Morgunblaðið - 21.08.1988, Qupperneq 34
34 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988
IJR UEIHI EVIEAtyNEANNA
Apinn kemur upp í
manninum- eða öfugt
„Hann hefur gert fínustu myrkrafantasíu
síðan David Cronenberg endurgerði Fluguna
árið 1986 og bestu apamynd síðan hin upp-
runalega King Kong var gerð.“ Þannig tekur
kvikmyndagagnrýnandi Time til orða og slík
ummæli hljóta að vekja athygli. Ekki síst þegar
umtalsefnið er hrollvekjuleikstjórinn George
A. Romero („Night of the Living Dead"), sem
hefur ekki verið í sérstöku uppáhaldi virtra
gagnrýnenda, og nýjasta myndin hans, „Mon-
key Shines: An Experiment in Fear“.
Myndin hefur víðast fengið góð ummæli en
hún fjallar um fjölfatlaðan laganema sem hefur
þjálfaðan apa sér til aðstcðar er uppfyllir allar
hans óskir. Allan (Jason Beghe) heitir neminn
en hann lenti í bílslysi með þeim hörmulegu
afleiðingum að hann getur varla hreyft putta.
Honum er sagt að líta á björtu hliðarnar: „Þú
færð öll bestu bílastæðin." En fyrir Allan er
hann nær dauðanum en lífinu. Móðirin (Joyce
Van Patten) brotnar saman, kærastan stingur
af með lækninum sem vel má vera að hafi klúðr-
að aðgerðinni, hjúkrunarkonan hans er sadisti
sem er uppteknari af páfagaukunum sínum en
sjúklingnum og besti vinur Allans er brjálaður
vísindamaður (John Pankow) sem gerir tilraun-
ir með apa. Einn af þeim er Ella en hún hlýtur
þjálfun í að aðstoða fatlaða. Og Allan fær Ellu,
sem er algjör draumur. Hún nær í hlutina,
matar Allan og hreinsar jafnvel gluggana. Ap-
inn sér um allar hans þarfir og á endanum sér
hann líka um að veita reiði Allans gagnvart
kærustunni, lækninum o.s.frv., blóðuga útrás.
Apinn tekur völdin.
„Þetta er Jekyll og Hyde-saga,“ segir leik-
stjórinn Romero. „Apinn verður yfir-sjálf
mannsins. Ella vekur dýrseðlið í honum." Það
eru um tvö ár síðan Romero fékk áhuga á
skáldsögunni „Monkey Shines" eftir Michael
Stewart og sá í henni möguleikann, eins og
alltaf, á að „skemmta fólki á yfirborðinu en
vekja það til umhugsunar undir niðri“.
Myndin var tekin í Pittsburg (uppáhalds
tökustað Romeros síðan hann gerði „Night of
the Living Dead") og margir úr kvikmyndalið-
i„Monkey Shines" hafa unnið með honum við
allar hans níu myndir.
Það er haldið nokkuð aftur af ofbeldinu í
myndinni (rafmagnsdauði í baðkari er t.d. ekki
sýndur), sem mörgum þykir furðulegt fyrst
myndin er gerð af manni sem vanur er að
bera á borð fyrir fólk afturgöngur í leit að
mannlegum aukabita. En Romero segir:
„Handritið sagði fyrir um hversu mikið of-
beldið skyldi vera. Ég meina, api getur ekki
allt.“
Romero var spurður að því nýlega hvernig
það hafi verið að vinna með öpum og hann
svaraði:,, Það er allt í lagi en mjög ólíkt því sem
maður hefur áður gert. Við gerðum margar
upptökur. Aparnir geta einfaldlega sagt nei.
Þeir eru mjög vel þjálfaðir og gera hlutina vel
í hléum en þegar myndavélarnir voru komnar
í gang neituðu þeir oft að framkvæma það sem
þeir áttu að gera eða þeir fóru að fylgjast af
áhuga með einhverju eða einhverjum. Það var
erfitt."
George A. Romero með nýja gœludýrið sitt, apann
Ellu.
Það eiga ófáir eftir að liggja í valnum eftir að Ella
kemur til sögunnar.
Ben Kingsley og Helen Mirren tala við leikstjórann James Dearden
meðan tökur á „Pascali’s Island” stóðu yfir.
James Dearden:
Lífið eftir
Hættuleg kynni
í tuttugu ár hefur Basil Pascali
sent skýrslur sínar um letilegt lífið
á grískri eyju undir tyrkneskri stjórn
til soldánsins í Konstantínópel. En
þegar fyrri heimsstyrjöldin nálgast
og endalok tyrkneskra yfirráða á
eyjunni vofa yfir taka spurningar
að leita á hann. Hver hefur lesið
skýrslur hans? Hvers vegna hefur
þeim aldrei verið svarað? Og um-
fram ailt, hvaða merkingu hefur
þetta líf bréfaskrifta haft?
Mitt í hugarvíl hans kemur til
eyjarinnar skuggalegur breskur
fornleifafræðingur. Pascali dregst
að þessum utanaökomandi manni
og konunni sem er með honum í
för, málaranum Lydiu. Úr því verð-
ur ástarþríhyrningur og eins og
sjálft Ottomanveldið færast þessar
þrjár persónur sífellt nær sinni eig-
in tortímingu.
Þannig er sagan í myndinni
„Pascali's Island" (Eyja Pascalis),
sem James Dearden hefur skrifað
og leikstýrt með Ben Kingsley,
Charles Dance og Helen Mirren í
aðalhlutverkunum. Þið munið eftir
Bretanum Dearden. Síðast þegar
hann tók upp pennann varð útkom-
an Hættuleg kynni („Fatal Attrac-
tion“). En Eyja Pascalis er fyrsta
myndin sem hann leikstýrir. Þær
gætu ekki verið ólíkari.
Löngu áður en „Attraction" fór
í gang hafði áhugi Deardens
kveiknað á sögu Barry Unswort um
Pascali. „Mér fannst hún falleg,
margslungin og ég sá byggingu
hennar fyrir mér í kvikmyndalegum
skilningi þegar ég las bókina, sem
skrifuð er í formi bréfaskrifta til
soldánsins," segir Dearden. „Sér-
staklega þótti mér Pascali dásam-
leg persóna og að fá sterkan leik-
ara til að leika hann gerði verkef-
nið enn skemmtilegra."
Dearden sá Kingsley fyrir sér í
hlutverkinu strax í upphafi og hinn
virti leikari samþykkti þegar að
leika Pascali.
En meira um Hættuleg kynni.
Sú umdeilda mynd varð til úr hand-
riti Deardens að stuttmyndinni
„Diversion" frá árinu 1979. Hún var
um mann sem hringir í vinkonu sína
eftir að eiginkonan hefur farið í
ferðalag um helgina og þau hitt-
ast. Eitt leiðir af öðru en svo fara
hlutirnir úr böndunum þegar vin-
konan fer að hringja heim til hans
þegar eiginkonan er komin aftur.
En eftir að eiginkonan hefur svarað
einu sinni í símann hætta hringing-
arnar og sagan endar. „Þetta var
lítil dæmisaga um hættur fram-
hjáhaldsins. Menn og konur kom-
ast upp með það í 99 prósent til-
fella en mig langaði að fjalla um
þetta eina prósent sem brennir sig
á því."
Seinna sáu bandarísku framleið-
endurnir Stanley Jaffe og Sherry
Lansing „Diversion" og báðu hann
að fylla útí söguna. Hann hófst
handa. „Til að gera hana að mynd
fyrir fjöldann vissi ég að ég yrði
að stigmagna hið sálfræðilega of-
beldi sem að lokum yrði líkamlegt.
Þannig varð sagan um Manhattan-
fólkið Dan og Alex til. Þegar Dan
reynir að draga sig útúr stuttu
Á milli Hare
og Hitchcock
Við upptökur á „Paris by Night“; David Hare undirbýr skot af Charlotte Rampling.
„Sem höfundur hef óg alltaf
haft áhuga á að brjóta upp hefð-
bundin viðbrögð við hlutum.
Fólk gengur um og heldur að
það viti hvað það hugsi um hlut-
ina en í fyrsta lagi kannar fólk
sjaldnast oní kjölinn hvað það
trúir á. Og í öðru lagi þegar það
stendur frammi fyrir raunveru-
legri list þá rennur upp fyrír því
að það trúir í rauninni ekki þeim
hlutum sem það hélt sig trúa
á. Mikil list fær þig til að sjá að
þú trúir því ekki sem þú taldir
þig trúa.“
Skilið? Sá sem hór talar er
breski leikritahöfundurinn og
kvikmyndaleikstjórinn David
Hare („Plenty") en hann hefur
nú gert nýja mynd, sem er þrill-
er, og heit ir „Paris by Night"
eða París um nótt. f myndinni
leikur Charlotte Rampling vin-
sæla og metnaðargjarna stjórn-
málakonu sem hefur lítinn tíma
til að sinna eiginmanni sínum
og syni. Hún þolir ekki óagaða
framkomu, hún hatar óreiöu og
hún hleypir henni ekki inní líf
sitt. Myndin sýnir hvað gerist
þegar hún missir tökin.
„Ég mundi lýsa myndinni sem
skapgerðarkönnun á nýrri teg-
und bresks kvenfólks," segir
Hare, sem skrifaði einnig hand-
ritið. „Hún er úrtak á vissu hug-
arástandi sem nýlega hefur gert
vart við sig í Bretlandi og víðar
{ Vestur-Evrópu. Aðalpersónan
trúir á marga heimskulega og
lítt hugsaða hluti, hefur litla
þolinmæði fyrir öðru fólki, frem-
ur hryllilegan hlut í myndinni en
samt vildum við láta kenna i
brjósti um hana.
Viö vildum koma áhorfendum
í þá stöðu að þeir hefðu mikla
samúð og skilning á einhverjum
sem þeir ættu, eftir öllum regl-
um sem þeir halda aö þeir trúi
á, að kunna illa viö. Þú getur
séð að hún gerir hrylliiega hluti,
samt er eins og þér geti ekki
verið illa við hana en þér getur
heldur ekki líkað við hana. Það
er hræðilega erfitt fyrir áhorf-
andann sem er auövitað einmitt
það sem ég vil."
Helsta áhyggjuefni hans
þessa stundina er hvort þetta
innihald henti þrillerforminu. „í
venjulegum þriller eru góðir
gæjar og vondir gæjar en sjaldn-
ast nokkur persónusköpun,"
segir hann. „Það þarf enginn
að segja þér hver Harrison Ford
er; hann er góði gæinn og þeg-
ar þú veist það getur þú hallaö
þér aftur og notið ferðarinnar."
En hver er uppruni myndar-
innar? „Allt þetta hófst vegna
þess að ég skrifaöi einu sinni
kvikmyndahandrit („Saigon:
Year of the Cat") er filmað var
í Bangkok, sem er einhver
versta borg á jörðinni, og ég sat
einn daginn við vegarspotta
með þessum fúla skurði með-
fram honum en skammt frá var
flugbraut og hraðbraut en Step-
hen Frears (leikstjórinn) og Judi
Dench (stjarnan) sátu með mér.
Dench snéri sér allt ( einu að
mér og sagði: „Drottinn minn,
getur ekki næsta mynd sem þú
skrifar bara verið um mig á in-
dælu hóteli í París?"
Hann skrifaði fyrsta uppkas-
tið að handriti á sex vikum en
það tók hann fjögur ár að gera
myndina. Eitt af helstu vanda-
málunum var að fé einhvern til