Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 Stærsta flugkoman á Islandi til þessa Flugáhugamenn víða af landinu fjölmenntu á Heliuflugvöll laug- ardaginn 20. ágúst sl. en þá var haldin fyrsta „Piper-strigaflug- koman“ á íslandi og var þetta að öllum líkindum stærsta flug- mót sem haldið hefur verið hér- lendis. Alls höfðu yfir sjötíu flug- vélar viðkomu á Hellu þann dag- inn og var þátttakan mun betri en bjartsýnustu vonir aðstand- enda gerðu ráð fyrir. Blíðskapar- veður, sól og heiðríkja, gerði daginn ennþá eftirminnilegri fyrir viðstadda. Stjömur dagsins voru óneitan- iega hinar fimm Piper J-3 Cub flug- vélar sem voru þar samankomnar. Það eru liðin mörg ár frá þvi að slíkur flöldi Piper Cub-véla hefur verið saman í hóp, en það er von aðstandenda mótsins, að fleiri „Cubbar" verði til sýnis á næstu flugkomu Piper-vinafélagsins. Ein þeirra Cub-flugvéla sem voru á Hellu hafði aðeins örfáum dögum áður en flugkoman fór fram fengið loft undir vængina á nýjan leik eft- ir tæplega tuttugu og fjögurra ára hlé. Þetta var J-3 Cub, TF-DYR, sem Jón Guðbrandsson dýralæknir og Gísli Sigurðsson kennari á Sel- fossi endursmíðuðu. Flugvél þessi var á árum áður í eigu Tryggva Helgasonar á Akureyri og var þá skrásett TF-JMA. Hún stór- skemmdist í óhappi síðla árs 1964 og lá lengi vel sundurtekin og illa skemmd í flugskýli nyrðra. Það liðu tíu ár og þrír dagar frá því þeir félagamir, Jón og Gísli, hófust handa við að endursmíða vélina þar til hún flaug á ný og er ógjömingur fyrir leikmann að gera sér grein fyrir handtökunum sem liggja að baki. Alls mættu nítján Piper-striga- vélar á Hellu og er það mjög góð þátttaka að áliti mótsstjómar. Auk þeirra fimm Cub-véla, sem áður er getið, voru mættar allar þrjár PA- 12 Super Cruiser landsmanna, þijár PA-18 Super Cub, sex PA-22 Tri- Pacer og báðar PA-22 Colt. Hver hópur Piper-flugvéla fór í samflug yfír svæðið og gáfust áhugamönn- um mörg góð tækifæri til að mynda gömlu strigavélamar á lofti. Flugmódelamenn létu ekki sitt eftir liggja því tveir þeirra mættu með skalamódel af Piper-vélum og flugu samflug með fyrirmyndunum. Var oft á tíðum erfítt að gera sér grein fyrir hvor væri stóra flugvélin og hvor væri sú litla. Auk Piper-flugvélanna gömlu voru margar aðrar skemmtilegar Samflug þriggja Piper Super Cub-véla. Morgunblaðið/PPJ i'onngi Piper-vinafélagsins, Ottó Tynes, ásamt syni sínum. Ottó er klæddur einkennisfatnaði félagsins. Endursmíði Piper J-3 Cup, TF-DYR, lauk skömmu áður en flugkoma Piper-vinafélagsins var haldin. C >ijár Super Cub-vélar og J-3 Cup, TF-KAO, á . ón Guðbrandsson dýralæknir fékk viðurkenningu Piper-vinafélagsins fyrir fallegustu flugvél af gerð- inni J-3 Cub. Stoltur Super Cruise-eigandi, Ómar Ragnarsson. og sjaldséðar flugvélar saman- komnar á Hellu, má þar nefna ald- ursforseta flugflotans, Fleet Finch- tvíþekjuna TF-KAN þeirra Áma Guðmundssonar og Erlings Jóhann- essonar. Einnig vakti athygli koma gömlu Ercoupe-vélarinnar TF-EHA frá Sauðárkróki, sem ekki hefur sést sunnan heiða í áraraðir, en þessi flugvél er í eigu þeirra Bryn- leifs Tóbíassonar og Alberts Bald- urssonar. Listflugunnendur fengu líka sinn skammt því Magnús Norðdahl flug- stjóri var meðal viðstaddra og var duglegur við að sýna listir sínar á CAP.lO-vélinni TF-UFO öllum við- stöddum til mikillar ánægju. Af öðrum sýningaratriðum má nefna samflug þeirra Ómars Ragnarsson- ar og Haraids Snæhólms á Dom- ier-flugvélum sínum TF-FRU og TF-DOV, en þessar flugvélar hafa ótrúlega hægflugseiginleika, fyrir utan hvað þær þurfa stuttar vega- lengdir til flugtaks og lendingar. Margir fóm um langan veg til að mæta á Hellu, en lengsta ferða- lagið fór Öm Ingólfsson, sem kom alla leið frá ísafírði á Avid Flyer TF-AGN. Þessi heimasmíðaða flug- vél hefur hingað til ekki sést utan Vestfjarðakjálkans og þyrptust for- vitnir í kringum hana að skoða og spyija. Fjölmargir íhuga nú smíði samskonar flygildis og hafði Öm varla undan að svara spurningum þeirra. í lok dagskrárinnar voru veittar viðurkenningar fyrir fallegustu og best hirtu flugvélamar af hverri tegund Piper-strigaflugvéla. Meðal J-3 Cub-véla var TF-DYR talin fal- legust að áliti dómnefndar, en af PA-12 Super Cruiser-vélum var það TF-AKK, af PA-18 Super Cub- vélum var það TF-LEO og meðal PA-22 Tri-Pacer og Colt var það TF-SWP. Hátíðinni var slitið með því að viðstaddir hylltu stjórnanda flug- komunnar, Ottó Tynes, sjálfkjörinn foringja Piper-vinafélagsins, en skipulagning og framkvæmd móts- ins var öll í hans höndum. Þannig lauk ánægjulegum degi flugáhuga- manna á Helluflugvelli. - PPJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.