunnar var Byron lávarður, breska skáldið, sem heillaði samtímakonur sínar svo mjög að einstaka missti ráð og rænu. Fræg er sagan um lafði Carolínu Lamb sem þrátt fyrir tign, ættgöfgi og ágætan eiginmann féll svo rækilega fyrir hinu rómantfska skáldi að f annála er fært. Hún lagðist svo lágt að dulbúa sig sem smá- svein og hanga langtímum saman úti í rign- ingu fyrir utan veislusali til þess eins að fá að sjá honum bregða fyrir. Árið 1812 var Byron lávarður hetja samkvæmislífsins í Lundúnaborg. Hann hafði þá nýlega gefíð út skáldrit sem hann nefndi Childe Harold og þótti bergmála hina harmsögulegu sefa- sýki sjúkrar kynslóðar aðalsins. Höfundurinn var fyllilega samboðinn hinu rómantíska verki sínu. Hann var af tignum ættum, ungur og fagur, með dökkt liðað hár og gráblá augu sem tindruðu af tilfinningu undir löngum bráhárum. Hörundið fólleitt en skært og munnurinn sem munnur yndisfríðrar konu. Eitthvað þessu líkt er þessum rómantfska skáldsnillingi lýst í ævisögu hans eftir André Maurois. Byron þótti einnig tilfínninganæmur og duttlungafullur og ekki spillti að hann var

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.