Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 AF INNLENDUM VETTVANGI BENEDIKT STEFÁNSSON Ólafsvík: Hrun virðist vofa yfir eftir aflabrest og önnur áföll Kristján Pálsson Ólafur Kristjánsson Bárður Jensson ÁFÖLLIN hafa dunið yfir Ól- afsvik í vetur eins og aðra út- gerðarbæi við Breiðafjörð. Forráðamenn fyrirtækja segj- ast vera að slig-ast undan hækk- andi kostnaði og rýrnandi tekj- um, vegna aflabrests og lægra afurðaverðs. Sólin skein i heiði þegar Morgunblaðsmenn bar að garði i siðustu viku en við- mælendur voru ekki ýkja bjart- sýnir. Væntanlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar e_ru mönnum ofarlega i huga. Ósjaldan er viðkvæðið að beðið sé eftir tíðindum að sunnan. Ekki eru allir á einu máli um ágæti þess að ráðast á meinsemd- ina með „handafli" eins og lagt hefur verið til. „Annað hvort vakna menn af svefninum eða þetta hrynur sjálfkrafa. Við þörfn- umst forystumanna sem þora að horfast í augu við staðreyndir í stað þess að svífa framhjá á bleiku skýji. Það er kannski ljótt að segja það en hugsanlega þurfum við að upplifa hrunið til að standa upp hraustari eftir," sagði ívar Bald- vinson forstjóri Fiskiðjunnar Bylgju. Samdráttur í afla 5.000 tonn Meginstoðir athafnalífs í bæn- um eru Hraðfrystihús Ólafsvíkur og sjö smærri fiskvinnslustöðvar. Nokkrar verslanir og önnur þjón- ustufyrirtæki eru í bænum en iðn- aðarmenn hafa átt erfítt upp- dráttar. Flestir bæjarbúar hafa orðið illilega varir við slæma stöðu fyrirtækjanna. „Fólk er mjög svartsýnt þessa dagana og talar mikið um það hversu erfítt er að láta enda ná saman. Mér fínnst fólk almennt hundþreytt á ríkisstjóminni og maður bindur litlar vonir við þess- ar efnahagsráðstafanir. Á endan- um er alltaf komið aftan að okkur sem erum á lægstu laununum," sagði Sólveig Aðalsteinsdóttir fískverkakona í hraðfrystihúsinu. Veiðin það sem af er þessu ári er mun lélegri en í fyrra. Heita má að vetrarvertíðin hafí gjörsam- lega brugðist og það er ekki fyrr en nú síðsumars sem þorskurinn fer að gefa sig að ráði. Um miðj- an mánuðinn, 14. ágúst, var búið að landa 11.678 tonnum í Ól- afsvík en á sama tíma í fyrra var þessi tala 17.316 tonn. Munurinn er 5.638 tonn. Ef litið er til síðustu sex ára skera árin 1986 og 1987 sig raunar nokkuð úr en engu að síður hefur um 2.500 tonnum minni afli borist á land en í meðal- ári. Mikil tekjurýrnun en næg atvinna Þessi skyndilega tekjurýmun kemur glögglega fram í reikning- um bæjarsjóðs að sögn Kristjáns Pálssonar bæjarstjóra. Hann segir atvinnuástandið þó merkilega gott. Bátum hefur ekki fækkað og skortur er viðvarandi á fólki í fískvinnslu. Á síðasta ári fjölgaði Ólafsvíkingum um 1%, eða níu menn. Segir Kristján að engan bilbug sé að finna á fólki. Trillum hefur fjölgað mikið Sólveig Aðalstcinsdóttir undanfarin tvö ár. Þegar mest er leggja um 60 bátar upp afla í Ólafsvík en allt að 40 trillur em í eigu bæjarbúa. Gæftaleysið kom illilega við pyngju trillukarlanna og bæjarstjóra er kunnugt um nokkra sem eiga nú í basli með að greiða dýra kaupleigu af bátum sínum. Framkvæmdir á vegum bæjar- sjóðs voru miklar í fyrra þegar bygging nýja félagsheimilisins stóð sem hæst og reistir vora verkamannabústaðir. Úr þeim hefur dregið á þessu ári, en þó er verið að vinna að stórfram- kvæmdum í höfninni fyrir á fjórða tug milljóna króna. Þar á að gera nýja bryggju og undirbýr Köfun- arstöðin þessa dagana að reka niður 110 metra langt stálþil. Undirverktakar úr bænum munu annast hluta af verkinu. Hræringar í ferðaþjónustu Ólafsvíkingar hafa til skamms tíma lagt fremur litla áherslu á ferðamannaþjónustu. Á þessu er þó að verða breyting. í bænum er rekið hótel sem einnig gegnir hlutverki verbúðar fyrir hrað- frystistöðina. Tveir aðilar munu nú íhuga að koma upp gistihúsum en hvoragur þeirra hefur sótt um Ieyfí til byggingamefndar að svo komnu máli. Bæjarsjóður keypti í fyrra snjóbíl í félagi við hótelið sem hefur gert skipulagðar ferðir á Snæfellsjökul mögulegar. Ekið er í langferðarbíl upp Jökulhálsveg að rótum fjallsins. Þaðan flytur snjóbíllinn þátttakendur upp á tind jökulsins, allt að sex farþega í hverri ferð. Helgi Pétursson býð- ur einnig upp á sætaferðir um- hverfís jökulinn en í þeim ferðum era meðal annars skoðaðir íshellar undir jökulbreiðunni. í fyrra var gerð tilraun með að bjóða ferða- ívar Baldvinsson mönnum upp á sjóstangveiði á litl- um báti en hún gaf ekki góða raun. Bullandi verðbólga helsta vandamálið Hraðfrystihús Ólafsvíkur hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í vetur, mannskaða, brana í frysti- klefa og bilun í búnaði bátanna. Ólafur Kristjánsson verkstjóri segir að aflabrögðin hafi verið fádæma léleg í vetur og frystihú- sið því neyðst til að flytja fisk að til að halda vinnslunni gangandi. „Því er ekki að neita að staðan hjá okkur er mjög erfíð en við eram ekkert á því að gefast upp. Þessu húsi verður ekki lokað,“ sagði Ólafur. „Þetta er ekki í fyrsta 'skipti sem hér verður tap- rekstur. En góðærinu svo nefnda var sóað, þegar fiskurinn hækkaði erlendis fór það beint út í verðlag- ið hér heima. Tilkostnaður hefur aukist gífurlega og það er bull- andi verðbólga hér hveiju sem fræðingamir halda fram. Það er alveg ljóst að við þurfum að ná verðbólgunni niður í það sem hún er í nágrannalöndunum og lækka vextina til þess að hægt verði að ná jafnvægi í þessum fyrirtækjum. Við búumst fastlega við því að ríkisstjómin nái saman um einhveijar aðgerðir. Eg veit ekki til hvaða ráða á að grípa, það er hlutverk fræðinganna að komast að niðurstöðu um það. Hér er ekki aðeins um hagsmuni útflutningsgreinanna að tefla, fískvinnslan er ekki ein í klípu heldur allir þeir sem stunda at- vinnurekstur og þurfa að taka lán,“ sagði Ólafur. Hann kvaðst ekki hafa gert upp hug sinn gagnvart „niðurfærslu- leiðinni" sem rædd hefur verið í ráðgjafamefnd ríkisstjómarinnar. Sér þætti á hinn bóginn óskyn- samlegt að fella gengið enn einu sinni, nema í tengslum við viða- miklar efnahagsráðstafanir. „Gengisfelling er engin lausn. Rjúki verðlag og vextir upp hafa fyrirtækin ekkert gagn af þeirri ráðstöfun. Það era allir í þessari atvinnugrein með erlend lán á bakinu sem myndu að sjálfsögðu hækka um leið. “ Stefnir í gjald- þrot að óbreyttu Fiskiðjan Bylgja hefur um 15 manns í vinnu og sérhæfir sig í lausfrystum flökum með roði og án. Ivar Baldvinsson forstjóri sagði að ef vextir lækkuðu ekki og vinnulaun héldu áfram að lækka stefndi í gjaldþrot flestra fyrirtækja í fískvinnslu. Hann kvaðst þegar hafa tekið til hend- inni í rekstrinum með því að leita eftir auknu hlutafé og skuldbreyt- ingu á lánum. „Eg á ekki von á neinu frá stjómmálamönnunum. Þeir eyða tímanum í sperring, kjaftæði og kák. Við þurfum forystumenn af gömlu gerðinni sem þora að koma fram fyrir þjóðina og skýra ástandið eins og það er. Stjóm- málamenn sem skynja vanmátt sinn frammi fyrir almættinu," sagði ívar. Gengisfelling bæri ekki tilætl- aðan árangur að mati ívars. Hann sagði rót vandamálsins að lands- ’menn hefðu lifað um efni fram, sjávarfangið stæði ekki undir þeim lífsgæðum sem fólk krefðist. „Þegar bankastjóramir koma úr laxveiðinni og ranka við sér fara hjól atvinnulífsins að stöðv- ast. Það verður hver að standa ábyrgur gerða sinna. Mér lýst ekki á að stjómmálamennimir fari að krakka í efnahagslífið. Þá skortir einfaldlega yfirsýn. Ef þeim er gefinn laus taumurinn byijar baktjaldamakkið sem kem- ur síðan í bakið á okkur,“ sagði hann. Bylgjan hefur ráðið fjóra starfsmenn frá Danmörku þar sem ekki fékkst innlent fólk í vinnu. ívar sagði að yfirborganir væra nær algild regla í físk- vinnslu. Ef skerða ætti launin myndi taxtakaupið væntanlega lækka en yfírborgunin ekki, því ella leitaði starfsfólkið annað. „Þingmennimir ættu að ganga á undan með góðu fordæmi og lækka sín laun, þá ykist sennilega traust fólks á þessum aðgerðum," sagði ívar. Dýr kynding að sliga fólk Sólveig Aðalsteinsdóttir hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur sagðist oft hafa íhugað að flytjast frá Ólafsvík en alltaf hætt við það. Ástæðumar væra margar. Þótt gott verð hefði verið boðið fyrir einbýlishús fjölskyldunnar og betri launa að vænta fyrir sunnan væri friðsældinni ekki fómandi fyrir streitu og mengun í höfuð- borginni. „Það sem einna helst þjakar fólk hér er gífurlegur kostnaður við kyndingu. Það verður allt bijálað þegar rafmagnsreikning- amir birtast. Við þurftum til að mynda að greiða 32.000 krónur í rafhitun fyrir fyrstu þijá mánuði ársins í 165 fermetra húsi. Marg- ir geta einfaldlega ekki staðið undir þessum greiðslum." Sólveig sagði að starfsfólk Hraðfrystistöðvarinnar gerði sér almennt góða grein fyrir stöðu fyrirtækisins. Illa hefði árað í vet- ur og áföll dunið yfír. Því væri nokkuð ljóst að reksturinn byði ekki upp á launahækkanir. „Það sem hefur vantað í þessu fyrirtæki era betri tengsl yfír- mannanna við fólkið. Minni húsin gera miklu betur við sitt fólk. Þar er borgað betur, fólkinu boðið í lokahóf og einhvem glaðning fyr- ir jólin. Kannski er einhver breyt- ing að verða, því þegar nýr eig- andi tók við gaf hann öllum starfs- mönnunum lax í jólagjöf. Slíkt hafði aldrei sést áður í þessu fyrir- tæki,“ sagði Sólveig. Tókst að afstýra atvinnuleysi „Það er í raun kraftaverk að fyrirtækin skuli hafa staðið af sér þessa vertíð í vetur,“ sagði Bárður Jensson formaður verkamannafé- lagsins Jökuls. „Það hefur verið reynt að halda fyrirtækjunum gangandi og í vetur var atvinnu- leysisskrá að heita má auð. En að sjálfsögðu var ekki hægt að halda uppi fullri vinnu. Við höfum verið með mikið af fólkinu á nám- skeiðum og á tímabili varð Trygg- ingastofnun að hlaupa undir bagga svo fólkið í Hraðfrystihús- inu færi ekki á atvinnuleysiss- bætur. Það má í raun tala um sumar- vertíð í Ólafsvík í stað vetrarver- tíðar. Veðráttan er okkar forni fjandi, hér þýðir ekkert að róa í suðvestan-áttinni. En það hefur eitthvað verið að rætast úr þessu.“ Bárður kvaðst vantrúaður á gildi „niðurfærsluleiðarinnar" títtnefndu, en var þeirrar skoðun- ar að nánast byltingarkenndra breytinga væri þörf. „Það er víða pottur brotinn og erlendu lánin hafa augsýnilega farið í rangar fjárfestingar. Þetta hlaut að koma aftan að okkur.“ Lækkun á taxta raf- hitunar réttlætismál Rafmagnsveitan sendi hótun um lokun vegna vanskila inn á helming heimila í Ólafsvík á síðasta ári. Að sögn bæjarstjóra kostar að jafnaði um 10.000 krón- ur að kynda 150 fm hús í bænum á mánuði en sambærilegt gjald í Reykjavík gæti legið á bilinu 1.500 og 2.000 krónur. Kvaðst Kristján þekkja það af eigin raun að olíukynding væri um helmingi ódýrari en rafmagnskynding, sem sýndi glöggt hversu óréttlátur rafmagnstaxtinn væri. „Fólk stendur einfaldlega ekki undir þessum greiðslum. Lands- virkjun ætlar að græða 580 millj- ónir króna á þessu ári og greiða helstu hluthöfunum, þar á meðal Reykjavíkurborg, arð. Ef við gef- um okkur að Landsvirkjun þurfi að hafa svona rúm fjárráð þarf einfaldlega að hækka almenna taxtann til þess að lækka hús- hitunartaxtann og þannig munu allir bera kostnaðinn jafnt, Ól- afsvíkingar sem aðrir. Þetta er í raun spuming um það hveijir eiga auðlindir lands- ins. Við teljum okkur eiga jafn stórt tilka.ll til þeirra eins og aðr- ir landsmenn," sagði Kristján. Ódýrari húshitun og bættar samgöngur við Reykjavík era þau atriði sem bæjarstjóri setur einna helst á oddinn. Verslanir í Ól- afsvík hafa ekki reynst sam- keppnisfærar við búðir á höfuð- borgarsvæðinu, sem veldur því að mjög margir leggja land undir fót í verslunarerindum. „Jarðgöng undir Hvalfjörðinn myndu styrkja byggð á Snæfells- nesi enda held ég að þau verði að veraleika innan fárra ára. Það er hagur allra að Vesturlandið verði eitt verslunar og þjónustu- svæði," sagði Kristján Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.