Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 47
(t } { I M 4 * r « KNATTSPYRNA / UNDANKEPPNI HEIMSMEISTARAKEPPNINNAR ÍÞRÚmR FOLK H JUAN Antonio Samaranch, forseti alþjóðlegu ólympíunefndar- innar, fór á dögunum fram á það við Breta að þeir sendu Sebastian Coe á ólympíuleikana í Seoul, þrátt , fyrir að Coe hefði ekki náð lág- markinu sem sett er. Samaranch vildi að Coe fengi að keppa vegna þeirra afreka er hann vann á ólympíuleikunum í Moskvu 1980 og í Los Angeles 1984 og vegna vinnu Coe fyrir ólymíuneftidina. Vegna mikillar ' gagnrýni hefur Samancranch hætt við að bjóða Coe sem keppanda, en hefur boðið honum að vera heiðursgestur sinn í Seoul. H IAN Porterfield, sem sagði af sér sem framkvæmdastjóri Aberdeen í vor, hefur tekið við stöðu aðstoðar framkvæmdastjóra ■BBí hjá Chelsea.Fram- Frá Bob kvæmdastjóri Hennessy Chelsea er Bobby ÍEnglandi Campell. Porter- field var áður fram- kvæmdastjóri hjá Sheffield United og Rotherham, áður en hann fór til Aberdeen. Hann kunni ekki við sig í Skotlandi og tók tilboði Chelsea fegins hendi. Margir muna eftir Porterfield er hann lék með Sunderland. Frægastur er hann fyrir að hafa , skorað sigurmark Sunderland gegn Leeds í úrslitum ensku bikarkeppninnar 1973. H MARK Lawrenson, fram- kvæmdastjóri Oxford, hefur keypt bakvörðinn Jimmy Philips frá Glasgow Rangers. Lawrenson borgaði fyrrum félaga sínum frá Anfield, Graeme Souness, 150.000 pund fyrir leikmanninn. H TERRY Venables hefur neit-. að því að hann hafí boðið Derby eina milljón punda fyrir enska landsiiðsmanninn Mark Wright. Venables hefur þó átt í viðræðum við Derby síðustu daga. H JIM Smith stjóri QPR keypti í gær framherjann Mark Stein frá Luton fyrir 100.000 pund. H OSSIE Ardiles er kominn til QPR. Hann verður í hópnum fynr leikinn gegn Manchester United er 1. deildin hefst. Argentínumað- urinn, sem orðinn er 36 ára, gerir líklega eins árs samning við félagið. H ÓTRÚLEG úrslit litu dagsins ljós í fyrrakvöld. Manchester Un- ited steinlá í æfíngaleik fyrir 4. deildarliðinu Hartlepool. Meðal leikmanna í United-liðinu voru Viv Anderson, Paul McGrath, Mike Duxbury og Norman Whiteside. Whiteside meiddist á ný í leiknum og verður ekki með gegn QPR á morgun. H NIGEL Spackman er kominn á sölulistann hjá Liverpool. Kenny Dalglish vill fá um 400.000 pund fyrir hann. Spackman hefur ekki verið í liðinu í æfingaleikjunum i haust, og talið er að Southampton hafi áhuga á honum. H ÚRSLITAKEPPNI íslands- mótsins í knattspymu, í 3. flokki karla, er hafin. Hún fer fram í Kópavogi og Garðabæ. Leikið verður í dag, á morgun og á sunnu- dag. Nánar á morgun. H FRAKKAR ollu miklum von- brigðum er þeir gerðu aðeins jafn- tefli, 1:1, gegn Tékkum í vináttu- leik í knattspyrnu í París í fyrra- kvöld. Stephane Paille kom Frökkum yfir en Jan Daniek jafn- aði. H OLÍS-BP-MÖTIÐ í golfi fer fram í Grafarholti nú um helgina. Leiknar verða 36 holur og ræst út kl. 8:00 bæði laugardag og sunnu- dag. Keppt verður í þremur flokk- um, flokki karla án forgjafar, flokki kvenna án forgjafar og einum sam- eiginlegum forgjafarflokki. Vegleg verðlaun eru í boði. Þátttöku ber að tilkynna í Golfskálann í Grafar- holti. Aðeins 130 þátttakendur komast að. í fyrra varð uppselt og komust færri að en vildu. Lobanovsky kemurekki meðUðisínu Valerí Lobanovsky, þjálfari sovéska iandsliðsins í knattspymu, kemur ekki með liði sínu hingað til lands í HM-leikinn næsta miðviku- dag. Hann á við veikindi að stríða og verður eftir í Sov- étríkjunum skv. læknisráði. Lobanovsky veiktist skömmu fyrir Evrópukeppnina í sumar; fékk hjartaáfall, en náði sér og stjómaði liðinu í V-Þýska- landi. Fyrir skömmu fékk hann annað áfall. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 26. AGUST 1988 Páll Björgvinsson med Víking og HK PÁLL Björgvinsson, hand- knattleiksþjálfari, mun í vetur þjálfa bæöi i 1. og 2. deild. í gærkveldi gekk hann endan- lega frá samningi við Víkinga í t. deild, en áður hafði verið afráðið að hann þjálfaði lið HKÍ2. deild. Páll sagði, í samtali við Morg- unblaðið, að nú væri verið að athuga hvort leikir félaganna í vetur rækjust saman, og eftir því sem hann best vissi, væri svo ekki. „Það á hins vegar eftir að skipuleggja íslandsmótið í 1. deild eftir áramót, þannig að maður veit ekki ennþá hvernig niðurröð- unin verður þá,“ sagði Páll. „Verði hins vegar einhveijir árekstrar, gera Víkingar sér fulla grein fyr- ir því, að það eru þeir sem þurfa að víkja. HK menn ættu því eftir sem áður að geta notið krafta minna 100%. Astæðan fyrir þvi að ég tek þetta að mér fyrir Víkinga, er sú að þeir eru í vanda staddir, og ég.sem gamall Víking- ur, vill gjaman hlaupa undir bagga með þeim,“ sagði Páll Björgvinsson að iokum. * Islenski landsliðshópurinn valinn fyrir leikinn gegn Sovétmönnum: Markmiðid er að kom- ast í úrslitakeppnina' - sagði Ellert ÍSLENDINGAR hefja þátttöku sina í næstu heimsmeistara- keppni í knattspyrnu næstkom- andi miðvikudag á Laugardals- velli. Það er ekki ráðist á garð- inn þar sem hann er lægstur í byrjun — það eru sjálfir Sovót- menn sem mæta til leiks, en þeir léku einmitt til úrslita í Evrópukeppni landsliða íVest- ur-Þýskalandi og töpuðu þá í úrslitum fyrir Hollendingum. Islenski landsliðshópurinn fyrir leikinn var tilkynntur í gær. Vegna leikja um helgina var valinn 22 manna hópur, ef einhveijir kynnu að meiðast, en strax á sunnu- dag verður valinn endanlegur 16 manna hópur. Allirtilbúnir Allir atvinnumenn íslands geta gef- ið kost á sér í leikinn. Hópurinn sem Siegfreid Held valdi er annars skip- aður eftirtöldum: Markverðir: Bjami Sigurðsson, Brann.......22 Friðrik Friðriksson, B1909.....13 Guðmundur Hreiðarsson, Víkingi..l Aðrir leikmenn: Amljótur Davíðsson, Fram.......2 Amór Guðjohnsen, Anderlecht ....25 Ásgeir Sigurvinsson, Stuttgart....39 Atli Eðvaldsson, Val...........51 Guðmundur Torfason, Genk......14 Guðni Bergsson, Val............19 Gunnar Gíslason, Moss..........34 Halldór Áskelsson, Þór........21 Ólafur Þórðarson, ÍA...........23 Ómar Torfason, Fram............30 Pétur Amþórsson, Fram..........19 Pétur Ormslev, Fram............29 Ragnar Margeirsson, ÍBK.......32 Sigurður Grétarsson, Luzem....20 Sigurður Jónsson, Sheff. Wedn....l4 Sævar Jónsson, Val.............42 Viðar Þorkelsson, Fram.........19 Þorsteinn Þorsteinsson..........9 Þorvaldur Örlygsson, KA.........7 „Okkar markmið í keppninni er að ná að minnsta kosti öðru sæti í riðlinum og komast þannig í úrslita- keppnina — en tvö lið komast í úrslitakeppnina sjálfa úr okkar riðli,“ sagði Ellert B. Schram, for- maður KSÍ, á blaðamannafundi í gær er landsliðshópurinn var til- kynntur. Áóvart Eins og allir vita eru mótheijarn- ir erfiðir í fyrsta leiknum, en Ellert sagði að ekki væri útilokað að „ís- lendingar komi á óvart. Við emm að sjálfsögðu ekki jafn hátt skrifað- PóH BJörgvinsson. B. Schram, formaður KSÍ, á blaðamannafundi í gær Morgunblaöiö/Einar Falur Amór Guðjohnsen skorar mark fslands gegn Sovétmönnum í 1:1 jafnteflinu í undankeppni Evrópukeppninnar á Laugardalsvellinum 24. október 1986. Það verður að fróðlegt að sjá hvemig íslensku leikmönnum gengur í næstu viku. ir og Sovétmenn, en þróunin í knatt- spymunni hefur verið sú að úrslita- tölumar em ekki jafn stórar og áður, og með skynsamlegum leikað- ferðum og baráttu er hægt að koma á óvart. Með því hugarfari fömm við inn á völlinn," sagði formaður KSÍ. Siegfried Held, þjálfari, var spurður um markmið formannsins — að koma liðinu í úrslitakeppnina. Hann svaraði því til að við ættum möguleika, en „við emm auðvitað ekki taldir líklegastir til að kómast áfram. Sovétmenn og Austur-Þjóð- veijar em taldir sterkastir og kannski Austurrríkismenn einnig. En ef allir leikmenn okkar sleppa við meiðsli og geta lagt sig 110% fram í öllum léikjunum átta gætum við komist áfram,“ sagði Held. Sovétmenn: Allirúr byrjunar- liðinu í úrslituvn EMkoma SOVÉSKI landsliðshópurinn var tilkynntur í gær, og er þar valinn maður í hverju rúmi. Markverðir era þeir Viktor Chanov og Rinat Dasajev. Aðrir leikmenn sem koma hingað til lands em eftir- taldir: Vagiz Khidiatullin, Vladimir Bessonov, Oleg Kuz- netsov, Anatoly Demyany- enko, Andrei Zygmantovich, Gannady Litovchenko, Alexei Mikhailichenko, Vasily Rats, Alexander Zavarov, Igor Bel- anov, Oleg Protasov, Sergei Aleinikov, Sergei Gotsmanov og Sergei Rodionov. Þess má geta til gamans að allir þeir ellefu sem hófu úrslita- leikinn gegn Hollendingum í Evrópukeppninni í sumar em í þessum 16 manna hópi. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.