Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 t Systir mín, ÁSTRfÐUR GUÐRÚN BECK frá Sómastöðum, andaðist 24. ágúst á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Hans Beck. t Fósturmóðir min, tengdamóðir og amma, MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR áður til heimilis á Herjólfsgötu 12, Hafnarflrði, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu, Hafnarfirði, að kvöldi 24. ágúst. Guðmundur Guðmundsson, Matthildur Þ. Matthíasdóttir, Guðlaugur Guðmundsson. t Eiginkona mín og móöir okkar, SIGRÍÐUR KRISTJANA JÓNSDÓTTIR, frá Dynjanda íArnarfirði, lést á dvalarheimilinu Seljahlíð 24. ágúst. Kristján Eggertsson, Arnþór Krlstjánsson, Kristján Kristjánsson, Leifur H. Jósteinsson. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, LEIFURH. MULLER, Laugateigi 13, andaöist í Borgarspítalanum 24. ágúst sl. Birna Muller, Stefanfa Muller, Björg Muller, Marfa Muller, Lelfur Muller, Sveinn Muller, Johnny Hansen, Friörik Ólafsson, Anne Berit Dahl, Alda Hjartardóttir og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, MATTHfAS ÓLAFUR KRISTJÁNSSON, sem lést 18. þ.m. á Háteig 4 í Keflavík, verður jarösunginn laugar- daginn 27. ágúst kl. 14.00 frá Hvalsneskirkju í Sandgerði. Baldur G. Matthfasson, Margrót Bergsdóttir, Sölvi H. Matthfasson, Páll Kristjánsson, Gfslfna Kristjánsdóttir, Sigurrós Kristjánsdóttir og barnabörn. + Eiginmaöur minn, ÓLAFUR G. GUÐMUNDSSON, Kirkjuvegi 5, Ólafsflröi, andaöist á heimili sínu 24. ágúst. Erla SigurAardóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, ÓSKAR ÁSTMUNDUR ÞORKELSSON, Rauðagerði 65, fyrrverandi gjaldkeri Slippfólagsins f Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 30. ágúst 1988, athöfnin hefst kl. 13.30. Fyrir hönd barnabarna og annarra aðstandenda. Sigrfður I. Ólafsdóttir, Signý Þ. Óskarsdóttir, Aðalsteinn Helgason, Ólafur H. Óskarsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Anna H. Óskarsdóttir, Þorgrfmur Ólafsson, Guðrún Fanney Óskarsdóttir, Þráinn Sigurbjörnsson, Skarphóðlnn P. Óskarsson, Valgerður Björnsdóttir. Minnirig’: Helgi Tryggvason yfirkennari Á haustdögum 1947 hófust kynni mín af sr. Helga Tryggvasyni. Við hittumst í kennslustund í guðfræði- deild Háskóla íslands, þar sem ég var að hefja nám og hann var þar fyrir. Síðan höfum við verið samferða- menn á ýmsan veg. Fyrst nær dag- lega í náminu allt til lokaprófsdags 31. maí 1950. Það var frá upphafi ávinningur af kynnum við hann. Þess vegna langar mig að leiðarlok- um að þakka samskiptin með fáein- um minningarorðum. Helgi fæddist í Kothvammi á Vatnsnesi 10. mars 1903. Foreldrar hans, Tryggvi Bjamason og Elísa- bet Eggertsdóttur, bjuggu þar frá 1896—1928. Tryggvi hafði á hendi ýmis trúnaðarstörf fyrir sveit sína og hérað. Hann var hreppstjóri, oddviti og þingmaður svo nokkuð sé nefnt. Tryggvi var líka meðhjálp- ari hjá afa mínum og afi minn átti margar góðar stundir á heimili Kothvammshjónanna Tryggva og frú Elísabetar Eggertsdóttur. Það rifjaðist fljótt upp við kynnin og við fundum að við áttum vináttuarf frá ættingjum okkar. Ég held, að við höfum reynt að ávaxta hann í öllum samskiptum okkar, bæði á guð- fræðinámsdögunum og ávallt upp frá því. Persónuatgervi sr. Helga átti sinn ríka þátt í því. Hann var reynsluríkur djúphugsuður þegar ég kynntist honum og skyggndist með alvörugleði í trúmálahugsanir og vettvang dagsins til að greiða hvemig hugur gæti sutt hönd og trúin glatt önd. Hann átti langan starfsdag við sunnudagaskólastarf, kristinfræðikennslu í bamaskóla og í kennaraskóla íslands. Árlangt gegndi hann líka prestsstarfi í Miklabæjarprestakalli 1963—64. Sextugur tók hann vígslu. En vera má að bókin hans „Vísið þeim veg- inn“ geymi lengst minni á störf hans. Hún kom út 1975. í henni er víða að finna jákvæðan vitnis- burð lærisveinsins, sem skýrir mörgu öðm fremur hve indælt var að eiga sr. Helga að samfylgdar- vini. Hann reyndi ávallt að vera hollráður og heill í vináttu sinni. Þegar hann var ungur drengur í foreldrahúsum lagði hann á sig langtíma erfiði til að gera lífið ljúf- ara og léttara fyrir smælingja, sem vistaður var á heimilinu, sjálfsagt af því að. faðir sr. Helga var odd- viti. Helgi skýrir sjálfur frá því á bls. 88 og næstu bls. í bókinni „Vísið þeim veginn" og segir þar að athafnir sínar hafi verið tilraun til að afsanna vantrú fólks á mögu- leika til endurhæfingar, en undir- strikar líka af hvaða hvötum slíkt skuli unnið með eftirfarandi orðum: Megi slík störf ávallt vera í fullri samhljóðan við uppeldislegar kenn- ingar heilagra færða.“ Líf og starf sr. Helga átti ein- mitt þann farveg. Hann leitaðist við að vera að verki á akrinum í fullri samhljóðan við uppeldislegar kenningar heilagra fræða. Þannig lagði hann samtíð sinni lið allan ævidaginn. Ég er þakklátur fyrir vináttusamfylgdina við hann. Al- góðan Guð bið ég að blessa ástvin- um hans frú Guðbjörgu Bjamadótt- ur, bömum þeirra, tengdabömum og bamabömum minningamar um merkismanninn sr. Helga Tryggva- son. GHK Helgi Tryggvason lést 19. ágúst 1988 85 ára að aldri. Þótt ekki sé horfið nema mannsaldur áftur í tímann getur verið erfitt fyrir nútímamanninn að gera sér grein fyrir þeirri lífsbaráttu sem þá þurfti að heyja og var háð af dugnaði og útsjónarsemi fólks sem þekkti af eigin raun að ekki mátti slá slöku við til þess að geta aflað sér lífsvið- urværis og séð sér og sínum far- borða. Inn í þetta umhverfí og þessi viðhorf aldamótakynslóðarinnar fæddist Helgi Tryggvason 19. mars 1903 að Kothvammi í Kirkju- hvammshreppi, Vestur-Húnavatns- sýslu. Hann var sonur hjónanna Elísabetar Eggertsdóttur og Tryggva Bjamasonar bónda og hreppstjóra. Tryggvi var greindur vel og mjög rökfastur enda valdist hann til ýmissa trúnaðarstarfa í byggðarlagi sínu. Börn þeirra hjóna vom sex, þijár dætur og þrír synir. í þessu umhverfí ólst Helgi upp. Festa, fyrirhyggja og reglusemi var í fyrirrúmi og hvert verk varð að leysa vel af hendi og skilja ekki við það öðm vísi en fullfrágengið. Á yngri ámm átti Helgi við vanheilsu að stríða og hafði það ekki þann árangur sem skyldi þótt leitað væri læknishjálpar. Varð það að ráði að hann var sendur til Arthurs Gook á Akureyri, en hann leysti vanda margra sem við vanheilsu áttu að búa. Helgi fékk bót á heilsu sinni og honum lærðist þá hve mikils virði það er að lifa heilbrigðu lífí, hafa hollt og gott mataræði, hreyfa sig og stunda léttar íþróttir. Álla tíð síðan var hann talsmaður heil- brigðis, vímulauss lífs og lét sig þau mál miklu skipta. Á þessum ámm var lítið um það að fólk leitaði sér mennta enda óvíða efni til að kosta ungmenni til náms. En Helgi braust til mennta. Hann fór í kennaraskólann og út- skrifaðist þaðan 1929. Hann tók stúdentspróf utan skóla við Menntaskólann í Reykjavík 1935. Stundaði nám við háskóla bæði í Englandi einn vetur og hér heima og lauk guðfræðiprófi við Háskóla íslands 1950. Helgi stundaði að jafnaði vinnu með námi sínu og lagði því mjög hart að sér, enda var hann góður að skipuleggja tíma sinn og nýta hann út í æsar. Helgi hafði mikinn áhuga á því að sem flestir gætu notið náms og komist til mennta. Hann hvatti mig til náms og studdi það þeim rökum, sem á daginn kom að vom 'rétt. Ég íhugaði ráð Helga og ekki var dregið úr mér heima, en efnin vom lítil og til skóíagöngu þurfti nokk- urt fé, en það lá ekki á lausu á kreppuámnum. Það varð úr að ég sótti um að komast í Alþýðuskólann að Reykjum haustið 1937 þá 22 ára. Þegar Helgi frétti af því að ég hafði sótt um Reykjaskóla var hann ekki ánægður með það. Hann taldi annan skóla betri en það var Alþýðuskólinn að Laugum í Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu. En það var komið fram í september og ekki trúlegt að hægt væri að breyta um skóla. En Helgi hafði símasamband við skólastjórann, dr. Leif Ásgeirsson, og fékk fyrir mig skólavist að Laugum. Og það var enginn vafí að þar var um að ræða einn af bestu unglingaskólum þess tírna. Það að Helgi Tryggvason greip þama inn í atburðarás lífs + Þökkum innilega auösýnda samúð, vináttu og hlýhug viö andlát og útför GÚSTAFS JÚLÍUSSONAR, Aöalstrætl 5, Akureyri. Jóna G. Stefánsdóttir, Bergþóra Gústafsdóttir, Rebekka Gústafsdóttir og fjölskyldur. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar frá kl. 12.00 á hádegi, föstudaginn 26. ágúst vegna jarðarfarar VILHJÁLMS INGVARSSONAR. Grandi hf., Sfldar- og fiskimjölsverksmiðjan hf. míns veit ég ekki hvað var örlaga- ríkt en eitt veit ég að ég hefði ekki viljað missa af því að vera á Laug- um, kynnast því fólki, sem þar var og bindast þeim vináttuböndum, sem þar knýttust. Og þegar ég rifya upp liðinn tíma þá kemur nafn Helga í hug minn sem eins af vel- gjörðarmönnum mínum, manns sem gaf góð ráð fáfróðum sveitapilti. Lífsferill Helga var litríkur. Hann var mjög vinnusamur og honum var margt til lista lagt. Hann vann við hi . ðritun þingræðna á Alþingi í 26 ár. En lengst af annaðist hann kennslustörf. Hann var um langt árabil ken’nari í Kennaraskóla Is- lands og var þar yfírkennari síðast. Hann lagði mikinn tíma í undirbún- ing kennslustunda og hafði mikinn áhuga á að nemendur næðu góðum árangri. Hann kenndi hraðritun í einkaskóla í 35 ár. Hann var mikill félagsmaður og tók þátt í stofnun margra félaga en þau voru einkum á sviði líknar- og menningarmála. Átti hann sæti í stjórnum margra þeirra og vann mikið starf. Hann tók mikinn þátt í kristilegu starfi og gegndi prestsþjónustu í Mikla- bæjarprestakalli í Skagafirði um tíma svo og í Hafnarfirði. Hann átti sæti í stjóm Alþjóðakennara- sambandsins í tvö ár og tók mikinn þátt á ‘málefnum kennara. Hann var söngelskur mjög og mat al- menna söngkennslu mikils. Hann átti sæti í Fræðsluráði Kópavogs um tíma, í bókasafnsnefnd og var formaður Áfengisvamanefndar Kópavogs í 15 ár. Helgi kvongaðist Magneu Hjálm- arsdóttuf kennara 26. maí 1929. Þau áttu eina kjördóttur sem lést af slysförum 16 ára gömul. Það var þungur harmur. Þau hjón slitu sam- vistum. Helgi kvongaðist aftur Guð- björgu Bjamadóttur 26. febr. 1955 og eignuðust þau þijú böm, sem öll hafa stofnað sín eigin heimili og eru bamabömin fímm. Helgi var mjög traustur maður. Hann var fróður vel, skemmtilegur í frásögn og gaman að ræða við hann. Hann var gjörhugull og rök- fastur og skoðaði mál frá öllum hliðum. Hikaði hann ekki við að láta álit sitt í ljósi og hafði þá alltaf í huga að hafa það sem sannast reyndist og vildi heldur horfast í augu við óþægilegan raunveruleik- ann en að láta óskhyggjuna ráða. Hann var nákvæmur í orði og verki og fastur fyrir. Heilsteyptur og góður drengur er genginn, drengur sem átti sér stóran draum aldamótamannsins um sjálfstæði, frelsi og velgengni íslensku þjóðarinnar, drauminn um aukna menntun almennings, drauminn um heilbrigði og heilsu, drauminn um vímulaust þjóðfélag, drauminn um vel kristna þjóð, sem af kærleika rétti þeim sem voru sorgmæddir, sjúkir eða fatlaðir líknarhönd, drauminn um gott þjóð- féiag. Hann kom víða við og lagði gjörva hönd á margt til að bæta, líkna og hjálpa. Það eru margir sem þakka samfylgdina, þakka góðu ráðleggingamar, þakka hjálpina og þakka vináttuna. Blessun fylgi minningunni um Helga og við biðj- um honum góðs velfarnaðar á nýj- um vegum. Aðstandendum flytjum við innilegar samúðarkveðjur. Páll V. Daníelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.